Dagur - 13.11.1998, Blaðsíða 3

Dagur - 13.11.1998, Blaðsíða 3
FÖSTUDAGUR 13. NÓVEMBER 1998 - 3 Vgptr. FRÉTTIR Adeins um 3% kjósa Steingrím á Akureyri Ef AlJjingiskosningar færu fram á morgun, hvaða ilokk eða lista myndir Jní kjósa? Niðurstöðumar urðu sem hér segir ef aðeins eru teknir þeir sem tóku afstöðu: Sameinað framboð A-flokka og Kvennalista.............13% Framsóknarflokkur....................................28% Sjálfstæðisflokk ....................................41% Grænt framboð (Steingrímur J. Sigfússon)..............3% Fijálslyndir (Sverrir Hermannsson) ...................4% Myndi skila auðu .....................................5% Myndi ekki kjósa .....................................6% Tafla nr. 21210. Sjálfstæðismenn fá góða útkomu í glæ- nýrri skoðanákönnun á Akureyri fyrir al- þingiskosningar. Vinstri sameining með 13%, Grænt framboð aðeins 3%. Sjálfstæðismenn hafa sterka stöðu á Akureyri, en sameinað framboð nýtur ekki mikils fylgis ef marka má skoðanakönnun sem Rannsóknastofnun Háskól- ans á Akureyri hefur gert fyrir bæjarsjónvarpsstöðina Aksjón. Úrtakið náði aðeins til Akureyr- inga og kom í Ijós að sjálfstæðis- menn fá 30% ef allt úrtakið er skoðað, Framsókn 20% og Sam- einað framboð A-flokkanna og Kvennalista 10%. 20% eru óá- kveðin, 4% myndu ekki kjósa, 7% vilja ekki svara, 4% myndu skila auðu, Frjálslyndir (Sverrir Her- mannsson fá 3% en Grænt fram- boð (Steingrímur J. Sigfússon) fær 2%. Ef aðeins er reiknað hlutfall þeirra sem tóku afstöðu, fá sjálfstæðismenn 41%, fram- sókn 28%, Sameinað framboð 13%, Ftjálslyndir 4% og Grænt framboð 3%. Sérkennilega lítíð fylgi Stemgrims Tómas Ingi Olrich, sem skipaði annað sæti Sjálfstæðismanna á Norðurlandi eystra í síðustu kosningum, lýsir ánægju með góða útkomu sjálfstæðismanna en þeir fengu 28% í síðustu kosn- ingum. Hann setur þó fyrirvara við niðurstöðurnar þar sem enn sé ekki búið að raða á lista og kynna stefnu fyrir næstu kosn- ingar. „Allt er þetta óvissu háð, en það vekur sérstaka athygli mína, að aðeins 20% séu óákveð- in eins og staðan er í dag. Sjálf- stæðisflokkurinn er í sókn, sam- fylkingin er mun veikari en þeir höfðu sjálfir gert sér vonir um. Það er einnig sérkennilegt að framboð Steingríms Sigfússonar fái svona lítinn stuðning. Eg taldi sjálfur að staða Steingríms væri sterk í kjördæminu og tel svo enn vera. Mér finnst ólíklegt að þessi skoðanakönnun mæli hans stöðu í kjördæminu." Mildð verk að viima Sjálfstæðisflokkurinn fékk rúm- lega 28% fylgi í síðustu Alþingis- kosningum, Framsókn 36,8%, Al- þýðubandalag 16,8% en Alþýðu- flokkur rúm 7%, og Þjóðvaki um 8%. Samanlagt fylgi A-flokkanna er mun minna hjá þeim sem hyggjast styðja sameinað framboð nú, en öflin höfðu áður og segir Svanfi-íður Jónasdóttir, sem hugs- anlega mun leiða lista sameining- ar á NI. eystra, að betur megi ef duga skal: „Þetta sýnir okkur að mikið verk er að vinna, en sam- einað framboð er ótvírætt forystu- afl stjórnarandstöðunnar og það er ástæða til að draga það sérstak- Iega fram. Mér finnst með ólík- indum hve sterkur Sjálfstæðis- flokkurinn er og ég er handviss um að þegar við höfum stillt upp okkar liði og náð að kynna okkur betur, mun saxast verulega á þann meirihluta stjórnarflokkanna sem fram kemur í þessari könnun." Grænt mun vaxa Ekki náðist í Steingrím J. Sigfús- son en Árni Steinar Jóhannsson, varaþingmaður Alþýðubandlags og óháðra, styður grænt framboð og hann segir óeðlilegt að fylgið sé lítið, þar sem starf framboðs- ins sé nánast ekkert komið af stað. „Þetta er svipað og hefur mælst á landsvísu, ég held að græna framboðið verði sterkt um allt land og spái mun meira fylgi," segir Ami Steinar. Vildi sjábetra Jakob Björnsson, sem stefnir á 1. sætið hjá Framsóknarflokki segir ekki óeðlilegt að Framsókn mælist nú með minna fylgi en í síðustu kosningum auk þess sem könnunin nái aðeins til Akureyr- ar en ekki kjördæmisins alls. „Það er gjaman svo að framsókn kemur betur út í alþingiskosning- um en skoðanakannanir sýna. Eg hefði náttúrlega viljað sjá betri afkomu, en þetta er ekki óeðli- legt miðað við tímapuntkinn núna.