Dagur - 22.08.1998, Qupperneq 6

Dagur - 22.08.1998, Qupperneq 6
6 -LAUGARDAGUR 22. ÁGUST 1996 SDsgjir ÞJÓDMÁL Útgáfufélag: Útgáfustjóri: Ritstjórar: Aðstoðarritstjóri: Framkvæmdastjóri: Skrifstofur: Símar: Netfang ritstjórnar: Áskriftargjald m. vsk.: Lausasöluverð: Grænt númer: Simbréf auglýsingadeildar: Simar auglýsingadeildar: Netfang auglýsingadeildar: Simbréf ritstjórnar: DAGSPRENT EYJÓLFUR SVEINSSON STEFÁN JÓN HAFSTEIN ELÍAS SNÆLAND JÓNSSON BIRGIR GUÐMUNDSSON MARTEINN JÓNASSON STRANDGÖTU 31, AKUREYRI, GARÐARSBRAUT 7, HÚSAVÍK OG ÞVERHOLTI 14, REYKJAVÍK 460 6100 OG 800 7080 ritstjori@dagur.is 1.680 KR. Á MÁNUÐI 150 KR. OG 200 KR. HELGARBLAÐ 800 7080 460 6161 (REYKJAVÍK)563-1615 Ámundi Ámundason (AKUREYR 1)460-6191 G. Ómar Pétursson OG 460-6192 Gréta Björnsdóttir omar@dagur.is 460 6171CAKUREYRI) 551 6270 (REYKJAVÍK) Ekkí rétta leiðin I fyrsta lagi Flest bendir til að það sé rétt hjá bandarískum stjórnvöldum að auðjöfurinn Osama bin Laden sé peningavélin á bak við hryðju- verkin ógurlegu í Kenýa og Tansaníu fyrir skömmu. Hann hefur hvað eftir annað lýst því sem heilagri skyldu sinni að drepa Bandaríkjamenn og kveðst engan greinarmun gera á hermönn- um og óbreyttum borgurum. Mörgum heimildum ber saman um að Osama bin Laden stýri nokkur þúsund manna her hryðju- verkamanna sem hafi yfir að ráða nútíma vopnum. Og eins og tilræðin í Afríku sýndu skiptir það slíka pólitíska glæpamenn engu máli þótt hundruð saklausra borgara lendi í skotlínunni. í öðru lagi Sú ákvörðun Bandaríkjastjórnar að bregðast við þessum hryðju- verkum með loftárásum á bækistöðvar Osama bin Ladens í Afganistan og efnaverksmiðju í Súdan er hins vegar ekki líkleg til að draga úr hryðjuverkum. Þvert á móti er líklegast að árás- irnar herði enn hefndarvilja þessara öfgamanna. Þær munu einnig auka stuðning við hermdarverkamenn meðal þjóða Islams. Að vísu hefur Bill Clinton sýnt með þessari hernaðarað- gerð að hann er reiðubúinn að beita vopnum gegn andstæðing- um Bandaríkjanna. En það er lítið vit í því fyrir stórveldi að hefja loftárásir bara til að gera eitthvað. Hernaðaraðgerðir sem skila engum raunverulegum árangri eru ekki aðeins gagnslausar; þær eru heimska. í þriðja lagi Vestrænum ríkisstjórnum hefur gengið misjafnlega að kljást við hryðjuverkamenn, enda er afar erfitt að koma í veg fyrir ógnar- verk af því tagi sem áttu sér stað í Nairobi eða Omagh. Ofstæk- isfullir og einbeittir morðingjar geta leynst á meðal fjöldans og komið morðtólum sínum fyrir á almannafæri. Auðvitað verða stjórnvöld að beita sér af alefli gegn slíkum pólitískum glæpa- mönnum og reyna að einangra þá sem mest - meðal annars með því að knýja þau einræðisríki sem skýla glæpamönnunum til að stöðva starfsemi þeirra. Því markmiði verður hins vegar ekki náð með bandarískum loftárásum. Elías Snæland Jónsson. Steingrímur teygir á HÆGRl fætiniun Garri komst ekki hjá því að staldra við forsíðumyndina á Lífinu í landinu í Degi í gær. Á myndinni eru þau Siv Frið- leifsdóttir og Steingrímur J. Sigfússon á grasinu á Austur- velli með Alþingishúsið í bak- sýn ásamt syni Siyjar, Hákoni. Ekki gerir Garri sér grein fyrir hvað þau eru að gera en greinilegt er að Siv og Hákon Iitli hafa náð að fella