Dagur - 29.09.1998, Síða 11
Tfc^Mr
ÞRIÐJUDAGUR 29. SEPTEMBF.R 199 8 - 11
ERLENDAR FRÉTTIR
HEIMURINN
Helmut Kohl ásamt Joschka Fischer, leiðtoga Græningja, sem gæti orðið utanríkisráðherra Þýskalands innan
skamms.
Jafnaðarmeim og
Græningjar í stjðm
Kanslaraskipti verða í
Þýskalandi innan
skamms og ætla Jafn-
aðannenn að reyna
stjómarmyndun með
Græningjnm.
Urslit kosninganna í Þýskalandi
á sunnudag verða að teljast sögu-
leg. Helmut Kohl, sem verið hef-
ur kanslari í 16 ár, missti meiri-
hluta sinn og alit stefnir í það að
Jafnaðarmenn myndi rfkisstjórn
með Græningjum.
Bæði Græningjar og Jafnaðar-
menn hafa samþykkt að ganga til
stjórnarmyndunarviðræðna, og
eiga þær að hefjast á föstudag-
inn. Gerhard Schröder varaði
Græningja þó við því að koma
með of miklar kröfur til viðræðn-
anna.
Jafnaðarmenn og Græningjar
hafa sameiginlega 345 þingsæti,
en aðrir flokkar samtals 224,
þannig að þingmeirihluti ríkis-
stjórnarsamstarfs þeirra nemur
21 þingsæti. Gömlu stjórnar-
flokkarnir, Kristilegir demókratar
og Frjálsir demókratar, hafa að
kosningum Ioknum aðeins 289
þingsæti.
Schröder fer sér hægt
Gerhard Schröder ætlar þó ekk-
ert að flýta sér í stjórnarmyndun-
arviðræðum. Skipting þingsæta
bjóðí að vísu upp á „rauðgræna"
stjórn Græningja og Jafnaðar-
manna, en það sé innihald mál-
efnasamningsins sem öllu skiptir.
„Vandvirkni vegur þyngra en
flýtirinn," sagði hann og hyggst
m.a. fara til Frakklands áður en
kanslaraskiptin verða.
Joschka Fischer, leiðtogi
Græningja og hugsanlegt utan-
ríkisráðherraefni nýju stjórnar-
innar, hvatti flokksfélaga sína
hins vegar til að fara sér hægt í
kröfugerðinni. „Meirihlutinn er
fenginn, en nú þarf að hrinda
honum í framkvæmd," sagði
hann. „Það verður ekki auðvelt
verk.“
Kohl og Waigel víkja sem
leiðtogar
Alls hlaut Jafnaðarmannaflokkur
Schröders 40,9% atkvæða og 298
þingsæti. Kristilegir demókratar
fengu 35,2% og 245 þingsæti.
Græningjar hlutu 6,7% og 47
þingsæti, en Frjálsir demókratar
6,2% og 44 þingsæti. Bæði
Græningjar og Fijálsir demókrat-
ar töpuðu nokkru fylgi frá síð-
ustu kosningum. Sósíalistaflokk-
urinn, arftaki gamla austurþýska
kommúnistaflokksins, bætti hins
vegar lítillega við sig fylgi og fékk
5,1% atkvæða og 35 þingmenn.
Sunnudagurinn var Kristileg-
um demókrötum erfiður dagur.
Helmut Kohl játaði ósigur sinn
strax eftir að úrslit urðu ljós, og
tilkynnti jafnframt að hann
myndi láta af embætti flokksleið-
toga Kristilega demókrataflokks-
ins (CDU).
Theo Waigel, leiðtogi Kristi-
Iega sósíalbandalagsins (SCU),
sagðist í gær sömuleiðis ætla að
láta af embætti sínu. CDU og
CSU eru systurflokkar sem buðu
fram undir sameiginlegri stefnu-
skrá. Arangur CSU í Bæjaralandi
um helgina var sá versti sem um
getur frá því 1949, þrátt fyrir að
flokkurinn hafí fengið 47,7% at-
kvæða þar.
Nánast öruggt þykir að arftaki
Kohls sem leiðtogi CDU verði
Wolfgang Scháuble, núverandi
þingflokksformaður. Edmund
Stoiber, forsætisráðherra í Bæj-
aralandi, tekur hins vegar við for-
ystu í CSU þegar Waigel hættir.
Frjálsir demókratar hugsa
sér gott tH glóðariunar
Ekki eru allir ánægðir með að
Græningjar taki sæti í ríkisstjórn
Þýskalands, og til að mynda hafa
þýskir fjármálamenn sagt að
betri kostur væri að SPD færi í
stóra samsteypustjórn með
CDU/CSU. Hálfpartinn var
reiknað með því að úrslita kosn-
inganna yrði vart á fjármála-
mörkuðum, og verðbréf lækkuðu
eitthvað f verði, a.m.k. um stund-
arsakir þangað til málin skýrðust
smám saman eftir stjórnarskipt-
in. Þess varð þó ekki vart í gær,
að sögn verðbréfasala í Frank-
furt.
