Dagur - 01.10.1998, Blaðsíða 13
FIMMTVDAGVR 1. OKTÓB ER 1998 - 13
Ðxgur.
ÍÞRÓTTIR
KR-iitgar á toppnum
Flestir áhorfendur komu á leik KR og ÍBV í síðustu umferðinni. Hér á myndinni sjáum við nokkra af þeim 5400
áhorfendum sem þar voru mættir. - mynd: bg
Rúmlega ellefu prðs-
enta aukning varð á
aðsðkn að knatt-
spymuleikjum nrvals-
deildarinnar í knatt-
spymu á nýliðnu
keppnistímabili.
Samtals 65.517 áhorfendur
keyptu sig inn á þá níutíu leiki
sem fram fóru í úrvalsdeildinni í
knattspyrnu, eða að meðaltali 728
á hvern Ieik. I fyrra voru áhorf-
endur samtals 58.099, eða 646 að
meðaltali á hvern leik og er aukn-
ingin um ellefu prósent milli ára.
Að sögn Omars Smárasonar,
starfsmanns KSI, var þessi að-
sókn framar vonum. „Sérstaklega
þar sem venjan er að aðsókn
dregst saman þau ár sem heims-
meistarakeppnin fer fram. Þetta
er því ánægjuleg þróun, sem sýn-
ir að íslensk knattspyrna er á upp
Aðsókn á heimavelli
Meðalt. Samtals
KR 1809 16282
Þróttur 940 8459
Fram 841 7567
ÍA 724 6512
ÍBV 695 6258
Valur 521 4685
Keflavík 460 4141
ÍR 446 4017
Leiftur 429 3865
Grindavík ... 415 3731
I. umferð - AIIs 5638
Þróttur -ÍBV 1847
Grindavík-ÍR 460
Leiftur -Fram 438
KR-Valur 1881
ÍA-Keflavík 1012
2. umferð - Alls 3867
Grindavík-Leiftur 23 5
Valur-Þróttur 436
ÍR-Keflavík 387
ÍBV-ÍA 703
Fram-KR 2106
3. umferð - AIIs 3807
KR-Grindavík 1456
Leiftur-ÍR 302
Þróttur-Fram 858
ÍA-Valur 773
Keflavík-f BV 418
Ieið,“ sagði Ómar.
Eins og sést á töflunum hér að
neðan eru KR-ingar með algjöra
4. umferð - Alls 3118
ÍR-ÍBV 65 7
Grindavík-Fróttur 49 1
Leiftur-KR 507
Fram-ÍA 862
Valur-Keflavík 601
5. umferð - Alls 4004
Þróttur-Leiftur 669
^ KR-ÍR 1541
ÍA-Grindavík 715
Keflavík-Fram 386
ÍBV-Valur 693
6. umferð - Alls 3663
Fram-ÍBV 648
ÍR-Valur 307
Grindavík-Keflavík 678
Leiftur-ÍA 482
KR-Þróttur 1548
7. umferð - Alls 2489
Keflavík-Leiftur 404
ÍA-KR 783
__ Valur-Fram 25 5
ÍBV-Grindavík 693
Þróttur-ÍR 363
8. umferð - Alls 341 1
KR-Keflavík 1005
ÍR-Fram 352
Grindavík-Valur 310
Leiftur-ÍBV 659
Þróttur-ÍA 1085
sérstöðu hvað varðar aðsókn. AIls
16.282 áhorfendur keyptu sig inn
á heimaleiki liðsins, sem er um
9. umferð - Alls 2651
ÍA-ÍR 73 5
Valur-Leiftur 333
ÍBV-KR 733
Keflavík-f>róttur 418
Fram-Grindavík 432
10. umferð - AIls 2853
ÍBV-Þróttur 690
Keflavík-ÍA 399
ÍR-Grindavík 206
Fram-Leiftur 638
Valur-KR 920
1 1. umferð - Alls 3282
ÍA-ÍBV 711
f>róttur-Valur 753
Keflavík-ÍR 376
Leiftur-Grindavík 405
KR-Fram 1037
12. umferð - Alls 2708
Valur-ÍA 918
ÍBV-Keflavík 548
ÍR-Leiftur 163
Grindavfk-KR 365
Fram-Þróttur 714
13. umferð - Alls 3583
KR-Leiftur 1031
ÍBV-fR 7 50
ÍA-Fram 773
Þróttur-Grindavík 574
Keflavík-Valur 45 5
helmingi meira en hjá Þrótturum
sem koma næstir, með samtals
8.459 áhorfendur.