Stein- grím og eru að snúa upp á fót- inn á hon- um. Hugs- anlegt er raunar líka að Siv, sem er sjúkra- þjálfari, sé eitthvað að teygja á hægri fæti Steingríms. Það er í sjálfu sér áhugavert mál og hefur tvímælalaust einhverja pólit- íska merkingu. Garra er kunn- ugt um að bæði Steingrímur og Siv eru mildir bókmenntaá- hugamenn og þekkja t.d. vel sögu Defoes um Róbinson Krúsó. I þeirri sögu er einmitt „sporið í sandinum" gríðarlega sterkt merki um vaxandi ein- staklingshyggju á upplýsinga- tímanum. Fræðimenn og fag- urkerar hafa til þess tekið að það var aðeins eitt spor, æp- andi áminning um individual- Pólitisk tíðmdi í Ijósi þessa getur Garri ekki annað en staldrað við þetta með hægri fótinn á Stein- grími. Af hverju er Siv að teygja á hægri fæti Stein- gríms? Af hverju teygði hún ekki á vinstri fætinum? Eða þá handleggjunum eða bakinu eða einhveijum öðrum líkams- hlutum? Það er tæpast tilvilj- un. Enda þarf ekki mikið ímyndunarafl til að sjá að þarna kunnu að liggja að baki stórpólitísk tíðindi. I Degi í gær er nefnilega líka greint frá því að alger óvissa rfki með hver muni hreppa þingsæti Guðmundar Bjarnasonar um næstu ára- mót, og ef að líkum lætur er enn meiri óvissa um hverjir muni fara í fram- boð fyrir Framsókn í kjördæminu. Framsóknarprímadonna teygir á hægri fæti Steingríms J. Afgerandi yfirlýsing Steingrímur er sem kunn- ugt er hættur í Alþýðubanda- laginu. Hann hefur oft verið kallaður framsóknarmaður og hann lýsir því auk þess yfir í Degi í gær að samstarfið við Guðmund Bjarnason hafi alltaf verið gott. Síðast en ekki síst er þetta athyglisvert með hægri fótinn. Að láta fram- sóknarprímadonnu teygja á sér hægri fótinn er engin smá yfir- lýsing - einu sinni þótti það nú fréttnæmt að brosa til hægri! Garri getur ekki annað en ályktað að nú hyggist Stein- grímur taka lítið skref til hægri og ganga til liðs við Framsókn. Eða hvað annað gæti þessi uppákoma á Austurvelli Iíka þýAt?! garri. BIRGIR GUÐMUNDS- SON skrifar Að fara upp hæð, en niður fjall eftir 12 ára einkaleyfi Nú er í gangi athyglisverð deila milli símafyrirtækisins Tals ann- ars vegar og Landsímans hins vegar. í raun snýst deilan um hvort fjallið Þorbjörn í nágrenni Grindavíkur sé nægjanlega stórt til að rúma fjarskiptamannvirki beggja fyrirtækjanna. Landsím- inn hefur afnotarétt af fjallinu samkvæmt samningi frá því 1951, en þá var Póstur og sími eina fyrirtækið í landinu á þessu sviði og hafði raunar einkarétt á þessari tegund reksturs eins og alkunna er. Uppbygging dreifi- kerfis var þá líka í höndum Pósts og síma ekki síður en símaþjón- ustan sjálf. Það er í krafti þessar- ar forsögu einkaleyfis Landsím- ans (Pósts og síma), að fyrirtæk- ið getur nú komið í veg fyrir upp- setningu sendibúnaðar Tals á fjallinu. Þó er ljóst að þetta er eina fjallið á svæðinu, sem nýtist Tali til að veita þá þjónustu sem það vill veita. Rýmið á Þorbimi Af þessu hafa því eðlilega risið klögumál þar sem Tal teiur sam- keppnisaðila beita óeðlilegum viðskiptaþvingunum á grundvelli aðstöðu sem hann fékk á dögum einokunarinnar. I sjálfu sér er óþarfi að taka afstöðu til efnis- atriða í þessu tiltekna máli til að átta sig á að fyrirkomulagið býður upp á tortryggni og