Dagur - 14.11.1998, Blaðsíða 2

Dagur - 14.11.1998, Blaðsíða 2
18 - L A tíö A RD Aló‘UH1 i i . N b ý'ÉM'B Élt' í 9 9 8 LÍFIÐ í LANDINU Lennon lifir! Sá gamll gúrú popps og rokks, Skúli Helgason, verður með sérstaka kynn- ingu á heildarsafni Lennons á Bylgjunni sunnudag. Skúli gerði fína þætti þegar „Anthology" diskar Bítlanna komu út, og nú hefur Ono kerlingin sem sagt endurtekið jpikinn með Lennon. Safnið er mikið að vöxtum, því miður, því hætta er á að allt of mikið hafi verið sett í safnið - eins og á Bítladiskana. En Skúli ætlar að rjúfa inn- siglið klukkan 15 á morgun, á Bylgunni. Upp incð auðar snældur og ýtið á „rec“. • Er tölva karlkyns eða kvenkyns? Nafnið segir sitt en hvað um eigin- leikana? Tveir hópar, konur annars vegar og karlar hins vegar voru beðnir aö kyngreina gripiim. Konumar sögðu að tölva væri karl- kyns vcgna þess að 1) Til að fá þær til við sig nægir að ýta á einn stað. 2) Þær geyma fullt af upplýsingum en skilja ekkert. 3) Þær ciga að leysa vandamál en oftast em þær vandmál sjálfar. 4) Um leið og þú festir þér tölvu kemstu að raun um að þú hefðir átt að bíða eftir betri útgáfu. Karlamir sögðu hins vegar að tölva væri kvenkyns, því hún væri búin þcssum eiginleikum: 1) Enginn nema guð skilur hvemig þær virka. 2) Samskipti tölva fara fram á tungumáli sem engimi skilur. 3) Smæstu mistök era geymd í innra minni til að skemma með seinna. 4) Um leið og maður er búinn að festa sér eina eyðir maður helm- ingi teknaima í að kaupa aukahluti á þær. • Arshátíðavcrtíðin er haíin (sjá kjólana í Lífi og Stíl helgarblaðsins) og í kvöld ríða á það erfiða vað starfsmcnn Eróða. Á Hótel Borg. Ætli megi ekki reikna með þvi að tímaritin þeirra sjái okkur íyrir myndum af stældömum og hcrrum í næstu viku? Sala íþróttafélaga á plötum með ncyðamúmerinu 112 og merki félagaima stendur nú yfir. Á Akineyri vinna KA og Þór saman og sölufólkið geng- ur í hús meö birgðir af hvora- tveggja, neyðamúmeri með KA-merkinu og neyðamúmeri með Þórsmerkinu. Sögusagnir herma að slík samvinna gangi á hinn bóginn ekki jafn vel í Hafnarfirðinum þar scm Haukainönnum sumum þyki crfitt aö bera með sér FH-merkið og öfugt. Helgarpotturinn leggur til að Hafn- firðingar hengi utan á hurðir sínar einhvcrs konar teikn um það hvom félaginu þeir fýlgi og þá geti sölufólkið auðveldlega skipt með sér verkum. Bara að passa að ekki verði sölufólk frá báðum fé- lögum samtímis á ferð í sömu blokkinni. KA og Þór - saman með 112. Skúli Helgason - kynnir heildarsafn Lennons á Bylgjunni. Átthagafélög lifa eim og eitt af þeim líflegri er Breiðfirðingafélagið í Reykjavík. Félagið er skuldlaust, á sitt cigið félagsheimili og starf- scmin cr i blóma. Félagið heldur í næstu viku upp á sextugsafmæli sitt og verður með dagskrá á hverjum degi frá sunnudegi til laugar- dags. Á sunnudaginn klukkan 14 verður félagsvist, vöfflukaffi, happdrætti og skemmtiatriði. Á mánudagskvöldið verður mynda- kvöld og fleira klukkan 20. Á sunnudagskvöld klukkaii 20 teflir Andri Áss Grétarsson fjöltefli. Systkini Andra Áss og faðir hans hafa öll tekið þátt í skáklífi félagsins í gegnum árin. Skáksveit fjöl- skyldumiar er ckki árennileg: Grétar Áss Sigurðsson, Sigurður Áss Grétarsson, Guðfríður Ulja Grétarsdóttir og Helgi Áss Grétarsson, auk Andra Áss. Allmörg ELO-stig í þeirri fjölskyldu! • Alþjóðadagur sykursjúkra er í dag og samkvæmt vcnju verður al- meimingi boðið uppá blóðsykurmælingu - í Kringlunni