14. umferð - Alls 3664
Grindavík-ÍA 259
Valur-fBV 727
ÍR-KR 1422
Leiftur-Þróttur 448
Fram-Keflavík 808
15. umferð - AUs 3212
Valur-f R 122
Keflavík-Grindavík 296
Þróttur-KR 1476
fA-Leiftur 599
ÍBV-Fram 719
16. umferð - Alls 2936
fR-Þróttur 246
Grindavík-ÍBV 253
Leiftur-Keflavík 222
KR-ÍA 1383
Fram-Valur 832
17. umferð - AIIs 3029
Fram-ÍR 527
Valur-Grindavík 373
fBV-Leiftur 729
Keflavík-KR 989
ÍA-Þróttur 411
18. umferð - Alls 7593
ÍR-ÍA 277
Grindavík-Fram 680
Leiftur-Valur 402
Þróttur-Keflavík 834
KR-ÍBV 5400
SKOOUN
GUÐNI Þ.
ÖLVERSSON
Get - ætla - skal
Hjálmar Hallgrímsson, Ieikmað-
ur Grindvíkinga, er ekki besti
knattspyrnumaður Islands, hvað
þá heimsins. Hann er hins vegar
einhver sterkasti karakter í ís-
lenskum fótbolta. Fáir leikmenn
gefa jafn mikið af sjálfum sér í
leikinn og eru jafn hvetjandi og
Krísuvíkurnaglinn Hjálmar Hall-
grímsson. Grindvíkingar geta
þakkað honum, öðrum fremur,
að þeir leika áfram í Landssíma-
deildinni að ári.
Það er hveiju liði mikilvægt að
hafa sterka leikmenn sem Iáta til
sín taka bæði innan og utan vall-
ar. Það kemst enginn langt með
dúkkulísufótbolta ef 110% hugur
fylgir ekki með. GÆS - lögmálið,
Get-Ætla-Skal, verður að ævin-
lega að vera til staðar.
A næstu knattspyrnutíð leikur
Grindavík, í fimmta sinn í röð, í
efstu deild knattspyrnunnar.
Þetta er merkilegt í ljósi þess að
þeim var spáð falli með það sama
er þeir stigu sín fyrstu spor í
deildinni. Kaupæði á Ieikmanna-
markaðnum hefur heldur ekki
þjakað liðið ef frá er talið fyrsta
ár þess í efstu deild. Frammi-
staða Grindjánanna sýnir að lið
af landsbyggðinni geta vel bland-
að sér í baráttuna með þeim
bestu, án þess að veðsetja heilu
byggðarlögin. Máltækið, hollur
er heimafenginn baggi, á vel við í
fótboltanum.
Heimamenn sýna liðum sínum
meiri hollustu en aðkeyptir leik-
menn. Þeir vita betur en aðrir
fyrir hvað félag þeirra stendur
auk þess sem þeir eru oft betri
knattspyrnumenn en þeir sem
selja sig eins og skækjur á milli
liða ár hvert. Hjálmar Hallgríms-
son sameinar allt það besta sem
traustur knattspyrnumaður þarf.
Kraftur, áhugi, hugmyndaauðgi
og hollusta við félagið er vöru-
merkið. Hann er vel að sæmd-
inni, knattspyrnumaður Grinda-
víkur 1998, kominn.
ÍÞRÓTTAVIÐTALIÐ
Einu siuui KR-ingiir alltaf KR-ingur
Björgólfur
Guomundsson
formaður
knattspymudeildar KR
KR-ingar höfðu í sutnar
algjöra sérstöðu hvað varð-
ar áhorfendafjölda að
leikjum úrvalsdeildarínn-
arí knattspyrnu. Björgólf-
ur Guðmundsson, fomiað-
ur knattspymudeildar KR,
segirað öflugu innra staifi
sé að þakka.
- Hvernig skýrir þú þennan
mikla stuðning við félagið?
„Þetta er auðvitað mjög
ánægjulegt fyrir okkur KR-inga
og það er ljóst að við erum vin-
sælastir og drögum mest að.
