Dagur - 10.09.1998, Side 6

Dagur - 10.09.1998, Side 6
6- FIMMTUDÁ'GUR ÍÓ. SÉPTÉMBER 19 9 8 ÞJÓÐMÁL Útgáfustjóri: eyjólfur sveinsson Ritstjórar: stefán jón hafstein ELÍAS SNÆLAND JÓNSSON Aðstoðarritstjóri: birgir guðmundsson Framkvæmdastjóri: MARTEINN JÓNASSON Skrifstofur: strandgötu 31, akureyri, GARÐARSBRAUT 7, HÚSAVÍK OG ÞVERHOLTI 14, REYKJAVÍK Símar: 460 6ioo OG soo 7080 Netfang ritstjórnar: ritstjori@dagur.is Áskriftargjald m. vsk.: 1.680 kr. á mánuði Lausasöluverð: iso kr. og 200 kr. helgarblað Grænt númer: soo 7080 Símbréf auglýsingadeildar: 460 6161 Símar auglýsingadeildar: (reykjavík)563-1615 Amundi Ámundason (AKUREYRI)460-6191 G. Ómar Pétursson OG 460-6192 Gréta Björnsdóttir Netfang auglýsingadeildar: omar@dagur.is Símbréf ritstjórnar: 460 617i(akureyri) 551 6270 (reykjavík) Keikó kemnr 1 fyrsta lagi Island verður heldur betur í kastljósi fjölmiðlanna í dag þegar háhyrningurinn Keikó kemur til landsins. Fjölmargir munu fylgjast með því í beinum sjónvarpsútsendingum þegar hvalur- inn verður fluttur frá Oregon í Bandaríkjunum til nýrra heim- kynna sinna í Klettsvík við Heimaey. Enn fleiri munu sjá myndir af atburðinum í hefðbundnum fréttatímum sjónvarps- stöðva víða um heim og lesa um þessa einstæðu ferð bæði í dagblöðum og á Netinu. Umfjöllun erlendra íjölmiðla um ein- staka hvali hefur ekki verið jafn mikil frá því fyrir allmörgum árum að fjölmiðlar heims stóðu á öndinni út af þremur hvöl- um sem voru fastir í hafís norður af Kanada. í öðru lagi íslendingar hafa almennt tekið heimkomu Keikós vel. Engin ástæða er til að ætla annað en að hann muni fá hér góða með- ferð þann tíma sem hann á eftir ólifað. Samt eru ýmsir enn að furða sig á því að Bandaríkjamenn og reyndar fleiri þjóðir geti haft svona mikinn áhuga á einum hval og gagnrýna það við- horf gjarnan út frá sjónarmiði veiðimannaþjóðfélagsins sem íslendingar tilheyra enn þótt stoðir efnahagslífsins séu sífellt að verða fjölbreyttari. Staðreyndin er hins vegar sú að allt í kringum okkur lítur almenningur á hvali með allt öðrum aug- um. Þess vegna eru hvalveiðar bannaðar í heiminum í dag. í þriðja lagi Það er mikilvægt fyrir íslendinga að nýta þau tækifæri sem koma Keikós til landsins og dvöl hans hérna skapar til land- kynningar. Og þau tækifæri eru mjög mikil, ekki síst í Banda- ríkjunum þar sem Keikó hefur verið og verður vafalaust áfram umfjöllunarefni í barnaskólum vítt og breitt um álfuna. Auð- velt ætti að vera að koma því mörgu jákvæða, fallega og skemmtilega sem ísland hefur upp á að bjóða á framfæri við allt það fólk sem hefur áhuga á örlögum Keikós og mun því fylgjast af athygli með dvöl hans hér. Elías Snæland Jónsson Sváfum ekki Garri neitar algjörlega að trúa því að íslensk sendinefnd hafi sofið á fundum í öryggis- og samvinnustofnun Evrópu, eins og Bush fyrrverandi Bandaríkjaforseti hélt fram í ómerkilegum sjónvarpsþætti þar ytra. Bush gamli hefur bara verið að reyna að vera fyndinn og talið öruggast að gera það á kostnað lítillar þjóðar svo engin hætta væri á að úr yrði hörð milliríkjadeila. Hann hefur talið óhætt að móðga litla þjóð út í ballar- hafi. En við vitum betur. Við vitum að Steingrímur Her- mannsson, Jón Baldvin Hannibals- son og þeir strák- arnir myndu aldrei dotta á ráðstefnu um öryggi og