Dagur - 13.11.1998, Blaðsíða 13
- r dmbA&M iW'vrt
ÍÞRÓTTIR
Sebastían varði átta vítakost
Framarar náðu um tíma 6 marka forskoti gegn Haukum sem þó neituðu að gefast upp og náðu að minnka
muninn i tvö mörk. Erfiðasti þröskuldurinn var Sebastían Alexandersson í marki Fram - hann varði 26 skot
Eftir leiMna á mið-
vikudagskvöld er Aft-
urelding í efsta sæti
Nissandeildarinnar
með 13 stig, einu
stigi meira en Fram og
Valur sem eru í 2. og
3. sætinu.
Af 144 leikmönnum sem mættu
til leiks í 8. umferð Nissandeild-
arinnar í handbolta í fyrrakvöld,
var einn leikmaður sem skar sig
sérstalega úr, með frábærum
leik. Það var Sebastían Alexand-
ersson, markvörður Fram, sem
gerði sér b'tið fyrir og varði átta
vítaköst í sigurleik Framara gegn
Haukum í Safamýrinni. Þetta
mun vera met í efstu deild og
þarf að fara 27 ár aftur í tímann
til að finna álíka markvörslu.
Alls varði Sebastían 26 skot í
leiknum, þannig að auk vítaskot-
anna varði hannl8 önnur skot
frábærlega. Honum gekk sérstak-
lega vel með dauðafæri
Haukanna og hreinlega tók þá á
taugum í Ieiknum.
Haukarnir byrjuðu samt betur
í leiknum og gerðu 2 fyrstu
mörkin. Síðan var leikurinn í
jafnvægi framan af, eða þar til
staðan var 6:6, en þá skildu leið-
ir og staðan var orðin 12:8 í hálf-
leik.
Framvörnin var geysisterk og
mikill kraftur var í sóknarleikn-
um. Gunnar Berg Viktorsson,
sem er orðinn einn okkar
sterkasti handknattleiksmaður
átti mjög góðan leik fyrir Fram-
ara og var mjög ógnandi í sóknar-
leiknum.
Framarar náðu mest 6 marka
forskoti í seinni hálfleiknum, en
Haukarnir neituðu að gefast upp
þrátt fyrir mótlætið og náðu að
minnka muninn mest í 2 mörk.
Nær komust þeir ekki og endaði
leikurinn með þriggja marka sigri
Fram 27:24.
Loksins FH-sigur
FH-ingar virðast vera að rétta úr
kútnum eftir hrikalega byrjun í
deildinni í ár. Það hefur verið
stígandi hjá þeim í síðustu tveim-
ur leikjum og í fyrradag var auð-
séð að nú skildi blaðinu snúið
við. Þeir byrjuðu vel gegn IR-ing-
um í Kaplakrika og náðu fljótlega
fjögurra marka forystu 5:1. Þá
kom einn af þessum slöku
leikköflum sem einkennt hefur
leik liðsins í vetur og ÍR-ingum
tókst að jafna Ieikinn í 5:5. Þá
tóku FH-ingar aftur við sér og
héldu haus það sem eftir lifði
leiksins.
Magnús Arnason, markvörður
FH-inga átti nú mjög góðan leik
og varði alls 24 skot. Það munar
um minna og Magnús virðist
vera að ná sínu besta formi, sem
kemur sér vel, eftir skarðið sem
Lee skildi eftir sig.
FH-ingar höfðu náð fjögurra
marka forskoti í hálfleik, 16:12
og juku það stöðugt í seinni hálf-
Ieiknum. Mestur varð marka-
munurinn 10 mörk, en leiknum
lauk með 7 marka sigri FH,
29:22.
IR-ingar léku alls ekki vel og
eiga eflaust erfiða baráttu fýrir
höndum í deildinni í vetur. Þeir
hafa þó sýnt góða leiki á heima-
velli, en óvíst hvað það dugar
þeim, miðað við það sem liðið
sýndi gegn FH.
Markahæstur FH-inga var
Guðmundur Petersen með 9/2
mörk, en hjá ÍR voru þeir Ólafur
Gylfason og Ólafur Sigurjónsson
markahæstir með 4 mörk hvor.
Öruggt hjá Aftureldingu
Afturelding fór létt með HK í leik
liðanna í Mosfellsbæ. Heima-
menn náðu strax forystu í leikn-
um og var staðan orðinl7:10 í
hálfleik. Loforð Sigurðar Sveins-
sonar, þjálfara HK um að „skilja
fiðrið eftir á gólfinu11 gekk ekki
upp að þessu sinni og „kjúklinga-
liðið" hreinlega valtaði yfir
„kópana“ úr Kópavogi. Þar með
var brotið blað í handboltasög-
unni og Mosfellingum tókst loks-
ins að sigra HK á heimavelli í
þriðju tilraun.
