Dagur - 14.11.1998, Blaðsíða 6

Dagur - 14.11.1998, Blaðsíða 6
1 f C U C U I M fl U M 'F (U ^ I t* \% t ti -X h v» \\ I 22 - LAUGARDAGUR 14. NÓVEMBER 1998 LÍFIÐ í LANDINU L- „Einkennileg þessi árátta hæfileikamanna til að vera óþolandi. Ég þekki menn í læknastétt sem búa yfir frábærum hæfileikum en eru fullkomlega óþolandi í framkomu. Ég get umgengist þá en það geta fáir aðrir." Eftir26ára starfsferil læturÓlaf- urÓlafsson landlæknir afembætti. í viðtali líturhann yfir ferilinn, ræðirum átök við ráðherra, óþolandi hæfileikamenn og bresti í heilbrigðis- þjónustunni. - Það vorum við jafnaðarmenn sem byggðum upp velferðarkerfið og hugsjón jafnaðarmennskunn- ar hlýtur að vera hugsjón sem hefur snemma orðið þér hugleik- inn. „Ég hygg að það sé eitthvað til í því. Þegar ég sótti um embætti Iandlæknis var það niðurstaða mín eftir að hafa lesið í gegnum lög og reglugerðir að fremsta hlutverk landlæknis væri að sjá til þess að fólk gæti sótt hjálp til heilbrigðisþjónustunnar óháð stétt og auð. Ef þessi skylda fell- ur inn í þína krata-ídeólógíu þá segi ég bara amen á eftir efn- inu.“ - Niðurstaðan er sú að land- lækni heri að veru krati. „Kratalegur í hugsun, skulum við segja.“ - Voru pólitísk afskipti þín ein- hver sem orð er ú gerandi. „I menntaskóla var ég í stjórn Framtíðarinnar fyrir vinstri menn. En ef ég á að flokka sjálf- an mig þá kýs ég heldur að tala um lífsstefnu. Eg er ekki sérlega kirkjurækin eða trúaður en reyni að haga mér eins og sæmilega „kristinn maður,, með tilliti til siðfræði og umönnunar og get þess vegna passaði í marga flokka." - Ertu ekki uppreisnarmaður t eðli þínu? „Það held ég ekki. En ég tók það inn í blóðið með embættis- skyldunni að stuðla að jafnræði í heilbrigðisþjónustunni og þegar sú regla er brotin þá kallar það á mótmæli. Ég tel að mér beri að reyna að lagfæra það sem miður fer. Ég get sagt þér sem dæmi að ég gekk upp Arnarhólinn einn kaldan októberdag árið 1972. Þegar ég sá útigangsmennina liggja undir styttunni af Ingólfi Arnarsyni hugsaði ég með sjálf- um mér: „Ef þú getur ekki lagað þetta Ólafur þá geturðu eins far- ið heim.“ Ég ræddi málið við Magnús Kjartansson og þær umræður leiddu til stofnunar Hlaðgerðarkots í Mosfellssveit. Samið var við lögregluna um að hún færi þarna um á kvöldin og keyrði útigangsmennina upp í Hlaðgerðarkot." - Þú ert stoltur af þessu verki. „Stoltur? Ég fæ laun fyrir að vinna svona." - Þú segist ekki vera uppreisn- armaður, en ertu ekki sérlundað- ur? „Heldurðu það?“ - Mér sýnist það. „Jæja.“ - Hvemig myrtdir þú lýsa þér? „Ég get það ekki og ætla mér ekki að gera það. Veistu, það er ómögulegt að lýsa fólki í orðum. Ég segi við krakkana mína: Þið verðið að sýna í verki hver þið eruð. Og ég hef reynt að Iifa þannig sjálfur." Átök viö ráðherra - Þú ert húinn að vera landlækn- ir i 26 úr. Hvemig tilfinning var uð taka við því starfi? „Magnús Kjartansson, sem þá var heilbrigðisráðherra, sldpaði mig landlækni og nokkrum mánuðum síðar lagði hann fram stjórnarfrumvarp um að leggja niður