Dagur - 01.10.1998, Blaðsíða 8
8- FIMMTVDAGVR 1. OKTÓBER 1998
FRÉTTASKÝRING
Kosningaskj átfti
Davíð Oddsson forsætisráðherra mun flytja stefnuræðu sína við setningu Alþingis í dag. Ólafur Ragnar Grímssor
Guðrúnar Katrfnar Þorbergsdóttur.
Alþingi veröur sett í
dag og ljóst að
framimdan er stutt en
fjorugt þing með til-
heyrandi kosninga-
skjálfta.
Alþingi verður sett í dag og allt
bendir til að þetta verði óvenju
fjörlegt þing. Þar kemur margt til.
I fyrsta lagi eru kosningar næsta
vor og það setur venjulega svip
sinn á þinghaldið. Þingmenn
finna sig knúna til að stíga oftar í
ræðustól en ella til þess að Ieggja
áherslu á þau mál sem þeir bera
fyrir bijósti og líkleg eru til vin-
sælda heima í héraði. Það standa
víða prófkjör fyrir dyrum, það
fyrsta hjá sjálfstæðismönnum í
Reykjaneskjördæmi, og nauðsyn-
legt að láta í sér heyra.
Sameiningarhríðirnar á vinstri
vængnum hafa Iíka margklofið
þingflokka og það eitt gerir þing-
ið óvenjulegt. Þingflokkarnir eru
að vísu nákvæmlega jafnmargir
nú við lok kjörtímabilsins og upp-
haf þess eða sex, en bara ekki þeir
sömu. Fjögurra manna þingflokk-
ur Þjóðvaka heyrir sögunni til eft-
ir að hafa sameinast krötum í
þingflokk jafnaðarmanna. Þing-
flokkur Kvennalistans sem ekki
var mannmargur fyrir hefur nú
aðeins 2 þingmenn og þótt hann
sé ekki stór er samt pláss fyrir
mismunandi afstöðu til samein-
ingar félagshyggjuflokkanna.
Guðný Guðbjörnsdóttir vill og
ætlar að vera með í sameinaða
jafnaðarmannaflokknum en ekki
Kristín Halldórsdóttir sem ætlar
að hætta þingmennsku.
Þingflokkur Alþýðubandalags-
ins hefur líka rýrnað heldur betur
eða um þriðjung. Þrír af níu þing-
mönnum hafa sagt skilið við
þingflokkinn og kæmi ekki mjög á
óvart þótt Kristinn H. Gunnars-
son ætti eftir að gera það líka.
Steingrímur J. Sigfússon, Og-
mundur Jónasson og Hjörleifur
Guttormsson skelltu sér upp í hjá
Kristfnu Astgeirsdóttur, fyrrver-
andi kvennalistakonu, og hafa
stofnað nýjan óháðan þingflokk.
Þessar hræringar allar hafa
meðal annars gert það að verkum
að nauðsynlegt reyndist að stokka
upp í skipan í nefndir innan
þingsins.
Ekkimeir
Níu af þeim 63 þingmönnum
sem kjörnir voru í síðustu alþing-
iskosningum verða örugglega
ekki kosnir á þing í vor. Olafur
Ragnar Grímsson og Jón Baldvin
Hannibalsson eru þegar horfnir
til annarra starfa og Friðrik Soph-
usson ætlar sér aðeins að vera á
þingi til áramóta, en þá tekur
hann við starfi forstjóra Lands-
virkjunar.
Sex þingmenn til viðbótar hafa
lýst yfir að þeir gefi ekki kost á sér
áfram og þingið sem sett verður í
dag verður því þeirra síðasta.
Þetta eru Olafur G. Einarsson,
þingforseti og þingmaður Sjálf-
stæðisflokksins, Ragnar Arnalds,
þingmaður Alþýðubandalagsins,
Stefán Guðmundsson, þingmað-
ur Framsóknar sem orðinn er
bæjarfulltrúi í nýju sameinuðu
sveitarfélagi í Skagafirði, Guð-
mundur Bjarnason, umhverfis-
ráðherra, þingmaður Framsóknar
og verðandi framkvæmdastjóri
Ibúðalánasjóðs, og þingkonur
Kvennalistans, nöfnurnar Kristín
Astgeirsdóttir og Kristfn Hall-
dórsdóttir.