Bjarki Sigurðsson átti stórleik
fyrir Aftureldingu og skoraði 10/1
mörk í öllum regnbogans litum.
Þetta var ekki dagur HK-
manna og voru þeim mjög mis-
lagðar hendur í leiknum. Að
venju var Sigurður Sveinsson
markahæstur með 8/5 mörk.
Harður slagur í Garðabæ
Leikur Stjörnunnar og IBV í
Garðabænum var mjög jafn og
spennandi frá upphafi til enda.
Stjarnan hafði þó undirtökin
lengst af, en tókst aldrei að hrista
af sér þrautgóða Eyjamennina,
sem börðust vel allan leikinn.
Stundum vantaði aðeins
herslumuininn og fyrir eigin
klaufaskap tókst þeim aðeins að
ylja Stjörnunni undir uggum, en
héldu uppi skemmtilegri spennu
í leiknum.
Staðan í hálfleik var 15:13 fyr-
ir Stjörnuna, en Eyjamönnum
sem mættu ákveðnir til seinni
hálfleiks tókst þrisvar að jafna
leikinn. En lengra komust þeir
ekki og Stjarnan sigldi ffam úr í
lokin og sigraði með þremur
mörkum 27:24.
Markahæstir hjá Stjörnunni
voru þeir Heiðmar Felixsson,
Konráð Olavsson og Shamkuts,
allir með 7 mörk, en hjá IBV
Guðfinnur Kristmannsson með 7
og Valgarð Thoroddsen 6/3.
Sigmar Þröstur varði vel í Eyja-
markinu, eða alls 15 skot.
Stórsigur Vals gegn Selfossi
Eftir að Valur hafði náð 5 marka
forskoti í hálfleik gegn Selfossi,
var aldrei spurning hort Iiðið
hefði sigur á Hlíðarenda. Selfoss-
liðið var arfaslakt í leiknum og
sýndi lítil tilþrif. Þeir virtust
hreinlega ekki hafa kraft til að
skora mörk og flest sem kom á
markið Ienti í öruggum höndum
Guðmundar Hrafnkelssonar,
sem án mikillar fyrirhafnar hafði
varið 22 skot, þegar honum var
skipt útaf í seinni hálfleiknum.
Valsarar gátu því lejft sér að
hvíla máttarstólpana og leyfðu
þeim ungu og óreyndari að sprey-
ta sig. Það virtist litlu breyta og
Valsarar unnu örugglega með 10
marka mun, 25:15.
Markahæstir Valsara voru
Daníel Ragnarsson með 6 mörk
og Ari Allansson 5.
Hjá Selfoss skoraði Pauzolis
mest, eða 7 mörk.
Sigurmarkið á lokasekúnd-
unum
Á Seltjarnarnesi mættust
Grótta/KR og KA í hörkuspenn-
andi leik, þar sem KA-manninum
Lars Walter tókst að skora sigur-
markið nokkrum sekúndum fyrir
leikslok.
Heimamenn voru þó sterkara
liðið lengst af og voru einu marki
yfir í hálfleik 13:12. Þeir náðu
síðan afgerandi forystu í seinni
hálfleiknum og komust mest fjór-
um mörkum yfir.
En KA-menn neituðu að gefast
upp og tókst þeim að jafna leik-
inn í tvígang í lokin og skora síð-
an sigurmarkið i lokin.
Það sem einkenndi þennan
leik var mikill klaufa- og hama-
gangur í sóknarleiknum og
misstu bæði lið boltann ótal
sinnum og heimamenn þó öllu
oftar.
Markahæstir Gróttu/KR voru
Armands Melderis og Zoltan
Belányi með sjö mörk hvor og
Gylfi Gylfason 5. Hjá KA skoraði
Lars Walter 8 mörk og hinn eitil-
harði Jóhann G. Jóhannsson
gerði 7 mörk og áttu þeir félagar
drjúgan þátt í sigri KA-manna.
Reynir Þór Reynisson, mark-
maður KA-manna, var enn
meiddur og munar um minna.
/
Roy Evans fartnn frá Anfield Road
Roy Evans setti loka-
pimktiim eftir glæsi-
lega sögu Bill Shankly
og strákanna hans hjá
Liverpool. Það kemur
í hlut Frakkans, Ger-
ard Houllier, að skrifa
fyrstu kaílana í nýrri
sögu knattspymufé-
lagsins Liverpool.
Um kvöldmatarleytið á miðviku-
daginn gekk Roy Evans út um
hliðið á Anfield Road sem at-
vinnulaus maður. Þrjátíu og
fimm ára ferli hans hjá Liverpool
FC var lokið. Besti vinur Evans,
stjórnarformaður Liverpool, Dav-
id Moores, lét undan þrýstingi
stjórnar og stuðningsmanna og
fékk vin sinn til að yfirgefa stjóra-
stólinn. Evans setti lokapunktinn
aftan \ið 106 ára sögu Liverpool.