Orkumálin verða væntanlega
erfiðasta málið í samstarfi Græn-
ingja og Jafnaðarmanna. Græn-
ingjar hafa lagt gífurlega áherslu
á umhverfísmál í kosningabarátt-
unni og verða ekki reiðubúnir til
að víkja frá þeim kröfum nema
að takmörkuðu leyti.
Frjálsir demókratar virðast
hins vegar hugsa sér gott til glóð-
arinnar að fá að vera í stjórnar-
andstöðu næstu árin. Nú þurfi
þeir ekki að ganga í neinar mála-
miðlunarstjórnir með öðrum
flokkum og geti því unnið að því
að bæta ímynd sína og styrkja
stöðu sína meðal kjósenda með-
an aðrir fá að spreyta sig í stjórn.
A sunnudaginn fóru einnig
fram kosningar til Iandsþings í
Mecklenburg-Vorpommern, og
þar fóru Jafnaðarmenn sömu-
leiðis með ótvíræðan sigur af
hólmi. Þrír flokkar náðu þar
mönnum á þing. Kristilegir
demókratar 30,2% atkvæða og 24
þingsæti, Jafnaðarmannaflokkur-
inn fékk 34,3% atkvæða og 27
þingsæti, en Sósíalistaflokkurinn
hlaut 24,4% atkvæða og 20 þing-
sæti. - GB
Friðarferlið komið úr sjálfheldimui?
BANDARIKIN - Jasser Arafat og Benjamin Netanjahu áttu í gær
óvæntan fund með Bill Clinton Bandaríkjaforseta í Hvíta húsinu í
Washington. Fundurinn var ákveðinn eftir að bæði Arafat og Netanja-
hu höfðu rætt við Madeleine Albright, utanríkisráðherra Bandaríkj-
anna, á allsheijarþingi Sameinuðu þjóðanna í NewYork. Albright sagði
árangur hafa náðst á þeim fundi, sem gæfi tilefni til fundarins með
Clinton. Bandaríkin hafa reynt að koma friðarsamningum Israels og
Palestínumanna út úr þeirri sjálfheldu, sem þær hafa verið í um 18
mánaða skeið.
ans
Japan Leasing Corp-
oration úrskurðað gjaldþrota, og eru skuldir fyrirtækisins metnar á
rúmlega 1.000 milljarða íslenskra króna. Þetta er því dýrasta gjaldþrot
í sögu Japans eftir seinni heimsstyijöldina. Fjármálaráðherra Japans
sagði í gær að gjaldþrotið kæmi ekki á óvart. Mikill órói hefur verið í
japönsku fjármálalífi undanfarið og horfur tvísýnar. Ríkisstjórn og
stjórnarandstaða náðu í gær samkomulagi um heildarlagasetningu til
þess að reyna að koma á stöðugleika að nýju.
Georg olli miklum usla
BANDARIKIN - Gífurlega mikil úrkoma fylgdi fellibylnum Georg í gær
þegar hann reið yfir suðurríkin Missisippi og Alabama í Bandaríkjun-
um. Fellibylurinn skall á ströndinni við hafnarborgina Biloxi í Miss-
issippi, og mældist vindhraðinn þá 273 km á klukkustund. Mikið tjón
varð á mannvirkjum, en ekki var vitað til þess að fólk hafi meiðst eða
látist af völdum veðurofsans. 400 manns þurftu að flýja úr neyðarskýli
þegar þakið á því rifnaði af.
Serbar lýsa yfir sigri
JUGOSLAVIA - Serbnesku öryggissveitirnar lýstu yfir sigri í gær í bar-
áttunni gegn albönskum uppreisnarmönnum f Kosovo-héraði. Samt
sem áður vöruðu þeir við því að til frekari hernaðar kunni að koma ef
uppreisnarmenn fari á stjá að nýju.
QKUJŒRIÍIOIA
Kenni á Subaru Legacy.
Tímar eftir samkomulagi. Útvega náms-
GÖGN. HJÁLPA TIL VIÐ ENDURNÝJUNARPRÓF.
Ingvar Björnsson
ökukennari frá KHÍ Akurgerði 11 b, Akureyri
Sími 899 9800 Heimasími 462 5692
G ýARÐARBER • JARÐARBER • BLANDAÐIR AVEXIIR • HNETUR OG KARAMELLA • SUKKULAÐIOG JARÐAR^
%
Mí&íkwts-amétig: