Dagur - 01.10.1998, Blaðsíða 11
T
X^nr.
FIMMTUDAGUR 1. OKTÓBER 1998 - 11
ERLENDAR FRÉTTIR
Eftir skeliinn
isladiskur meí
.innsluhugbunað
.„ntUanall ÍYlgia
HEIMURINN
QUNNARH.
ARSÆLSSON
SKMFAR
Úrslit kosninganna í Svíþjóð voru
hræðilegur skellur fyrir Jafnaðar-
mannaflokkinn, sem fékk aðeins
36.6 prósenta fylgi og er það
versta útkoma flokksins í kosning-
um síðan almennur kosningarétt-
ur var innleiddur í Svíþjóð árið
1921.
Jafnaðarmenn hafa þegar skip-
að vinnuhóp til þess að fara ofan
í saumana á þessari hrikalegu út-
komu flokksins.
Þeir geta þó haldið áfram að
stjórna Svíþjóð, einfaldlega vegna
þess að Jafnaðarmannaflokkurinn
er risi í sænskum stjórnmálum og
hefur nægilegan styrk til þess að
þola skell eins og þennan.
Fjárlagavmnan framimdan
Sl. fimmtudag náðust samningar
meðal jafnaðarmanna, vinstri-
manna og Umhverfisflokksins um
samstarf á komandi kjörtímabili.
Fulltrúar Vfl. og Ufl. munu hins-
vegar ekki taka sæti í ríkisstjórn-
inni, heldur hafa þeir lagt aðalá-
herslu á það að fá pláss fyrir sín
stefnumál í stjórnmálum Iands-
ins.
Persson sagði í kosningabarátt-
unni að ef borgaraleg hægri stjórn
með Ijórum flokkum næði völd-
um yrði það veik stjórn, sem væri
slæmt fyrir Svíþjóð. Nú er hann í
þeirri stöðu að þurfa að stjórna
með mjög sterkum Vinstriflokki,
en veikum, en afar mikilvægum
Umhverfisflokki. Hann þarf að
koma til móts við þessa flokka,
hlusta á þeirra sjónarmið og
ganga að kröfum þeirra. Þar með
er hann kominn í aðstöðu sem
reynir á pólitíska kænsku hans.
Flokkarnir vilja að samstarfssam-
komulagið tryggi að flokkarnir
verði ekki bara hjól undir „ríkis-
stjórnarvagninn“ þegar þörf er á
og síðan tekið undan þegar notk-
un er lokið.
A næstu vikum verður aðalá-
herslan lögð á vinnslu nýrra fjár-
laga, en Göran Persson hefur sagt
Þegar Canan tekur sig ttl og bætir um betur þarf það ekkt endilega að þýða að hlutirnir
breyti um lögun eða stærð. Qg það er einmitt það sem hefur gerst með Canon BJC-430Q
prentarann. Þetta einstaka tæki býr nú ekki einungis yfir öllum þeim frábæru eigin-
leikum sem góður prentari þarf að hafa heldur er Canon BJC-430Q
nú einnig 3G0 dpl 'True Color' skanni. Með einu handtaki má'
skipta út blekhylkinu og setja skannahylki í staöinn. Þvf færöu
prentara og skanna í einu tæki án þess að eyða dýrmætu
plássi á skrifborðinu -og verðið or MVUCDII
eftir sem áður það sama! IV T 1*1 C l\ J I
- Söluaðilar um land allt
Canon
Alþjóðagjaldeyrissjóðurinit spáir
hörðu
BANDARIKIN - Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn birti í gær skýrslu sína
um horfur í efnahagsmálum heimsins, og telur þær ekki mjög góð-
ar. Sjóðurinn spáir því að alþjóðlegur hagvöxtur verði um 2% á
þessu ári, sem er heilu prósenti minna en sjóðurinn spáði fyrir
hálfu ári og meira en helmingi minna en spáin frá því fyrir ári síð-
an gerði ráð fyrir.
Jacques Chirac.
„Upphaf langrar
vináttu66
FRAKKLAND - Jacques Chirac
Frakklandsforseti og Gerhard
Schröder, verðandi kanslari Þýska-
lands, hittust í gær í París. Chirac
sagði tveggja klukkustunda langan
fund þeirra vera upphafið að langri
vináttu. Voru þeir í öllum meginatrið-
um sammála um stefnumörkun í Evr-
ópumálum, og ákváðu að setja á stofn
vinnuhóp til að undirbúa endurbætur
á Evrópusambandinu.
