Dagur - 13.11.1998, Blaðsíða 2

Dagur - 13.11.1998, Blaðsíða 2
6 - n <■ v i HitaHavövi .ii h y ð k c y t « 61 2 - FÖSTUDAGUR 13. NÓVEMBER 1998 FRÉTTIR —XMCyt* rr Vafftr Fiskverkafólk telur ómaklega að sér vegið þegar kjaramál eru annarsvegar. Þegar það sest við samningaborðið er allt efnahagslífið undir en ekki þegar aðrir eiga í hlut sem semja síðar. Enda er vaxandi umræða meðal fiskverkafólks að vera ekki fyrst að ganga frá samningum næst þegar samið verður. Fiskverkafólk rukkað iim heilbrigðisvottorð Merki Sjálfstæðisflokksins. Ltflð og fjöriö í Sjálfstæðis- flokknum í Reykjanesi er í himinhrópandi mótsögn við drunga hinnar alvöldu handar sem hvflir á Reykjavík. Þar verður ekkert prófkjör og er ástæðan ekki bara sögð sú að það taki því ekki. Þau iyrir- tæki sem fjármagna venjulega kosningabaráttu flokksins eru sögð búin að láta boð út ganga: ef þið komið með 10-20 prófkjörsframbjóðendur að sníkja peninga í nóvember þýðir ekkert að koma og biðja um peninga aftur í mars - vegna kosninganna!... I pottinum voru menn að spá í framboðsmálin í Austur- landskjördæmi en þar er óvcnju mikil hreyfing á hlut- xmiun. Fullyrt er að í Sjálf- stæðisflokknum muni verða talsverðar breytingar og sitj- I andi þingmaður Ambjörg Sveinsdóttir sé jafnvel í tals- verðri liættu með að falla alveg út. Sá sem talinn er koma sterkastur inn í það tómarúm sem Egill á Seljavöllum skilur eftir sig er Albert Eymimdsson á Höfn, sem pottverjar veðja á í lyrsta sætið... Arnbjörg Sveinsdóttir. MiMl gremja og reiði út í suma atvimmrekendiir. FiskverkafólM gert að kunna á tölvur. Um 90 manns á ráðstefnu fisk- vinnsludeildar. „Það er dálítið um það að fyrirtækin séu að krefja fiskverkafólk um heil- brigðisvottorð þegar það hefur vinnu í fyrsta sinn. I sjálfu sér er það í lagi, enda um matvælaframleiðslu að ræða. Það er hinsvegar mikil gremja og reiði út af því að sumir atvinnurekendur hafa sagt fólkinu að borga sjálft fyrir þessi vottvorð, eða um eitt þúsund krónur," segir Aðalsteinn Baldursson, formaður fiskvinnsludeildar Verka- mannasambands íslands. Um 90 manns tóku þátt í ráðstefnu fiskvinnsludeildarinnar á dögunum þar sem rætt er um málefni fiskverkafólks og fiskvinnslu. Ráðstefnan er haldin á tveggja ára fresti Þar var m.a. rætt um það af hveiju flytja þurfi inn erlent vinnuafl, starfsöryggi og kjaramál. For- maður fiskvinnsludeildarinnar segir að ástæðan fyrir innflutningi á erlendu vinnuafli sé fyrst og fremst sá að Is- lendingum finnst launin í greininni vera lítil. Tölvur og hnífar Mildar breytingar hafa átt sér stað í fiskvinnslunni og nú er svo komið að fiskverkafólki er gert að kunna á tölvur. Margar vélar eru tölvustýrðar og einnig flestar vigtar. Af þeim sökum er nútíma fiskverkafólk ekki aðeins með hníf í hendi við vinnu sína, eins og áður var. Samfara þessari tæknivæðingu og sí- fellt fullkomnari vinnslu krefst fisk- verkafólk að því verði greidd laun í samræmi við það. Misskiptmg Aðalsteinn segir að fiskverkafólki svíði mjög sú launaþróun sem átt hefur sér stað á undanförnum misserum. Þar hafa aðrir verið að fá mun meira en verkafólkið sem samdi fyrst. Þetta hefur leitt til vaxandi umræðu meðal fólks að næst verði það ekki fyrst til að semja. Þá stingur það fólk einnig í augu að hvorki Þjóðhagsstofnun né ráðamenn ræða fjálglega um þanþol efnahagslífsins þegar aðrir en verkafólk eru að semja. Það sé hinsvegar alltaf uppá borðum þegar þeir lægstlaunuðu koma að samn- ingaborðinu. -GRH En Samfylking jafnaðar- manna stendur ekki síður á tímamótum en þar er talið líklegast að þeir Einar Már Sigurðarson (1. sætið) og Gunnlaugur Stefánsson (2. sætið) muni leiða listann fyrir bönd Allaballa og krata. Miðað við allar hrær- ingamar og breytingamar á framboðslistum í kjördæm- inu telja framsóknarmenn sig vera í