Dagur - 21.11.1998, Blaðsíða 19

Dagur - 21.11.1998, Blaðsíða 19
LIFIÐ I LANDINU LÁ'ÚÖARDAtíÚR í'l. NÓX?EMBÉR 1998 - 35 1 A Flokksþingið. í gær hófst flokksþing Fram- sóknarflokksins á Hótel Sögu - og stendur fram á sunnudag. Hver eryfirskrift flokksins að þessu sinni og hverjir eru í framboði til embættis varaformanns? í byrjun bókatíðar. Jólabækurnar streyma nú á markaðinn, hver af annarri, og verður ekki séð hverja þeirra mætti vanta. Hér er spurt hvað heitir skáldsaga sú sem Einar Kárason sendir frá sér fyrir þessi jólin, hver er ævisöguritari Steingríms Hermannssonar og sögu hvaða embættismanns og ólíkinda- tóls, sem lést fyrir bráðum þrjátíu árum, ritar Jakob Ásgeirsson? Fiðluleikarinn. Guðný Guðbjörnsdóttir sýndi snilldartök þegar hún lék á tónleikum í Grímsey í síðustu viku. Með hvaða hætti rekur Guðný ættir sínar tii eyjunnar, hvaða starfi gegnir hún í tónlistinni og hver er eig- inmaður Guðnýjar, einnig landsþekktur tón- iistarmaður? Nýi löggubílinn. Lögreglan á Akureyri fékk í síðustu viku afhentan spánnýjan löggubíl, sem Úlafur Ásgeirsson aðstoðaryfirlögreglu- þjónn stendur hér við. En hver eryfirlög- regluþjónn á Akureyri, hver lögreglustjóri og hver ríkislögreglustjóri? Tónlistarmaður og listmálari. Gylfi Ægis- son hefur víða komið við um dagana sem tónlistarmaður, en ekki síður sem listmálari. Gylfi var lengi búsettur í Eyjum, en býr nú í Hafnarfirði. - En hvar á landinu er hann fæddur og uppalinn. 1. Hvar á landinu er bærinn Loftsalir - og fyrir hvað er hann kannski þekktastur? 2. Hver var kona fyrsta land- námsmanns Islands, Ing- ólfs Arnarsonar? 3.Sigríður Anna Þórðardóttir lenti í þriðja sæti í próf- kjöri sjálfstæðismanna á Reykjanesi sem haldið var um síðustu helgi. Hvaðan af Iandinu er Sigríður upp- runnin - og hvar bjó hún um nokkurra ára skeið áður en hún fluttist í Mosfellsbæ? 4. Náttúrufræðistofnun Islands var á dögun- um afhent jörð í Ölfusi, fyrrum kirkjustað- ur og prestssetur, en lendur hennar eru þekktar fyrir fjölskrúðugt fuglalíf. Er stofn- uninni mikill akkur í þessari jörð meðal annars fyrir þeirra hluta sakir. Hver er þessi jörð? 5. Hvaðan af Iandinu er upprunnin er sú fræga Arnardalsætt, sem sögð er Qölmenn- asta ætt landsins? ó.Hvar á landinu er Hólshyrna? 7. Hver er hálsinn sem skilur sundur Eyja- íjalla- og Mýrdalsjökla, en þar um er vin- sæl gönguleið frá Skógum undir E)jafjöll- um og niður í Þórsmörk? 8. Hvar er Þingey, eyjan sem hinar víðfeðmu Þingeyjarsýslur eru kenndar við. 9. Hvar eru dalir tveir sem eru á Eyjafjarðar- svæðinu; Skíðadalur og Sölvadalur. 10. Spurt er um þekkta fslenska hljómsveit, sem starfaði frá því laust fyrir 1950 og fram til um 1960. Hljómsveitarstjórinn lék á saxafón, en við nafn hans var sveitin kennd. Þessi maður hefur lengi rekið versl- un f Reykjavík, m.a. með Iaxveiðiflugur. Hver var hljómsveitin? Svör: * Vertu með á miðjunni er yfirskrift þingsins að þessu sinni. Það eru þau Siv Friðleifsdóttir og Finnur Ingólfsson sem keppa um formannssæt- ið að þessu sinni. * Saga Einars Kárasonar er Norðurljós, Dagur B. Eggertsson skrifar sögu Steingríms Hermanns- sonar og það er saga Péturs Benediktssonar bankastjóra, sendiherrra og þingmanns, sem Jakob Ásgeirsson ritar? * Guðný rekur ættir sínar til Grímseyjar með þeim hætti að þar var afi hennar, Matthías Egg- ertsson, prestur frá því skömmu fyrir aldamót og fram til um 1940. Guðný er konsertmeistari Sinfóníuhljómsveitar Islands og eiginmaður hennar er Gunnar Kvaran sellóleikari. * Yfirlögregluþjónn á Akureyri er Daníel Guð- jónsson, lögreglustjóri er sýslumaðurinn Björn Jósep Arnviðarson og Haraldur Johannessen er ríkislögreglustjóri. * Gylfi Ægisson er fæddur og uppalinn á Siglufirði. 