Dagur - 01.10.1998, Blaðsíða 3
FIMMTVDAGVR l.OKTÓBER 1998 - 3
FRÉTTIR
Ami Guimarsson
a leið í politík a ny
Engin leið er að skilja
svör Árna Gunnars-
sonar, fyrrum alþingis-
manns, öðruvísi en svo
að hann sé aftur á leið
í hinn pólitíska slag.
Því er haldið fram á Suðurlandi
að Arni Gunnarsson, fram-
kvæmdastjóri Heilsuhælis NLFI
í Hveragerði, sé á leið í pólitíkina
aftur. Arni var þingmaður AI-
þýðuflokksins fyrir nokkrum
árum en hætti í pólitík og fluttist
til Hveragerðis. Því hefur verið
haldið fram nokkrum sinnum
síðan að hann væri aftur á leið í
stjórnmálin. Því hefur hann
alltaf hafnað þar til nú. A svör-
um hans er ekki annað hægt að
sjá en að hann sé á leið í pólitík-
ina aftur og þá á Suðurlandi.
„Það er með pólitíkina eins og
gulusjúkdóminn. Hún getur leg-
ið niðri um tíma en síðan bloss-
ar hún upp á ótrúlegustu tímum.
Hvað gerist hjá mér veit ég ekki.
Eg neita því þó ekki að margt
sem er að gerast i umhverfi okk-
ar er þess eðlis að ég hefði fullan
hug á að taka þátt í að breyta
því,“ sagði Arni í samtali við Dag
Árni Gunnarsson: pólitíkin er eins og
gula.
Hann var spurður hvað það
væri sem hann vildi taka þátt í að
breyta í þjóðfélaginu?
„Eg hef stórfelldar áhyggjur af
því hvernig þessi efnalega stétta-
skipting er að verða í þjóðfélag-
inu og tel að við hana verði ekki
lengur búið ef við ætlum að kalla
okkur alvöru samfélag en ekki
bananaiýðveldi," sagði Arni og
vildi ekki segja neitt frekar um
málið á þessari stundu.
Lúðvík Bergvinsson: gerir ráð fyrir að
fara áfram.
Margrét kyrr
Lagt hefur verið að Margréti Frí-
mannsdóttur, formanni Alþýðu-
bandalagsins, að flytja sig um set
frá Suðurlandskjördæmi bjóða
sig fram í Reykjavík.
„Það er rétt að þetta hefur oft
verið rætt við mig. Það er þó alls
ekki þannig að það sé einhver
ákveðinn hópur eða samtök fólks
sem er að leggja þetta til við mig,
heldur meira einstaklingar,"
sagði Margrét í samtali við Dag.
Hún var spurð hvernig hún
hefði svarað þessum óskum?
„Eg hef svarað því til að mér
líði mjög vel í kjördæminu. Ég
byrjaði mitt pólitíska starf í Suð-
urlandskjördæmi og meðan ég
vinn í pólitík á ég heima hér. Þar
fyrir utan hafa hreppaflutningar
þingmanna aldrei fallið mér í
geð. Auk þess eru Reykvíkingar
ríkir af góðum þingmönnum og
þingmannsefnum,“ sagði Mar-
grét.
Lúðvik áfram
Lúðvík Bergvinsson, þingmaður
Alþýðuflokksins í Suðurlands-
kjördæmi, sagði í samtali við Dag
að hann gerði ekki ráð fyrir öðru
en að gefa kost á sér áfram,
hvaða form sem notað verður við
uppröðun á lista samfylkingar-
flokkanna í kjördæminu.
Þar sem að persónufylgi Mar-
grétar Frímannsdóttur í Suður-
landskjördæmi er mjög mikið má
fastlega gera ráð fyrir því að hún
skipi efsta sæti samfylkingar-
framboðsins. Það yrði síðan
keppni á milli þeirra Árna Gunn-
arssonar og Lúðvíks Bergvins-
sonar um annað sætið.