Sjálfsagt verða fleiri sem ekki
eiga afturkvæmt í húsið við Aust-
urvöll að loknum kosningum en
aðrir en þessir hafa ekki gert sig
líklega til að hætta sjálfviljugir.
Óvenjuleg þingsetning
Þingsetningin í dag verður með
nokkuð öðrum brag en verið hef-
ur því Davíð Oddsson forsætis-
ráðherra flytur sína stefnuræðu
við sjálfa þingsetninguna en um-
ræður um hana verða í kvöld.
Olafur G. Einarsson þingforseti
er mjög ánægður með þessa
breytingu.
„Ég hef verið áhugamaður um
það að gera sjálfa þingsetningar-
athöfnina meiri og mikilvægari
en hún hefur verið. Við höfum
verið að færast í þá áttina og
þetta er afgerandi atriði í því. Við
hefjum þetta strax á stefnuræð-
unni eins og gerist á þingum í
kringum okkur. Þar eru menn
hins vegar ekki eins viðkvæmir
fyrir því hvenær umræðan um
stefnuræðuna fer fram eins og
hefur verið hér. Hún dregst í
marga daga og jafnvel vikur
sumsstaðar en ég er ekki að segja
að það sé til fyrirmyndar.
Ég er líka mjög ánægður með
að fyrsta málið sem tekið verður
fyrir eftir stefnuræðuna er fjár-
lagafrumvarpið. Við höfum
stundum þurft að bíða með um-
ræðu um það í marga daga sem
mér hefur ævinlega þótt vont.
Fjárlagafrumvarpið hefur verið
komið £ umræðu utan þingsins
áður en þingið hóf að ræða það
en verður fyrsta mál þess nú og
rætt strax á mánudag.
Þetta er snarpari byrjun á þing-
haldinu og eðlilegri. Við höfum
áður tekið 2 til 3 daga í að koma
þinginu í gang. Verið nokkra daga
í að ganga frá lögboðnum verkum
eins og að kjósa í nefndir og hluta
um sæti, en þetta gerum við allt
fyrsta daginn núna,“ segir Ólafur.
Hann er hins vegar ekki sann-
færður um að þingið í vetur verði
að öðru leyti mjög frábrugðið fyrri
þingum. „Það eru auðvitað hrær-
ingar að því leyti að það er verið
að mynda hér nýtt kosninga-
bandalag og sjálfsagt ber þingið
þess einhver merki. Það hafa hins
vegar áður verið myndaðir nýir
þingflokkar á kjörtímabili og síð-
asta þing fyrir kosningar ber jú
oft keim af því að kosningabar-
átta er hafin. Þetta verður stutt
þing en það höfum við upplifað
áður.“
í kosntngaham
„Þetta er auðvitað kosningaþing
og hlýtur að taka mið af því,“ seg-
ir Sigríður Anna Þórðardóttir,
sem tók við formennsku í þing-
flokki sjálfstæðismanna í sumar.
„Svo eru auðvitað þessar hrær-
ingar á vinstri vængnum sem
setja svip sinn á þetta þinghald
líka. Þær hafa nú verið þó nokkr-
ar upp á síðkastið og ekki farið
fram hjá neinum. Það má
kannski segja að það sé að verða
argasta öfugmæli að vinstri menn
séu að sameinast, því þeir hafa
verið að sundrast. Við erum mjög
spennt að fylgjast með þeim átök-
um sem eru þar innanborðs."
