Dagur - 05.09.1998, Síða 1
Boða breytiiigar
á kvótalögimiun
Innan stjdraarflokk-
anna er nú rætt um að
breyta ákveðnum atr-
iðum í lögunum uin
stjóra fískveiða. Rætt
er um að skattleggja
með eiuhverjum hætti
þá útgerðarmenn sem
hætta í greiuinui og
selja kvdta siuu.
Innan stjórnarflokkanna eru
uppi hugmyndir um að endur-
skoða á Alþingi.í vetur atriði í
lögunum um stjórn fiskveiða.
Stóra málið í því sambandi er að
pólitískur vilji er fyrir því innan
stjórnarflokkanna að koma með
einhverjum haetti í veg fyrir að
útgerðarmenn, sem fengið hafa
ókeypis kvóta úthlutað, geti hætt
í greininni og selt kvótann fyrir
háar upphæðir eins og mörg
dæmi eru um.
„Það er eng-
inn vafi á því
að þetta atriði,
þegar menn
hætta í grein-
inni og selja
kvótann fyrir
stórfé, er það
sem særir rétt-
lætistilfinn-
ingu fólks mest
í sambandi við
kvótakerfið. Eg
met það svo að það sé pólitískur
vilji fyrir því að gera einhverjar
breytingar á þessu atriði. Aftur á
móti held ég að öllum sé Ijóst að
það er afar erfitt að finna sann-
gjarna lausn á málinu. Menn
standa frammi fyrir þeirri spurn-
ingu hvort útgerðarmenn, sem
búnir eru að gera út alla sína
ævi, eigi að standa uppi slyppir
og snauðir í lok starfsævinnar
vegna þess að bátarnir eru
einskis virði án kvóta. Og svo
spyrja menn líka hvaða sanngirni
sé í því að útgerðarmenn geti selt
kvóta fyrir
stórfé, kvóta
sem þeir
fengu úthlut-
að fyrir ekki
neitt," sagði
Hjálmar
Arnason,
þingmaður
Framsóknar-
flokksins á
Suðurnesjum,
um þetta mál.
Kristján Pálsson, þingmaður
Sjálfstæðisflokksins á Suður-
nesjum, sagðist hafa heyrt að til
stæði að hrófla við þessu. Hann
var sammála Hjálmari um að
málið væri afar snúið.
„Ég fæ bara ekki séð hvernig
það er hægt að koma í veg fyrir
að útgerðarmenn geti selt sinn
kvóta þegar þeir hætta. Ég sé
heldur ekki sanngirnina í því,“
sagði Kristján.
Valgerður Sverrisdóttir, for-
maður þingflokks Framsóknar-
flokksins, sagði málið á dagskrá
en vera afar viðkvæmt. Hún
sagðist ekki vilja ræða það á
þessu stigi.
í gegnum skattakerfið
Hjálmar Arnason viðurkennir að
það verði afar erfitt að finna
sanngjarna leið í þessu máli.
Hann segir rætt um þann mögu-
leika að skattleggja kvótasöluna
með sérstökum háskatti.
„En erum við Islendingar ekki
sérfræðingar að finna göt á kerf-
inu til að smjúga í gegnum. Því
held ég að þótt pólitískur vilji sé
fyTÍr hendi til að gera eitthvað í
málinu sé ljóst að afar erfitt
verður að finna leið til þess sem
heldur,“ sagði Hjálmar Árnason.
Þá er talið víst að komið verði
til móts við óskir trillukarla á
sóknarmarki um úrbætur vegna
þess að þeir eiga ekki nema 8
veiðidaga á næsta ári. Þingmenn
eru flestir á því að slíkt gangi
ekki upp og að breyta verði lög-
unum um stjórn fiskveiða til að
bæta þarna úr. - S.DÓR
Krístján Pálsson.