1. Bærinn Loftsalir er í Dyrhólahverfi í Mýrdal, en hann er kannski þekktastur fyrir að þar var um áratugi veðurathugunarstöð og skeyti þaðan voru lesin í útvarpi daglega. 2. Kona Ingólfs Arnarsonar var Hallveig Fróða- dóttir. 3. Sigríður Anna Þórðardóttir er upphaflega Sigl- firðingur. Hún bjó um nokkurra ára skeið í Grundarfirði, eða þar til hún fór í Mosfellsbæ með fjölskyldu sinni. 4. Arnarbæli í Ölfusi. 5. Arnardalsætt er upprunnin frá bænum Fremri- Arnardal við Isafjarðardjúp. 6. Hólshyrna er í Siglufirði, austanmegin fjarðar, og gnæfir yfir Sigluflarðarkaupstað. 7. Fimmvörðuháls. 8. Þingey er lítil eyja í Skálfandafljóti, þar sem fljótið rennur austan við Fremstafellsskóg. Einnig má segja að eyjan sé ekki langt ofan við brúna yfir fljótið, sem tengir saman Kinn ogAð- aldal. 9. Skíðadalur gengur inn af Svarfaðardal og Sölva- dalur inn af Eyjafirði sjálfum, í Eyjaljarðarsveit, nærri bænum Gnúpufelli. 10. Hljómsveitin var K.K. sextettinn. PS.Sú villa var í sfðasta þætti að sagt var að fyrirmyndirnar í vaxmyndasaftiinu sem Is- landsbersi gaf Þjóðminjasafninu hefðu verið ráðherrar Nýsköpunarstjórnarinnar. Hið rétta er að þetta voru ráðherrar utanþings- stjórnarinnar, sem var við Iýði við Iýðveldis- stofnunina, auk nokkurra annarra stjórn- málamanna sem voru í fararbroddi á þessum tíma, að viðbættum nokkrum erlendum mönnum. LAND OG ÞJÓD Sigurður Bogi Sævarsson skrifar Fluguveiðar að vetri (94) Það liggur í drættinum FLUGUR Ég á einn góðan veiðistað. Til að fá fisk- inn til að taka þarf ég að standa í „ná- kvæmlega sömu sporum og síðast“. Það er alltaf hátíðleg stund þegar ég tek miðið og kem mér kyrfilega fyrir í fyrri fótspor- um í grasinu, þar sem ég stóð kannski síðast fyrir ári. Síðan þarf ég að kasta langt út, með sökklínu, aðeins uppfyrir mig, láta hana sökkva vel. Svo kemur töfrastundin: ég lygni augunum eins og tígrisdýr, verð álútur og einmitt á því augnabliki sem ég trúi að sé rétt tek ég fluguna til mín með nákvæmlega sama að- drætti og síðast. Síðast þegar fiskur tók hjá mér þarna. Þeir hafa nefnilega komið nokkrir frá- bærir með einmitt þessari sömu aðferð. Nákvæmlega sömu aðferð. Þangað til í sumar. Aðferðin klikkaði. Ég varð ögn vonsvikinn. Spáði í hvort straum- urinn væri eitthvað öðruvísi en venjulega. Tók lokakast. Um leið og línan lenti ákvað ég að rétt væri að færa sig nokkrum skrefum ofar og prófa þannig. Gekk af stað og dró línuna á eftir mér. Bang! Stöngin Iá flöt og stærðar fiskur stökk með fluguna í kjaftinum. Seinna um daginn endurtók ég leikinn. Hlustað á sjálfan sig Veiðimenn ættu kannski að hlusta betur á sjálfa sig. Hversu oft hefur maður ekki heyrt einhvern segja frá því að hafa verið að veiðum heila vakt án þess að fá högg. Síðan þegar lokakastið hafi verið tekið og maður sé endanlega búin að gefast upp, byrjaður að draga línuna inn á hjólinu... bingó! Þá tekur hann. Maður var búinn að prófa allt. Nema þetta síðasta. Hraðan jafnan inndrátt á hjól- inu. ---------------- Ég man alltaf eftir fiskinum sem ég varð dálítið sár út í. Hálfpartinn skammaðist mín fyrir hann. Var húinn að veiða allan morguninn í for- kunnarfögru veðri - án þess að verða var. Var með Black Ghost, hnýtta með matuka aðferð. Sól í heiði. 