Dagur - 21.11.1998, Blaðsíða 9

Dagur - 21.11.1998, Blaðsíða 9
wö®ÍT Tk^ur 8 v e v si.au i ö vi . t s aaa i aiif,a;u. - ^S. LAUGARDAGUR 21. NÓVEMRER 1998 - 2S byggja mér sumarhús úti í sveit þegar ég væri orðinn gamall maður. Eitt sinn kom ég í sum- arhús Heimis Ingimarssonar austur í Öxarfirði í einhverju Al- þýðubandalags útstáelsi. I því var mikið plankavirki ættað frá Raufarhöfn sem hreif mig. Þá ákvað ég að miklir plankar og þverplankar skyldu vera í mínu húsi og það vel viðað. Síðan gerist það árið 1993 að ég frétti að til standi að rífa þetta gamla hús fyrir neðan bakkann sem hafði fylgt minni ætt frá aldamótum og mig minnti að í þessu húsi væri súla, en þangað hafði ég ekki komið í ein 30 ár. Eg fór því og skoðaði húsið og það var ekld ein súla í þvf heldur margar. Þá hafði ég samband við þann yndislega mann Þórarinn Vigfússon sem er perla í okkar samfélagi, en hann átti hluta hússins og not- aði meðal annars fyrir hákarls- verkun. Svo fór að ég keypti húsið og hóf strax að undirbúa flutning þess úr bænum því það varð að víkja." Óðs manns æði? - Nú hefur htísið væntanlega ver- ið talið ónýtt og óðs manns æði að kaupa það ogflytja? „Það er eins með þetta og bú- skapinn, oft er skemmtilegra að reyna það sem erfiðara er. Þetta gildir líka í lögfræðinni. Já, ég var í þrjú ár að vinna við húsið fyrir flutning. Og það var sér- staklega ánægjulegt að rúmlega 99% þeirra sem litu inn hjá mér töldu þetta glórulaust glapræði og vonlaust verk. Þetta hús myndi hrynja í frumparta sína um leið og því yrði lyft frá jörðu. Og því tel ég þetta skemmti- legasta verkefni sem ég hef fengist við um æfina, að fram- kvæma eitthvað sem allir töldu í fyrsta lagi tóma vitleysu myndi lagi takast. Það voru mörg handtökin þessi ár sem ég var að undibúa flutning og m.a. þurfti að skipta um allt fót- stykkið. En ég hafði ógurlega gaman af þessu og ákvað frá fyrsta degi að smíða þetta meira og minna allt sjálfur og leysa öll vandamál sem upp kæmu. Frá barnæsku hef ég notið þess að klambra einhverju saman og ég álít að drengurinn frá Nazaret hafi átt gott að hafa alist upp á trésmíðaverkstæði. Hér á Húsa- vík fór maður sem ungur dreng- ur á verkstæðin til að fá spýtur, á Fjalar og til Jóhanns Sigvalda- sonar bátasmiðs, en hjá honum' dundaði maður sér \ið smíðar og var yndislegt að vera innan um timbrið og hefilspænina og anda að sér þeirri höfugu lykt sem þessu fylgir. Ég tel trésmíð- ina einhverja göfugustu iðju sem menn stunda. Eg met því Stein- grím Hermannsson að verðleik- um, þó hann hefði átt að passa betur á sér puttana. En óhöpp eiga sér stað í þessari grein og mér tókst til dæmis að detta á bakið í þessu húsi og brjóta á mér herðablaðið og þurfti mikla lagni til.“ Dansað með húsið í fanginu - Vel meinandi Húsvíkingar hafa auðvitað verið mættir með góðar óskir þegar flytja átti húsið, til að sjá það hrynja á staðnum? „Já, þarna voru mættir fjöl- margir verkstjórar sem stjórn- uðu hífingunni og biðu eftir hruninu. Eg var lengi að vand- ræðast með aðferð til að flytja húsið, en datt svo í hug að fá bíl hjá Skipaafgreiðslu Húsavíkur með gámalyftibúnað til verksins. þegar við vorum að horfa á ká- bojmyndirnar í gamla daga, þá mátti ekki sjást í símalínur og malbikaða vegi, þá var allt úr takti. Við endurbyggingu á göml- um húsum er eitt aðalvandamál- ið að afla sér smíðaefnis. Og það Ég talaði við Hannes Höskuldsson hjá Skipa- afgreiðslunni. Hann taldi þetta mjög erfitt, en ákvað að tala við sína menn. Og þeir sögðu þetta gjörsamlega óvdnnandi verk, það væru meiri líkur á að þeir gætu gengið út á miðjan Skjálfanda þurrum fótum en að þetta tæk- ist. Þetta