sam- vinnu í Evrópu, hvað þá sofa allir í einu. Bush hélt því reyndar fram að Is- Iendingarnir hefðu sofnað undir ræðum hvers annars og einn þeirra á meðan hann flutti sína ræðu. Þetta er nátt- úrulega eins og hvert annað kjaftæði. Steingrímur segir í Degi í gær að hann myndi vel eftir fundinum sem Bush var að tala um. Hann hefði flutt þarna ræðu og það geti ekki verið að Jón Baldvin hafi sofn- að undir henni, því hann hefði hrósað sér sérstaklega fyrir hana. „Eg veit ekki hvernig hann hefði átt að geta gert það ef hann hefði verið sofandi," sagði Steingrímur. Illgjarn kunningi Garra hélt því reynd- ar fram að hrósyrði Jóns Bald- vins væru einmitt sönnun þess V að hann hefði verið steinsof- andi, en það er náttúrlega haugalygi. Suniir svo leið- inlegir Garri hefur nokkrum sinnum orðið vitni að því einkum á norrænum fundum og ráð- stefnum að einstaka maður hefur lokað auga, en norræn samvinna er líka svo leiðinleg. Stein- grímur viðurkenndi Iíka í blaðinu í gær að oft á Iöngum ferli hefði hann orð- ið syfjaður og ef- laust nokkrum sinn- um sofnað. „Enda eru sumir svo Ieið- inlegir að það er ómögulegt að halda sér vakandi og hlusta á þá,“ sagði Denni. Og það er einmitt kjarni málsins. Hafi íslenska sendi- nefndin sofnað hefur það ver- ið vegna þess að ræðumenn voru svo ofboðslega leiðinlegir að var ekki um neitt annað að ræða í stöðunni. Og það hafa verið ekki íslenskir ræðumenn. Bush og félögum væri nær að veita sín skammarverðlaun þessum Ieiðindagaurum sem alla svæfa á fundum með endalausu málæði um ekki neitt, en að eltast við þá sem dotta öðruhvoru. Og við vitum að það er engin hætta á að okkar menn fái slík skammar- verðlaun. Hvað sem um Stein- grím og Jón Baldvin má segja þá eru þeir ekki leiðinlegir. GARRI stétt en marklítil Tekinn er til starfa í Reykjavík nýr og glæsilegur viðskiptahá- skóli sem aðeins tekur við úr- valsnemendum og mun útskrifa frábærar vitsmunaverur á sviði kaupsýslu og IJármálaviðskipta. 800 sóttu um skólavist og 200 komust að en síðar mun verða hægt að fjölga nemum. Við Há- skóla Islands er fjölmenn við- skipta- og hagfræðideild, í Borg- arfirði er öflugur og vaxandi við- skiptaháskóli og á Akureyri eru kennd Qármálafræði á háskóla- stigi. Fjöldi Islendinga stundar framhaldsnám í hagvísindum við virtustu menntastofnanir í há- þróuðustu ríkjum veraldar. Þá gera íslenskir prófessorar víðreist og útbreiða fræði sín í vanþróuðum ríkjum, sem áður lutu efnahagsstjórn kommún- ista. Sú þekking er nú að koma þeim þjóðum á álíka kaldan klaka og marxísk hagstjórn gerði áður. Um allan heim sitja nú hund- Eftirsött ruð þúsunda eða milljónir manna við tölvuskjái og rýna í óskiljanlegar og óútskýrðar tölur um fall gjaldmiðla, hrun á verð- gildi hlutabréfa, gjaldþrot fyrir- tækja af öllum stærðum og gerð- um, hrun banka- og peninga- velda og kollsteypur ríkisstjórna sem fá ekki við neitt ráðið. Leiðin til fjár og frama Fólkið við tölvurnar og hersveitir efnahags- ráðgjafa er allt há- menntað á sviðum við- skipta- og peninga- mála. Það á að baki glæsilegan námsferil á sviðum viðskipta og tölvutækni. Samt getur enginn séð fyrir hvað morgundagurinn ber í skauti sér og jafnvel ekki heldur hvað kom fyrir auðmagn- ið í gær og fyrradag. Veðurfræðin er komin miklu lengra í