Dagur - 22.08.1998, Side 5
FRÉTTIR
Vill samstarf félaga
í iimanlandsflugmu
Halldór Blöndal hefur beðið Mýfíug og íslandsfíug að hlaupa í skarðið á Húsavík
Samgönguráðherra
hefur kynnt flugfélög-
uiii þá skoðun sína að
þau hafi samvinnu
um innanlandsflugið
til að geta aukið hjá
sér hagræðingu. Ekki
grundvöllur fyrir sam-
keppni nema kannski
á Akureyri eða í Vest-
mannaeyjum.
Halldór Blöndal sagðist í samtali
við Dag hafa haft samband við
Omar Benediktsson hjá Islands-
flugi og Leif Hallgrímsson í
Mýflugi strax og hann frétti um
ákvörðun Flugfélagsins að hætta
flugi til Húsavíkur. Ráðherrann
bað þá að kanna hvort þeir gætu
með einhveijum hætti hlaupið í
skarðið. „Eg geri mér vonir um
að þeir geti fært mér góðar frétt-
ir í næstu viku,“ sagði Halldór
Blöndal.
„Mér kom mjög á óvart að
Flugfélag Islands skyldi hætta að
fljúga til Húsavíkur því þeir hafa
verið að byggja upp þessa flug-
leið að undanförnu og flogið
þangað tvisvar á dag og farþegar
sem um völlinn fara eru 15 eða
16 þúsund. En á hinn bóginn
skilur maður að það geti ekki
gengið til lengdar að innanlands-
flugið sé rekið með halla sem
nemur hundruðum milljóna á
ári,“ sagði Halldór. Halldór tók
málið upp á ríkisstjórnarfundi í
gær og mun ásamt viðskiptaráð-
herra skoða málið. Samgöngu-
ráðherra segir óhjákvæmilegt að
flugfélögin fari að ræða saman
um samvinnu í innanlandsflug-
inu til þess að ná fram nauðsyn-
legri hagræðingu. Aðalatriðið sé
að fólk geti komist leiðar sinnar
og viðunandi þjónustu sé haldið
uppi á hinum ýmsu stöðum á
landsbyggðinni. Aðspurður sagð-
ist ráðherra þegar hafa ámálgað
þessi sjónarmið sín við félögin
og fengið „vinsamlegar undir-
tektir“. Um það hvort það skyti
ekki skökku við að hætta sam-
keppni með þessum hætti sagði
Halldór: „Það skýtur ekki skökku
við því það eru ekki forsendur
fyrir samkeppni í flugþjónustu,
nema kannski á Akureyri og í
Vestmannaeyjum. Farþegatjöld-
inn er það lítill til annarra staða
að þar er ekki hægt að tala um
neina raunverulega samkeppni.
Raunar er það þannig að ég var á
fundi í Brussel um fjarskiptamál,
sem frægt varð á sínum tíma, og
þar töldu þeir nú að ekki væri
hægt að tala um samkeppni
nema þrír kepptu - það væri ekki
raunveruleg samkeppni ef aðeins
tveir byðu fram þjónustu sína.“
íslandsmet
Guðrún Arnardóttir lenti í fjórða
sæti í úrslitahlaupi 400 m
grindahlaupsins á EM í Búda-
pest í gær. Guðrún átti gott start
í hlaupinu, en gaf aðeins eftir á
fyrstu 200 metrunum og var í 5.
til 6. sæti um miðbik hlaupsins.
Þá tók hún heldur betur við sér
og náði fjórða sætinu á tímanum
54,59 sek. sem er nýtt og glæsi-
legt íslandsmet. Aðeins munaði
einum metra á henni og Silviu
Rieger frá Þýskalandi sem varð í
þriðja sætinu, en Guðrún sótti
fast að henni í lokin.
Úrsllt:
1. Ionela Tirlea, Rúmeníu 53,37
2. T. Tereshchuk, Úkraínu 54,07
3.Silvia Rieger, Þýskalandi 54,45
4.Guðrún Arnardóttir, ísl. 54,59
Vala Flosadóttir náði sér ekki
á strik í úrslitum stangarstökks-
ins og virtust meiðsli há henni í
keppninni. Hún stökk 4,15 m og
átti góðar tilraunir við 4,25 m og
lenti í 9. sæti.
Kvemialistiim vill
ræða forystiunálin
Sameiginleg nefnd A-
flokkanna og Kvenna-
listans er að fara yfir
stefnumálin.
A-flokkarnir og Kvennalistinn
hafa skipað nefnd til að fara yfir
þá vinnu sem málefnanefndir
unnu varðandi stefnumál sam-
eiginlegs framboðs þessara
flokka og skiluðu af sér í vor.
Guðný Guðbjörnsdóttir, formað-
ur þingflokks Kvennalista, segir
að ýmislegt sé eftir varðandi
samræmingar í þessum málum.
