Dagur - 01.10.1998, Blaðsíða 2
2 - FIMMTUDAGUR 1. OKTÓBER 1998
X^ur
FRÉTTIR
Helgarferðir til útlanda á haustin eiga vaxandi vinsældum að fagna og búast talsmenn ferðaskrifstofa við að fólki muni heldur
fjölga í þessum ferðum í ár miðað við fjöldann í fyrra. - mynd: brink
Innkaup í helgar-
ferðum minuka
í vaxandi velmegun fjölg-
ar fólM sem fer í helgar-
ferðir til útlanda, en íbú-
ar landshyggðarinnar
verða að koma sér fyrst á
suðvestnrhom landsins.
Ekkert virðist draga úr ferðum Islend-
inga til borga í Evrópu til innkaupa
þrátt fyrir aukinn fjölda verslana hér-
lendis, aukið vörval og í mörgum til-
fellum lækkandi vöruverð. Helga Ein-
arsdóttir hjá Samvinnuferðum-Land-
sýn segir að á síðasta ári hafi um 6 þús-
und manns ferðast á vegum ferðaskrif-
stofunnar til hinnar sívaxandi heims-
FRÉTTAVIÐ TALIÐ
borgar Dublin og í ár verði það líklega
heldur fleiri en bókað hefur verið í
ferðirnar fyrr en í fyrra.
Helga segir hlutfall innkaupa í þess-
um ferðum hafa farið þverrandi, meira
sé um það að farið sé til að skemmta
sér og allmörg fyrirtæki munu halda
árshátíð sína í Dublin. Flogið er með
Jumbó-þotu Atlanta-flugfélagsins sem
tekur 460 farþega og er fyrsta ferðin
næsta fímmtudag, 1. október en sú síð-
asta 10. desember. Helgarferð með
gistingu í þijár nætur kostar 33 þús-
und krónur.
Hjá Úrval-Útsýn njóta borgar- og
helgarferðir til Edinborgar mestrar
hylli en þangað fóru á síðasta ári um 3
þúsund manns og er búist við að held-
ur fleiri Islendingar haldi á þær slóðir
fyrir næstu jól. Ein helgarferð verður
farin til Brussel í Belgíu en ekki verður
hægt að bjóða fleiri vegna skorts á
leiguflugvélum á erlendum leiguflug-
vélamarkaði. Ferð til Edinborgar og
gisting í tvær nætur kostar 31 þúsund
krónur en 32 þúsund krónur til Brus-
sel. Goði Sveinsson segir að boðið
verði upp á ferðir til Halifax í Nova
Scotia í 3, 4 og 7 nætur og þangað fari
um 500 manns. Boðið er upp á 40 sæti
í vikuferð 18. nóvember og verður Sig-
mar B. Hauksson fararstjóri.
Akureyringar hafa verið mjög dug-
Iegir að sækja helgarferðir og hefur þá
verið flogið beint frá Akureyri. Engar
slíkar ferðir verða í boði í ár og er fyrst
og fremst borið við stórum flugvélum
og óstýrlátri veðráttu. - GG
Pottverjum þykir mjög
ótrúlegt að Margrct Frí-
maimsdóttir vilji færa sig
um set og veita ifamboði í
Reykjavík foiystu eins og
fréttir hafa verið um. Hius
vegar þykir mönnum
„næsta vist“ eins og sagt er
á Ríkisútvarpinu að slagur-
inn sé að komast í biblíuleg-
ar stærðir milli áskrifenda
að þingsætum - þar nefna
menn helsta Svavar Gestsson og Össur Skarphéðins-
son, sem báðir vilji vera í hópi „fastra frumsýningar-
gesta": á fremsta bekk. Þar sem ekki er rúm fyrir
nema annan þar og mikil þörf þykir á konum (les Guð-
nýju Guðbjömsdóttur) mjög ofarlega, sjá memi að
baráttan um borgina sé rétt að hefjast. Þess vegna
þurfi foringja að utan - sem lok á pottiim áður en sýð-
ur uppúr. „Friöarfórn" Margrétar cr á dagskrá...
Margrét
Frímannsdóttir.
Sjálf verður liún fyrir norðan um helgina, í vigi Stcin-
gríms ]., Norðurlandi eystra, til að púsla saman
áformum með sinu fólki. AUaballar telja frálcitt út í
loftið að þeir eigi fyrsta mami samfylkingar í kjör
dæminu, en þar sem Sigríður Stefánsdóttir kcmur
tæpast lengur til greina (nýtt starf, önnur áform) er
skarð fyrir skildi. Hugmyndir hafa komið upp um að
kalla til „samfylkingarmaim" utan flokka til að fara í
fyrsta sæti, en ekkert fast í hendi þar...