Sjálfstæðisflokkurinn stendur
mjög vel samkvæmt skoðana-
könnunum, en Sigríður Anna
segir að það þýði ekki að menn
ætli að halda að sér höndum í
vetur. „Við þurfum auðvitað að
halda vöku okkar og munum ekki
slaka á í vetur. Það er alveg ljóst
að við verðum í kosningaham í
vetur.“ Sigríður Anna segir enga
ástæðu til að ætla að kosninga-
skjálfti eigi eftir að setja mark sitt
á ríksstjórnarsamstarfið. „Stjórn-
arsamstarfið er mjög heilt og það
rfkir traust á milli fólks. Við höf-
um átt mjög góða samvinnu og ég
hef enga ástæðu til að ætla annað
en það verði áfram þannig í vetur.
Það eru engin teikn á lofti sem
benda til annars."
Marka sér sérstöðu
Svavar Gestsson, þingflokksfor-
maður Alþýðubandalagsins, gerir
ráð fyrir að veturinn verði óvenju
fjörugur. „Hann byrjar óvenjulega
því farið verður strax í stefnu-
ræðu forsætisráðherra og umræð-
ur um hana í kvöld. Síðan verður
umræðan um fjárlagafrumvarpið
á mánudaginn þannig að það
verður þó nokkur kraftur í þing-
inu strax til að byrja með.
Ég reikna líka með að þetta
heimsfræga gagnagrunnsfrum-
varp komi fljótlega til umræðu, ef
mönnum er einhver alvara með
því að Ijúka því. Þriðja stóra mál
vetrarins verða svo kosningalög-
in.
Eg reikna með að þetta verði
fjörlegur vetur. Þetta er síðasti
veturinn og hér er nýr þingflokk-
ur sem verður að láta vita af
hveiju hann er til. Hann reynir
væntanlega að sýna hvað í honum
býr og ég reikna með að þeir sem
telja sig í samkeppni við hann
reyni það líka. Það verði einhver
samkeppni innan stjórnarand-
stöðunnar um málflutning og til-
lögur og um hvernig verði tekið á
ríkisstjórninni. Eg geri mér nú
vonir um að reynt verði að ham-
ast dálítið á henni,“ segir Svavar.
Hann spáir því einnig að fram-
sóknarmenn muni reyna að
marka sér sérstöðu. „Þeirra fylgis-
staða nú í upphafi þings er veik
og venjan er sú að fylgi stjórnar-
flokka veikist á þinginu. Þá er
kominn sá tími að hægt er að
halda þeim við efnið og stjórnar-
andstaðan getur djöflast á þeim
og ég spái því að framsóknar-
menn muni reyna að móta sér
sérstöðu í ýmsum málum. Skipu-
lag hálendisins kemur aftur inn í
haust svo ég nefni dæmi og ég
spái þvf að það verði skjálftamál í
Framsókn. Þau eru að sækja fylgi
í þéttbýli og það er bullandi próf-
kjörsslagur í gangi í Reykjanesi og
sama verður eflaust uppi á ten-
ingnum í Reykjavík," segir Svav-
ar.
Ruglingslegt á vinstri
vængnum
Valgerður Sverrisdóttir, þing-
flokksformaður Framsóknar, á
einnig von á spennandi og fjörug-
um vetri í þinginu. „Það held ég
að sé nokkuð Ijóst. Það verður
spennandi fyrir okkur að fylgjast
með því hvernig vinstri flokkam-
ar ætla að spila úr sínu. Þetta er
dálítið ruglingslegt á vinstri
vængnum er óhætt að segja."
Hún hefur hins vegar litlar
áhyggjur af því að einstaka stjórn-
arþingmenn fari að spila einleiki
fyrir kjósendur heima í héraði eða
hamra á því sem stjórnarffokkana
greini á um. „Það eru engin sér-
stök áform uppi um það. Ég held
að það sé best að láta tímann
leiða það í ljós hvort það verður.
Það hefur verið reynt að leysa
mál á bak við tjöldin f þessu sam-
starfi og ég býst við að það verði
gert áfram. Svo eru ekki mörg
stórpólitísk mál á ferðinni í vetur.
Það verða hins vegar auðvitað