Dagur - 22.08.1998, Blaðsíða 11
Xk^nr
L A U G A R DA G ITR' 2~2~. ÁGÚST'1998 - 1T
ERLENDAR FRÉTTIR
Hry dj uverkum
hótað áfram
Á fjórða tug manna
féllu í árásum Bauda-
rfkjanua á Afganistan
og Súdan, þar af létust
5 eða 6 „óvart“ í
Pakistan.
Bandarísk stjórnvöld sögðu í gær
að árásirnar á Afganistan og Súd-
an hafi skilað tilætluðum árangri.
Skotið var flugskeytum á þrennar
búðir hryðjuverkamanna í Khost í
Afganistan og efnaverksmiðju í
Khartoum, höfuðborg Súdans,
þar sem Bandaríkjamenn segja
efnavopn hafa verið framleidd.
Þó er ljóst að Bandaríkjamenn
eru engan veginn Iausir við þá
hættu sem stafar af hryðjuverk-
um. Hryðjuverkasamtök sem
nefna sig „Islamska alheimsfylk-
ingu fyrir heilagt stríð gegn gyð-
ingum og krossförum" sendi frá
sér yfirlýsingu þar sem segir að
þau muni ótrauð halda áfram
hryðjuverkum sínum gegn Banda-
ríkjunum. Samtökin eru talin
hafa verið stofnuð í febrúar síð-
astliðnum, og starfa þau undir
forustu arabíska milljarðamær-
ingsins Osama bin Laden.
„Næstu dagar tryggja það, með
Guðs vilja, að Bandaríkjanna bíði
grimm örlög," segir í yfirlýsingu
samtakanna. „Árásir munu halda
áfram úr öllum áttum og íslamsk-
ir hópar munu hver á fætur öðr-
um skjóta upp kollinum til þess
að berjast gegn hagsmunum
Bandaríkjamanna."
Oryggisráðstafanir við sendiráð
Bandaríkjanna um heim allan
hafa verið hertar gífurlega og
bandaríska utanríkisráðuneytið
hefur hvatt bandaríska ríkisborg-
ara erlendis til þess að sýna sér-
staka varúð á ferðum sínum.
Eitt flugskeytið lenti í
Pakislan
A.m.k. 28 manns Iétust í
Afganistan og Súdan. Heimildar-
menn í Afganistan sögðust vita til
þess að 21 hafi látist þar og 30
slasast. I Súdan munu 7 manns
hafa fallið.
Heimildir í Súdan herma enn-
fremur að meira en tíu manns
hafi slasast í árásinni, þar af sum-
ir alvarlega. Ríkisstjórnin í Súdan
hefur rofið öll pólitísk tengsl við
Bandaríkin í kjölfar árásarinnar.
Ennfremur verður bandarískum
flugvélum bannað að flúga yfir
lofthelgi Súdans.
Þrátt fyrir fullyrðingar Banda-
ríkjamanna um að aðgerðin hafi
heppnast vel þá virðist sem eitt
flugskeytanna, sem beint var að
skotmarki í Afganistan, hafi Ient í
Pakistan og orðið þar fimm eða
sex manns að bana.
„Það virðast hafa átt sér stað
einhver tæknileg mistök,“ sagði
Tariq Altaf, talsmaður pakist-
anska utanríkisráðuneytisins.
Hann sagði að fimm eða sex
manns hefðu Iátist, en sagði ekki
hvar flugskeytið hafi komið niður.
Skömmu eftir árásirnar á
Afganistan var skotið á tvo starfs-
menn Sameinuðu þjóðanna í
Kabúl, höfuðborg Iandsins og
hlutu þeir alvarleg meiðsl af. Ann-
ar var Frakki og hinn Itali. Ekki
var alveg Ijóst hvort tengsl væru
milli þessa og árása Bandaríkja-
manna.
Bin Laden heill á húfl
Leiðtogar Talibana í Afganistan
sögðu að Osama bin Laden væri
heill á húfi eftir árásirnar. Hann
„er á öruggum stað og enginn fé-
laga hans varð fyrir neinum
skaða,“ sagði Mullah Abdullah,
talsmaður Talibana.
Abdullah sagði ekki hvar bin
Laden væri né hvort hann hefði
verið staddur á einhveijum þeirra
staða, þar sem flaugarnar komu
niður þegar árásirnar voru gerðar.
