Dagur - 21.08.1998, Side 2

Dagur - 21.08.1998, Side 2
18-FÖSTUDAGUR 21. ÁGÚST 1998 LÍFIÐ í LANDINU ÞAD ER KOMIN HELGI Hvað ætlar þú að gera? „Það er alltafjafn gaman að fá til sín brúðhjón." Marinó ætlar í óvissu- ferð með Ameríkanana. Tek á móti brúðhj ónum Ingveldur Bjarnadóttir, húsfreyja í Argerði, Svarfaðardal, og maður hennar, Þröstur Ein- arsson, reka glæsilegt lítið „hótel" í miðri sveitasælunni og ætla að taka á móti brúð- hjónum um helgina sem eyða brúðkaupsnótt- inni á þessum yndislega stað. „Það verður nóg að gera við að skreyta og gera brúðhjón- unum helgina eftirminnilega," segir Inga og bætir við: „Það er alltaf jafn gaman að fá til sín brúðhjón." En síðan eru líka börnin og barnabörnin í heimsókn þannig að það verður fjörug helgi. „Við finnum okkur eflaust eitthvað skemmti- Iegt að gera, til dæmis veiða og njóta bara náttúrunnar,“ segir Inga. Enda er varla hægt að komast hjá því að njóta náttúrunnar í jafn fallegu umhverfi og Inga ætlar einmitt að vinna í garðinum sínum fyrir haustið og láta hendur standa fram úr ermum. Jeppaferð að Goðafoss „Ég fer með 70 manns frá bandarískri sjón- varpsstöð í óvissujeppaferð til Goðafoss og niður Flateyjadal,1' segir Marinó Sveinsson, eigandi Sportferða, en þetta verkefni er sam- vinnuverkefni Sportferða og Fjallasýnar á Húsavík. „Við náum í hópinn á jeppum, eftir að þau hafa klárað hvalaskoðunarferðina brunum með þau um íslenskt landslag sem á eflaust eftir að koma á óvart,“ segir Marinó. En síðan lýkur reisunni með ferð til Akur- eyrar þaðan sem flogið er aftur heim til Bandaríkjanna. Nota helgina til að vinna og kíkja á list- viðburði. Kiki á Listasumar Fanney Hauksdóttir, arkitekt, ætlar að nota helgina í ýmislegt; teikna hús og gera eitthvað skemmtilegt. „Við erum að vinna að viðbygg- ingu við Lundarskóla hérna á Akureyri, og ég ætla að vinna eitthvað í því um helgina,11 segir Fanney. En Fanney ætlar líka að vinna heima við; þar sem hún ætlar að olíubera parketið sem er nýbúið að leggja. Það hafa verið marg- ar skemmtilegar uppákomur í sumar á Lista- sumrinu og Fanney ætlar að athuga hvort eitthvað áhugavert sé í boði um helgina. „Ég kannski kíki aðeins á Listasumarið um helg- ina þegar ég er búin að vinna,“ segir Fanney Hauksdóttir, arkitekt. Kristján Jóhannsson söngvari hefur lengi verið í fremstu röð stórsöngvara í heiminum og mun halda stórtónleika í heimabæ sínum, Akureyri, í október næstkomandi. ■ LÍF OG LIST Uppbygging sjálfsins „Ég er mik- ið fyrir bækur sem eru upp- byggilegar fyrir sjálfið," segir Ingveldur Yr Jónsdóttir, söngkona, en hún segist mikið glugga í bækur sem eru í þessum dúr. „Núna síðast var ég að lesa bók sem heitir Horfst í augu við með- virkni, sem er mjög góð,“ segir Ingveldur og bætir við: „Én ein af mínum uppáhaldsbók- um er Celestine handritin, sem er mjög sérstök.