Dagur - 14.11.1998, Blaðsíða 11

Dagur - 14.11.1998, Blaðsíða 11
LAUGARDAGUR 14. NÓVEMRER 1998 - 27 Tfc^HT- t v I;ftcftr UMSJÓN: VIGDÍS STEFÁNSDÓTTIR Tex-Mex matur Sterkkryddaður matur frá heitum löndum verður sívinsælli hérá landi. Frá Mexíkó og Texas kemurmatur sem erskemmtileg blanda afhefðbundn- um kjötréttum Texas- búa og baunakássum Mexíkós ásamt með- læti semgjaman er grænmetispestó. Nautakjöt er það fyrsta sem kemur í hugann þegar matar- gerð í Texas er rædd. Flottir grillaðir nautakjötsbitar, heil- steiktir kálfar á opnum eldi og rif sem fitan lekur af þegar þau eru etin. Enda ekki skrýtið þar sem Texas er í hugum margra eitt allsheijar nautabú með kná- um kúrekum sem á kvöldin sitja og syngja yfir varðeldi og mat. Nábýli Texas við Mexíkó hefur valdið því að matargerðarlistin hefur blandast nokkuð og úr hefur orðið svokölluð Tex-Mex matarhefð sem byggist á því að meira er notað af baunum og grænmeti sem gjarnan er borið fram með og á tortillum en það er brauð sem búið er til úr maís- mjöli. Tortillur eru margvíslegar og má nefna burritos, mjúkar, fylltar og vafðar tortillur, enchiladas, fylltar vafðar tortill- ur með sósu yfir og bakaðar, nachos, steiktar tortilluflögur með osti og chilipipar ofan á og svo grillaðar þar til osturinn bráðnar. Ekki má gleyma quesadillas, tortillusam- lokur sem gjarnan eru fylltar grænum pipar og osti og svo hit- aðar og tacos, mjúkar eða stökkar eftir atvikum, fylltar sósu og kjötblöndu, síðan brotn- ar saman og borðaðar beint úr hendi. Tortilluflögur sem líka eru kallaðar totopos eru tortillur skornar í átta fleyga og svo steiktar stökkar. Gjarnan bornar fram með ídýfum svo sem gu- acamole og baunaídýfu. Og faj- itas sem líka eru mjúkar tortill- ur, fylltar kjöti og grænmeti og bomar fram með sýrðum rjóma. Bornar fram sjóðandi heitar, beint af pönnunni. Síðast en ekki síst eru það tostadas, steikt- ar flatar tortillur með baunum eða kjöti ofan á ásamt salati og osti. Risarækjur, vatnakrabbi, sjáv- arhumar og kjúklingar spila Setið að snæðingi á Tex-Mex veit- ingahúsi í Houston. Þarna kom sæl- legur kúreki og söng fyrir íslensku gestina sem að gömlum og góðum sið sungu fyrir hann til baka. Sprengisandur varð fyrir valinu, fjall- ar enda um íslenskan „kúreka“ og er hæfilega dapurlegur. En kúrekinn skemmti sér vel og nú eru íslending- ar heimsfrægir I Houston. stóra rullu í Tex-Mex mat ásamt laxi, þar sem mat- urinn er stundum kryddaður á lævísan hátt, oft þannig að það er ekki fyrr en búið er að borða nokkra bita að kryddið kemur í Ijós. Chilli krydd er vinsælt í rétti, svo og hvítlaukur og annar laukur og fita mikið notuð. Bæði við elda- mennskuna og svo er osturinn oft á tíðum mjög feitur þannig að sé hann látinn vera smástund á diskinum sést fitulagið vel meðfram honum. Maisbrauð er ómissandi þátt- ur máltíðarinnar og kallast það cornbread. Svolítið þurrt brauð, bakað líkt og skúffukaka en skorið í feminga. Með því er borið ffam smjör, rtiikið af smjöri og stundum rjómaostur. Það er auðvelt að baka korn- brauð en það er best að bera það fram strax og hafa það volgt því það geymist ekki vel. Kartöfluhýði er vinsæll for- réttur og er gerður með því að sjóða kartöflur, skera þær í Ijóra hluta og taka hluta af kart- öflunni úr hýðinu, þó ekki