Dagur - 13.11.1998, Blaðsíða 3

Dagur - 13.11.1998, Blaðsíða 3
FÖSTUDAGUR 13. NÓVEMBER 19 9 B - 19 Da^wr. LÍFH) í LANDINU Þjóðhátíð Grímsey- ingavarí fyrradag, á Fiskedag- inn, sem er 11. nóvemher. Ajjúpað varminnismerki um velgjörðarmanninn Willard Fiske og út í eyju komu á þessum degi bæði listamenn og skákmeistarar. „Willard Fiske átti Sér draum um einkennilega Eden í Norðurhöf- um,“ sagði Kristján Karlsson bók- menntafræðingur í erindi sem hann flutti á samkomu sem hald- in var í Grímsey í fyrradag, á Fiske-deginum 11. nóvember. Líkt og venja er til var mikið um dýrðir meðal eyjarskeggja á þess- um degi þegar minnst var fæðing- ardags þessa mikla velgjörðar- manns Grímseyinga. Má segja að þetta sé einskonar 17. júní þeirra Grímseyinga, sem eiga sér því í raun og veru tvo þjóðhátíðardaga. Eyjan í Dumbshafmu Sagan af Willard Fiske er merki- leg. Hann var fæddur vestur í Bandaríkjunum 11. nóvember árið 1831, fór ungur til mennta og í háskóla vöktu norræn fræði og íslenskt mál áhuga hans og í framhaldinu kom áhugi á Is- landi sjálfu, Iandi og þjóð. Arið 1879 kom hann hingað til Iands og þegar hann fór í hringferð með skipi norður fyrir landið sá hann hylla undir eyju í Dumbs- hafinu, Grímsey. Þangað átti Fiske þó aldrei eftir að koma, en eyjan og frásagnir um hana urðu honum hugleiknar. Seinna þeg- ar Fiske komst í álnir fór hann að senda rausnarlegar gjafir til eyjarskeggja, sem áttu eftir að koma sér vel. Skákáhugi hefur alltaf verið mikill í Grímsey og Fiske gaf því eyjarskeggjum skákborð og tafl- menn og efldi það skákáhuga eyjarskeggja enn frekar. Þá gaf Fiske til Grímseyjar bækur um skák sem og orðabækur og ýmis- konar alfræðirit. - Fiske lést árið 1904 og í erfðaskrá hans var ákvæði um að Grímseyingum bæri 12.000 dala sjóður, eða um 20,4 millj. kr. væri sjóðurinn framreiknaður til núvirðis. Sjóð- ur þessi átti eftir að koma sér vel og var notaður til margra fram- faramála í Grímsey, til að mynda byggingar skólahúss sem lengi stóð og einnig voru þessir pen- ingar notaðir til góðgerðarmála ýmiskonar. „Minning hans skal ávallt eiga“ Dagskrá Fiske-dagsins var ef til vill nokkuð íburðarmeiri að þessu Sigunöup Bogi Sævarsson skrifar Við minmsmerkið. Mmmsmerkið um Willard Fiske stendur nærri höfninni og er í alfaraleið þegar farið er um Grímseyjarþorp. Við merkið standa, frá vinstri talið, Gunnar Árnason, sem gerði verkið, bræðurnir Jóhannes og Bjarni Magnússynir, sem afhjúpuðu verkið. Lengst til hægri er Dónald Jó- hannesson, skólastjóri og formaður Kiwanisklúbbsins Gríms. Ærinn lilut af auði sínum, eyjarbúum gaf. Minning hans skal úvallt eiga, æðsta sæti hér. Meðan ægir örmum vefur, okkar litla sker. Skákmeistararnir Jóhann Hjartarson og Friðrik Ólafsson mættu til Grímseyjar til þess að heiðra minningu Fiske sem efldi skáklistina á ýmsa lund. Hér sjást þeir skera í tertu sem var skreytt einsog skákborð en konur í Kvenfélaginu Baugi báru fram góðar veitingar á samkomu sem haldin var í fé- lagsheimilinu Múla. sinni en oft áður. Á vegum Kiwanisklúbbsins Gríms f Gríms- ey hefur verið gert minnismerki um Fiske af Gunnari Amasyni myndhöggvara og var það af- hjúpað á þessum