- S.DÓR
Þótt tugir ófaglærðra starfsmanna
hafi misst vinnu á Akureyri býst for-
maður Einingar við betri tíð.
Áhyggjuefini
Björn Snæbjörnsson, formaður
verkalýðsfélagsins Einingar á
Akureyri, segir það áhyggjuefni
að tugum starfsmanna hafi ver-
ið sagt upp hjá Skinnaiðnaði á
Akureyri. Blikur eru jafnframt á
lofti með starfsemi Foldu, en
Björn segir Akureyri betur í
stakk búna til að taka við þess-
um áföllum en oft áður.
„Það er alltaf alvarlegt ef sam-
dráttur verður hjá stórum fyrir-
tækjum eins og Skinnaiðnaði,
sem er einn af máttarstólpunum
í atvinnulífi á Akureyri. Maður
vonar þó að Eyjólfur hressist og
við finnum fyrir því að fyrirtæki
eru að ráða til sín fólk og um-
hverfið er betra en oft áður,“
segir Björn.
Birni er ekki kunnugt um að
fleiri stórir atvinnurekendur séu
að skera niður. Þvert á móti eru
nokkur dæmi þess að fyrirtæki
vanti ófaglært fólk í vinnu. „At-
vinnuástand hefur verið með
besta móti að undanförnu og ég
á von á að starfsmenn Skinna-
iðnaðar fái störf annars staðar.“
Sigurðaxmáli lokið
Helgi H. Jónsson: Æskir nú vinnufriðar. mynd: gva
Löngu vitað að út-
varpsstjdri hafði að
ráði lögfræðings
ákveðið að láta Sig-
urðar-málið niður
falla. Útvarpsráð fékk
ekki vitneskjuna fyrr
en 3 vikiuii eftir á.
Markús Orn Antonsson útvarps-
stjóri greindi útvarpsráði frá því á
fundi sl. þriðjudag að hann teldi
ekki ástæðu til frekari aðgerða
vegna Sigurðar-málsins svokall-
aða. Utvarpsráð fékk ekki form-
lega vitneskju um þessa niður-
stöðu þó hún hefði legið fyrir allt
frá 10. september eða f nær þrjár
vikur.
Eins og lesendum Dags er
kunnugt snérist Sigurðar-málið
um kæru Sigurðar Þ. Ragnars-
sonar fýrrum fréttamanns, sem
sakaði Helga H. Jónsson frétta-
stjóra um óeðlileg pólitísk af-
skipti af fréttum fyrir síðustu
sveitarstjórnarkosningar og um
að hafa beitt sig „óbærilegum
þrýstingi“ við samningu á grein-
argerð til útvarpsstjóra.
Samkvæmt heimildum Dags
tók útvarpsstjóri mál þessi upp að
eigin frumkvæði og fól lögfræð-
ingi að fara yfir gögn málsins.
Niðurstaða Iögfræðingsins og út-
varpsstjóra var orðin skrifleg að
hálfu útvarpsstjóra og ljós 10.
september, en útvarpsráð fékk
fyrst að vita um niðurstöðuna 29.
september. Fyrst var málinu
frestað á útvarpsráði vegna fjar-
veru útvarpsstjóra og síðan vegna
Ijarveru útvarpsráðsformanns.
Helgi H. Jónsson vildi aðspurð-
ur lítið tjá sig um málið eða um
hvort hann liti á niðurstöðuna
sem sigur fyrir sig. „Eg hef í
rauninni ekkert um þetta að segja
og það eina sem ég æski er að fá
vinnufrið fyrir mig og starfs-
mennina hér,“ segir Helgi.
- FÞG
Visa mdðgar kaupmeim
Sigurður Jónsson, framkvæmda-
stjóri Kaupmannasamtakanna,
segir að Einar S. Einarsson, for-
stjóri Visa, hafi sýnt kaupmönn-
um lítilsvirðingu með orðum sín-
um í útvarpsþætti í gær.
