Dagur - 19.11.1998, Blaðsíða 8

Dagur - 19.11.1998, Blaðsíða 8
8- FIMMTUDAGUR 19. NÓVEMBER 1998 FRÉTTASKÝRING Á nriðjimni inn í i SIGUKDÓR SIGURDÖRS- SON SKRIFAR Halldór Ásgrímsson haíiiar íiiUyröingum Steingruns Hermanns- sonar um að Fram- sóknarflokkurinn sé í hægri sveiflu. Varafor- mannsslagur á flokks- þingi flokksins sem hefst á morgun dregur að sér athygHna. Flokksþing Framsóknarflokksins hefst á morgun í Súlnasal Hótel Sögu. Það er einkum tvennt sem menn bíða spenntir eftir að sjá á þessu flokksþingi. Annars vegar hvernig stefnu flokkurinn markar sér í hinum ýmsu málaflokkum inn í nýja öld og hins vegar hver verður kjörinn varaformaður hans. Tvö eru í framboði, Finnur Ingólfsson, iðnaðar- og viðskipta- ráðherra og Siv Friðleifsdóttir al- þingismaður. Halldór Ásgrímsson, formaður Framsóknarflokksins, var spurður hvort hann teldi að einhver ákveðin mál myndu rísa hærra en önnur á þinginu og á hvaða mál eða málaflokka hann legði mesta áherslu á flokksþinginu? „Það er erfitt að gera þar upp á milli. Eg mun í minni ræðu tala um þau mál sem ég tel að verði mikilvægustu úrlausnarefni í upphafi nýrrar aldar, sem senn gengur í garð. Það er komin ný aldamótakynslóð á Islandi og hún þarf að líta langt ffam á veg. Þess vegna tel ég að mikilvægasta mál flokksþingsins verði að ræða það hvernig við sjáum framtíðina fyr- ir okkur. Ég tel það líka verða mikilvægasta mál komandi al- þingiskosninga. Inn í þennan ramma sem ég er að tala um falla atvinnumál, umhverfismál, fjöl- skyldumál, velferðarmál, staða ís- lands í samfélagi þjóðanna og ýmis önnur mál mætti nefna, sem verða til umfjöllunar á þinginu," sagði Halldór. Sækjum fram á miðjiumi - Steingímur Hermannsson, for- veri þinn á formannsstóli, sagði á dögunum að Framsóknarflokkur- inn hefði þokast til hægri og væri orðinn hallur undir frjálshyggj- una í stað þess að vera flokkur fé- lagshyggjunnar. Ertu á leið með flokkinn af miðjunni og yfir til hægri? „Ég hef aldrei kunnað þetta mat sumra í Framsóknarflokkn- um hvenær menn ,eru hægri menn og hvenær vinstri menn. Ég minnist þess að Steingrímur Hermannson var kallaður hægri maður í Framsóknarflokknum vegna þess að hann studdi bygg- ingu álvers í Straumsvík. Hann var svo kallaður vinstri maður þegar hann gekk gegn samning- unum um evrópska efnahags- svæðið. Eysteinn Jónsson var kallaður hægri maður þegar hann studdi varnarsamninginn og að- ildina að NATO. Við sem stöndum í forystu Framsóknarflokksins núna erum að ganga með flokkinn inn í nýja öld og til móts við nýja tíma. Það hefur orðið mikil breyting á í okk- ar umhverfi. Frjálsræði hefur aukist í heiminum, alþjóðavæð- ingin fer vaxandi og markaðsbú- skapur er almennt orðinn grund- völlur velferðar samfélaganna. Á grundvelli þess búskaparlags get- um við byggt sterkt velferðarkerfi og það erum við að gera. Ég tel að við séum að reka miðjustefnu. Ég tek eftir því að jafnaðarmanna- flokkar í Evrópu leggja sig fram um að flykkjast inn á miðjuna. Dæmin frá Bretlandi, Þýskalandi og raunar víðar sýna þetta glöggt. Framsóknarflokkurinn hefur alltaf verið miðjuflokkur. Ég gekk í hann sem slíkan fyrir nær 35 árum og lít enn á hann sem miðjuflokk. Við ætlum okkur að sækja fram á þessari miðju á nýrri öld,“ sagði Halldór Ásgrímsson. Þungar áherslur í iimliverfisináluni Olafur Orn Haraldsson telur að leggja þurfi þunga áherslu á umhverfismál á flokksþinginu. Hann telur rétt að staldrað verði við { virkjunarmálum og endur- metin sambúð nýtingar og