Dagur - 21.11.1998, Blaðsíða 17

Dagur - 21.11.1998, Blaðsíða 17
LAUGARDAGUR 21. NÓVEMBER 19 9 8 - 33 Tfc^ur LÍFIÐ í LANDINU Klám! Grjóthart klám. Ogaðeins mýkra. Hvcmig verðurvenjulegu fólki við þegarþað flettirHustler, Play- boy, Playgirl ogMen Only?Dagur skrapp í bókabúð, keypti blöð og lagði þau fyrirSvölu Stefánsdótt- ur, Hauk Grettisson og Kristján Sverrisson. Stundum eru blöð á borð við Hustler og Men Only (og mörg fleiri reyndar sem ekki verða talin upp hér) nefnd karlablöð. Hér verður ekki talað undir rós því mörg þeirra tímarita sem til sölu eru hér á landi eru klámblöð - segi og skrifa. Kunn- ingja mínum varð reyndar að orði ein- hvern tíma þegar þetta bar á góma að Playboy væri nú bara eins og Séð og heyrt í samanburði við Hustler. Það und- irstrikar hve víðfeðmt þetta hugtak er, karlablöð. I bókabúðum og bensínstöðv- um eru blöð sem innihalda allt frá sak- leysislegum nektar- og hálfnektarmynd- um sem vart geta talist til kláms, upp í - ekki það allra grófasta sem til er - en mjög gróft samt. Bara að lesa viðtölin „Ég kaupi Playboy til að Iesa viðtölin," eru fleyg orð einhvers gárungans sem ekki vildi Iáta líta út fyrir að hann fengi eitt- hvað út úr því að skoða myndir af nöktum konum. Og það er vissulega rétt - í Play- boy er fullt af viðtölum en líka berar kon- ur. Viðtölin hef ég reyndar aldrei Iesið og beru konurnar í Playboy hneyksluðu að minnsta kosti ekki viðmælendur Dags. „Ég skil ekki alveg hverjir kaupa Playboy, ef það er útaf myndunum,“ varð Hauki Grettissyni útvarpsstjóra á Frostrásinni á Akureyri að orði þegar við flettum blöðun- um saman. „Það er mikið efni í þessu," bætir Kristján Sverrisson veitingamaður á Bing Dao við, „og svo eru nokkrar allsber- ar konur þarna inn á milli.“ Það er lóðið. í Playboy eru nokkrar íðil- fagrar, allsnaktar glæsimeyjar. ímynd glæsileikans eins og hann er matreiddur fyrir venjulegt fólk. Skilaboðin: Svona eigið þið að vera konur, grannar, sólbrún- ar, brjóstastórar, með þykkar varir og ekki í neinum fötum. Og stelpur: Playgirl er Iíka plat. Við erum ekki svona brúnir, vöðvastæltir og vel skornir. Við vitum líka að stærð lims- ins skiptir ekki mestu máli - nema á myndunum. Já, á myndunum eru Iimir, stífir og linir - en þó virðast þeir stífir þegar þeir eru Iinir. Hafi gárungarnir ekki ætlað að lesa við- tölin í Playboy heldur fá útrás við að „skoða upp í kok“ á einhverjum flottum gellum þá keyptu þeir vitlaust tímarit. Og útrásin: Sumir telja það til sérstakra hæfileika að skoða þessi blöð og fletta þeim - með annarri hendi! Á framabraut I júlíhefti Playboy eru myndir af Jenny McCarthy sem er kynnir á MTV tónlist- arstöðinni. Hún er flott þar sem hún velt- ir sér í freyðibaðinu með Iostafullan s\áp og hálflukt augu, glansandi, brún og brjóstastór. Teygir sig yfir heila opnu og strýkur hendinni eftir... Vakna. Þetta er bara mynd. En samt sem áður: Hvað hrærist í skoðendum Playboy þegar þeir horfa á MTV? „Voru myndirnar birtar?" spyr Haukur þegar hann sér Leonardo Dicaprio á for- síðu Playgirl. Myndirnar valda reyndar vonbrigðum - nokkur skot úr nektarsen- um kvikmynda Dicaprios, óskýrar og í besta falli fyndið hve tímarit af þessu tagi teygja sig langt til að ná aukinni sölu. Þegar við ræðum um Jenny McCarthy, Leonardo Cicaprio og birtingu nektar- mynda af frægu fólki minni ég á ungfrú Ameríku fyrir nokkrum árum sem missti titilinn vegna þess að myndir af henni birtust í Playboy. Haukur er fljótur að svara: „Já, en hún er eina ungfrú Ameríka sem fólk kannast við í dag. Það man eng- inn eftir annarri.“ Og rétt er það meira að segja ég - hinn saklausi blaðamaður - mundi nafn hennar. Manst þú hvað hún heitir? Efsta deild - eða sú neðsta „Þetta er eina blaðið með viti,“ segir Haukur þegar hann grípur Hustler. - Kaupirðu Hustler? „Nei.