„Þetta er svo kaldrifjaður verkn-
aður,“ sagði Wakil Ahmed Ak-
humzada, annar talsmaður Tali-
bana í Afganistan. „Þeir hafa enga
sönnun fyrir því að bin Laden eða
Talibanar hafi framið hryðjuverk."
Viðbrögðín á ýmsa lund
Viðbrögð annarra ríkja hafa verið
á ýmsa lund. Leiðtogar á Vestur-
löndum hafa lýst fullum stuðn-
ingi við árásirnar. „Eg styð algjör-
lega þessar aðgerðir Bandaríkja-
manna gegn alþjóðlegum hryðju-
verkamönnum,“ sagði Tony Blair,
forsætisráðherra Bretlands.
„Hryðjuverkamenn um heim all-
an vita að lýðræðisleg stjórnvöld
munu grípa til beinskeyttra að-
gerða til þess að koma í veg fyrir
þeirra illu glæpaverk."
Jacques Chirac, Frakklandsfor-
seti, og Helmut Kohl, kanslari
Þýskalands, lýstu einnig fullum
stuðningi við aðgerðirnar.
Boris Jeltsín, forseti Rússlands,
var hins vegar afar ósáttur. „Eg
vissi ekki að þessi árás stæði fyrir
dyrum. Það er ósanngjarnt," sagði
hann.
Arabaríki gagnrýndu flest árás-
irnar, en bæði Egyptaland og
Palestínustjórn forðuðust að tjá
sig um málið. Sömuleiðis sögðu
stjórnvöld á Kúbu aðgerðirnar
vera hrokafullar og sögðu að af-
leiðingarnar gætu reynst aðrar en
til var stefnt.
Bandaríkj amcnn
hæstánægðir
Kofi Annan, framkvæmdastjóri
Sameinuðu þjóðanna, sagðist
reyndar hafa nokkrar áhyggjur af
árásunum, en fordæmdi þó skil-
yrðislaust hryðjuverk „á hvaða
formi sem er“.
Þá virðist sem bandaríska þjóð-
in standi að miklum meirihluti að
baki forseta sínum í þessu máli.
80% Bandaríkjamanna segjast
ánægðir með að árásirnar voru
gerðar, að því er fram kom í skoð-
anakönnun sem ABC-fréttastofan
Iét gera. Þá segjast tveir þriðju
þeirra sem spurðir voru ekki trúa
því að Bill Clinton hafi tekið
ákvörðun um árásirnar til þess að
draga athygli þjóðarinnar frá sam-
bandi hans og Monicu Lewinsky,
heldur telja þeir að þær hafi í
raun verið gerðar „aðallega til
þess að beijast gegn hryðjuverka-
mönnum."
Bandarískir þingmenn lýstu
einnig flestir hveijir eindregnum
stuðningi við árásirnar, jafnvel
þeir sem harðast hafa gagnrýnt
Clinton vegna Lewinsky-málsins.
HEIMURINN
Botha dæmdur í sekt
SUÐUR-AFRÍKA - Botha, fyrrverandi forseti Suður-Afríku, hefur ver-
ið dæmdur til þess að greiða sem svarar rúmlega 120.000 krónum f
sekt fyrir að sýna Sannleiks- og sáttanefndinni lítisvirðingu. Greiði
hann ekki sektina þarf hann að sitja í fangelsi í eitt ár. Botha neitaði að
mæta fyrir nefndina í fyrra, en þar átti að spyija hann út í hlutverk suð-
urafríska öryggisráðsins í ofsóknum á hendur þeim sem gagnrýndu að-
skilnaðarstefnu stjórnarinnar. Botha var formaður öryggisráðsins.
Dúman krefst að Jeltsín segi af sér
RÚSSLAND - Leiðtogar meirihlutaflokkanna í Dúmunni, neðri deild
rússneska þingsins, krefjast þess að bæði Boris Jeltsín forseti og Sergei
Kirijenkó forsætisráðherra segi af sér vegna þeirra fjárhagserfiðleika
sem ríkið þarf nú að glíma við. Alyktun þess efnis var samþykkt með
mildum meirihluta á rússneska þinginu.