nátt- úruverndar. „Ég held því fram að nú sé tækifæri til að gera þetta vegna þess að það hefur gengið mjög vel og miklum árangri verið náð í virkjunar- og stóriðjumálum. Það hefur verið einn stærsti þátturinn í að koma hjólum atvinnulífsins af stað, sem hefur svo aftur skap- að þann mikla hagvöxt sem hér er um þessar mundir. Við erum í þeirri stöðu að geta staldrað við og skoðað málin. Það eru komnar nýjar áherslur í umhverfismálum og þær kalla á að við köstum að- eins mæðinni. Ég vil Iíka láta skoða aðra virkjunarmöguleika en þá sem hafa undanfarið verið mest í sigtinu," sagði Ólafur Örn Haraldsson. Átök um einstök mál Flestir þingmenn Framsóknar- flokksins sem Dagur ræddi við bentu á sjávarútvegsmál, um- hverfismál, fjölskyldumál og byggðamál, sem stærstu mál flokksins. Magnús Stefánsson sagðist hiklaust nefna þessa málaflokka þegar hann væri spurður um mál málanna á þing- inu. Hann sagðist vonast eftir líf- legum umræðum enda væru skiptar skoðanir innan Fram- sóknarflokksins, eins og annarra flokka, um ýmis þau mál sem efst eru á baugi. Hjálmar Árnason tók mjög í sama streng. Hann sagðist að vísu eiga von á því að sjávarút- vegsmálin verði átakamál eins og alltaf. Sömuleiðis sagðist hann eiga von á líflegum umræðum um umhverfismál og þá sérstaklega virkjunarmálin. Hann bendir á að fyrir síðustu þingkosningar hafi slagorðið verið Fólk í fyrirrúmi. Hann segir að við það hafi verið staðið. Það hafi tekist að skapa nærri 14 þúsund störf, atvinnu- leysið væri horfið, kaupmáttur að aukast um 20%, boðuð væri skattalækkun og bönd komin á ríkisútgjöldin, svo dæmi væru tekin. Nú væri það Fjölskyldan í fyrirrúmi. Um þann málaflokk taldi Hjálmar að yrði sátt. Hann sagðist spá sæmilega friðsömu flokksþingi. „En ég vona að það verði ekki náttúrulaust," sagði Hjálmar Árnason. Fiimiir eða Siv Þau Finnur Ingólfsson og Siv Friðleifsdóttir munu glíma hart um varaformennskuna. Menn skiptast í þijá flokka í spá um úr- Siv Friðleifsdóttir er sögð koma sterk inn í baráttuna um varafor- mannssætið. slit. Að vísu spá flestir Finni sigri, telja hann eiginlega alveg örugg- an. Sumir segja að fylgi þeirra verði mjög jafnt en Finnur hafi það. Aðrir spá að hann sigri 60:40 en enn aðrir 75:25. Helstu rök þeirra sem spá Finni Ingólfssyni sigri eru þau að framsóknarmenn séu allra manna foringjahollastír og það komi mjög við hjartað í þeim að meiða ráðherra flokksins póli- tískt. Þau rök eru einnig notuð að Siv sé kornung og hennar tími sem varaformaður sé ekki kom- inn. Hún er að vísu hörku dugleg í pólitík og hefur mikinn metnað. Það er einnig sagt vinna gegn henni að hún þykir ekki lands- byggðavænn þíngmaður. Hún sé þéttbýlisbarn. En hún er sögð óútreiknanleg. Þess vegna eru þeir til sem segja að það geti allt eins verið að henni takist að skapa slíka stemmningu á flokks- þinginu að hún nái alveg upp að hliðinni á Finni. Samt sem áður hef ég engan hitt sem spáir henni sigri. Allir eru sammála um að hún megi ekki fá niðurlægjandi kosningu, hún sé alltof efnilegur pólitískus til þess. Það sé hins vegar rétt af henni að minna á sig. Hún verði þó að læra það í pólitík að það þýði ekki að vera eins og maðurinn sem kom inn á veitingahús, fékk í hendur 30 rétta matseðil og þegar hann átti að velja sér rétt sagðist hann helst vilja þá alla. Framsóknarmenn benda á að Finnur Ingólfsson þurfi að fá Finnur Ingólfsson er talinn sigur- stranglegri en þó ekki endilega öruggur.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.