Dagur - 21.08.1998, Page 11

Dagur - 21.08.1998, Page 11
FÖSTUDAGUR 21. ÁGÚST 1998 - 27 Tkypr. LANDIÐ OLAFSFJORDUR TvísMpt Ólafsfjarðarvatn „Það eina slupulagða hér um helgina er Opna Coca Cola mótið í golfi,“ segir Kristján Asgeirsson, ferðamálafulltrúi á Hótel Olafs- firði. Á Olafsfirði er þó eitt og annað að sjá eins og glæsilegt náttúru- gripasafn, þar sem m.a. eitt stærsta fuglasafn á landinu er. Gönguleiðir eru margar í firðinum til dæmis merktar leiðir yfir í Héðinsljörð og Siglu- ljörð. „Svo er hægt að labba hér um alla dali og firnindi." Olafsfjarðarvatn er merkilegt fyrir ýmissa hluta sakir. Það er tvískipt, bæði salt og ósalt. „Ef þú ert á ákveðnum stöðum gætir þú fengið hvort heldur sem er silung eða þork,“ segir Kristján. Heimamenn eru með gallerí þar sem þeir sýna leirmuni og annað „og svo er nokkuð um að það að menn kíki inn í laxeldisstöðina, kaupi lax og líti á hvernig þetta gengur fyrir sig.“ Á Ólafsfirði er hægt að veiða þorsk og siiung í einu og sama vatninu. ■kópasker "\ Fjölskrúöugt fuglalíf „Það nú ekkert sér- stakt um að vera hérna um helgina, fyrir utan hið daglega líf,“ segir Steindór Sigurðsson, sveitar- stjóri á Kópaskeri. Hann segir þó margt að sjá fyrir ferðamann á leið um Kópasker. „Hér er mjög fjöl- skrúðugt fuglalíf og skerið hér er kjaftfullt af öllum hugsanlegum fuglategundum. Þangað er gaman að fara í gönguferðir. Svo er mikið um sel hérna enda heitir staðurinn Kópasker.“ Steindór bendir á að í nágrenni Kópaskers eru margar af fegurstu náttúruperlum Islands eins og Ásbyrgi, Dettifoss og Jökulsárgljúfrið. „Þá er hér fallegt umhverfi og miklar andstæður. Gönguleiðin frá Núpskötlu til Rauðanúps er til dæmis skemmtileg gönguleið og fal- Ieg,“ segir Steindór. J i ■neskaupstarur Dagur á Neskaupstað „Sóldögg verður að spila hér í Hótel Egilsbúð um helgina. Annars held ég að það sé ekkert skipulagt," segir Birgir Búason, fram- kvæmdastjóri hótels Egilsbúðar á Neskaupstað. Ef ferðamaður vilji njH;a daginn vel á Neskaupstað mælir Birgir með siglingu, tveggja tíma skipulagðri ferð um flóann, þar sem meðal annars Nípan, eitt hæsta strandberg, upp úr sjó er skoðað. „Eftir siglinguna er tilval- ið að skella sér í sund og golf og fara því næst á náttúrugripa- safnið sem er stór- merkilegt og þar er hægt að sjá flesta ef ekki alla steina sem til eru á landinu. Þá er tilvalið að enda daginn með því að fá sér fínan mat hér á hótelinu." Birgir segir nokkuð Frá Neskaupstað. um gönguleiðir á svæð- -------------------- inu en nefnir vinsæla leið út í svokallaðan Þorskahelli. Hún sé vel merkt og greiðfær. Baldvin Ari sigraði bæði í tölti og fjórgangi á Tuma frá Skjaidarvík. B£karmót Norðurlands Akureyringar og Vestur Húnvetn- ingar með flest stigin Bikarmót Norðurlands fór að þessu sinni fram á Króksstaðamelum í V- Hún. Sveitirnar sem þarna kepptu voru undir merkjum hérðassambanda og íþróttabandalaga. Mótið var í umsjá Ungmennasambands Vestur-Húnvetn- inga og Hestamannafélagsins Þyts. Léttir sem keppti undir merkjum Iþróttabandalags Akureyrar bar sigur úr