Framsóknarmenn 1 sama
kjördæmi eiga vou á yfirlýs-
ingu frá Jakobi Bjömssyni
fyrrverandi bæjarstjóra um
helgina: aö hann stefni á
fyrsta sæti. Athygli vekur
og að Jóhannes Geir Sigur-
geirsson er ófáanlegur til að
Jakob Björnsson. þvemeita áhuga á því....
Og þessa heigi verður borg-
arstjórinn í Reykjavík í
Moskvu í ieikhúsboðsfcrð. Hún mun áhyggjulausasti
stjónimálamaður íslands þessa dagna. „Nýkjörin og
stjómarandstöðulaus" eins og sagt erí pottinum...
Umigaiigi rækju-
veioa lokið
Unnur Skúladóttir
flskifræðingur hjá
Hajrannsóknastofnun.
Aflasamdrátturhefurverið í
rækjuveiðum hérvið land á
þessu ári og afli á togtíma
farið minnkandi eftirstöðuga
uppsveiflu ígreininni alltfrá
árinu 1988.
„Árið 1996 veiddust um 89 þúsund tonn
en á þessu ári gæti aflinn farið niður í 70
þúsund tonn. Arið 1966 var óeðlilegt að
því leyti að þá voru óheftar veiðar á
Flæmingjagrunni og veiddust þar alls um
21 þúsund tonn. Afli á íslandsmiðum var
hins vegar aðeins tæp 69 þúsund tonn. Afli
nú gæti stefnt í svipað magn, eða 67
þúsund tonn, reiknað með hlutfalla-
reikningi; og 6.800 tonn á Flæmingja-
grunni. Arið 1997 var afli á Islandsmiðum
bins vegar 75 þúsund tonn, eða svipaður
og árið 1995. Það kemur því alls ekki á
óvart að til uppsagna hafi komið hjá rækju-
verksmiðju Þormóðs ramma-Sæbergs á
Siglufirði, og fleiri verksmiðjur gætu fylgt í
kjölfarið."
- Unnur Skúladóttir var innt svara við
jrví hvort uppgangi í rækjuveiðum hér
við land væri lokið, a.m.k. í hili.
„Mér sýnist niðursveiflan vera hafin og
hefur stofnvísitala rækju í stonfmælingum
Hafrannsóknastofnunar minnkað í takt við
þann afla er veiðiskipin hafa verið að fá á
togtíma. Þessu veldur þorskurinn sem byij-
aði að ganga inn á veiðisvæðin sumarið
1996 og hans gætti enn meira árið 1997. Á
sama tíma hlýnaði sjórinn fyrir norðan
land.“
- Sumir sjómenn, m.a. í Grímsey, hafa
haldið þvífram að ástæður minni rækju-
afla megi rekja til ojveiði. Hafa þeir eitt-
hvað til síns máls?
„Það fer alltaf saman minnkandi afli þeg-
ar veitt er í kappi við þorskinn en við álít-
um að alltaf hafi verið settur kvóti á rækju-
veiðar í samræmi við niðurstöður rann-
sókna en ekki gengið of nærri stofninum.
Það var alltaf meiri og meiri afli á togtíma
og vísitalan mældist há. Við kennum því
þorskinum alfarið um þessa þróun en ekki
ofveiði. Það hefur verið góð nýliðun f út-
hafsrækju síðustu ár, en hún hefur dottið
niður. Við eigum hins vegar eftir að vinna
betur úr þeim gögnum sem við höfum til
að meta nýliðunina tilfulls."
- Hefur þessi niðursveifla einnig áhrif
á innfjarðarrækjuveiðina?
„Inníjarðarrækjuveiðin er einnig að drag-
ast saman vegna þorskgengdar og þvf má
búast við minni úthlutun þar. Gefnir hafa
verið bráðabirgðakvótar á öll veiðisvæðin,
eða um 75% af afla síðustu vertíðar, og því
má allt eins búast við því að ekki komi til
viðbótarúthlutunar sums staðar. Skaga-
fjörður og Oxarfjörður voru í prýðilegu
ásigkomulagi á síðasta vetri en önnur svæði
á niðurleið, eins og Húnaflói, Skjálfandi,
Isafjarðardjúp og Arnarfjörður.
Rækjan hefur auk þess verið heldur
smærri sem fengist hefur nú en var áður,
þ.e. fleiri stykki í kílói. Ástæðan er m.a. sú
að skipin hafa verið að hrekjast af bestu
miðunum og yfir á smárækjusvæðin á
norðaustursvæðinu. Þar hefur verið nóg af
rækju, en aflinn þar er einnig að dragast
saman.
Það eru því engin veiðisvæði rækju hér
við land sem eru í uppsveiflu.“ •*—.gg