Dagur - 13.11.1998, Blaðsíða 1

Dagur - 13.11.1998, Blaðsíða 1
Annar hver nem- andi er vansvefta Ungmenni mæta van- svefta í skólann. Líf- fræðileg timaklukka þeirra er ekki í takt við skólastarfið. Á að seinka skólanum um klukkutíma? „Við stöndum í reynd frammi fyr- ir því að helmingur fslenskra ung- Iinga fer svo seint að sofa að þeir missa út draumsvefninn, sem tal- inn er svo mikilvægur," segir Þórólfur Þórlindsson prófessor og vitnar til niðurstaðna könnunar meðal 9. og 10. bekkinga í grunnskóla. Helmingur ungling- anna sagðist mæta í skólann þreytt og vansvefta fjórum sinn- um í viku eða oftar og tæpur fjórðungur til viðbótar að minnsta kosti þrisvar í viku. Þeirri hug- mynd hefur verið varpað fram að rétt sé að hefja skólastarf klukku- tíma síðar en nú er gert. Þórólfur segir að i skólastarfi sé oft leitað fræði- legra eða tækni- legra lausna á lé- legum námsár- angri. „Þeir sem sjá skólastarf í þröngu ljósi kennslutækninn- ar sjá ekki vand- ann sem er fólg- inn í því að helm- ingur 9. og 10. bekkinga mætir ósofinn í skól- ann. Leið til betri árangurs Og ekki virðist bara við foreldrana að sakast. „Erlendar rannsóknir sýna nefnilega að líffræðileg tíma- klukka barna og unglinga, sem tengist mjög hormónastarfi þeirra, hefur mikil áhrif á svefn og vöku, hvíld og starf," segir Þórólfur. Hjá stórum hópi nem- enda sé þessi tímaklukka ekki í takt við skipulag skólastarfsins. Raunar hafi vísindamenn haldið því fram í nokkur ár að hægt væri að bæta skóla- starf og námsár- angur 13-18 ára unglinga með því einu að færa skólatímann aft- ur um einn klukkutíma. „Ymsir skóla- menn hafa þó ekki verið tilbún- ir til að taka svona vangavelt- ur alvarlega," segir Þórólfur. En tilraun í Minnesota hafi sýnt að einn klukkutími sem nemendur fengu þannig í viðbótarhvíld á morgn- anna hafi skilað marktækum bættum námsárangri, minni aga- vandamálum og fleiri kostum. Vantar embeitingu og úthald „Skertur svefn hefur almennt í för með sér dagsyfju, einbeitingar- skort og úthaldsleysi," segir Björg Þorleifsdóttir líffræðingur á Landsspítalanum. Rannsóknir þar sýna að íslensk börn fara um klukkutíma seinna að sofa en bandarísk, en sofa jafnframt Ieng- ur svo ekki munar íkja miklu á nætursvefninum. „Eg dreg því í efa þá fullyrðingu að draumsvefn- inn sé skertur bjá helmingi nem- enda,“ segir Björg. Að vfsu var könnunin gerð meðan grunnskól- arnir voru tvísettir. Vfsbendingar úr annarri könnun bendi líka til að 6-10 ára börn vakni nú fyrr en fyrir áratug. „Dagsyfja í fram- haldsskólum er Iíka geysilega mikið umkvörtunarefni." Björg álítur það athyglisverða hugmynd að seinka skólanum á morgnanna. „Við fáum mjög mik- ið af tilvísunum um krakka sem geta ekki sofnað á kvöldin og sofa Iengi frameftir og eru með skerta dægursveiflu. Enda erum við Is- Iendingar auðvitað á vitlausum tíma miðað við himintunglin. Þegar við vöknum klukkan hálf átta er sólarklukkan ekki nema 6. Og við virðumst ekki ná að aðlag- ast þessu.“ - HEI Heitur fuitdiir Guðmundur G. Þórarinsson stjórnarformaður Ríkisspítala seg- ir að stofnunin sé búin að fá ráð- gjafarfyrirtæki til að hanna kerfí sem framkvæmir starfsmat, frammistöðumat og raðar starfs- mönnum stofnunarinnar að hluta til í launaflokka. Hann segir að með þessu séu bundnar vonir við að fljótlegra verði að gera stofn- anasamninga við stéttarfélög starfsmanna en verið hefur. Þetta kom fram á upplýsinga- fundi um kjaramál háskóla- menntaðra starfsmanna hjá Ríkis- spítölunum sem Bandalag há- skólamanna efndi til í gær. Þar kom fram hörð gagnrýni á kjara- og starfsmannastefnu Ríkisspítala sem leitt hefur til atgervisflótta frá stofnuninni. Sumir gengu svo langt að halda því fram að Iág- launastefna og niðurskurður á framlögum rikisins til Ríkisspítala stefndi heilsufari landsmanna í hættu. — GRH Á fundi með starfsfólki í matsal Landspítalans I gær kom í Ijós að mjög mikil óánægja kraumar undir á stofnuninni. Keypt þingsæti? „Það er gífurlegur áróður í gangi og miklar auglýsingar og mér finnst það komið út yfír öll mörk,“ segir Sigríður Anna Þórðardóttir þingmaður og frambjóðandi í prófkjöri Sjálsfstæðismanna í Reykjanesi. Prófkjörið þykir æsispennandi en kosning hefst á morgun og er búist við fyrstu tölum um 9 leytið annað kvöld. Ellefu frambjóðend- ur keppa um 5 efstu sætin og er kostnaður þeirra við prófkjörið talinn nema milljónum króna. Allir hafa auglýst í dagblöðum og flestir í sjónvarpi. „Eg spyr mig hvernig það virki á almenning og er mjög spennt að sjá úrslit þessa prófkjörs einmitt út af þessu. Hvort það sé í raun og veru rétt að það sé hægt að kaupa sér þingsæti. Mér finnst það mikið umhugsunarefni," seg- ir Sigríður. Sjá bls 8-9. Gríðarleg útlán Ekkert lát virðist á gríðarlegri út- Iánaaukningu bankakerfisins. Það er seðlabankamönnum mikið áhyggjuefni, sem og mikil og áframhaldandi skuldaaukning heimilanna, sem eiga vænan hlut í útlánaaukningunni. Aukningin er um 20 prósent síðustu tólf mánuði og alls hafa útlán banka- kerfísins þá aukist um 50 prósent á tveim til þrem árum. „Hætta er á að svona mikill útlánavöxtur stefni til vandræða," segir Yngvi Orn Kristinsson forstöðumaður peningamáladeildar Seðlabanka, þar sem menn ætla að ræða við stjórnendur lánastofnana um að leitað verði Ieiða til að draga úr útlánum á næstunni. Enda gætu þær ella verið að safna sér upp í útlánatöp og fjármálakreppu. „Við erum ekki að segja að banka- kreppa sé yfirvofandi, en breyt- ingar á ytri skilyrðum gætu vald- ið vanda," segir Yngvi Orn. «suBuufly* «suBum\r «SUBUUflV' MALT »1 ÞIG? EITT NÚMER AÐ MUNA 5351100

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.