Dagur - 13.11.1998, Blaðsíða 5
HWmr__j.
FÖSTUDAGfJ.R 13 . flÓypMVER 1$$$ - S
Frá fundinum í matsal Landspítalans í gær.
Meinatæknar snúa
ekki aítiir. Missa bið-
launarétt. Hðrð gagn-
rýni á yfirstjóm Rík-
isspítala. Virða ekki
gerða samninga.
Ríkisspítalarnir höfnuðu í gær
þeirri ósk meinatækna að þeir
fengju að draga uppsagnir sínar
til baka. Það þýðir að þeir 44
meinatæknar sem sögðu upp um
síðastliðin mánaðamót hafa tap-
að biðlaunarétti sínum og skiptir
þá engu hvort þeir sækja um
endurráðningu. Anna Svanhild-
ur Sigurðardóttir talsmaður
meinatækna býst ekki við að
neinn af þessum 44 muni snúa
aftur til vinnu á Ríkisspítölum.
Enginn biðlaunaréttui
„Þetta lítur út fyrir okkur eins og
þeir hafi viljað Iáta okkur hætta
til að við misstum biðlaunarétt-
inn í hagræðingarskyni fyrir þá,“
segir Anna Svanhildur. I ársbyij-
un á næsta ári er stefnt að því að
taki til starfa sérstaka rannsókn-
arstofnun Landspítalans sem
verður aðskilin frá öðrum rekstri
Ríkisspítala. Hún segir það
vissulega vonbrigði fyrir meina-
tækna að missa biðlaunaréttinn,
enda margir meinatæknanna
búnir að vinna lengi hjá Ríkis-
spítölum. Hinsvegar bjuggust
meinatæknar aldrei við öðru en
að samningar tækjust við Ríkis-
spítala áður en uppsagnirnar
gengu í gildi. Enda hefur krafa
meinatækna aðeins snúist um
það að stofnunin fari eftir gild-
andi kjarasamningi.
Ráðgjafafyrirtæki í starfs-
mat
„Við höfum fengið ráðgjafafyrir-
tæki til að reyna að hanna kerfi
sem framkvæmir starfsmat og
frammistöðumat,“ segir Guð-
mundur G. Þórarinsson stjórnar-
formaður Ríkisspítala. Hann
gerir sér vonir um að framvegis
gangi hraðar fyrir sig en áður að
ganga frá stofnanasamningum
við stéttarfélög starfsmanna en
verið hefur. Enda segist hann
ekki vera montinn af vinnu-
brögðum Ríkisspítala f samn-
ingaviðræðum við stéttarfélög
starfsmanna eins þeim var lýst af
forystumönnum þeirra. Hann
segist hinsvegar ekki hafa neinar
skýringar á þeim en lofar þó bót
og betrun í framtíðinni.
Hörð gagnrýni
Þetta sagði stjórnarformaðurinn
eftir að hafa setið undir mjög
harðri ádrepu á yfirstjórn Ríkis-
spítala frá talsmönnum tíu aðild-
arfélaga Bandalags háskóla-
manna á fundi á Landsspítalan-
um í gær. Þar voru Ríkisspítalar
meðal annars sakaðir um að
virða ekki gerða samninga, og til-
viljana- og handhófskennd
vinnubrögð við niðurröðun fólks
f launaflokka þar sem allt miðað-
ist við að fá allt fyrir nánast ekk-
ert. Þá áttu flest stéttarfélögin
það sammerkt að hafa séð á eftir
félagsmönnum á aðra vinnustaði
vegna Iélegra launa. Þá væru
rannsóknir og endurmenntun
nánast í molum samfara mildu
vinnuálagi og eilífum niður-
skurði stjórnvalda á fjárframlög-
um til Ríkisspítala.
Heilsnfar í hættu
A fundinum sagði Asta Björk
Björnsdóttir formaður Meina-
tæknafélags Islands að stefna
Ríkisspítala í kjaramálum og
starfsmannahaldi væri „ein sú
sorglegasta sápuópera sem hefur
verið sett á svið.“ Hún sagði
einnig að láglaunastefna Ríkis-
spítala stefndi heilsufari lands-
manna í voða. Aðrir sem tóku til
máls voru sammála, enda höfðu
þeir allir sömu sögu að segja af
viðskiptum sínum til Ríkisspít-
ala. -GRH
Kista Magnúsar Torfa Ólafssonar
borin frá kirkju í gær.
Magnús Torfi
jarðsunginn
Útför Magnúsar Torfa Ólafsson-
ar fyrrverandi alþingismanns og
ráðherra var gerð frá
Langholtskirkju í gær. Magnús
Torfi skrifaði um langt árabil
fréttaskýringargreinar um er-
lend tíðindi, var þingmaður
Samtaka fijálslyndra og vinstri-
manna 1971-78, menntamála-
ráðherra 1974-78 og samgöngu-
og félagsmálaráðherra 1974.
Magnús Torfi var fæddur 5. mai
1923. Hann lést 3. nóvember.
Gerfiviðskipti
Ólafur Þór Jóhannsson, fram-
kvæmdastjóri Fiskmarkaðar
Suðumesja, segir að viðskipti
með hlutabréf í fyrirtækinu sem
skráð hafi verið á Opna tilboðs-
markaðinum (OTM) 17. júlí síð-
astliðinn hafi aldrei átt sér stað.
Þá voru hlutabréfin skráð á
genginu 2.6, en gengið var 7.4 í
næstu viðskiptum þar á undan.
