Dagur - 13.11.1998, Síða 4
20-FÖSTUDAGUR 13. \ÓVEMBER 1998
LÍFIÐ í LANDINU
„Og þá var kallad á
Finn Ingólfsson til
að sprengja síð-
asta haftið; sýna
og sanna með við-
höfn að kallarnir
væru búnir að af-
meyja náttúruna,
sigrast á henni,"
segir lllugi m.a. í
pistli sínum.
Geltu nú,
greyið!“
Það fer stundum dálítið í
taugarnar á mér að sumir
virðast ekki geta skilið
andstöðuna við virkjanir
á hálendinu öðruvísi en
svo að þá verði að stilla
upp umsvifalaust öðrum
kosti við stóriðjuna, sem
er ferðaþjónustan við út-
lendinga, og gegn hverri
krónu sem stóriðjan þyk-
ist ætla að græða þá verði
að færa fram aðra krónu
sem við gætum grætt á
útlenskum ferðamanni. Þetta viðhorf ber
vott um skort á hugmyndaflugi. Vissulega
munum við er fram líða stundir geta
grætt jafn mikið, og áreiðanlega miklu
miklu meira, á útlenskum ferðamönnum
sem koma frá E\TÓpu og Bandaríkjunum
og Japan og vilja fá að njóta ósnortins
\iðernis til tilbreytingar frá sinni eigin of-
skipulögðu veröld.
En það er samt ekki mergurinn máls-
ins; mergurinn málsins er sá, eins og ég
hef sagt hér áður, að ósnortin víðerni og
ósnortin náttúra munu þegar lengra er
Iitið fram í tímann verða okkur mönnun-
um þvílík iífsnauðsyn að það er beinlínis
spurning um geðheilbrigði íslensku þjóð-
arinnar sjálfrar að skilja eftir sem allra
allra mest af þessari ósnortnu náttúru,
handa okkur til að ráfa um og skoða og
labba um berfætt og bara til að vita af,
sem undankomuleið frá - ekki veröld
tuttugustu og fyrstu aldar, heldur þeirrar
tuttugustu og fimmtu, eða þrítugustu -
þegar skipulag og ofstjórn verður búið að
ná þvílíkum hæðum í samfélagi mann-
anna að ósnortinn sjóndeildarhringur
verður sjaldgæfur munaður, sem skilja
mun milli feigs og ófeigs.
Vatnsorkan verður brátt úrelt
Þá verður vetnisorkan löngu búin að
Ieysa af hólmi flesta aðra orkugjafa, og al-
veg áreiðanlega verður búið að þróa kald-
an samruna líka, sem gera mun jafnvel
alla þá orku sem felst í Dettifossi beinlín-
is hlægilega. Og þá munu þeir Austfirð-
ingar ekki þurfa að hafa neinar áhyggjur
af því hvernig eigi að lokka fólk til að búa
þar, fólk mun slást um að fá að búa þar
sem náttúran er tiltölulega óspjölluð og
sjóndeildarhringurinn annar en hús. En
þá gæti það verið orðið of seint; þeir gætu
verið búnir að subba út hjá sér með ál-
verksmiðjum og þeir gætu verið búnir að
skemma svo mikið af því ósnortna víðerni
sem við þó eigum enn að af því verði ekki
nema hálft gagn.
Vissulega er gott að gera sér grein fyrir
því hversu mikla peninga við getum nú
þegar grætt á útlenskum ferðamönnum
sem koma ekki til að skoða hin björtu ljós
Reykjavíkur og heldur ekki mannlífið á
Austfjörðum, allra síst blómlegt atvinnu-
líf í álverksmiðjum, heldur koma þeir
fyrst og fremst og nær eingöngu til að sjá
hreinan sjóndeildarhring, glaðlega fossa,
bullandi mýrar og jafnvel svo vitlausan
fugl sem gæs. En þó það sé sem sagt gott
að vita hvað við getum grætt á þessu, og
teflt því fram gegn ábyggilega meirog
minna ímynduðum stórgróða af álfa-
brikku, þá er sá stundargróði samt ekki
aðalatriðið; við verðum að Iíta ennþá
Iengra, hugsa um okkur sjálf og hvað okk-
ur er fyrir bestu - eða réttara sagt ekki að-
eins okkur og ekki aðeins börnunum okk-
ar, en kannsld barnabörnunum og barna-
barnabörnunum, og svo framvegis. Þau
munu ekki skilja það sjónarmið að nauð-
synlegt hafi verið að rýra hálendi Islands
um stóran part til að einhver fengist til
þess núna að búa á Austljörðum.
Á að fóma víderni landsins fyrir 500
manns á Austfjörðum?
