Dagur - 01.10.1998, Blaðsíða 9

Dagur - 01.10.1998, Blaðsíða 9
FIMMTUDAGUR 1. OKTÓBER 1998 - 9 FRÉTTIR j forseti íslands verður fjarri þingsetningu vegna veikinda eiginkonu hans, áþingi mörg stór mál til afgreiðslu, eins og til dæmis endurskoðun á nátt- úruverndarlögum." Samkvæmt skoðanakönnunum hefur Framsókn tapað fylgi en Sjálfstæðisflokkurinn blómstrar, en Valgerður hefur ekki miklar áhyggjur af því heldur. „Reynslan segir okkur það að við töpum á samstarfi við Sjálfstæðis- flokkinn og við gerðum okkur grein fyrir því þegar við fórum út í þetta samstarf. En ef maður telur það skynsamlegt við þær aðstæður sem maður býr hverju sinni þá gerir maður það. Maður hættir ekki við bara vegna þess að hugs- anlega geti maður tapað fylgi. Við erum ekkert sérstaklega flink í könnunum en við erum dá- lítið góð í kosningum. Eg er kannski alltof bjartsýn en það er okkar reynsla að við náum okkur á strik í kosningabaráttu,“ segir Val- gerður. Hún er sannfærð um að það sé fleiri frétta að vænta í vetur af sameiningartilraunum á vinstri vængnum en átökum á stjórnar- heimilinu eða fylgistapi Fram- sóknar. „Það verður miklu athygl- isverðara að fylgjast með bröltinu þarna á vinstri vængnum. Maður veit að það eru ekki allir mjög sátt- ir þótt þeir séu komnir í þessa sæng. Þar að auki er ýmislegt ! óljóst á þessari stundu um hvar ákveðnir þingmenn lenda." PirrmguTÍ stj órna rfl oltk un inn „Það mun einkenna þetta þing að það er í aðdraganda kosninga. Ekki bara af hálfu stjórnarand- stöðunnar heldur Iíka stjórnar- Iiða,“ segir Rannveig Guðmunds- dóttir, þingflokksformaður jafnað- armanna. „Ég er sannfærð um að stjórnarflokkarnir munu bregðast á einhvern hátt við þeirri deiglu sem er í framboðsmálum. Við höf- um séð hvernig forsætisráðherra hefur brugðist við framboði okkar með ekki mjög landsföðurlegum pirringi. Það er alveg skiljanlegt að það sé ekki sátt um að öfl sem menn hafa ekki trúað að næðu saman í ljósi sögunnar, skuli nú vera að ná saman. Og að þeim skuli samkvæmt Gallup vera spáð um 40% stuðningi án þess að vera komin í gang, á sama tíma og Sjálfstæðisflokkurinn hefur 46%. Þetta mun einkenna þingið og ég er einnig sannfærð um að þennan síðasta vetur munu stjórn- arflokkarnir reyna að koma með mjúk mál. Það kom til dæmis fram í viðtali við heilbrigðisráðherra að nú þennan síðasta vetur á að setja meiri pening í heilbrigðismálin. Það má bóka það að það verður ekki sami vilji til að standa hart á bremsunni og hefur verið undan- farna vetur.“ / annað sinn á 20 mánuðum er uggur í mönnum á Siglufirði vegna atvinnumála. Atvinnuátaks er þörf Verkalýðsfélagið biður ríkisstjómiiia ásjár í velmegiminni og þensluuni sem at- vimmlaust fólk á Norðurlaudi vestra fréttir af í fjölmiðlum. Verkalýðsfélagið Vaka á Siglufirði hefur sent bæjarráði Siglufjarðar, forsætisráðuneyti og stjórn Þor- móðs ramma - Sæbergs ályktun þar sem það er harmað að stjórn- endur fyrirtækisins skyldu ekki hafa séð sér fært að bregðast við samdrætti í rækjuafla með öðrum hætti en þeim að segja upp verka- fólki. Það sé í annað sinn á 20 mánaða tímabili sem fyrirtækið grípi til fjöldauppsagna og er samanlagður fjöldi þeirra sem á þessum tíma hafa fengið upp- sagnarbréf um 100 manns. „Þegar fyrirtækið Þormóður rammi var stofnað árið 1971 með samstilltu átaki heimamanna og stjórnvalda, var það gert til að snúa vörn í sókn eftir hrun síldar- stofnsins. Það átak gjörbreytti því ástandi sem þá ríkti í atvinnumál- um Siglfirðinga og dró verulega úr fólksflótta. Ataks er aftur þörf.“ Skorað er á bæjaryfirvöld að óska eftir viðræðum við stjórn Þormóðs ramma - Sæbergs jafn- framt því sem ríkisstjórnin er beð- in að gefa sér tíma í góðærinu og þenslunni, sem atvinnulaust verkafólk á Norðurlandi vestra fréttir af í fjölmiðium, til að horf- ast í augu vandann sem steðji að, en margir norðlenskra þéttbýlis- staða byggi atvinnulífið að miklu leyti á þverrandi veiðum og vinnslu. Bæjarráð Siglufjarðar fjallar um málið í dag og segir Skarp- héðinn Guðmundsson, forseti bæjarstjórnar Siglufjarðar, þessar uppsagnir mjög alvarlegt mál fyr- ir bæjarfélagið. Gagnrýnt hefur verið að eldd starfaði atvinnu- málanefnd á Siglufirði en Skarp- héðinn segir starfshóp hafa verið að gera úttekt á atvinnumálun- um, og í framhaldi þess megi bú- ast við atvinnuskapandi aðgerð- um. Flestir atvinnuleysingjar á Siglufirði eru konur en gott at- vinnuástand hjá iðnaðarmönnum og fleiri stéttum sem nær ein- ÖKUKEIXIIMSLA Kenni á nýjan Land Cruiser Útvega öll gögn sem með þarf. Aðstoða við endurnýjunarpróf. Greiðslukjör. JÓIM S. ÁRIXIASOIM Sírnar 462 2935 • 854 4266 TÍMAR AÐ ÓSKUM NEMENDA. göngu eru skipaðar karlmönn- um.“ — GG CNGIN HUS ÁN HITA 5L X 33 Pexrör með súrefniskápu til vatnslagna, í geislahitun, og til miðstöðvarlagna jj Verslið við [J fagmann. ;! c DRAUPNISGÖTU 2 • AKUREYRI 3 P SÍMI 462 2360 | Op/ð ó laugardögum lcl. 10-12. j D 01 UQQHQHHUQBQUQHQQQQUQHQQQQQQHUBQQa AKUREYRARBÆR Grunnskólar Akureyrar Danskennari Grunnskólar Akureyrar óska eftir að ráða danskennara í hlutastarf til að sinna danskennslu í skólunum í vetur. Einnig kemur til greina að ráða verktaka til starfans. Þeir sem hafa áhuga eru beðnir að hafa samband við skólafulltrúa Akureyrar í síma 460-1400 fyrir 15. október nk. Sýningarinnréttingar til sölu - 190 340 - 2 Eldhús 1 Bað Góður afsláttur , DALSBRAUT1 - AKUHEYRI SIMI461 1188 -FAX 461 1188

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.