Dagur - 29.09.1998, Page 4

Dagur - 29.09.1998, Page 4
4 - ÞRIDJUDAGUR 2 9. SEP TEMBER 1998 ro^tr FRÉTTIR Ágreiningur uiii girðingu Ágreiningur hefur staðið milli ábúenda Hofsár og Ytra-Hvarfs í Svarf- aðardal um girðingamál milli bæjanna og hveijum bæri að viðhalda henni en hún telst varla held því m.a. kemst sauðfé auðveldlega leiðar sinnar gegnum hana. Fjölgað í fræðsluráði Bæjarráo hefur samþykkt að styrkja 8. bekk Árskógarskóla um 50 þús- und krónur vegna þátttöku í skólabúðum í Christianslyst í Þýskalandi. Hafnað hefur verið umsókn um að sveitarfélagið greiddi 2/3 af meðal- talskostnaði við námsvist í Brekkuskóla á Akureyri. Forsendur neitun- ar eru þær að Iögheimilissveitarfélagið býður upp á kennslu í 10. bekk. Samþykkt hefur verið tillaga skóla- og menningarfulltrúa, Kristjáns Að- alsteinssonar, þess efnis að í fræðsluráði eigi grunnskólakennarar 2 fulltrúa en einn fulltrúi frá foreldrafélagi grunnskóla, starfsfólki leik- skóla, foreldrafélagi leikskóla og skólastjórum grunnskóla, eða alls 6 fulltrúar. Kjörnir fulltrúar eru 5 og fulltrúar því alls 11 talsins. Aðstaða íarþega í takt við tíinann Bréf hreppsnefndar Hríseyjar- hrepps um aðstöðu fyrir Hríseyj- arfetjuna á Árskógssandi, Dalvík og Hrísey var nýlega til umræðu á fundi Hafnarsamlags Eyja- Qarðar, og aðgengi þeirra sem með henni ferðast. Akveðið var að skrifa samgönguráðuneytinu bréf og óska eftir úttekt á að- stöðu Hríseyjarferjunnar og Ieggja fram kröfur um að að- staða skips og farþega við bryggjur og aðgengi um borð í ferjuna verði í samræmi við kröfur tímans. Ennfremur að hugað verði að ytri mannvirkjum, s.s. gijótgarði á Árskógssandi. Jólamarkaðshelgi Helgina 12. og 13. desember nk. verður jólamarkaðshelgi á Dalvík og verða þá verslanir opnar og þar í gangi tilboð og ýmsar uppákomur. Jólamarkaður verður í félagsheimilinu Víkurröst og jólatrésskemmtun með jólasveinum og því sem þeim fylgir. Ákveðið hefur verið að óska eftir út- tekt á aðstöðu Hríseyjarferjunnar. Samið um snjómokstui Samið hefur verið við Arna Helgason í Olafsfirði um snjómokstur og hálkuvörn milli Dalvíkurbyggðar og Ólafsljarðar og eins í Svarfaðardal og er samningurinn til tveggja ára. Verktaki mun einnig annast vegaeft- irlit og upplýsingar um færð. I tilboði Árna Helgasonar var gjald á km 170 krónur, tímagjald á snjóblásara 9.800 krónur, timagjald á veghefil 6.800 krónur og tímagjald á hjólaskóflu 6.600 krónur. Tvö önnur til- boð bárust; frá Steypustöðinni og Jarðverki á Dalvík. Dalvíkingar í 1. deild Lið Dalvíkinga íknattspymu tryggði sér rétt til keppni í 1. deild knatt- spyrnunnar (B-deild) er þeir burstuðu Siglfirðinga 5-1 í síðasta leik mótsins í roki, rigningu og jafnvel hagléli. Þar með endurheimtu Dal- víkingar sæti sitt í deildinni sem þeir misstu haustið 1997. I Iokahófi meistaraflokks var Atli Már Rúnarsson (einnig þekktur sem handknatt- leiksmaður með Þórsurum á Akureyri) kjörinn leikmaður ársins en ársmiðahafar kusu sóknarbakvörðinn Marinó Ólason besta mann árs- ins. — GG Fulltrúakjör Kjör fulltrúa Sjómannafélags Eyjafjarðar á 21. þing Sjómannasambands íslands fer fram að viðhafðri allsherjar atkvæðagreiðslu. Framboðslistum með nöfnum 6 'aðalfulltrúa og 6 varafulltrúa skal skilað til skrifstofu félagsins, Skipagötu 14, Akureyri eigi síðar en kl. 16.00 föstudaginn 2. október 1998. Til þess að bera fram lista þarf skrifleg meðmæli frá minnst 51 fullgildum félagsmanni. Akureyri 25. september 1998. Stjórn Sjómannafélags Eyjafjarðar. í stað