nema eins og helm- inginn. Steikja þær Steikurnar í Texas eru engin smásmíði! svo í olíu þar til þær eru stökkar og láta renna af þeim á eldhús- pappír. Strá salti yfir og bera fram með sýrðum rjóma ef vill. Þeir sem vilja fá svolítið krydd í tilveruna setja hvítlaukskrydd, chilli og koriander á hýðið áður en það er borið fram. Sýrður rjómi, guacamole og tómatsalsa á vel við flesta ef ekki alla Tex- Mex rétti og rifinn ostur oft með. En tómatsalsa er gert með þvf að blanda saman 225 g af tómötum sem búið er að skera í bita eða nota tómata úr dós, 'A lauk, smátt skornum, 1 rauðum chilli, smátt skornum, 2 msk. sítrónusafa, 1 msk. tómatmauki og 2 msk. af fersku koriander. Hrærið þessu vel saman eða skellið andartak í blandara. Guacamole er avokadosósa, búin til úr tveimur stórum þroskuðum avokadó með safa úr 1 sítrónu sem hrært er saman- við. Best er að setja þetta í blandara. Þar út í má setja 'A hvítlauksrif, pipar og salt. Sumir vilja nota tómata út í þetta en það er mjög misjafnt og vorlauk- ur er stundum notaður. En það ina. er allt eftir smekk. Það er ekki hægt að skilja við Tex-Mex mat án þess að minn- ast á eftirrétti og drykki. Pecan- hnetur er víða að finna í upp- skriftum og svo epli og kanill sem notaður er bæði f kökur og kaffi. Rjómi og rjómaostur er líka vinsælt, svo og súkkulaði en ótrúlega Iítið fer íyrir ávöxt- um. Kunnastur er kannski drykk- urinn Marga- rita sem búinn er til úr 6 dl af tequila, 2/ dl af Cointreu, safa úr 10 lime ávöxtum eða 5 sítrónum. Þessu er öllu blandað saman og það kælt. Drykkir Síðan á að kæla glösin, en þessi skammtur dugar 10 manns, dýfa brúnunum rétt sem snöggvast í þeyttar eggjahvítur og síðan f salt. Fylla með klaka og hella ísköldum drykknum yfir. Brrrrr... Svo má alltaf fá sér kaffi en á því er enginn hörgull. Kanil- kaffi, hnetukaffi og annað bragðbætt kaffi sem yljar vel og skilur eftir gott bragð í munni og góðar minningar um máltíð- ■ MATAR MOLAR PúrrlauJair hreinsaöur Það eru oft sandkorn og smá- steinar á milli Iaga á púrrlauk og því er best að hreinsa hann vel áður en hann er notaður til átu. Skerið Skerið Iaukinn því næst eftir endilöngu tvívegis, þannig að úr verði fjórir endar en gætið þess að halda þeim saman við rótina. Látið nú laukinn í rúmgóða skál með köldu vatni og hreyfið rösklega til að öll óhreinindi losni. Tómatar afhýddir Notið beittan hníf og skerið Iítinn kross í hvern tómat. Setjið þá í hitaþolna skál og hellið sjóðandi vatni yfír þá. Látið þá Iiggja í nokkrar sek- úndur í vatninu og takið þá svo upp og látið renna af þeim. Nú á að vera auðvelt að ná skinninu af. Giunho Gumbo er nafn sem oft sést á matseðlum í suður- og suð- vesturríkjum Bandaríkjanna, auk Mexíkó og í Creolamat. Gumbo er annað nafn á Okra, sem er notað til að þykkja súpur og kássur. Upp á síðkastið hefur nafnið færst yfir á réttina sjálfa, þannig að kássur margar heita Gumbo- eitthvað. Böm og matar- ofnæmi Matarofnæmi eða mataróþol er algengt hjá smábörnum en oft og tíðum vaxa þau upp úr óþoli í kringum 5-6 ára aldur- inn. Þó ætti að gæta þess vel að matur eins og fiskur og hnetur geta valdið vandræð- um til lífstíðar og hnetuof- næmi er sérstaklega hættu- legt. V______________________/

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.