Innrásarinnar í Prag mínnst
TÉKKLAND og SLÓVAKÍA - í gær var þess minnst, bæði í Tékldandi og
í Slóvakíu, að 30 ár eru liðin frá því u.þ.b. 300.000 hermenn frá Pól-
landi, Búlgaríu, Ungverjalandi, Austur-Þýskalandi og Sovétríkjunum
gerðu innrás í Tékkóslóvakíu. Innrásin batt enda á „vorið í Prag", þegar
óvenju opinskátt var rætt um stjórnarhætti kommúnistastjórnarinnar og
margir bundu vonir við lýðræðisumbætur. Fjölmargir tóku þátt í sam-
komum í báðum ríkjunum, en Tékkóslóvakía skiptist í tvö ríki árið 1993.
Þökkum innilega auðsýnda samúð og hlýhug
við andlát og útför elskulegs eiginmanns míns,
FRIÐFINNS GÍSLASONAR,
Sæborg, Glerárhverfi,
Akureyri.
Sérstakar þakkir til starfsfólks gjörgæsludeildar FSA fyrir einstaka
umönnun og hlýhug.
Fyrir hönd aðstandenda,
Ingunn Helga Hallgrímsdóttir.
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð, hlýhug
og vináttu við andlát og útför okkar ástkæra
föður og tengdaföður,
GUNNARS MARÍUSSONAR,
Árgötu 8,
Húsavík.
Sigurhanna Gunnarsdóttir, Jón Einar Hjartarson,
Jón Bergmann Gunnarsson, Guðrún Mánadóttir,
Helga Gunnarsdóttir, Bjarni Siguróli Jakobsson,
Hlaðgerður Gunnarsdóttir,
Björg Gunnarsdóttir, Ingvar Hólmgeirsson,
Maríus Gunnarsson, Erla Jóhannsdóttir,
Guðrún Matthildur Gunnarsdóttir, Gunnsteinn Sæþórsson,
Sigurlaug Gunnarsdóttir, Davíð Eyrbekk,
Vigdís Gunnarsdóttir, Guðmundur Bjarnason,
Inga Kristín Gunnarsdóttir, Baldvin Jónsson,
Benedikt Gunnarsson, Guðbjörg Bjarnadóttir,
Hákon Gunnarsson, Snæfríður Njálsdóttir.
Hjartans þakkir færum við öllum þeim sem
auðsýndu okkur samhug og hlýhug við fráfall
og útför móður okkar, dóttur, systur, mágkonu,
tengdamóður, dótturdóttur og frænku,
KRISTÍNAR SÆUNNAR
GUÐBRANDSDÓTTUR,
Garðavegi 6, Hafnarfirði.
Guð blessi ykkur öll.
Tinna Kjartansdóttir,
Freyja Kjartansdóttir, Gunnar Ingi Gunnarsson,
Sæunn Kjartansdóttir,
Kristín María Hartmannsdóttir, Guðbrandur Sæmundsson,
María Guðbrandsdóttir, Sveinbjörn Dýrmundsson,
Berglind Guðbrandsdóttir, Sigmundur Dýrfjörð,
María Anna Magnúsdóttir,
frænkur og aðrir ástvinir.
Útför föður okkar, tengdaföður, afa og langafa,
GARÐARS B. ÓLAFSSONAR,
Eyrarlandsvegi 27,
Akureyri,
fer fram frá Akureyrarkirkju þriðjudaginn
25. ágúst kl. 13:30.
Jóhannes Óli Garðarsson, Hulda Jóhannsdóttir,
Anna Garðarsdóttir,
Magnús Örn Garðarsson, Hrafnhiidur Jóhannsdóttir,
Kristján Björn Garðarsson, Helga Alfreðsdóttir,
Bergur Garðarsson, Margrét Frímannsdóttir,
Ingvar Garðarsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
Ástkær eiginmaður minn, sonur, tengdasonur,
faðir, tengdafaðir og afi,
JENS ÓLAFSSON, verslunarstjóri,
Hlíðartúni 1,Hornafirði,
verður jarðsunginn frá Akureyrarkirkju mánu-
daginn 24. ágúst kl. 13:30. Jarðsett verður í
Stærri-Árskógskirkjugarði.
Helga Steinunn Ólafsdóttir,
Sigrún Jensdóttir,
Sveinbjörg Baldvinsdóttir, Ólafur Guðmundsson,
Ólafur Jensson, Hanna M. Sigurðardóttir,
Guðný Björg Jensdóttir, Gunnar Þór Þórarnarson,
Sigrún Jensdóttir, Torfi Geir Torfason,
Halldór Jensson, Margrét Ármann,
Eygló Jensdóttir, Björn Austfjörð
og barnabörn.