“ Jakob segir um lítið fylgi sameiningarsinna, að það komi ekki á óvart. „Mér finnst þetta vera allt í hálfgerðu uppnámi." Úrtakið var 347 manns í könn- uninni, valið af handahófi úr símaskrá. Svarhlutfall var 71% og var spurt: „Ef alþingiskosningar færu fram á morgun, hvaða flokk eða lista myndir þú kjósa. Skekkjumörk eru um 5%. — BÞ Djúpbátur sækist eftir styrk Djúpbáturinn á Isafirði, sem gerir út feijuna Fagranes, hefur farið fram á 12 milljóna króna styrk hjá Isafjarðarbær svo hægt verði að halda rekstrinum áfram. A síðasta rekstrarári námu rekstrargjöld 58 milljónum króna en rekstrartekjur 30 milljónum króna, en styrkur ríkissjóðs nemur 16 milljónum króna og lækkar því tapið úr 27 millj- ónum króna í 11 milljónir króna. Fagranesið var í þrjár vikur í siglingum milli Vestmannaeyja og Þor- lákshafnar vegna viðgerðar á Eyjaferjunni Herjólfi í Danmörku, og fór í síðustu ferðina 4. nóvember sl. Heijólfur kom til Vestmannaeyja að- faranótt 8. nóvember. Rætt hefur verið um að nýta Fagranesið til flutninga frá Isafirði og Bolungarvík til suðurfjarða Vestljaðra, s.s. Bíldudals og Patreksljarðar. — GG Röskun í bönkiim Upp úr hádegi í gær truflaðist starf bankastofnana að nokkru leyti, þar sem Reiknistofnun bankanna þurfti að loka kerfi sínu. RB til- kynnti bankastofnunum í gærmorgun að gera yrði breytingar á stærstu vél sinni og endurræsa og hafði þetta áhrif á störf bankavið- skipta í um hálftíma. Helgi H. Steingrímsson, forstjóri Reiknistofu bankanna, segir að bankastarfsfólk eigi að geta undirbúið sig fyrir svona hluti. Ekki sé óalgengt að sérstakar aðstæður valdi því að Ioka þurfi kerfinu á af- greiðslutíma og bankar og sparisjóðir eigi að hafa möguleika á að vinna á sínum afgreiðslukerfum þótt þau séu ekki á beinni línu. Bankamaður sem blaðið ræddi við sagði hins vegar að mikil áhætta fylgdi færslum utan kerfis. Bæði væri ekki víst að færslurnar skiluðu sér yfirhöfuð og einnig væri innistæðueign óljós á meðan kerfið lægi niðri. - BÞ Leiðrétting Misskilingur varð í samtali Dags við Pétur Pétursson, heilsugæslu- lækni á Akureyri, um að enginn yfirlæknir væri nú að störfum í heilsugæslustöðinni á Akureyri. Hið rétta er að þótt enginn hafi sótt um og enginn hyggist sækja um að óbreyttu, gegnir Pétur stöðunni til áramóta. Jón Baldvin Hannibalsson, sendiherra ísiands I Washington, var aðalræðumaður á aðalfundi Alþjóðlega verslunar- ráðsins sem haldinn var á Hótei Sögu í gær. Þar ræddi Jón Baldvin um bandarísk efnahagsmál og það sem hann kallaði „býsnavetur í bandarískri pólitík" og vísaði þar til fjölmiðlafárs í kjölfar Lewinski málsins svonefnda. Með Jóni Baldvini á myndinni eru Friðrik Pálsson forstjóri SH og Brynjólfur Helgason aðstoðarbankastjóri Landsbankans. Austfirsldr vilja kjarabætur Viðræður eiga sér stað þessar vik- urnar milli grunnskólakennara á Austurlandi og þeirra sveitarfé- laga sem hlut eiga að máli um þá kröfu kennara að laun þeirra verði bætt, t.d. með greiðslu aukatíma svipað og átti sér stað á Akranesi og Akure)rí. Viðræður við kennara á Seyðisfirði og Breiðdalsvík verða teknar upp innan tíðar en kennarar vilja að launauppbæturnar komi fyrst til greiðslu um næstu áramót, náist samningar. Leiði þessar þreifingar aust- firska kennara ekki til neinna kjarabóta fyrir þá má búast við að fljótt á árinu 1999 muni sveitar- félögunum berast uppsagnir kennara. 1.641 grunnskólanem- andi er á svæðinu frá Bakkafirði til og með Breiðdalsvík í suðri og eru stöðugildi kennara 148 en 70% þeirra sem kenna á þessu svæði á þessu skólaári eru rétt- indakennarar. Það er hærra hlut- fall en mörg undanfarin ár en auðveldara var í haust að fá kennara að sunnan en mörg und- anfarin ár. Vaxandi áhugi er hjá kennurum að leita sér að vinnu úti á landsbyggðinni þar sem lausn agavandamála taki æ meiri tíma kennara í fjölmennum skól- um á suðvesturhorninu en gerist víða á Iandsbyggðinni. — GG

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.