Homsteinn
í Kröflu
Á næsta ári eru fyrirhugaðar
rannsóknir á Kröflusvæðinu og
með hliðsjón af þeim verður
metið hvort hagkvæmt geti
reynst að stækka Kröfluvirkjun
um 90 MW. Það yrði þá gert í
þremur 30 MW þrepum. Þetta
kom fram í máli Halldórs Jónat-
anssonar, forstjóra Landsvirkj-
unar, í gær, þegar lagður var
hornsteinn að virkjuninni, en
það gerði Ingvar Gíslason, einn
af þeim sem skipaði Kröflunefnd
á sínum tíma. Knútur Otter-
stedt, fv. svæðisstjóri Landsvirkj-
unar á Norðurlandi, gangsetti
vélar virkjunarinnar formlega.
Fjölmenni var viðstatt athöfn-
ina, sem efnt var til vonum
seinna. Það var ekki fyrr en
snemma á þessu ári sem síðari
vélasamstæða Kröflu komst í
gagnið og þar með er fullri af-
kastagetu Kröflu náð, sem er 60
MW. Lagning hornsteins var
lengi látin bíða, enda fór á sínum
tíma margt á annan veg í Kröflu
en ætlað var. - SBS.
Gestir í Kröflu skoduðu virkjunarsvæðið og þeirra á meðal voru þeir Finnur Ingólfsson iðnaðarráðherra og
Jóhannes Geir Sigurgeirsson, stjórnarformaður Landsvirkjunar. Þeim fannst nóg um ógnargnýinn frá borholu 32,
sem er kraftmesta holan á svæðinu ... mynd: sbs.
Þjoðlíf er
enn á ferð
Sýslumaðurinn á Selfossi hefur
boðað fjárnám hjá Davíð Krist-
jánssyni eftir aðfararbeiðni frá
Heildversluninni S. Idu hf. sem
Úlfar Nataníelsson skrifar undir.
Höfuðstóll kröfunnar kr. 4.539
er gömul skuld vegna áskriftar
að Þjóðlífi. Gerðarþolinn í mál-
inu var dæmdur 16.07. 1991 til
greiðslu þessarar upphæðar og
eftir það lögð fram fjárnáms-
beiðni. Þá gat hann ekki bent á
neinar eignir, enda laus og liðug-
ur og átti hvorki íbúð né bíl. Seg-
ir ekki af því máli meir þar til nú
í vikunni að honum barst boðun-
in frá sýslumanni. Gerðarbeið-
andi krefur hann nú um sem
nemur áttföldum höfuðstól, eða
kr. 126.210, því á eftir höfuð-
stólnum fylgir langur Iisti af
dráttarvaxta- og kostnaðarliðum.
Rannsókii
I samtali við Dag sagði Úlfar að
þetta mál hefði dregist vegna
þess að fyrst hafi verið gert ár-
angurslaust fjárnám á sínum
tíma og svo að innheimtumál
Þjóðlífs hafðu farið í rannsókn
og málin legið niðri af þeim sök-
um í um 4 ár. Úr þeirri rannsókn
hafi komið að ekkert refsivert at-
hæfi hefði átt sér stað í tengslum
við innheimturnar. Þá sagði Úlf-
ar að mjög lítið væri eftir nú af
þessum innheimtum vegna Þjóð-
lífs, en eitthvað hefði verið inn-
heimt af og til. Nokkur Þjóðlífs-
mál hafa m.a. gengið á Suður-
landi og í Vestmannaeyjum.
HryllingiiT
Davíð Kristjánsson segir það
hrylling að fólk sem sé ranglega
dæmt til að greiða kröfur sem
menn úti í bæ búi til, skuli ekki
eiga neinn kost á leiðréttingu
sinna mála eftir að dómur hafi
fallið að því fjarstöddu.
Með Baldri yfir Breiðafjörð
Ferðir alla daga: Alltaf viðkoma í Flatey
Frá Stykkishólmi kl. 09:00 og 16:00
Frá Brjánslæk kl. 12:30 og 19:30
Flateyjarpakkinn á góða verðinu.
Dagstund í Flatey með útsýnissiglingu
Ferjan Baldur 438 1120 og 456 2020
wmwv/m &msœ
EITT NÚMER AÐ MUNA
5351100
ii