klögumál varðandi það hvort samkeppnisaðilar sitji í raun við sama borð. Hvort aðgangur allra sé tryggður að því dreifi- kerfi sem byggt var upp undir einokun og ríkisvernd. Otrúlegt verður að teljast, ef menn hefðu val í dag, að þeir myndu kjósa sér þetta ástand í fjar- skiptamálum. Þetta er frekar eitthvað sem menn sitja uppi með. Sérleyfin eru á útleið og menn vilja fyrir alla muni leyfa þúsund blómum að spretta. Það væri því ólíldegt að símafyrirtæki fengi einkaleyfi á símrekstri gegn því að byggja upp eða viðhalda dreifikerfi. Líklegra að dreifikerf- ið yrði skilið frá annarri þjónustu þannig að rými á fjallinu Þor- birni yrði hafið yfir ágreining. Fjallið Þorbjörn viö Grindavík. Gagnagruimur Þó virðast menn tilbúnir að end- urtaka leikinn frá grunni þegar kemur að miðlægum gagna- grunni á heilbrigðissviði. Þar telja menn verjandi að veita einkaleyfi án þess að skilja ræki- lega milli rekstraraðila þessa grunns annars vegar og svo hinna - fyrirtækja og sjálfstæðra vísindamanna - sem þurfa að nota gagnagrunninn og eru í beinni samkeppni um jánis kon- ar líftækni- eða læknisfræðileg- ar rannsóknir. Símarekstur og uppsetning sendibúnaðar er tiltölulega einfalt og auðskilið mál. Líftæknirannsóknir gætu hins vegar orðið mun flóknari og vandamálin því margfalt erf- iðara við að eiga. Það kann að vera að mönnum finnist þeir ekki stefna upp á fjallið Þor- björn með þessari tegund einkaleyfis á gagnagrunni, en Iíkurnar eru hins vegar yfir- gnæfandi að það sem menn halda að sé lítil hæð, verði þeg- ar þeir koma niður eftir 12 ára einkaleyfí orðið að gríðarlegu vandræðafjalli. svairað Var rétt af Clinton Bandaríkjaforseta að fyrírskipa loftárásir áSúdan og Afganistan? Tómas Ingi Olrich formaður utanríkismálanefndar Alþingis: „Gagnvart hryðjuverka- samtökum eins og þeim sem hér eiga hlut að máli er ekki um neitt að semja. Þau miða starf- semi sína ekki að neins konar skilgreindum pólitískum mark- miðum. Tilgangurinn er að valda upplausn og skelfingu með þaul- skipulögðum árásum á saldausa borgara. Það er Ijóst að ákveðnar þjóðir hafa fóstrað hryðjuverka- samtök. Slíkt athæfi getur ekki endað nema á einn veg. Það er einungis spurning um það hvenær mælirinn er fullur.“ Kristín Ástgeirsdóttir alþingismaðtir „Nei. Mér finnst þetta mjög sér- kennileg aðgerð. Svona fyrirvara- Iausar árásir eru ekki réttlætan- legar og menn eiga auðvitað að ræða á alþjóðavettvangi hvernig eigi að taka á hryðjuverkum. Ég held að Clinton sé að reyna að beina athyglinni frá sínum slæmu einkamálum.“ Össur Skarphéðinsson varaformaðurutanrúiismálanefndar alþitigis: „Þetta mál lykt- ar af því að Clinton sé að draga athyglina frá þeim hörm- ungum sem hann stendur andspænis heima fyrir vegna Lewinsky málsins. Og ef ég man rétt er þetta ekki í fyrsta skipti sem hann grípur til harðra aðgerða á erlendum vettvangi til að þess að beina athyglinni frá vanda sem hann hefur komið sér í með hátt- semi sinni. Gunnlaugur Sigmundsson alþingismaður: „Ég hef ekki nægjanlegar upplýsingar til þess að dæma um það, en hins vegar hvarflar að manni að tímasetningin tengist vandamáli sem hann hefur átt við að glíma heima fyr- ir.“

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.