góðum rnálum sem „klcttimi í hafinu" og ímynd fcstu. Þar cr allt eins og síðast og þaráður Halldór Ásgríms, Jón Krist- jáns og Jónas Hallgríms... Hugsanlega lausn að skólauieistari hefði liorfið af vettvangi FRÉTTAVIÐTALIÐ Guðni Kolbeinsson stud. mag. og nýkjörinn formaðtir Kennarafélags Iðnskólans í Reykjavík. Langvinn deila Ingvars Ásmundssonar skólameistara Iðnskólans og kennara um túlk- un á kjarasamningum og sam- staifsörðugleikarvið skóla- meistara hefurnú verið fserð í hendurhlutlauss aðila á veg- unt menntamálaráðuneytis. - Hvemig hyggist þið ná fram þeim um- hótum sem að er stefnt? „Við viljum fá til þess aðstoð mennta- málaráðuneytisins til þess að hafa umsjón með þessu verki og gera úttekt á ástandinu eins og það er og koma síðan með tillögur til úrbóta og fylgja því eftir að þeim sé framfylgt. Við vorum eiginlega ekki búin að setja fram þessar kröfur þegar mennta- málaráðherra tilkynnti að ráðuneytið ætl- aði að skipa sérfræðing til þess að stjórna mati á stjórnun skólans og samskiptum innan hans. Það á bæði við um samskipti skólameistara við einstaka deildir og við einstalía starfsmenn og samskiptum milli deilda innbyrðis." - Þið gagnrýnið harðlega andvaraleysi menntamálaráðherra, skólameistara og ekki stst skólanefndar. Eiga þessir aðilar stóran þátt í því að þessi ófriður hefur ríkt innan dyra Iðnskólans í Reykjavik? „Já, það er okkar mat. Hér hefur verið mjög slæmt ástand um alllanga hríð vegna harðra deilna og mikils skoðanaágreinings milli skólameistara og kennara um það hvernig hér eigi að standa að málum. Okk- ur finnst að stjórnendur skólans hefðu átt að leysa þetta meira en þeir hafa gert. Þetta mál snýst um fleira en túlkun á ýms- um þáttum kjarasamninga, þetta snýst líka um samskiptavanda stjórnenda skólans og kennara." - Hefði verið eðlilegt að láta skóla- meistarafara tfrí meðan á þessari úttekt á innra mati skólans fer fram? „Ég er alls ekki fjarri því að það hefði get- að leitt til lausnar þessarar deilu að skóla- meistari, sem er undir mikilli gagnrýni hér, hefði horfið af vettvangi um einhvern tíma og menn hefðu fengið tóm til að átta sig á kringumstæðum án þess að hann væri á staðnum. Manna á meðal hér innan veggja skólans hefur þetta flogið fyrir en það hafa eldd verið teknar neinar ákvarðanir í þessa veru meðal þeirra sem eru ákvarðanabærir í þessu máli að ég best veit. Þetta verður væntanlega að vera ákvörðun menntamála- ráðherra og skólameistara sjálfs. Þetta er bara eitt dæmi af mörgum í þeim mögu- leikum til lausnar sem menn hafa velt upp en það er enginn einhugur meðal kennar- anna um að fjarvera skólameistara flýti fyr- ir lausn málsins.“ - Hafið þið Ingvar Ásmundsson skóla- meistari rætt saman um framhald máls- ins eftir að þú tókst við formennsku t Kennarafélagi Iðnskólans? „Nei, enda er málið úr höndum okkar kennara eftir að menntamálaráðherra úr- skurðaði hver farvegurinn ætti að vera. En ég verð að vera bjartsýnn á að skipan þessa utanaðkomandi aðila til þátttöku í sjálfs- matsverkefni skólans muni leiða til lausnar deilunni. Ef það tekst ekki er ekki aðeins fokið í flest skjól, heldur öll skjól. Það hef- ur ekki verið rætt um það í hópi kennara að standa að skipulegum uppsögnum ef þetta fer á versta veg. En þetta sjúka ástand und- anfarnar annir og „eitraða" andrúmsloft skemmir alveg gríðarlega fyrir skólastarfinu hér. Menntamálaráðherra hefur sagt að nemendur hafi haft samband við sig út af þessu máli og þeim mislíkar þetta greini- lega rétt eins og okkur kennurum. En þetta ástand á ekki að bitna á nemendum, en það er hugsanlegt að kennari sé ekki alltaf í fullkomnu andlegu jafnvægi vegna þess að erfitt andrúmsloft getur haft áhrif á hugsun og andlegt ástand okkar kennar- anna.“ GG

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.