Hlutur þeirra Austfirðinga er reyndar hels-
til dapurlegur í málinu öllu, finnst mér.
Það ber ekíd vott um mikið sjálfstraust ef
þeir halda að ekkert geti fengið fólk til að
búa þar á fjörðunum nema álverksmiðja.
Fólki hefur fækkað þar og mun halda
áfram að fækka og ástæðan er ekki - eins
og margoft hefur komið fram - skortur á
atvinnutækifærum, þótt vitaskuld skipti
það líka máli, heldur skortur á menningu,
skólum og félagsskap. Það er það sem
Austfirðingar ættu að hugsa um að út-
vega sér, ekki álverksmiðju, og þeir ættu
að hugsa um að nota til þess peninga sem
þeir gætu grætt á þeirri nýju tegund at-
vinnustarfsemi sem verða mun vaxtar-
broddur mannlífsins hér á næstu öld; sú
atvinnustarfsemi sem byggist á menntun
og hugviti en ekki stóriðju sem brátt verð-
ur úrelt með nýjum orkugjöfum og nýrri
stóriðju í Þriðja heiminum.
Og þó það sé kannski ruddalegt að
spyrja, af hverju í ósköpunum eigum við
að fórna fyrrnefndum stórum parti af víð-
erni Islands til þess að kannski í hæsta
lagi fimm hundruð manns aukalega fáist
til að búa á Eskifirði eða Fáskrúðsfirði,
eða hvar það nú aftur er sem álverksmiðj-
an á að rísa? Af hverju eiga allir Islend-
ingar að fórna geðheilsu barnabarnabarn-
anna sinna fyrir það? - sérstaklega í ljósi
þess að þegar þau verða farin að ala upp
sín börn, þá verður vissulega aftur orðið
eftirsóknarvert að búa á slíkum stöðum,
hæði af því þá verða skólar og menning
og félagsskapur og atvinna meirog minna
heima hjá fólki en líka af því þá verða
fleiri sem vilja fá að búa við fjöll og fjöru
heldur en í næsta nágrenni við verksmiðj-
ur og stórhýsi.
„Ég sem Framsóknarmaður er blind-
ur bæði og heymarlaus“
Skammsýnin er ráðandi í öllu þessu máli,
skammsýni og þröngsýni sem koma í veg
fyrir að ráðamenn geti brotist út úr þeim
hefðbundna hugsunarhætti að náttúran
sé til að sigra hana og velmegun felist í
því að vera alltaf eitthvað að djöflast og
sem mest, eins og Bjartur í Sumarhúsum
taldi. Þegar Halldór Ásgrímsson var
spurður hvort ekki væri fánýtt að setja
niður álverksmiðju á Austfjörðum af því
fólkið þar væri alls ekki að flýja atvinnu-
leysi heldur fyrrnefndan skort á menn-
ingu, skólum, afþreyingu og félagsskap,
þá sagði hann einfaldlega og hér um bil
orðrétt: „Ég get ekki fallist á það sjónar-
mið. Ég get ekki fallist á það - sem Fram-
sóknarmaður."
Sama þó sjónarmiðið sé rétt og sama
þó fólkið sem flytur af Austfjörðum Iýsi
þessu yfir sjálft, hvað það sé að flýja, þá
horfast menn ekki í augu við það - ef
menn eru Framsóknarmenn. Kannski
Framsóknarflokkurinn ætti að fara að
huga að nafnbreytingu ef það er viður-
kennt sjónarmið formanns og flokks-
manna að neita beinlínis að horfast í
augu við staðreyndir og þróun þjóðfélags-
ins eins og Halldór gerði svona meðvitað.
„Ég sem Framsóknarmaður er blindur
bæði og heyrnarlaus." Verður þetta graf-
skrift fiokksins?
Rofirt haft náttúnmnar
Og það er langt síðan, og kannski hefur
það hreinlega aldrei gerst að sýndar hafi
verið í íslensku sjónvarpi myndir frá jafn
táknrænni athöfn og gerðist í fyrradag
þegar fréttastofurnar báðar sýndu þann
viðburð þegar sprengt var „síðasta haftið í
aðrennslisgöngunum við Sultartanga-
virkjun", eins og það var orðað. Þetta var
það sem koma skal á Austljörðum, og
táknræn merking þessarar athafnar og
hvernig að henni var staðið og hvernig
hún fór fram var svo augljós að það var
allt að því klúrt.