embætti landlæknis í þeirri mynd er það var og sam- eina það embætti ráðuneytis- stjóra. Mér fannst það heldur fúlar trakteringar. Ég fór til Magnúsar og sagðist myndu segja af mér en ég væri jafn- framt ekki tilbúinn að gefa slag- inn. Næsta skref mitt var að skrifa honum bréf ojg senda afrit af því til Alþingis. I þessu bréfi sagði ég hugmyndina hina mestu fásinnu, landlæknir væri faglegur eftirlitsmaður, ráðgjafi ráðherra og ríkisstjórnar, og ef hann yrði settur inn í ráðuneyti myndi hann veslast þar upp, einfaldlega vegna þess að ráð- herra myndi valta yfir hann. Bréfið barst inn á þing og urðu út af því mikil Ijölmiðlalæti. „Ég sit ekki uppi með tvö ráðuneyti," sagði Magnús Kjartansson við mig á einum fundi okkar um leið og hann sló í borðið." „Þá er ég farinn," sagði ég. Að Iokum var kosið um málið á Alþingi og um 80 prósent þingmanna vildu viðhalda landlæknisembættinu. Magnús varð fár við mig og talaði ekki við mig í nokkrar vik- ur. Svo urðum við góðir vinir; hann var frábærlega vel gefinn maður og góður maður að mörgu leyti. Adda Bára Sigfús- dóttir, sem var aðstoðarmaður hans, leit mig hins vegar aldrei sömu augum eftir þetta. Auðvit- að hafði ég sýnt ráðuneyti og ráðherra fádæma frekju en ég sá að það var um líf og dauða emb- ættisins að tefla og tók því slag- inn, sem ég að lokum vann.“ - Þú hefur starfað með mörg- um heilhrigðisrúðherrum, hver þeirra var skdstur? „Það er ómögulegt að segja hver var skástur. Ég get sagt þér hverjir voru góðir. Það voru Magnús Kjartansson, Matthías Bjarnason og Magnús Magnús- son, sem var vinnusamur krati og leyfði mér að fara mínu fram í friði. Ég vil einnig nefna Guð- mund Bjarnason. En í þessu sambandi verður að gæta að því að heilbrigðisráðin eru það flók- in og yfirgripsmikil að það tekur lengur en eitt kjörtímabil að ná yfir þau.“ - Hefurðu átt mjög erfið sam- skipti við ráðherra? „Ó, já. En allt hefur þetta gengið, þú sérð að ég er lifandi." - En heilhrigðisráðherrarnir hafa flogið úr stólunum hver á fætur öðrum. „Það er rétt. En það eru dæmi um að þeir hafi komið aftur, svo sennilega er best að haga sér sæmilega við þá. Ég hef stund- um spurt þá hvort þeir kjósi ráð- gefandi jábróður eða gagnrýnan ráðgjafa. Þeir hafa allir kosið gagnrýnan og faglegan ráðgjafa svo ég hef ekki komið aftan að þeim. Eitt sinn hótaði einn fjár- málaráðherra að láta rannsaka embættisfærslur mínar ef ég birti tvær greinar um heiibrigð- ismál. Því samtali lauk fljótt - en greinarnar birti ég.“ - Það hafa margir góðir menn á undan hér gegnt landlæknis- emhætti. Eg held því náttúrlega fram að Vilmundur Jónsson hafi verið þeirra hestur. „Ekki ætla ég að mótmæla því. Ég þekkti hann vel því hann var kvæntur móðursystur minni. Hann var mjög sérstakur maður, töluvert sérlundaður, yfirburða- vel gefinn maður, framsýnn, skarpur og mjög pólitfskur. Hon- um voru færar margar Ieiðir. Kannski hefði farið honum best að verða rithöfundur, því hann hafði vald á mörgum stíltegund-

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.