Dagur - 21.08.1998, Blaðsíða 10

Dagur - 21.08.1998, Blaðsíða 10
vr 26 - FÖSTUDAGUR 21. ÁGÚST 1 9 U ti FERÐ ALÍFIÐ A FERÐALAGIUM SNÆFELLSBÆR Útiveran er sígild Útiveran er best í Ólafsvík enda mögu- leikarnir ótæmandi og margt hægt að fara um suðvesturhorn nessins ef maður hef- ur þar miðstöð. Ferðir á Snæfellsjökul frá Arnarstapa eru sígildar ef veðrið er gott, skipulagðar eru gönguferðir frá Búðum og Hellnum. I þessum ferðum er gott að njóta náttúrunnar og kraftsins úr jöklin- sígúd á Snæfe„snesL Hægt r ,, . r. , , , v. er að fara á Snæfellsjökul ef veðrið er rra Ulatsvik ma rara t batsferðir og hvalaskoðunarferðir. Þá er byggðasafnið -------—--------- opið allar helgar frá 11-18. Göngufélag Snæfellsbæjar er með skipulagðar gönguferðir á þriðjudagskvöldum. SAND- GERDI ■húlmavík Októberfest í ágúst „Um helgina er ölfestival á Cafe Riis. Hjá okkur er októberfest í ágúst,“ segir Sigurður Atlason, forstöðumað- ur upplýsingarmiðstöðvar Hólmavík- ur. Hátíð þessi er árlegur viðburður og hefur mælst vel fyrir. Starfsmenn kaffihússins klæðast á þýska vísu og undir hljómar þýsk tónlist. „Hér þýð- ir ekkert að hafa októberfest, þá er ekkert fólk á ferðinni. Hún var því færð í endaðan ágúst.“ Sigurður bendir einnig á golfmót sem haldið verður um helgina og sýninguna „Sjávarskrímsli í Suðurhöfum" sem staðið hefur í allt sumar. Þar er til sýnis Ieður- skjaldbaka sem fannst í firðinum fyrir 35 árum. Skjaldbaka þessi vegur hvorki meira né minna en 350 kíló og er rúmir tveir metrar á lengd. Þá er í gangi ljósmyndasýn- ing þessu tengt. Ölið verður teigað á Hólmavík um helgina. V. I Kafffiilaðborð- ið er vinsælt Fastir liðir eru á dagskránni í Sandgerði um helgina. Opið verður í Fræðasetrinu þar sem fjölskyldur geta komið og skoðað sjávarminjar og sjávarlífverur. Opið verður í þjónustu- miðstöðinni, sundlaugin er að sjálfsögðu á sínum stað og svo er kaffihlaðborðið á veit- ingastaðnum Vitanum vin- sælt á sunnudögum. Listasmiðjan Ný Vídd er gjarnan með opið hús um helgar og stundum eru þar sýningar. A golfvellinum verður Opna Sandgerðismótið um helgina. I Sandgerði er hægt að skoða sjávarlífverur. J ■þorlákshöfn "N Fjaran lokkar Þorlákshöfn er í örstuttu akstursfæri frá Reykjavík og því um að gera að skreppa þangað í smá útiveru um helgina. I Þorlákshöfn er gaman að labba fjöruna og hægt að velja milli þess að labba bestu sandíjöru lands- ins alla leið til Eyrarbakka eða Bjarg- ið svokallaða út í Selvog. Þessar leið- ir eru mikið gengnar og auðfarnar. í Þorlákshöfn er glæsileg sundlaug og falleg íþróttaaðstaða, golfvöllur- inn er prýðilegur. Það er lítið mál fyr- ir fjölskylduna að skreppa í sund eft- ir að hafa skoðað plöntulíf og fuglalíf í gönguferðinni. Þá er ferðamannafjós á Laugabökkum þar sem fólk getur fylgst með mjöltum. Um helgar eru gjarnan sýn- ingar og ýmislegt um að vera í menningarlífinu, sérstaklega hvað söng og hljóðfæra- leik varðar. / Þorlákshöfn má ganga fjöru, annað hvort til Eyrarbakka eða út í Selvog. ÍSLAMSFLUE -gerir fleirum fœrt aö fljúga Ferðaþjónusta Kaffi- og handverkshús Pinghúsinu Grund, 7 km frá Dalvík. Opið frá 14-19, á öðrum tima eftir pöntun. S. 466 1547 / 466 1526. ■kirkjubæjarklaustur Veisla með kammertónlist SannköIIuð tónlistarveisla verður í félagsheimilinu Kirkjuhvoli á Kirkjubæjar- klaustri um helgina. Þar verður haldin kammertón- listarhátíð og stendur hún á föstudag, laugardag og sunnudag. Dagskráin er íjöl- breytileg. Sem dæmi má nefna að Ólöf Kolbrún Harðardóttir syngur íslensk og erlend Ijóð og ameríski strengjakvartettínn Dvorak kemur fram. Þá verða tón- Iistarskólastjórar með aðal- Ólöf Kolbrún Harðardóttir syngur á Kirkjubæjarklaustri fund sinn þannig að tónlist- _____________________um helgina.______________ inni verður gert hátt undir höfði. A Kirkjubæjarklaustri er mikið að gera fyrir ferðamenn. Þar er hestaleiga og bátaleiga og hægt að komast í golf, gönguferðir og veiðar má komast í nánast hvar sem er.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.