Dagur - 21.11.1998, Blaðsíða 6

Dagur - 21.11.1998, Blaðsíða 6
22 - I.ÁUGÁKDAGUR 2 1. N 0 V E M BEK 1 9 9 11 LÍFIÐ í LANDINU i. „Mér finnst mjög erfitt að tala um það sem ég er að skrifa og þegar ég reyni að skilgreina það fyrir öðrum þá finnst mér um leið að ég sé að gera verkið lítilfjörlegt, og sé eftir því að hafa minnst á það. Og þegar maður getur ekki talað um starfsitt þá er maður á vissan hátt einangraður." írski rit- höfundur- innRoddy Doyle var hérá landi á dögunum til að kynna Booker verðlaunabók sína Paddy Clarke Ha, Ha, Ha! sem kemur út hjá Vöku Helgafelli. Áðurhefurhók hans Konan semgekk á hurðirkomið út í ís- lenskri þýðingu. - Mér var sagt að þú hefðir verið kennari í mörg dr. Það hlýtur að hafa verið áhugavert statf fyrir rithöfund. „Eg hóf kennslu 21 árs gamall og kenndi í fjórtán ár nemend- um á aldrinum 12 til 18 ára. The Commitments var fyrsta skáldsaga mín og ég held að ég hefði ekki skrifað hana nema vegna þess að ég var kennari í nánum tengslum við unglinga. I þeim bekkjum sem ég kenndi voru um þrjátfu unglingar úr verkamannastétt. Mér fannst stundum eins og ég væri að horfa inn í þrjátíu herbergi. I sumum ríkti óhamingja og dap- urleiki sem ég þekkti ekki úr æsku minni, en þar var líka þróttur og orka. Þrjóska þessa unga fólks hreif mig, það neitaði að láta þagga niður í sér.“ - Konan sem gekk á hurðir, saga Paulu Spencer, er fráhær hók þar sem þú lýsir sálarlífi konu svo sannfærandi að manni finnst næstum útilokað að karl- maður hefði getað skrifað hana. Hver var galdurinn? „Hún var fimmta bókin mín og sú fyrsta sem ég skrifaði í fyrstu persónu. Eg hafði skrifað handrit að framhaldsþáttum fyr- ir BBC sem spönnuðu sex mán- uði í lífí Spencer ljölskyldunnar og síðasti þátturinn fjallaði um líf Paulu Spencer. Paula var mér því ekki alveg ókunn, hið sama má segja um eiginmann hennar og börn. Galdurinn var að fmynda sér fjölskylduna tveimur árum síðar. Eg var tvö ár að skrifa bókina og er hún þó ekki löng. Hún skrifaðist mjög hægt og dags- verkið var stundum ekki nema ein málsgrein. Það var erfitt að viðurkenna það sem árangur og ég fylltist oft örvæntingu. Vissa kafla var þó auðvelt að skrifa, eins og þá þegar Paula talaði um börn sín og áhyggjur, væntingar og þrár sem tengjast þeim. Þá kafla skrifaði ég eins og ég væri að tala um mín eigin börn. Þegar hún rifjaði upp for- tíð sína með biturleika ímyndaði ég mér skólafélaga mína sem tuttugu árum eftir að skóla- göngu lauk voru fullir beiskju því lífíð hafði ekki veitt þeim það sem þeir þráðu. Það er ekki erfitt að setja sig í slík spor. Paula var alkohólisti. Eg las allt það sem ég komst yfir um konur og áfengissýki og ofbeldi gagnvart konum; allt sem myndi færa mig nær þeim heimi sem ég var að reyna að fanga. Og ég fann hvernig ég nálgaðist við- fangsefnið æ meir eftir því sem á leið. Þegar ég hafði Iokið við bókina hafði ég samband við kvennasamtök sem nefnast Women’s Aid í Dublin og bað þau um yfirlestur. Konur sem ýmist höfðu orðið íyrir ofbeldi eða voru meðferðarfulltrúar lásu handritið. Eg hitti þessar konur eitt sfðdegi og það var stórkost- leg reynsla. Þær sögðu að ekkert í bókinni væri ónákvæmt eða rangt. Eftir þann fund vissi ég að gagnrýni annarra á þessa bók myndi ekki skipta mig nokkru máli.“ - Heldurðu að konur og karl- menn hugsi mjög ólt'kt? „Já. Það er frábær sena í kvik- myndinni Short Cuts þar sem Jennifer Jason Leigh talar við viðsldptavin á kynlífslínunni meðan hún skiptir á barni sínu og straujar skyrtu eiginmanns síns. Eg held að þetta tiltekna atriði sé lýsandi fyrir þann eigin- leika kvenna að geta gert marga hluti í einu. Karlmenn eru ófær- ir um slíkt, þeir geta einungis einbeitt sér að einum hlut í einu. Eg held líka að vinátta milli kvenna sé öðruvísi en vinátta milli karla. Konur eru einlægari í samtölum sín á milli og taia opinskátt um hluti sem karl- menn eiga mjög erfitt með að tala um. Eg held Ifka að einlæg- ar samræður um innstu tilfinn- ingar séu óhugsandi þegar fleiri en tveir karlmenn eiga í hlut meðan slíkar samræður gætu auðveldlega átt sér stað milli 253 kvenna." Listin að segja nei - Hvemig leystirðu vandann sem fylgir því að skrifa um hugar- heims harns, eins og þú gerir í Paddy Clarke? „Ég hugsaði til minna eigin barna. I nóvember 1991 lauk ég

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.