En kvennalistakonur vilja hrein-
ni línur um ýmis önnur mál áður
en Iengra er haldið.
„Við vorum með félagsfund í
gær, kvennalistakonur úr Reykja-
vík og Reykjanesi. Þar ríkti mik-
ill áhugi fyrir þessum málum.
Það kom hins vegar skýrt fram á
fundinum að við viljum ræða all-
an pakkann varðandi sameigin-
legt framboð og minnum á að
Guðný Guðbjörnsdóttir alþingiskona.
Kvennalistinn hefur ekki tekið
lokaákvörðun um að fara í sam-
eiginlegt framboð. Við munum
ekki gera það nema að fyrir liggi
samstarfssamningur milli flokk-
anna. Við viljum líka hreinar lín-
ur í öll önnur mál en þau sem
málefnanefndirnar unnu. Þar á
ég við íjármálin, framboðsmálin
sjálf og öll vinnubrögð og síðast
en ekki síst forystumálin," sagði
Guðný Guðbjörnsdóttir. Hún
sagði að allt þetta verði að kom-
ast í skýran farveg og því setji
Kvennalistinn þessi mál í for-
grunn áður en farið verður í fín-
pússningu málefnavinnunnar.
Nefndin
Þeir sem skipa nefndina sem á
að fínpússa málefnavinnuna eru
frá Kvennalista Guðný Guð-
björnsdóttir, Steinunn Valdís
Oskarsdóttir og Svala Jónsdóttir.
Frá Alþýðuflokki koma Rannveig
Guðmundsdóttir þingflokksfor-
maður, Guðmundur Arni Stef-
ánsson og Ossur Skarphéðins-
son. Frá Alþýðubandalagi verður
Magnús Jón Arnason fastur
nefndarmaður en síðan verða
fleiri en tveir sem munu skipta
með sér störfum. -S.DÓR
Starfsævi íslendinga lengri
Allt bendir til þess að íslending-
ar starfi að meðaltali 5-10 árum
lengur á vinnumarkaði en aðrir
Norðurlandabúar. Þetta er meðal
þess sem lesa má úr fyrstu niður-
stöðum könnunar um brottfall
fólks af vinnumarkaði sem Nor-
ræn nefnd um tölfræði heilbrigð-
is- og tryggingarmála hefur gert.
Könnunin er aðallega gerð til
að athuga fjölgun bóta- og Iífeyr-
isþega á Norðurlöndum undan-
farinn áratug. I tilkynningu frá
heilbrigðisráðuneytinu segir að
hár eftirlaunaaldur, aldurssam-
setning þjóðarinnar og minna at-
vinnuleysi séu sennilegustu skýr-
ingar á því að heildarútgjöld til
heilbrigðis- og félagsmála eru
mun lægri á Islandi en annars-
staðar á Norðuriöndum.
MiMl sveppaspretta í Hallormsstað
Gríðarlega mikil sveppaspretta er í Hallormsstaðaskógi og vfðar á
Héraði. Frá þessu greindi Svæðisútvarp á Austfjörðum og hefur eftir
skógarmönnum að mátt hafi renna sér fótskriðu í sveppunum. Ekk-
ert lát er á sveppasprettunni og hefur fjöldi fólks farið í sveppamó.
Stór veitingahús í Reykjavík og nágrenni hafa sent starfsfólk sitt í
sveppamó og hefur það tínt af miklum móð og sent uppskeruna jafn-
óðum með flugi til Reykjavíkur. — IS
Herstöðvaandstæðingar mótmæla
Herstöðvaandstæðingar mótmæla árásum Bandaríkjamanna á
Afganistan og Súdan og segja ekkert geta réttlætt þær. „Eða voru
árásirnar kannski gerðar til að skapa hinum falleraða forseta hag-
stæða ásjónu heima fyrir?" spyrja samtökin í yfirlýsingu sem Birna
Þórðardóttir ritar undir.
Tveir vHja vest-
ur að dæma
Tveir sóttu um stöðu héraðs-
dómara með fast sæti við Hér-
aðsdóm Vestfjarða en umsókn-
arfrestur rann út í vikunni.
Þetta eru þeir Erlingur Sig-
tryggsson, aðstoðarmaður dóm-
ara við Héraðsdóm Norðulands
-eystra og Már Pétursson, að-
stoðarmaður dómara við Hér-
aðsdóm Reykjaness.
Úkraínskt
skólaskip
íbúum í höfuðborginni varð
starsýnt á þriggja mastra skútu
sem sigldi inn á sundin við
Reykjavík í gærmorgun og lagð-
ist við hafnarbakkann í mið-
borginni. Þetta var skólaskipið
Khersones frá Úkraínu.
MYND: - BG