hleypti hörku í Hannes og við ákváðum að reyna. Og viti menn, húsið fór upp, féll ekki saman og var flutt á gámabíln- um suður í Reykjahverfi þar sem ég hafði keypt 20 hektara jörð I gamla bókabúðarstiganum. má segja að það hafi engin spýta farið inn í þetta hús mikið yngri en 100 ára. Munurinn á timbri frá því um og fyrir aldamót og nú- tímatimbri er sá að nú- tímatimbrið er hálfgert „stera- timbur“, fljótsprottið og laust í sér. En gamla timbrið var hæg- sprottið og menn hjuggu gjarn- an af því greinar ári áður en þeir felldu tréin og létu þau lokast vel í kvistina, þannig að þetta er allt annað efni. Eg var með mörg útispjót eftir gömlum \iði, og var því að „viða að mér“ í orðsins íyllstu merkingu. Mér áskotnaðist til dæmis gólf úr gamla For- mannshúsinu á Húsavík og setti það í mitt hús. Og þegar við göngum um þetta gólf hjón- in, þá segi ég gjaman við Val- gerði konu mína að þetta sé gólfið hennar Huldu. Því Hulda skáld- kona, Unnur Bjarklind, bjó í Formannshús- undir það. Og ég fullyrði að þetta var í fyrsta sinn sem svona var staðið að verki og verður sjálfsagt aldrei gert aftur. Nú, nú. Einhver sagði: „Slaka,“ og húsið var sett niður á uppsteyptan grunn. En þegar öll tæki voru farin burt, þá tók ég eftir þvi að það skeikaði um nokkra sentimetra frá því sem ég taldi best. Var ég ekki með hýrri há í heila viku á eftir. En helgina eftir fór ég suður eftir með einn vörubílstjakk, tjakkaði húsið upp, setti undir það stál- sfvalninga og ók því síðan til á grunninum þar til ekki skeikaði um millimetra. Og ég held ég hafi aldrei verið ánægðari með höfuðið á mér og heilasellurnar eins og eftir þetta afrek. Einn maður, einn tjakkur, eitt hús. Og ég sagði fólki að ég hefði þarna dansað með húsið í fang- inu eins og svarfdælska meyju á Grundarballi.“ Gólfið hennar Huldu - Þii ákvaðst frá upphafi að nota eingöngu gamalt timhur í endur- hætur og viðgerðir? „Já, það er þetta með samspil gamla og nýja tímans. Við vitum það báðir, ég og spyrjandi, að mu og orti ugg- laust mörg sín fegurstu Ijóð á þessu gólfi. Þá tókst mér að ná í forláta stiga sem er hér milli hæða, úr Bókaverslun Þórarins Stefáns- sonar, en stiginn var líklega smíðaður árið 1915. Pilarnir og handriðið eru nákvæmlega eins og á stiganum í Húsavíkur- kirkju, þannig að það var ekki kastað höndum til þessa verks." Kona með fjögur brjóst - Hvað ertu langt kominn með húsið, Orlygur? „Eg sagði alltaf að þetta væri 10 ára verk og tel mig því eiga 5 ár eftir. En þetta er mestan part innivinna núna, þannig að árin verða vonandi færri. Við erum hér töluvert á sumrin, sérstak- lega ég og synir mínir Orlygur Hnefill og Gunnar Hnefíll sem hafa hér lært að brúka hamar og sög og hafa stutt gamla mann- inn með ráðum og dáð og blásið í hann kjarki þegar efínn hefur nagað sálina. Þarna höfum við átt góðar samverustundir sem við hefðum farið á mis við ef þetta hefði ekki komið til. Húsið hefur tengt okkur feðgana traustari böndum og gefið okkur mikið. Ég er búinn að klæða húsið að utan að mestu með bárujárni og ég einangra það að utan. Gamla bjálkaverkið fær að halda sér inni og menn ganga hér inn í aldamótin síðustu þegar þau næstu eru að skella á. Það er yndislegt að strjúka og klappa þessum gömlu bitum og bjálk- um, þetta er svo sterklegt og fallegt og einstakt að minnir helst á konu með fjögur brjóst. Mín skoðun er sú, hvað sem öðrum finnst, að ég sé hér að skapa einhverskon- ar listaverk, eða öllu heldur að endurskapa Iistaverk sem aðrir unnu upp úr aldamót- um. Þetta verkefni tekur mörg ár en það hefði ekki tekið skælbrosandi jarðýtustjóra nema 3-4 mínútur að ganga frá þessum