Enda erum við svona í gríni kall-
aðir „Draumur gjaldkerans", eins
og maður heyrir stundum á öðr-
um völlum. Eða eins og einhver
sagði: „Við erum vinsælasta
hljómsveitin í dag.“
En að öllu gríni slepptu þá er
það hið öfluga starf sem unnið er
innan félagsins sem skapar okk-
ur fyrst og fremst þessa sérstöðu.
Við höfum lagt rækt við okkar
fólk og hér er alltaf líf í tuskun-
um. I Frostaskjólinu er stöðugur
straumur fólks og félagsandinn
er einstakur. Við erum með
klúbba eins og KR-klúbbinn og
Stuðningsmenn og fullt af fólld
sem er stöðugt að vinna fyrir fé-
lagið. Þetta smitar allt út frá sér
og stöðugt er að bætast í hópinn.
Það eru margir sem koma að
þessari vinnu í félaginu og ef við
lítum til dæmis á auglýsingaskilt-
in í kringum völlinn, þá sjáum
við að við eigum geysilega marga
stuðningsaðila.
Einnig kemur til að við höfum
ríka knattspyrnuhefð hjá félag-
inu, þó titlarnir hafi ekki verið
margir á undanförnum árum, en
við erum þó alltaf með í
toppslagnum og verðum það
áfram. Segja má að við séum
alltaf í kringum spennuna.
KR-hjartað er líka einstakt og
þegar það er einu sinni byrjað að
slá þá þagnar það ekki aftur fyrr
en yfir lýkur. Einu sinni KR-ing-
ur alltaf KR-ingur hefur verið
sagt og ég held að það eigi jafn-
vel betur við um okkur, en
nokkurn annan félagsskap.
Þeir hörðustu eru ekki í rónni,
nema þeir geti komið í Frosta-
skjólið að minnsta kosti vikulega
og til eru dæmi um menn sem
sjást á hverjum degi. Við höfum
mjög góða aðstöðu hér í Frosta-
skjólinu og hér koma menn eftir
vinnu til að ræða málin yfir kaffi-
bolla. Laugardagsmorgnarnir
eru þó alltaf vinsælastir, en þá er
hér mikið um að vera og oft fullt
hús. Þetta sýnir að félagsandinn
er geysilega sterkur og skapast
hefur mjög góður andi. Það Ieið-
ir af sér að fólk vill vera með og
það tekur í auknum mæli þátt í
starfinu. Svona er KR.“
- Setur þessi mikli fjöldi
stuðningsmanna ekki aukna
pressu « stjórn deildarinnar
um betri árangur?
„Auðvitað vilja menn sjá topp
árangur hjá okkar íþróttafólki og
hér eru allir að reyna að gera sitt
besta. Eg tel að ríð séum á réttri
leið og ekki vantar okkur efnivið-
inn. Ungu strákarnir hafa verið
að standa sig vel, svo við þurfum
ekki að kvíða framtíðinni. Það er
þó alltaf slæmt að þurfa að
byggja upp nýtt lið á hverju ári
og sem dæmi þá misstum við
eina sjö toppleikmenn í fyrra.
Samt hefur okkur tekist að halda
okkur í toppbaráttunni og ég
held að ekki sé hægt að biðja um
meira. Uppbyggingin tekur tíma,
en hún skilar sér fyrr en seinna."
- Verður liðið styrkt fyrir
næsta tímabil og verður KR-
liðið orðið að hlutafélagi fyrir
næstu leiktíð?
„Við munum örugglega styrkja
okkur. Þessa dagana er verið
vinna haustverkin og við eigum
eftir að sjá hvernig staðan verð-
ur. Nú þegar er vitað um eina sjö
leikmenn frá okkur sem eru að
skoða málin hjá erlendum liðum,
þannig að við gætum þurft að fá
til okkar nýja leikmenn í staðinn.
Það standa yfir hjá okkur
breytingar á rekstrarformi
meistaraflokksins, en þegar hef-
ur verið stofnað um það hlutafé-
lagið KR-Sport ehf. Það er því
mikið að gerast hjá okkur og
þessi mál eru öll í skoðun. Við
teljum að þessi breyting muni
verða mjög til batnaðar fyrir fé-
lagið og auðvelda oltkur allt
innra starf. Umsvifin eru orðin
það mikil í kringum meistara-
flokkinn að nauðsynlegt er að
halda utan um það með þessum
hætti. Þetta er sú þróun sem er í
gangi um allan heim og við tök-
um auðvitað þátt í henni.“