20 stiga hiti. Kastaði og Iét reka. Gafst upp, snéri við og öslaði röskum skrefum í land með stöngina reidda um öxl. Þá kom takan. Já, ég varð eiginlega ögn fúll. Maður vill ekki veiða fisk sem maður snýr baki í. En þetta var drátturinn sem virkaði. Þessar sögur segjum við. En hlustum við á þær? Við erum í raun að segja frá því að við höfum ekki hegðað okkur rétt við veiðarnar allan daginn. Svo slysumst við á eitthvað annað en það hefðbundna, eiginlega hættir að veiða. Þá komi fiskur. Þurrflugur í sumar vorum við tveir félagar við fagurt bleikjuvatn. Félaginn var að skemmta sér að kasta á nokkrar bleikjur sem hann sá skammt undan landi. Þær litu ekki upp. Ég var í einhverju óstuði hinum megin við víkina. Þurrflugurnar mínar flutu svo fallega, en engin taka var. Ég dró þær svo faglega undir yfirborð, rétt undir báruna. Ég lét þær skauta svo unaðslega um logn- kyrra spegla. Ekki bofs. Félaginn hinum megin kastaði. Nú misheppnaðist kast. Hann dró hratt inn til að hitta betur. Um leið rauk bleikja upp og hentist á fluguna. Þetta endurtók hann. Og af því að hann er frómur félagi kallaði hann yfir til mín og lét þessar merkilegu upplýsingar í té. Ég dró fluguna hratt inn eins og mér lægi á að koma mér í kaffi. Þið vitið hvað gerðist. Stefán Jón Hafsteín skrifar Ekki lengi Þetta með þurrfluguna og hraða kæruleysislega „ég er búinn að gefast upp og er farinn - bless fisk- ar“ inndráttinn, entist ekki lengi. Nokkr- ar mínútur. Þá hættu þær að taka. Alveg. En í millitíðinni voru nokkrar ansi skemmtilegar tökur. Þá riíjaðist upp saga sem náungi sagði mér úr Norðurá í sumar. Um aðferð sem stundum virkar vel í Borgarfjarðaránum, því svipað hef ég heyrt, en aldrei prófað, í Grímsá. Sagan var um að kasta flugunni og byrja að draga hana inn eins hratt og mögulegt er um leið og hún lendir. Sumir kasta flug- unni og stinga svo stönginni í handarkrika, draga inn með báðum höndum. Þetta er eins og breski veiðimaður- inn skrifar í „Salmon, trout and sea- trout" ekki mjög elegant aðferð. En hún virkar. Þessi veiði- maður hafði nefnilega lent í því sama og við félagar gerum oft, í Vatnsdalsá. Hann var að færa sig milli staða, dró inn á hjólinu - hratt, jafnt og þétt - og þá loks kom taka. Síðar um daginn ákvað hann að taka beggja handa bragðið. Kastaði langt út, stakk stönginni í handakrikann og dró með báðum hönd- um til að fá löng og jöfn tog í fluguna. Hann segir að þetta sé talsvert stundað í bresku vötnunum. Og virkaði á bleikjuna okkar. Hún var á um leið í Vatnsdalsá. Ef madur... Við erum gjarnir á það veiðimenn að fylla boxin af flugum. Mörg box, margar stærðir, litbrigði jarðar hrópa á mann þegar þessi undur ljúkast upp. Ef við værum jafn fjölbreyttir í veiðiaðferðum og við erum í flugnavali? Skiptum jafn oft um kastlag og inndrátt og við skiptum um flugu? Þá værum við ekki jafn vitlausir og við erum. Breski veiðimaðurinn náði þessum úr Vatnsdalsá með óheðbundinni aðferð.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.