Dagur - 01.10.1998, Blaðsíða 1

Dagur - 01.10.1998, Blaðsíða 1
Græddu tugi milljóna á Þórustaðalandinu Guðmimdur A. Birgis- sou og Páll Melsted keyptu í fyrra helm- ingshlut þrotahús Silfurlax í Þórustaða- landinu á eina millj- ón en selja nu Reykja- víkurhorg landið allt á 35 milljónir. Borgaryfirvöld og Hitaveita Reykjavíkur ganga senn frá kaupum á landi Þórustaða ofan Vatnsleysustrandarvegs á 35 milljónir króna. Seljendur lands- ins eru Guðmundur A. Birgisson og Páll Melsted, sem fyrir rúmu ári áttu landið að hálfu á móti þrotabúi Silfurlax og keyptu hlut þrotabúsins á eina milljón króna. Athyglisvert er að hvorki Hita- veita Suðurnesja né Vatnsleysu- strandarhreppur sýndu landinu áhuga fyrir rúmu ári, þegar þeim bauðst að kaupa landið, en eru nú alvarlega að íhuga forkaups- réttarstöðu sína. Land sem var milljónar króna virði fyrir rúmu ári fæst nú fyrir helminginn af 35 milljónum króna og hefur ársgamalt kaup- verð því nær átjánfaldast. Guðmundur A. Birgisson viður- kennir fúslega að góð ávöxtun hafi verið á landakaupun- um. „Eg er án efa heppinn með kaupanda, en hvað verðið snertir þá var einfaldlega af borgarinnar hálfu gengið út frá fordæmi sem lá fyrir, þ.e. þegar Davíð Oddsson keypti Ólfus- vatnslandið af Engeyjarættinni. Hvað Þórustaðalandið varðar er rétt að við keyptum helming af Iandinu ofan gamla þjóðvegarins af Silfurlaxbúinu og var upphæð- in 1 milljón króna sett á þennan samning, sem var hluti af stærra dæmi. Voru allir hlutaðeigandi sáttir við þau kaup, enda hafði Iandareignin lengi verið til sölu en enginn fengist til að kaupa eignina, meðal annars ekki Hitaveita Suðurnesja, sem svaraði ekki einu sinni bréfi þar um, né heldur var spurning um forkaupsrétt hreppsins,“ segir Guðmundur. Hluti af stór- uin pakka Hann seldi ekki borginni bara landareignir Þórustaða, heldur einnig ásamt öðrum jarðirnar Núpa I, II og III og Stóra og Litla Saurbæ, allt í Ölfushreppi, alls þetta á samtals 310 milljónir króna. „Ég hygg að ávöxtunin hafi verið meiri við söluna á þessum eignum en af Þórustaða- íandinu, ef spurt er um ávöxtun á annað borð.“ Þess ber að geta að Guðmundur, Páll og Silfurlax keyptu Þórustaðalandið allt, ofan og neðan vegs, á 6 milljónir króna árið 1986 eða fyrir um 1 5 milljónir króna á núvirði. Alfreð Þorsteinsson, formaður stjórnar veitustofnana, staðfestir að kaupverðið hafi miðast við Ölfusvatnslandskaupin. Að- spurður um hvenær Hitaveitu Reykjavíkur eða borgaryfirvöld- um hafi boðist Þórustaðalandið sagði Alfreð að það land hefði komið inn í samningaviðræðurn- ar um Núpa og önnur lönd á síð- ustu stigum. Asgeir Magnússon, skiptaráð- andi Silfurlax, staðfestir að hlut- ur búsins í Þórustaðalandinu hafi lengi verið til sölu og að rætt hafi verið við bæði Hitaveitu Suðurnesja og Vatnsleysustrand- arhrepp, en án árangurs. Silfur- lax fór £ gjaldþrotaskipti, en sal- an á Iandarhlutnum tii Guð- mundar og Páls var hluti af nauðasamningum og fengu eig- endur Silfurlax á endanum búið afhent á ný. Höfðu eigendurnir og kröfuhafar þá tapað umtals- verðum fjárhæðum, en aðaleig- endur voru Svíarnir stöndugu Peter Wallenberg Volvo-forstjóri og Curt Nicolin. - FÞG Alfreö Þorsteinsson, formaður stjórnar veitustofnana: Kaupverö Þórustaða miðist við Ölfusvatns- landskaupin. íslenskar kvikniyndir borga sig Umsvif íslenskra kvikmyndagerð- armanna hafa verið um 300 milljónir á ári undanfarið, sam- kvæmt nýrri skýrslu Aflvaka um kvikmyndaiðnaðinn á Islandi. Is- Ienskar kvikmyndir og þættir um Island í sjónvarpi erlendis hafi árið 1997 skilað ríkissjóði um hálfum milljarði í skatttekjur umfram 85 milljóna framlag rík- isins í Kvikmyndastjóð sama ár. Muni þar mestu um áhrif þess- ara mynda á ferðamannastraum til landsins, en 10-15 prósent ferðamanna ákveði að koma eftir þátt i útvarpi eða sjónvarpi. Aflvaki segir hið opinbera styrkja kvikmvndir miklu minna en sambærilega starfsemi. Opin- berir styrkir nemi t.d. 4.100 kr. á hvern gest Sinfóníunnar, en að- eins 1.100 krónum á hvern áhorfanda íslenskrar kvikmyndar sem hlýtur meðalaðsókn. Þær Karen Mist Kristjánsdóttir og Unnur Jónsdóttir, hnátur úr Innbænum á Akureyri, voru glaðaryfir bæði heim- sókn Ijósmyndarans og andarinnar í gær. Úndin var hins vegar langt í frá áfjáð að komast á forsíðu Dags. - MYND BRINK Heilsu Guðrúnar Katrínar Þor- bergsdóttir, forsetafrúar, hefur hrakað og er hún á gjörgæsludeild í Seattle í Bandaríkjunum. Sló niður Heilsu forsetafrúarinnar, Guð- rúnar Katrínar Þorbergsdóttur, hefur hrakað mjög að undan- förnu og er hún nú á gjörgæslu í Seattle, Bandaríkjunum. I til- kynningu frá forsetanum, Ólafi Ragnari Grímssyni, segir að Guðrún Katrín hafi lagst inn á spítala síðastliðið fimmtudags- kvöld og þar hafi hún greinst með lungnabólgu. Líðan hennar hefur farið versnandi og því hef- ur forsetinn kosið að fela forsæt- isráðherra að flytja forsetabréf um setningu Alþingis í dag. Ólaf- ur Ragnar er í Seattle hjá eigin- konu sinni. — Bt> Fulltrúar söfnunarátaksins. Safnaðfyrir tölvum Stúdentaráð og Hollvinasamtök Háskóla Islands hafa ákveðið að standa saman að söfnunarátaki fyrir bættum tölvukosti Háskól- ans. Er markmiðið að safna 20 milljónum í Ijárframlögum og tækjum. Talsmenn stúdentaráðs telja ástand tölvumála verulega slæmt í Háskóla Islands og í nokkrum byggingum séu engin tölvuver. Um 50 notendur séu um hverja tölvu en eðlilegt sé talið að þeir séu um 20 til að uppfylla megi þörfina. Hugbún- aðarskortur sé einnig gífurlegur og Háskólann vanti mörg mikil- væg forrit til kennslu. GabrioW (höggdeyfar) QSvarahlutir Hamarshöfða 1-112 Reykjavík Sími 567 6744-Fax 567 3703 WORLOWm EXPRESS EITT NÚMER AÐ MUNA 5351100 FJÓRFALDUR 1. VINNINGUR in

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.