þess að beygja til vinstri upp gamla veginn á Fljótsheiðinni býðst nú nýr og glæsilegur vegur, beygjulaus að mestu. Verkið hefur hins vegar tekið langan tíma og reynst kostnaðarsamt. - mynd: bþ Erfíðrí vegafram- kvæmd lokið Nýr og glæsilegur veg- ur gjörbreytir umferð á Fljótsheiði. Nýr 10 km langur vegur yfir Fljótsheiði i S-Þingeyjarsýslu hefur verið tekinn í notkun. Veg- urinn er ein helsta samgöngubót síðari tíma í héraðinu, enda gamli vegurinn yfir heiðina orð- inn afar lélegur. Aðeins tvær beygjur sem eitthvað kveður að eru á nýja veginum og halli aldrei mikill, auk þess sem nýtt útsýni opnast. Verktakinn Háfell hefur séð um framkvæmdirnar og gengu þær ekki áfallalaust fyrir sig. Hafist var handa í júlí árið 1996 en veðurfar og meira burðarefni en ráð var fyrir gert seinkaði verklokum og jók kostnað. Áætl- un gerði ráð fyrir 133 milljónum kr. en Eiður Haraldsson, fram- kvæmdastjóri Háfells, segir líkur á að farið verði allt að 30% fram úr því. „Þetta var erfitt verk og það er ákveðinn léttir að því sé að ljúka. Við erum núna að ganga frá afleggjurum að bæjun- um og þá á bara eftir að strjúka eitthvað yfir kanta með jarðýtu og svoleiðis," segir Eiður. Engum sögum fer af því hvort samgönguráðherra muni draga fram klippurnar og opna veginn við hátíðlega athöfn. Eiður segist allt eins hafa búist við að svo yrði, en hann hafði engin svör við þeirri spurningu. — BÞ Flokksforystan fékk stuðning Vestfirðinga Kjördæmisráð Al- þýðubandalagsins á Vestfjörðum lagði blessun sína yfír mál- efnaskrána og sam- fylkinguna. Eru þó á móti auðlindagjaldi í sjávarútvegi og vilja rneirí byggðasjónar- mið. Kjördæmisráð Alþýðubandalags- ins á Vestfjörðum, sem haldið var á Isafirði um helgina, sam- þykkti sérstaka ályktun um stuðning við störf forystu AI- þýðubandalagsins og þingmenn flokksins i samfylkingarmálun- um. Einnig samþykkti kjördæm- isráðið að óska eftir viðræðum við Alþýðuflokk og Kvennalista um sameiginlegt framboð í kjör- dæminu fyrir næstu kosningar. Samþykkt kjördæmisráðsins er nokkuð ótvíræð og þvert gegn yf- irlýsingum Kristins H. Gunnars- Smári Haraldsson: Alþýðubanda- lagsfólk á Vestfjörðum lítur á mál- efnaskrá samfylkingarinnar sem merkilegt grundvallarplagg. sonar þingmanns flokksins í kjördæminu um að málefnaskrá samfylkingarinnar sé ónýtt plagg. Kristinn hefur lýst því yfir í fjölmiðlum eftir kjördæmis- ráðsfundinn að andstaða hans gegn málefnaskránni beinist fyrst og fremst að hugmyndum um veiðileyfagjald. Hann ætli sér ekki að vera í framboði fyrir flokk sem boði veiðileyfagjald. Smári Haraldsson, formaður kjördæmisráðsins, segir í samtali við Dag að kosin hefði verið þriggja manna nefnd til að ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð. „Samþykktir kjördæm- isráðsins eru mjög ótvíræðar. Málefnaskráin var aðalefni fund- arins og almennt séð lítum við á hana sem merkilegt grundvall- arplagg. Hins vegar er þetta málamiðlun ólíkra skoðana á sumum sviðum og við Vestfirð- ingar höfum haft sérstöðu í sum- um málum. Þar bera sjávarút- vegsmálin hæst, þar sem við höf- um verið á móti kvótakerfinu og auðlindagjaldi í sjávarútvegi. Einnig kom fram á fundinum að í plagginu mættu vera kröftugri byggðasjónarmið. Mín túlkun er að flokksfólk hér líti á byggða- sjónarmiðin eins og kvenfrelsis- konurnar líta á kvenfrelsismálin og leggi þetta að jöfnu - við vilj- um sjá þetta alls staðar inni í málatilbúnaðinum,11 segir Smári. - FÞG

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.