í Reykjavík klukkan 10-18 og í Hrísalundi á Akureyri frá klukkan 11. Borgar- stjóri og landlæknir ætla að mæta í Kringluna klukkan fjögur í dag og em það „sfðustu forvöð að ná í skottið á fráfarandi landlækni," eins og segir í fréttatilkyimingu. Ingibjörg Pálmadóttir heilbrigð- isráðherra er vön að mæta í blóðsykurmælinguna en ekki er vist að hún geti mætt í þetta sinn vegna veikinda. Blóðsykurinn? Jónas Hallgrímsson. Dagur íslenskr- ar tungu er haldinn 16. nóvember á ári hverju en þann dag áríð 1807 fæddist Jónas. Dagur íslenskrar tungu Sextándi nóvember erfæðingardag- urJónasarHallgrímssonar. Jafn- framter hann dagur íslenskrar tungu og ýmislegt gert afþví til- efni. Menntamálaráðuneytið stend- urfyrír dagskrá íHafnarborg í Hafnarfirði á mánudag klukkan 16.30. Þorgeir Ólafsson er formaður framkvæmdastjórnar dags íslenskrar tungu. „Hlutverk þessarar stjórnar er annarsvegar að gera tillögur til menntamálaráð- herra hver skuli hljóta verðlaun Jónasar Hallgríms- sonar og hinsvegar hveijir eigi að hljóta sérstakar viðurkenningar," segir Þorgeir. Verðlaun Jónasar, 500 þúsund krónur, eru veitt einstaMingum sem „hafa með sérstökum hætti unnið íslenskri tungu gagn í ræðu eða riti,“ eins og segir í reglunum. Verðlaunin eru nú veitt í þriðja sinn en Vilborg Dagbjartsdóttir og Gísli Jónsson hafa áður hlotið þessi verðlaun. Víðtækt verkefni „Við höfum beitt okkur fyrir því að skólarnir og ýmsar stofnanir gerðu eitthvað í tilefni dagsins. Við höfum búið til lítinn bækling með hugmynd- um um verkefni fyrir börn sem tengjast tungumál- inu. Þá höfum við átt mjög gott samstarf við fjöl- miðlana, sérstaMega RíMsútvarpið núna. Auk sam- komunnar á mánudaginn höfum við verið í miMu samstarfi við upplestrarkeppni grunnskólanna og við íslenska málnefnd. Til að snúa okkur beint til unglinganna óskuðum við eftir hugmyndum frá Ingibjörgu Frímannsdóttur íslenskufræðingi. Hún ásamt hópi íslenskukennara framhaldsskóla í Reykjavík setti i gang könnun meðal framhalds- skólanema um það hvern þeir teldu besta þátta- gerðarmanninn í útvarpi með tilliti til íslenskunn- ar, málfars og framburðar. Fulltrúar nemendanna og Ingibjörg ætla að kynna þetta á mánudaginn." Á dagskránni í Hafnarborg á mánudaginn verður meðal annars ljóðalestur sigurvegara f upplestrar- keppni grunnskólanna, ávarp menntamálaráðherra og tónlist, auk verðlaunaafhendinga sem áður er getið. Dagskrá í Þelamerkurskóla Jónas Hallgrímsson fæddist á Hrauni í Öxnadal þann 16. nóvember 18.07. Á mánudagskvöld Mukkan 20.30 er öllum boðið að koma á Jónasar- kvöld í Þelamerkurskóla, en þar mun Sverrir Páls- son fyrrverandi skólastjóri flytja erindi, nemendur Þelamerkurskóla koma fram, fluttir verða stuttir pistlar og tónlistarmennirnir Eiríkur Stephensen og Guðmundur Engilbertsson flytja tónlist. Nem- endur Þelamerkurskóla verða með kaffisölu á staðnum. - HI Maður vikunnar Helga Guðrún Jónasdóttir sem býður sigfram í 5. sæti í prófkjöri Sjálfstæðismanna í Reykjaneskjördæmi er maður vikunnar. I Ijós hefur komið að konan eyðir nærri tífalt minna en aðrir framhjóðendur prófkjörsins til að auglýsa sig upp, um 300 þúsund krónum, á móti 2-3 milljónum sumra og verður sko ekkifarið út í neina hótfyndni hér um hagsýnisgen kvenna og ráð- deildarsemi. Þetta er kona sem tekur lýðræðið alvarlega og ætti einfaldlega að vera fyrirmynd annarra prófkjör- skeppenda.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.