menningarverð- mætum, ef sá póll hefði verið tekinn í hæðina." - Hvernig hafa sveitung- arnir tekið þér og þínu húsi? í ÞJOÐLEIKHUSIÐ Sýnt á Stóra sviöi kl. 20.00 Sólveig - Ragnar Arnalds - 11. sýn. i kvöld, Id. uppselt - 12. sýn. á morgun sud. nokkur sæti laus sud. 28/11 - Id. 5/12 Síðustu sýningar fyrir jól Tveir tvöfaldir Ray Rooney - 5. sýn. fid. 26/11,6. sýn. föd. 27/11 uppselt -7. sýn. fid. 3/12, nokkur sæti laus -8. sýn. föd. 4/12 nokkur sæti laus Síðustu sýningar fyrir jól Bróðir minn Ijónshjarta - Astrid Lindgren Aukasýning í dag Id. kl. 14.00 uppselt á morgun sud. kl. 14.00 uppselt 29/11 sud. kl. 14.00, örfá sæti laus 29/11 sud. kl. 17.00 örfá sæti laus 6/12 sud. kl. 14:00 6/12 sud. kl. 17:00 Síðustu sýningar fyrir jól Sýnt á Smíðaverkstæði kl. 20.30 Maður í mislitum sokk- um í kvöld Id. uppselt - fid. 26/11 aukasýning uppselt föd. 27/11 aukasýning nokkur sæti laus - sud. 29/11 uppselt - fid. 3/12 uppselt - föd. 4/12 uppselt - Id. 5/12 uppselt - fid. 10/12 uppselt - föd. 11/12 uppselt - Id. 12/12 uppselt Sýnt á Litla sviði Gamansami harmleikurinn - Hunstadt/Bonfanti ■ Id. 28/11, kl. 20:30 - Id. 5/12 Abel Snorko býr einn - Eric Emmanuel Schmitt Frumsýning föd. 27/11 kl. 20 uppselt sud. 29/11 kl. 20 Sýnt í Loftkastalanum Listaverkið - Yasmina Reza Id. 21/11 - næst síðasta sýning Id. 28/11 - síðasta sýning Listaklúbbur Leikhúskjallarans mád. 23/11 Dúett af Dalvíkursvæðinu Eiríkur Stephensen og Hjörleifur Hjartarson syngja og leika margbreytilega tónlist á gamansömum nótum. Dagskrá hefst 20:30. Húsið opnað 19:30. Miðasalan er opin mánud. - þriðjud. 13-18, miðvikud. - sunnud. 13-20. Simapantanir frá kl. 10 virka daga. Sími 551-1200. „Þeir hafa tekið okkur vel frá fyrsta degi og hér hefur maður kynnst mörgu góðu fólki enda býr aðeins gott fólk í Reykja- hverfi. Reykjahverfí er um margt merkilegt sveitarfélag, hér er fjölbreytt atvinnustarfsemi, blómleg bú og mikill dugur í mönnum og hér er gott að vera. Eða eins og Hákon Aðalsteins- son frændi minn orti til mín þegar hann frétti að ég væri orð- inn bóndi og hafði þá látið segja sér það þrem sinnum: Stendur á Stekkjarholti, stórhýli húsum prýtt. Þar er stfelldur sunnanhlær sér yfir landið vítt....“ Stóra svið kl. 14.00 Pétur Pan eftir Sir J.M. Barrie Frumsýning 26. desember ATH. SALA GJAFAKORTA ER HAFIN - TILVALIN JÓLAGJÖF TIL ALLRA KRAKKA Stóra svið kl. 20.00 Mávahlátur eftir Kristínu Marju Baldursdóttur í leikgerð Jóns J. Hjartarsonar sun. 22/11, örfá sæti laus sun 29/11 Lau. 5/12 og lau.12/12 kl. 19:00 Jólahlaðborð að lokinni sýningu, leikarar hússins þjóna til borðs! Grease eftir Jim Jacobs og Warren Casey í dag 21/11, kl. 15:00 uppselt sun. 22/11, kl. 13:00, uppselt lau. 28/11, kl. 15:00 uppselt lau. 28/11, kl. 20:00 uppselt sun. 29/11, kl. 13:00 uppselt lau. 5/12, kl.15:00, uppselt 70. sýn. sun. 6/12, kl. 13:00 lau. 12/12, kl. 15:00 Sýningum lýkur í desember Stóra svið kl. 20.00 Sex í sveit eftir Marc Carnoletti í kvöld 21/11, uppselt fim. 26/11, uppselt fös. 27/11, uppselt, biðlisti fim. 3/12, örfá sæti laus fös. 4/12, uppselt sun. 6/12, örfá sæti laus fim. 10/12, fös. 11/12 Litla svið kl. 20.00 Ofanljós eftir David Hare sun. 29/11 Síðasta sýning Litia svið kl.20:00 SUMARIÐ '37 eftir Jökul Jakobsson lau. 21/11 Allra síðasta sýning Litla svið kl. 20:00 LEIKLESTUR SÍGILDRA UÓÐALEIKJA Lífið er draumur - eftir Calderón de la Barca, í þýðingu Helga Hálfdánarsonar Mið. 25/11 Miðasalan er opin daglega frá kl. 13 -18 og fram að sýningu sýningadaga. Símapantanir virka daga frá kl. 10. Greiðslukortaþjónusta. Sími 568 8000 fax 568 0383

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.