Nærri 1.500 Alhanar í Kosovo látnir
JÚGÓSLAVÍA - í Kosovo-héraði hafa nærri 1.500 Albanir verið
myrtir frá því átökin hófust þar í janúar síðastliðnum. Þar af voru
um 160 konur og 140 börn, að sögn mannréttindasamtaka. Að auki
er um 1.300 Albana frá Kosovo saknað, og talið er að serbnesk
stjórnvöld hafi handtekið um 1.700 Albani.
Arafat sættist á
málamiðlun
BANDARÍKIN - Hreyfing er
komin á friðarviðræðurnar fyr-
ir botni Miðjarðarhafs, og
hyggjast Palestínumenn fallast
á málamiðlun. Felst hún í því
að ísraelskir hermenn fari frá
13% hernumdu svæðanna eins
og Palestínumenn hafa krafist,
en fjórðungur þess svæðis
verði skilgreindur sem nátt-
úruverndarsvæði. Meiningin
er að engar byggðir verði á
þessu svæði, og sameiginleg
öryggisgæsla þar verði í hönd-
um bæði Israelsmanna og
Palestínumanna. Svo virðist
sem Benjamin Netanjahu hafi
einnig fallist á þessa mála-
miðlun og verði samkomulagið
staðfest í október.
Yasser Arafat.
Nú reynir á hversu góður Göran Persson er íjafnvægisdansi og
málamiðlunum. Carl Bildt lengst til hægri.
að í byrjun næsta árs verði sest
niður til þess að leggja línur fyrir
allt kjörtímabilið. Þá verði m.a.
beint sjónum að fimm málaflokk-
um sem vega mjög þungt að mati
Vfl. og Ufl., en það eru; atvinnu-
mál, almenn efnahagsmál, um-
hverfismál, jafnræðismál og mál
sem lúta að jöfnunarpólitík eða
dreifingu og jöfnun hinna efna-
hagslegu gæða. Persson sagði að
vinnsla fjárlaganna yrði próf-
Baksvið
steinn á það hvernig og hvort
samstarfið tækist, þannig að
næstu vikur verða spennandi í
sænskri pólitík.
Þjóðaratkvæði um EMU
Bæði Vinstriflokkurinn og Um-
hverfisflokkurinn vilja taka Evr-
ópumálin strax upp og Gudrun
Schyman leiðtogi Vfl. vill t.a.m.
Iáta þjóðaratkvæði skera úr um
aðild Svíþjóðar að Myntbandalag-
inu, EMU.
Hún vill einnig fá lög sem
tryggja jafnræði kynjanna. Bæði
Vfl. og Ufl. vilja auka vægi um-
hverfismála, auka réttlæti í sam-
félaginu og gera mikið átak til
þess að vinna gegn atvinnuleys-
inu.
Flokkana greinir einnig á um
hve hratt og mikið beri að greiða
niður af skuldum sænska ríkisins.
Vfl. vill bíða með að greiða niður
erlendar skuldir en jafnaðarmenn
vilja alls ekki tefla þeim árangri
sem þeir hafa náð í ríkistjármál-
um f hættu og vilja borga af er-
lendum skuldum landsins. Um-
hverfisflokksmenn eru komnir á
þá skoðun að fylgja beri stefnu
stjórnarinnar og eru þar með
komnir í andstöðu við Vinstri-
flokkinn.
Vinstriflokkurinn vill» einnig
ræða við ríkisstjórnina breytingar
á nýrri löggjöf varðandi nýtt eftir-
Iaunakerfi sem er til umíjöllunar í
þinginu. Gudrun Schyman segir
að hið nýja kerfi muni koma illa
út fyrir fólk með lágar tekjur.
„Sannleiksne£nd“
Svokallað IB-mál hefur undanfar-
ið talsvert verið í umræðunni hér
í Svíþjóð. IB er skammstöfun á
sænska orðinu „Informations-
byrán", eða Upplýsingaskrifstof-
an. Starfsmenn IB, sem var deild
á vegum leyniþjónustu sænska
hersins, söfnuðu fram til 1973
upplýsingum um þekkta og
óþekkta kommúnista og fólk í
verkalýðshreyfingunni, en þá
Ijóstruðu tveir blaðamenn upp
um starfsemina.
Það kom í Ijós að IB skráði
skoðanir einstaklinga sem voru
taldir kommúnistar og „hættuleg-
ir“ öryggi landsins. Dæmi eru um
að mönnum hafi verið neitað um
störf á vegum hins opinbera
vegna skoðana sinna. Sá þáttur
málsins kom upp á yfirborðið sl.
vetur. Vfl. og Ufl. krefjast þess nú
að mynduð verði „Sannleiks-
nefnd" til þess að fara ofan í
saumana á málinu og líklegt er að
ríkisstjórnin verði við kröfunni.