Dagur - 13.11.1998, Blaðsíða 7

Dagur - 13.11.1998, Blaðsíða 7
......■ Thypr------------------------------- ÞJÓÐMÁL -ttMi.hiaift.MBV»7.l-.í HPWW*a* FÖSTUDA G II K 1 9 9 8 - 7 Lögleiðing eiturlyfj a - bamaskapur imgliða „í>að er rétt að mikil glæpastarfsemi er í kringum eiturlyfjasölu. En það gleymist að þó salan verði gefin frjáls, þá þarf eftir sem áður að fjármagna neysl- una og það þarf enginn að segja mér að fiklarnir verði eitthvað minna háðir efnum sem þeir geti keypt út í búð, “ segir Vigdís Stefánsdóttir m.a. í grein sinni. Af hverju á ekki að Ieyfa frjálsa sölu eiturlyfja á íslandir Þessi spurning hefur heyrst frá ungu fólki upp á síðkastið og þetta sama unga fólk segir gjarnan um Ieið að „allir“ viti að glæpir vegna eiturlyíjaneyslu og sölu séu alls ekki eiturlyíjum að kenna, heldur banni við þeim. Ollu þvf vesæld- arlífi, glæpum og vandræðum sem af eiturlyljaneyslu hlýst á því að vera hægt að útrýma í einu vetfangi með því einu að leyfa eitrið og helst að selja það í kjör- búðum til að víst sé, að hvergi sé að frelsinu þrengt. Eitt gramm af heróíni, takk Og hvað svo? Hvar á að setja mörkin? Fínt að geta skroppið í búðina og sagt: „Eitt gramm af heróíni takk,“ og svo í anda góðr- ar og gegnrar kaupmennsku fengi maður sprautu eða nýja nál í kaupbæti. Gott að geta hugsað til frelsisins með þakklæti, þegar unglingurinn á heimilinu liggur ósjálfbjarga vegna vímu. Og þeg- ar fyrirvinnan skilar sér ekki heim - „æ þú skilur, ég kom við í apótekinu og það var tilboð á amfetamíni og hassi og auðvitað gat ég ekki látið það vera,“ þá hlýtur það að vera hið besta mál. Frelsið ofar öllu! Minna af glæpum, en bara í plati Það er rétt að mikil glæpastarf- semi er í kringum eiturlyljasölu. En það gleymist að þó salan verði gefin fijáls, þá þarf eftir sem áður að fjármagna neysluna og það þarf enginn að segja mér að fíklarnir verði eitthvað minna háðir efnum sem þeir geti keypt út í búð. Ekki er hægt að sjá það af þeim er háðir eru tóbaki og áfengi. Hvar á að fá peninga? Mánaðarlaunin duga skammt þegar fíknin er mikil. Og glæp- irnir eru ekki bara vegna þess að það er verið að selja efnin, þeir stafa líka af því að fólk undir áhrifum fíkniefna, rétt eins og drukkið fólk, hefur ekki fulla dómgreind og gerir sér ekki grein fyrir gerðum sínum. Reynsla Hollendinga er ágætt dæmi. Þar voru ákveðin efni gefin frjáls og allir voru glaðir. Glæpatíðin minnkaði verulega eftir því sem opinberar skýrslur sögðu. En svo kom babb í bátinn. Það datt nefnilega einhvetjum spekingi í hug að spyija um flokkunina. Og þá kom í Ijós að með lögleiðing- unni var hægt að stroka út stór- an hluta glæpanna. Þar hefur nú myndast hreyfing fólks sem er hreint ekki hrifið af þessari fyrirmyndarstefnu, frels- inu. Einfaldlega vegna þess að fíkniefnabarónar og neytendur sem áður héldu sig mikið til í miðbænum selja nú efnin í fi'nu hverfunum líka. Og þá hrundi verðið. Maður flytur nefnilega ekki í hús við hlið kaffihússins þar sem fi'kniefni eru seld. Býður ekki börnunum sínum upp á það. Og þegar efnaða fólkið, sem á stóru dýru húsin mótmælir, þá þarf að hlusta. Ekki mega húsin missa verðgildi sitt, eða hvað? Frelsi til að drepa Værir þú til í það lesandi góður að hitta fyrir bílstjóra sem rétt sem snöggvast brá sér inn í búð að kaupa LSD eða kannski Krakk en getur ekki beðið með að neyta efnisins? Hann gerir sér enga grein fyrir aksturshæfileik- um sínum undir áhrifum, telur sig hafa fulla stjórn á bílnum en ekur á þig. Eða þegar Iitla barn- ið þitt kemur lemstrað heim, því vélhjólagaurinn í götunni er svo frjáls að hann getur keypt og neytt þeirra efna sem honum sýnist og kýs að gera það rétt áður en hann fer í ökuferð á nýja hjólinu sínu. Þessi atriði vilja gleymast þegar rætt er um hið mikla frelsi sem felst í frjálsri sölu fi'kniefna. Hver ætlar svo að greiða fyrir sjúkrahúsvist þeirra sem ánetjast öllum efnunum? Hver ætlar að Þar hefur nú myndast hreyfing fólks sem er hreint ekki hrifið af þessari fyrirmyndar- stefnu, frelsinu. Ein- faldlega vegna þess að fíkniefnaharónar og neytendur sem áður héldu sig mikið til í miðbænum selja nú efnin í fínn hverf- iiimni líka. ákveða hvar, hvenær og hvernig má kaupa þau? Hversu gamalt á fólk að vera þegar það má kaupa fíkniefni? Hvernig á þá að koma í veg fyrir að fólkið sem má kaupa þau, selji þau yngra fólki? Og er það þá ekki hemill á frels- ið að setja aldurstakmark? Erum við kannski að horfa á það að sjö ára barn geti keypt hass? Af því að ekkert má banna! Nei, hér á ræðukeppnaum- ræða á ekki við. Þegar einhver málsmetandi kemur og segir: „Það er nú varla sanngjarnt að gera fólk að glæpamönnum þó þið notið smá hass,“ þá rýkur stuðningur upp úr öllu valdi. Umræða er kannski ekki hávær nú en eftir nokkur ár verða þess- ir forystuliðar skólafélaga og ungliðahreyfinga komnir á þing. Ekki mitt bam, bara þitt Þeir sem telja nauðsynlegt að aflétta öllum hömlum hafa áreiðanlega ekki þurft að horfa upp á barnið sitt verða fíkniefn- um að bráð og taka ekki með í reikninginn mannlega náttúru. EKKERT frelsi, hversu mikið og fallegt sem það er, getur frelsað þann sem einu sinni hefur orðið fíkniefnum að bráð. Þó hann geti fengið fíkniefnin ókeypis. Ég mæli með því að meðmæl- endur lögleiðingar fíkniefna, taki þátt í hjálparstarfsemi sem mið- ar að því að losa fólk úr viðjum eiturlyfja. Kynnist foreldrum barna sem eiga í fi'kniefnavanda. Það ætti að sýna viðkomandi bæði hratt og vel hvílíkt rugl þessar hugleiðingar eru. Það er ekkert gamanmál að horfa upp á barnið sitt eiga við þennan djöf- ul og geta ekkert aðhafst því fíknin er svo sterk. Að horfa á fjölskylduna brotna niður, því það er ekkert, nákvæmlega ekk- ert sem aðrir geta gert, á meðan fi'killinn vill ekki eða getur ekki hætt. Og hvaða fíkill vill hætta ef hann á auðvelt með að komast yfir efnið sem honum finnst svo gott að nota?

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.