“ Einföld tónlist meö boðskap „Ég hlusta ekki endilega á sí- gilda tónlist á hverjum degi, þrátt fyrir að ég vinni við hana,“ segir Ingveldur Yr. En segist halda mikið upp á trúbadora með boð- skap. „Tónlist sem er einföld í flutningi, hefur boð- skap og innihaldsríka texta er í miklu uppáhaldi hjá mér,“ segir Ingveldur og nefnir til sögunnar tónlistarmenn á borð við Sting, Söru Mc Laugh- an, Jewel og Alison Crowes, sem er í miklu uppáhaldi hjá henni. Óbærilegur léttleiM geiimnyndaima „Uppháhaldsmyndin mín þessa dagana er myndin The Edge, sem fjalllar um hvernig fólk tek- ur á Iífinu,“ segir Ingveldur Yr. Annars segist Ingveldur Yr vera mikið fyrir geimmyndir á borð við Arma- geddeon og The fífth element, þrátt fyrir að al- mennt sé hún ekki mikið fyrir hasar. „En mynd- irnar verða að hafa boðskap og myndin The un- bearable lightness of beeing, er í uppáhaldi og höfðar mjög vel til mín,“ segir Ingveldur Yr. FRÁ DEGI TIL DAGS Lífinu verður að lifa með því að hugsa ffam, en það skilst ekki nema með því að hugsa aftur. Sören Kirkegaard. Þau fæddust 21. ágúst • 1936 fæddist bandaríski körfuboltaleik- arinn Wilt Chamberlain. • 1933 fæddist Janet Baker, mezzo-sópr- an frá Englandi. • 1920 fæddist breski rithöfundurinn og bóksalinn Christopher Robin Milne, en er kunnari fyrir það að fað’ir hans, A.A. Milne, skrifaði bækurnar um Bangsí- mon fyrir soninn. • 1906 fæddist Isadore „Friz“ Freleng, sem skapaði margar ódauðlegar teikni- myndahetjur á borð við Kalla Kanínu og félaga hans Þetta gerðist 21. ágúst • 1011 mun Njálsbrenna hafa átt sér stað. • 1238 var Orlygsstaðabardagi háður í Blönduhlíð í Skagafirði, en þar börðust þrjár voldugustu ættir landsins og létu nærri 60 manns lífið. • 1321 voru 160 Gyðingar brenndir á báli í Frakklandi. • 1560 mun Tycho Brahe fyrst hafa feng- ið áhuga á stjarnfræði. • 1831 átti sér stað þrælauppreisn í Virg- iníu, Bandaríkjunum. • 1943 var Gromyko gerður að sendi- herra Sovétríkjanna í Bandaríkjunum. • 1986 hófst eldgos í Kamerún sem varð nærri 2.000 manns að bana. • 1991 Iýsti Lettland yfír sjálfstæði sínu frá Sovétríkjunum. Vísa dagsins Það var Örn Arnarson sem orti þessa al- kunnu stöku um Iýðræðishefðina á Is- landi: Hdvært tal er heimskra rök. Hæst t tómu hylur. Oft er viss í sinni sök sá, er ekkert skilur. Afmælisbam dagsins 21. ágúst árið 1904 fæddist William „Count“ Basie, píanóleikari og djassari af guðs náð, sem stjórnaði stórsveit sinni um nærri hálfrar ald- ar skeið af stakri snilld. Meðal þeirra sem léku með hljómsveitinni var Lester Young, og svo söng Billie Holliday með henni um skeið. Count Basie lést árið 1984 úr krabbameini. Góður hundur Kona ein var að vinna' í garðinum þegar hún tók eftir því að stóri hundurinn hennar var með eitthvað í munninum sem hann hristi. Hún fór til hans og sá að hann var með kanínu. Skelfingu lostin mundi hún eftir þvf að barn nágrannans átti einmitt kanínu og hélt að hundurinn hefði komist í búrið og drepið kanínuna. Hún flýtti sér því að þrífa kanínuna og setja hana í búrið. Nokkru seinna sér hún lögreglubíl með blikkandi ljós við hús ná- grannans. Hún spurði hvað væri um að vera og Iögreglumaðurinn sagði: „Kanína þeirra dó í gær og var grafin en einhver bijálæðingur hefur grafið hana upp og sett hana aftur í búrið.“ Veffang dagsins A þessu vefsetri eru góðar upplýsingar handa þeim sem eru að undirbúa ferða- Iög um heiminn. Round-the-World Tra- vel Guide er á www.travel-library.com/- rtw/html/index.html

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.