hátíðisdegi. Merkið er úr jámi og sýnir skip á siglingu, sem er nokkuð táknrænt fyrir söguna af Fiske og kynnum hans af eynni. Verk þetta er þó ekki nema hálfgert því á næsta ári stendur til að setja upp á stétt sem merkið stendur á manntafl í fullri stærð. Það voru bræðurnir Jóhannes og Bjarni Magnússynir sem af- hjúpuðu merkið, en þeir hafa búið í Grímsey alla sína tíð. Er merkið ekki ein- asta sett upp til minningar um Fiske heldur líka í þeim tvíeina tilgangi að á þessu ári varð kiwanisklúbburinn tuttugu ára og er merkið því að sumu leyti gjöf hans til eyjunnar. Á merkið er svo letrað eitt erindið úr söng Grímseyinga um Fiske, sem er eftir Hreiðar Geirdal, sem var lengi kennari í Grímsey. Willard Fiske t' röðulrúnum, réði sérhvem staf. Vorsónatan Fyrir tilstilli Halldórs Blöndals mættu að þessu sinni til Gríms- eyjar þau Guðný Guðmunds- dóttir fiðluleikari og konsert- meistari Sinfóníuhljómsveitar íslands og píanóleikarinn Gerrit Schuil. Þau léku saman í félags- heimilinu Múla hin ýmsu verk, meðal annars eftir Atla Heimi Sveinsson tónskáld, sem kom með þeim út í eyju af því tilefni. Eins léku þau 1. kafla Vorsónötu Beethovens, en Guðný segir að alltaf sé vorhugur í Grímseying- um þegar hún komi þangað. Guðný rekur ættir sínar til Grímseyjar. Föðurafi hennar, Matthías Eggertsson, var þar sóknarprestur frá því nokkru fyr- ir aldamót og fram til ársins 1943. Faðir Guðnýjar, sem var kennari, Iengi vrið Kennaraskóla íslands og organisti við Kópa- vogskirkju, var einn þrettán barna Matthfasar og Guðnýjar Guðmundsdóttir, konu hans. Eitt barna þeirra hét Willard Fiske, sem reyndar lést ungur maður; féll fyrir björg. Drottinn gefur og drottinn tekur. - „Það er alltaf sérstök tilfinning að Ieika fyrir Grímseyinga, Þeir eru góðir hlustendur og tónleikar hér eru alltaf óþvingaðir. Það er einsog ég sé að leika fyrir eina stóra Ijölskyldu, enda hafa Grímseyingar Iíka sagt að þeir séu einmitt þannig,“ segir Guð- ný. Eim gefur Fiske Skákmeistararnir Friðrik Olafs- son og Jóhann Hjartarson mættu til hátíðarinnar í Gríms- ey. Þeir komu út í eyju meðal annars til að kynna sér sögu þessa mikla velgjörðarmanns skáklistarinnar. „Margt væri öðruvísi í skáklistinni hér á landi hefði Fiske ekki notið við, hann gaf töfl, skákmenn og skákbæk- ur á marga staði; ekki bara hing- að til Grímseyjar," segir Friðrik Olafsson. Hann og Jóhann voru meðal keppenda á helgarskák- móti sem haldið var í Grímsey á Jónsmessunótt 1980, en það mót hófst á útiskákmóti þar sem skákborðum var raðað upp á þverri heimskauts- baugslín- unni. Friðrik var sigurveg- ari þess. Áuk þeirra sem áður eru nefndir mætti til hátíðarinn- ar í Grímsey Day Olin Mount, sendi- herra Banda- ríkjanna á Is- landi. Hann kom ekki tóm- hentur til Grímseyjar því frá sendiráðinu og Fiske-stofn- uninni í Reykja- vík kom fullur kassi af góðum bókum auk pen- ingagjafar, 500 dollarar. Er gjöfin eyrnamerkt til bókakaupa og má því segja að Fiske sé enn að; að gefa Gríms- eyingum sitthvað til menningar- auka - líkt og hann hafði í huga þegar hann tók ástfóstri við þessa heimskautaeyju fyrir meira en hundrað árum.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.