bítum með 1361,65 stig. I öðru sæti urðu gestgjafarnir með 1291,91 stig og í þriðja sæti Ungmennasamband Skagafjarðar með 1125,62 stig. Ungmennasamband Eyja- fjarðar varð í ljórða sæti en restina rak svo Ungmennasamband Austur-Húnvetninga. Þingeyingar mættu ekki til leiks. Félagar Þyts komu mjög sterkir út úr þessu móti miðað við hve félagið er lítið. Keppt var í opnum flokki og í unglingaflokki. Þó mótið væri stigakeppni héraðssambanda var það einnig einstaklingskeppni. Úrslitin urðu þcssi: Opinn flokkur - tölt. 1. Baldvin Ari Guðlaugsson IBA á Tuma frá Skjaldarvík. 2. Kolbrún Indriðadóttir USVH á Sölva frá Skáney. 3. HaIldór Gísli Guðnason á Dreyra frá Þóreyj- arnúpi. 4. Guðjón Björgvinsson UMSS á Garpi frá Krossi. 5. Bjarni Jónsson UMSS á Lykli frá Flugumýri. Fjórgangur: 1. Baldvin Ari Guðlaugsson IBA á Tuma frá Skjaldarvík. 2. HalIdór Gísli Guðnason USVH á Dreyra frá Þóreyjarnúpi. 3. Gréta B. Karlsdóttir USVH á Dofra frá Brún. 4. Bjarni Jónasson UMSS á Lykli frá Flugu- mýri. 5. Herdís Einarsdóttir USVH á Krafti frá Graf- arkoti. Fimmgangur: 1. Þórir Isólfsson USVH á Toppu frá Læjar- móti. 2. Baldvin Ari Guðlaugsson IBA á Or frá Akur- eyri. 3. Bjarni Jónasson UMSS á Snældu frá Ytra- Skörðugili. 4. Þór Jónsteinsson UMSE á Seifi frá Skriðu. 5. Arnar Grant IBA á Loga frá Brennihóli. Gæðingaskeið: 1. Baldvin Ari Guðlaugsson ÍBA á Ör frá Akur- eyri. 2. Gunnlaugur Jónsson UMSS á Kórónu frá Garði. 3. Arnar Grant ÍBA á Loga frá Brennihóli. 4. ErIendur Óskarsson IBA á Dimmalimm frá Akureyri. 5. Tryggvi Björnsson USAH á Samúel frá Steinnesi. Fimiæfingar: 1. Guðrún Magnúsdóttir UMSS á Jarpskjóna frá Enni. 2. Magnús Lárusson USVH á Alí frá Þórukoti. 3. Herdís Einarsdóttir USVH á Krafti frá Grafarkoti. 4. Edda Örnólfsdóttir UMSE á Loga frá Hóla- koti. 5. Þorsteinn Egilsson UMSE á Hannibal frá Dæli. Hindrunarstökk: 1. Matthildur Hjálmarsdóttir USVH á Eldi- brandi frá Búrfelli. 2. Guðrún Magnúsdóttir UMSS á Jarpskjóna frá Enni. 3. Þorbjörn Matthíasson IBA á Galsa frá Brún. 4. VaIur K. Valsson USAH á Irpu frá Ármúla. 5. KoIbrún Indriðadóttir USVH á Flipa frá Grafarkoti. Skeið 150 metra: 1. Baldvin Ari Guðlaugsson á Ösp frá Brenni- hóli. 2. Tryggvi Björnsson USAH á Samúel frá Steinnesi. 3. Halldór P. Sigurðsson USVH á Svertu frá Höfðabakka. 4. Þór Jónsteinson UMSE á Sindra frá Kirkju- bæ. 5. Magnús Lárusson USVH á Rögni frá Laug- arbakka. Unglingar - íjórgangur: l.Sonja L. Þórisdóttir USVH á Öld frá Lækj- armóti. 2. Ragnhildur Haraldsdóttir ÍBA á Gauta frá Akureyri. 3. Dagný B. Gunnarsdóttir ÍBA á Þokka frá Ak- ureyri. 4. Eydís Indriðadóttir USVH á Trítli frá Fögru- brekku. 5. Ásdís H. Sigursteinsdóttir UMSE á Freist- ingu. Unglingar - tölt: 1. Ragnhildur Harladsdóttir ÍBA á Gauta frá Akureyri. 2. Dagný B. Gunnarsdóttir ÍBA á Þokka frá Ak- ureyri. 3.Sonja L. Þórisdóttir USVH á Öld frá Lækj- armóti. 4. Þórunn Eggertsdóttir USVH á Snotri frá Bjargshóli. 5. Ásdís H. Sigsteinsdóttir UMSE á Freistingu. HESTAR Kári Arnórsson skrifar

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.