Hópur af köllum (engar sá ég að
minnsta kosti konur), búnir að bora og
bora og bora í gegnum náttúruna, voru
nú komnir að síðasta haftinu. Og þá var
kallað á Finn Ingólfsson til að sprengja
síðasta haftið; sýna og sanna með viðhöfn
að kallarnir væru búnir að afmeyja nátt-
úruna, sigrast á henni. Og þeir nutu sín
vissulega vel þarna oní göngunum; ég
nenni varla að leggja frekar út af því, en
það var svo hryggilega augljóst hvað þeir
voru að gera og hvernig þeir litu á sig.
Þeir voru sigurvegarar, kallar í krapinu,
búnir að puða oní göngunum lengi og
núna búnir að rjúfa haftið; bráðum fer að
fossa þarna - vatn.
Og síðan fékk Finnur Ingólfsson að
klöngrast upp á grjóthrúgu, Ieifarnar af
haftinu góða, hann var sigri hrósandi nátt-
úrlega, og fékk að reka upp siguróp
karlapans - nema hvað af því þetta var bara
hann Finnur þá var það siguróp kannski
helstil hjáróma, en siguróp var það samt -
hrokafullar yfirlýsingar um að þeir sem
héldu fram sjónarmiðum náttúruvemdar
væru á algjörum villigötum og það væm
stóriðja og virkjanir sem stæðu undir vel-
megun í þessu landi - eitthvað á þá leið.
Húsbóndinn með gjaUarhornið
Þegar Finnur var svo kominn niður af
grjóthrúgunni virtist hann hafa fengið dá-
Iítinn móral, hann hefði kannski gengið
aðeins of langt í sigurópi sínu, og þá
sagði hann í viðtali við aðra sjónvarps-
stöðina að hann hefði í rauninni verið að
mæla fyrir sáttum milli náttúruverndar-
sinna og stóriðjumanna, en í sigur-
vímunni uppá grjóthrúgunni, uppá haft-
inu rofna, þá var svo sannarlega enginn
sáttartónn; það var bara alsæla sigurveg-
arans sem stærði sig af unnum afrekum í
góðra vina hópi og bíðum bara hvaða
göng ég smýg niðrí næst.
En svo um leið, þá var líka augljóst
hver réði í rauninni ferðinni. Uppá
haugnum við hlið Finns Ingólfssonar,
meðan hann rasaði í sigurvímunni eftir
að hafa fengið að sprengja haftið, þar
stóð nefnilega Halldór Jónatansson for-
stjóri Landsvirkjunar og hélt á gjallar-
horninu fyrir hann sem hann talaði í. Og
þá rann allur sannleikurinn upp fyrir
manni; Landsvirkjun, sá mikli töffari í ís-
lensku þjóðfélagi, töffarinn sem spjallar
náttúruna í alls konar merkingu þess
orðs, það var Landsvirkjun sem réði ferð-
inni; hafði grafið göngin sem Finnur Iitli
fékk að smjúga oní og ætlaði að grafa
handa honum fleiri göng og fleiri höft að
rjúfa svo hann gæti stært sig meira með
strákunum. Það voru stóru strákarnir
sem höfðu leyft Finni að vera með í þetta
sinn, enda er það sosum hann sem á að
sjá þeim fyrir náttúrumeyjum á næst-
unni, handa þeim að spjalla, og hann má
alveg njóta sælunnar af því að þykjast
hafa rofið eitthvað haft en það eru þeir
sem bora - og sigra. Hann á líka að sjá
um að þeir þurfi ekki að brúka neina
smokka frá Kyoto.
Gott að vera á villigötiun
Það var Landsvirkjun sem var sigurvegar-
inn, Landsvirkjun hafði f raun rofið haftið
og Landsvirkjun átti gjallarhomið. Og það
var forstjóri Landsvirkjunar sem klifraði
upp á gijóthrúguna en Finnur fékk að
koma með, svo hann fílaði sig sannan kall-
mann, og það var rétt að honum gjallar-
horn og sagt: „Geltu nú, greyið!“
Og siguróp karlapans var þá ekki annað
en svolítið gelt í Finni greyinu. En hitt var
vissulega rétt hjá honum; náttúruvemdar-
sinnar em á villigötum og vilja vera á villi-
götum; það verður eins og ég hef margsagt
beinlínis spuming um andlega heilsu
mannskepnunnar eftir tvö hundruð, fimm
hundruð, eftir þúsund ár, að geta gengið
ótroðnar slóðir, villigötur, eiga möguleika á
að villast í veröld sem annars verður njörv-
uð alltof greinargóðum vegvísum, of skráð-
um upplýsingum og meirað segja hvert ein-
asta gen verður skráð í bánka. Þá verður
gott að vera á villigötum.
Pistill Illuga var fluttur t morgunútvarpi
Rásar 2 i gær.
UMBÚÐA-
LAUST