“ - Skoðar hann? „Ekki lengur. Ég skoða meira Hustler Humor, sem er bara með þessa ógeðslegu brandara. Þeir gera allt í Hustler," segir “-ssssssSSSSsœs-” ----- við simann hann þegar hann rekst á teiknaðan brandara sem hann sýnir hinum. „Sjáiði þetta hérna," segir hann og á myndinni er tölva með tveimur hefðbundnum drifum og síðan því þriðja sem er „for sex on the Internet" - fyrir kynlíf á Netinu. Það verður ekki útskýrt frekar hér. Öðru hverju kemur hlé í samræðurnar. Við flettum og skoðum. Kristján rekur eftir því að ég hringi með óuppfylltar per- versjónir? Við flettum saman upp á síðu í Hustler þar sem myndbandaframleiðandi auglýsir afurðir sínar. Þar eru í boði myndbönd af öllum gerðum. Oléttar konur, ofvaxnir limir, hjálpartæki svo stór að Hvalfjarðar- göngin myndu teppast, þrjú hundruð kílóa kynlífsfíklar og hvaðeina „sem hug- urinn girnist" - og það er merkingarlaust. Skylda seljenda Eitt af því sem kemur upp í hugann varð- andi klámblöð og framboð á þeim hér á landi er aðgengi barna og unglinga að þessum blöðum. Blöðin eru víðast hvar sett í efstu hillu. Það breytir þó engu. Tólf ára gamall unglingur nær upp í efstu hilluna. „Þetta er spurning um afgreiðslufólk- ið,“ segir Svala. „Það á ekkert að selja tólf ára gömlum krökkum Hustler." - Hvað um lesturinn i bókabúðunum sjálfum? „Það er fullt af blöðum sem er allt í lagi með en svo eru þarna innanum blöð sem eru engan veginn í lagi,“ segir Kristján. „Mér finnst það skylda þeirra sem selja þessi blöð að þeim sé pakkað inn í plast þannig að krökkum gefist ekki kostur á að fletta þeim,“ segir Kristján og Svala bætir við: „Það er skylda búðanna gagn- vart foreldrum að börnin séu ekki af- greidd með svona blöð.“ Byrjendum er ekki hollt að læra um kynlíf af klámblöðum eða myndböndum. Þar gildir ef til vill sama lögmál og um ástarsögurnar: Raunveruteikinn er öðruvísi en sá heimur sem þar er fram reiddur. Allt í plati - eða þannig. augun f mynd í Hustler: „Sjáðu þessa hérna. Þetta er myndarleg stelpa en ég sé ekki hvað er svona rosalega flott við þetta,“ segir hann og bendir á mynd af nakinni stúlku þar sem hún gerir hluta af þörfum sínum á gólfið - það sem góðar stúlkur gera á salerninu. „En sumir vilja fá að sjá þetta svona,“ bætir hann við. Rúm-enska á heitu línimiun „Glæsileg ung dræsa elskar að sjúga Iim“ - valið af handahófi af símakynlífssíðun- um. Þær eru margar og allt sem þér datt í hug er í boði. Allt hitt líka og miklu, miklu meira. Alltaf auglýst „live“! Eru þetta húsmæður sem sitja og bíða Þetta er allt einhvern veginn eins og úr annarri veröld. Karlar með brjóst eða konur með limi? Hlöðufjör, hundar, hest- ar og Bambi. Kúk og piss. Vansköpun af ýmsu tagi misnotuð af öfuguggum. Við flettum þögul í gegnum auglýsinga- síðurnar. „Ég tala auðvitað sem móðir tveggja unglinga,“ segir Svala. „Ég kæri mig ekkert um að þetta sé fyrir augunum á þeim af því að ég vii að þau geti kynnst hlutunum sjálf án þess að vera með ein- hverjar fyrirmyndir og haldi að Svona eigi þetta að vera. Þetta er nákvæmlega eins og sagt er um ástarsögurnar. Allt var svo æðislegt en svo skildi fólk ekki af hverju það fann aldrei akkúrat það sem var í ást- arsögunum. Ég held að þetta sé sama blekkiveröldin." Eitt erum við öll sammála um: Auglýs- ingarnar í Hustler eru það grófasta af því sem ég hafði handa þeim að skoða. Þar eru heilu síðurnar þar sem auglýst eru myndbönd. Flest þeirra innihalda af- brigðilegheit af einhverju tagi. Þarna er miklu meira en hinn heilbrigði hugur girnist. Þarna er klám. í plati - Og í plastl

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.