Hann segir að þessi „gervivið-
skipti“ hafi valdið félaginu og
hluthöfum þess skaða. Vonir
standi til að þessi skráning verði
afmáð úr sögu á gengi bréfa í fé-
laginu. Fyrstu níu mánuði árs-
ins var 16.5 milljón króna hagn-
aður hjá Fiskmarkaði Suður-
nesja sem rekur fiskmarkaði í
Sandgerði, Reykjanesbæ,
Grindavík og Isafirði.
Isfirðmgar deila
enn lun skólann
Bæjarstjóri segir aö
bygging grunnskóla á
Torfnesi kosti 88
miUjónir króna en
ekki 3,9 miUjónir
króna eins og minni-
hluti bæjarstjómar og
nokkrir fyrrverandi
bæjarfuUtrúar halda
fram.
Fráfarandi bæjarstjórn Isafjarðar
ákvað eftir mikil átök og sundr-
ungu í meirhlutasamstarfi að
stefna að því að byggja upp
grunnskólann á Torfnesi við hlið
Fjölbrautaskóla Vestfjarða og
íþróttahússins. Núverandi meiri-
hluti Sjálfstæðisflokks og Fram-
sóknarflokks ákvað hins vegar að
láta innrétta skólastofur á efri
hæð kaupfélagshússins að Aust-
urvegi 2. Vilji meirihluta bæjar-
stjórnar stendur til þess að bygg-
ja við núverandi húsnæði grunn-
skólans á Eyrinni og helja bygg-
Bæjarmálin á isafiröi hafa undan-
farin misseri aö miklu leyti snúist
um skólamál. Enn á ný hefur deila
um grunnskólann blossað upp.
Myndin er frá ísafirði.
ingaframkvæmdir sumarið 1999.
„Eg komst að þeirri niðurstöðu
að þessi leið okkar eftir endur-
greiðslu ríkissjóðs næmi 40
milljónum króna en hin Ieiðin,
þ.e. að byggja grunnskóla á Torf-
nesi, kostaði 88 milljónir króna.
Fimm fyrrverandi bæjarfulltrúar,
þeir Guðrún A. Stefánsdóttir,
Jónas Ólafsson, Kolbrún Hall-
dórsdóttir, Kristinn Jón Jónsson,
Smári Haraldsson auk Sigurðar
R. Ólafssonar, sem situr í minni-
hluta, komust að því að sú leið
hefði ekki kostað nema 3,9 millj-
ónir króna. I samantekt þeirra
taka þau allt nýtanlegt í Torf-
nesleiðinni til framtíðar en ekk-
ert í Austurvegi 2 og draga síðan
frá allt sem er nýtanlegt til fram-
tíðar og þannig finna þau þessa
lágu tölu við Torfnesleiðina en
telja Austurveg 2 kosta 46 millj-
ónir króna. Eg hefði getað sýnt
fram á við getum selt þetta kaup-
félagshús að Austurvegi 2 þegar
við hættum að nota það sem
bráðabirgðaskólahúsnæði en
með notkun þess hefur okkur
tekist að einsetja grunnskólann,"
segir Halldór Halldórsson,
bæjarstjóri.
Bæjarstjóri telur það skynsam-
legast að efna til samkeppni um
framtíðarskipulag þess svæðis
þar sem grunnskólinn verður á
Eyrinni. Slík samkeppni gæti
leitt til þess að algjörlega ný hug-
mynd yrði fyrir valinu sem mikill
meirihluti bæjarfulltrúa og bæj-
arbúa ísafjarðarbæjar yrði sam-
þykkur. — GG
Bauaslys í Ölfusi
Banaslys varð á Suðurlandsvegi, við Gljúfurá í Ölfusi í gærmorgun.
Maður Iést og annar slasaðist mjög alvarlega þegar tvær birfreiðar á
vesturleið lentu á flutningabifreið sem kom úr gagnstæðri átt. Tengi-
vagn flutningabílsins fór þversum á veginum en mikil hálka var þeg-
ar slysið varð. Bifreið mannsins sem lést lenti á flutningabílnum en
bifreið þess sem slasaðist lenti á tengivagninum. Hinn slasaði var
fluttur með þyrlu Landhelgisgæslunnar á gjörgæsludeild Landspítal-
ans.
Vmstrihreyfmgm með landsráðstefnu
Fyrsta landsráðsterna Vinstrihreyfingarinnar-grænt framboð verður
haldin 4.-5. desember næstkomandi á Hótel Sögu. Til undirbúnings
verða haldnir kynningarfundir víða um land næstu vikur. Fyrsti fund-
urinn verður á laugardaginn í Deiglunni á Akureyri.
Drottning veraldarinnar
Lilja Karitas Lárusdóttir keppir um titilinn Queen of the World 22.
nóvember næstkomandi, en þá mun þessi fegurðarsamkeppni fara
fram í Bonn í Þýskalandi. Hún var í þriðja sæti í keppninni um feg-
urðardrottningu íslands síðastliðið vor.
ísland er aðili að rammasamningnum
Ranghermt var í Degi í gær að íslensk stjórnvöld ættu eftir að ákveða
hvort staðfesta ætti rammasamning Sameinuðu þjóðanna um lofts-
lagsbreytingar. Island er þegar aðili að þeim samning en hefur hins
vegar ekki undirritað bókun \ið hann sem samið var um Kyoto í fyrra.
Beðist er vehirðingar á þessu.