Fransmaðurinn Gerard Houllier
fær nú tækifæri til að sýna hvað
hann kann. Fyrsti kaflinn í nýju
sögunni verður skrifaður af hon-
um. Houllier er fyrsti útlending-
urinn í sögu liðsins sem sest í
valdastöðu á Anfield Road við
Stanley Park. Fyrsta verk hans
var að velja sér franskan aðstoð-
armann. Næsta skref hans verð-
ur að framkvæma hundahreins-
un í leikmannahópnum ef marka
má orð hans um suma Ieikmenn
liðsins nýlega. Franska byltingin
teygir sig nú yfir Ermasundið
Tók við Uðinu í rúst
Roy Evans varð knattspyrnustjóri
Liverpool í janúar 1995 þegar
hann tók við af Gream Souness,
sem hætti störfum vegna veik-
inda. Markmið Evans og stjórn-
arinnar, númer eitt, tvö og þrjú
var að byggja upp það sem Sou-
ness hafði eyðilagt, hið létt Ieik-
andi spil sem Skotinn Bill
Shankly, innleiddi í enska bolt-
ann og gerði Liverpool að sigur-
sælasta liði enskrar knattspyrnu.
Sporgöngumenn hans, Bob
Paislay, Joe Fagan og Kenny Dal-
glish héldu merkinu á lofti. Það
reis reyndar hæst undir stjórn
Kenny Dalglish. Snöggt brott-
hvarf hans árið 1991 skyldi
Rauða herinn eftir í sárum en
trygg hefðinni, fékk stjórnin
gamlan heimamann á Anfield,
Eftir þrjátíu og fimm farsaei ár
skildu leiðir Evans og Liverpool.
Gream Souness, til að taka við
taumunum. Eftir frábæran ár-
angur, sem stjóri hjá Glasgow
Rangers, væntu menn sér mikils
af „sínum“ manni hjá Liverpool.
Hann styrkti leikmannahópinn
með uxum og aflagði Liverpool-
boltann.
Roy Evans fór langt með að
klára ætlunarverk sitt. Á fyrsta
ári sást aftur vörumerki Shankly-
boltans, einfaldar sóknir með
snöggum og hnitmiðuðum send-
ingum. En herslumuninn vant-
aði á að vinna deildina. Liverpool
gaf alltaf eftir á endasprettinum.
Manchester United greip alltaf
gullið úr höndum þeirra.
Hvað fór úrskeiðis?
Margir hafa velt því fyrir sér hvað
for úrskeiðis hjá Roy Evans.
Hann hafði góðan leikmannahóp
en einhverra hluta vegna virtust
leikmenn liðsins oft ekki leggja
sig hundrað prósent fram þegar á
reyndi. Agavandamál voru einnig
í liðinu og ríkidæmi Bakkusar var
til staðar. Þessi vandamál náði
Evans aldrei að leysa. Hann
beitti leikmenn sína ekki hörku.
Var það sem Bretinn kallar,
Players friend. Það virðist ein-
faldlega ekki ganga í nútíma fót-
bolta. Þar er það harkan sem nýt-
ur virðingar.
Roy Evans kom til Liverpool
sem leikmaður fyrir rúmum þijá-
tíu árum. Hann varð síðar að-
stoðarmaður hjá Bill Shankly og
allra eftirmanna hans allt þar til
hann tók við stjórninni árið
1994. í hlutverki aðstoðar-
mannsins var hann alltaf stuð-
púðinn á milli stjóranna og leik-
manna. Hann var sá sem Ieik-
menn leituðu til þegar illa gekk
og hann talaði máli þeirra á æðri
stöðum. Roy Evans komst aldrei
frá þessu hlutverki, þótt hann
væri knattspyrnustjóri. Van-
dræðamál Paul Ince eru ljósasta
dæmi þess í dag.
„You Never WaUc Alone“
Roy Evans hefur átt margar and-
vökunætur undanfarnar vikur.
Hann hefur axlað ábyrgðina af
hinu dapra gengi Iiðsins. Ekki
Gerard Houllier þó hann hafi
haft síðasta orðið um leikskipu-
lag og val liðsins síðan hann kom
til Anfield. Liverpool hefur ekki
unnið deildarleik síðan í septem-
ber. Sú frammistaða er óásættan-
leg og því þurfti að fórna. Bakari
var hengdur í stað smiðs.
Paul Stewart, hluthafi í Liver-
pool FC, sagði í viðtali við Dag í
fyrradag að borgarbúar væru
harmi slegnir yfir brotthvarfi
Evans frá Anfield. „Roy Evans á
marga vini í Liverpool eftir þrjá-
tíu ára þjónustu við knattspyrnu-
liðið. Þó gullna hliðið á Anfield
Iokist nú í síðasta sinn á eftir
Evans fylgja einkunnarorð liðsin-
honum hvert sem hann r „Yo.
Never Walk Alone '. — GÞÖ