Að mati Kaupmannasamtak-
anna dró Einar upp afkáralega
mynd af breytingunni sem verð-
ur á greiðslukortaviðskiptum í
dag. „Hann sýnir helstu við-
skiptavinum þess fyTÍrtækis sem
hann veitir forystu, kaupmönn-
um, dæmafáa lítilsvirðingu er
hann fullyrðir að einstakir kaup-
menn muni nú nota tækifærið til
að beita aldrað fólk, útlendinga
og saklaust fólk óheiðarlegum
vinnubrögðum í auðgunarskyni.
Kaupmenn frábiðja sér svona
sendingar og eru að vonum argir
út í forstjórann,“ segja Kaup-
mannasatökin. Sigurður Jónsson
vonast til þess að framvegis verði
þessi mál rædd af stillingu og
virðingu fyrir sjónarmiðum allra
málsaðila. —
Lánlausir þjófar
ákærðir
Lögreglustjórinn í Reykjavík hefur
gefið út ákæru á hendur fjórum
mönnum vegna Ijölda afbrota sem
þeir játa að hafa gerst sekir um á
þessu ári.
Mennirnir fjórir eru einir eða í fé- Einn hinna ákærðu gengur í
lagi saman ákærðir fyrir innbrot, dómsal. mynd: bg
þjófnaði, fjársvik, fíkniefnalagabrot,
líkamsárás, eignaspjöll og hilmingu. Af Iýsingum í ákæru að dæma er
um dæmigerðar Ijáröflunarleiðir að ræða vegna vímuefnafíknar. Einn
hinna ákærðu verður brátt dæmdur fyrir þátttöku í árásinni á Engil-
bert Jensen og annar á sínum tíma dæmdur í Guðmundar- og Geir-
finnsmálunum. Akæruatriðin nú eru 12 talsins.
Innbrotið í einbýlishús í Grafarvogi var sérstaklega illa heppnað
hjá hinum ákærðu. Þrír þeirra fóru að morgni 21. júlí í bíl að húsinu
og var bjart af degi, enda hásumar. Nágrannar horfðu á þá athafna
sig, þar sem þeir stálu ýmsum munum svo sem hljómflutningstækj-
um, myndbandstæki, borðbúnaði, áfengisflöskum o.fl. samtals að
verðmæti um 500 þúsund krónur. - FÞG
Kolmunnaafliim nær 80 þúsimd tonn
Landað hefur verið um 78 þúsund lestum af kolmunna hérlendis og
þar af hafa erlend veiðiskip komið með um 34 þúsund lestir. Mestu
ltefur verið landað hjá Síldarvinnslunni á Neskaupstað, eða 28 þús-
und tonnum.
Hraðfrystihús Eskiíjarðar hefur tekið á móti 22 þúsund tonnum,
Vinnslustöðin í Vestmannaeyjum 12 þúsund tonnum og SR-mjöl í
Helguvík á Reykjanesi 8 þúsund tonnum, en aðrir fengið mun
minna, en alls hefur kolmunna verið landað hjá 9 aðilum. Aflinn nú
er mun meiri en var á sama tíma í fyrra. — GG
Síldiii kemur, síldin fer
Síldveiðin fer ákaflega hægt af stað og íyrstu vikuna fengu sjö bátar
tæp 5 þúsund tonn í Berufjarðarál vestur af Stokksnesi. Mest af því
fór til bræðslu, eða um 3.800 tonn en 650 tonn fóru til söltunar og
300 tonn til frystingar.
Saltað hefur verið á Hornfirði og Fáskrúðsfirði, en eingöngu fryst
á Hornafirði. Auk þess hefur verið siglt með síld til bræðslu á Akra-
nesi og Seyðisfirði auk Fáskrúðsfjarðar og Hornafjarðar. - GG