að spá í tíðarfarið fram og til baka en öll- um hagspekingum heimsins tekst að segja fyrir um á sínu sér- sviði. Samt er ekki alltaf takandi mark á veðurspám. A uppgangstímum tölvutækni og Ijármunahræringa lá leiðin til fjár og frama um skjáina. Þar þeyta ungu sérfræðingarnir töl- um og táknum heimshornanna á milli og gífurlegar upphæðir skipta um eigendur á auga- bragði og spákaup- mennskan, sem er eins og hvert annað pókerspil sem byggir á blekkingum, er undirstaða gróða og taps, allt eftir því hvernig kaupin gerast á eyrinni. Nú eru farnar að berast fréttir af hvernig þessi óábyrga spila- mennska er farin að leika þátt- takendurna. Hámenntuðu sér- fræðingarnir og íjármálaráðgjaf- arnir eru að missa tiltrú og þar með vinnuna. í Moskvu taka þeir sér stöðu við hlið betlaranna og í kauphöllum og fjármálamörkuð- um Asíu eru engin not fyrir þá lengur. Trúarbrögð eða vísindi? Viðurkenndar hagfræðikenning- ar standast ekki lengur, hagvaxt- artrúin verður hjóm eitt þegar í ljós kemur að gamlar og fyrirlitn- ar kenningar, svo sem um endi- mörk vaxtarins, og fleira sem brýtur í bága við trúboð hagvaxt- arsinna og ráðandi afla í hag- fræðingaheiminum, eiga við rök að styðjast. Heimurinn horfir nú fram á kreppuástand, sem enginn þorir að spá um hvenær ríður yfir Vesturlönd, hvernig það ber að og hveijar afleiðingamar verða. Það er meira að segja langt því frá, að „fræðimenn“ geti útskýrt hvað veldur. Að minnsta kosti þegja þeir þunnu hljóði um það, enda ábyrgðarminnst. spurí's svarad Hefurþú sofnað áfundi eða á ráðstefnu? Sr. Hjálmar Jónsson alþingismaður ogprestur. „Nei, ég hef aldrei sofn- að, en það hefur stund- um Iegið nærri. Hættuleg- ustu aðstæð- urnar í því sambandi eru þegar menn halda langar og Ieiðinlegar ræður og einsog þeir viti ekki sjálfir hvað þeir eru að fara eða taka alltof langan að- draganda að kjarna málsins. I fundasamfélagi nútímans þurfa menn að kunna að vinna á fund- um þannig að árangur náist.“ Ásdis HaUa Bragadóttir aðstoðarmaður menntamálaráðherra. „Nei, það hef ég aldrei gert. Hins- vegar horfði ég einu sinni á kennara sofna þegar hann flutti eigin fyrir- Iestur og þetta var í háskólanum hér heima. Því trúi ég því að Bush hafi séð ýmsar skemmtilegar uppákomur á sínum ferli þó að ómögulegt sé að segja til um hvort fullyrðingar hans um ís- lensku sendinefndina eigi við rök að styðjast." Jakob Bjömsson fv. bæjarstjóri áAkureyri. „Já, það hef- ur einstaka sinnum komið fyrir að manni hafi runnið í brjóst undir löngum töl- um, en aldrei hefur slíkt gerst þegar maður gegnir einhverju ákveðnu lykilhiutverki á fundinum. Þá harkar maður af sér. Vissulega sér maður það koma fyrir að menn sofni á fund- um, einkum þegar menn sitja lengi hreyfingarlausir kannski í loftlausum sal.“ Ari Skúlason Jramkvæmdastjóri Alþýðusambands íslands. „Nei, ég man ekki eftir því. Yfirleitt sef ég ekki á daginn og læt mér duga að sofa á nóttunni. Oft sé ég menn sofa hér heima á fundum, en maður sér reyndar miklu meira af þessu erlendis, sérstaklega í Suður- Evrópu. Þar er matartími Iengri en hér og matur þyngri og jafnvel vín drukkið með. Því getur oft orðið erfitt að halda sér vakandi á fundum þegar komið er fram á síðari hluta dagsins."

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.