Dagur - 21.11.1998, Blaðsíða 18

Dagur - 21.11.1998, Blaðsíða 18
34-LAUGARDAGUR 21. NÓVEMBER 1990 POPPLÍFIÐ t LANDINU menn - standa enn fynr sínu Margt og mikið hefur fyrr verið skrifað og skrafað um fjörsveit allra tíma í íslensku poppi, Stuð- menn og svo er nú enn og það ekki að ástæðulausu á því herr- ans ári sem nú tekur senn enda, 1998. A stuttri starfsævi yfir langan tíma, hafa líklega fáir ef nokkrir sett sterkari svip á skemmtana- og samkvæmislíf landans og það £ hinum víðasta skilningi. Stuðmenn eru sem- sagt orðnir einskonar „stofnun" og því alltaf tíðindi þegar „hún“ lætur á sér bera. Annars vita landsmenn alveg nóg um þetta blessaða fólk sem mynda hljóm- sveitina, að minnsta kosti flest af því, þannig að ekki þarf að tí- unda meira um það né fara út í önnur smáatriði. En semsagt, þá hefur árið 1998 séð flokkinn á fullu gasi, í útgáfu jafnt sem spili út um allar trissur, sem nú er svo að ná hámarki með út- gáfu á plötunni, Hvílík þjóð, tólf laga verki þar sem sjómenn landsins og almennt mikilvægi sjávarins (svo hátíðlega sé tekið til orða) er í brennidepli, Iíklega í tilefni af ári hafsins. Með Ey- þór Gunnarsson sem sinn nýjasta meðlim eru Stuðmenn í skemmstu máli sagt enn að gera hluti sem hitta í mark er reyndar fyrr í ár hafði sannast með „Is- lenskum karlmönnum" og EP+. Sú síðarnefnda er reyndar einnig innanborðs á Hvílíkri þjóð, þ.e.a.s. lögin fjögur og koma þau í halarófu síðast á henni. Aður hafði hins vegar kennt ýmissa grasa sem jafnan fyrr með miklum tilþrifum í nokkrum tilfellum, samanber ti- tillagið. Annars er ekki nauðsyn- legt að fara nánar út í lagasmíð- arnar, þær eru flestar fínar og umbúnaðurinn flottur, eins og jafnan er siður í þessari sveit. I öllu flæðinu sem nú á sér stað í íslensku poppi, standa Stuð- menn sumsé enn fyrir sínu og gera það satt best að segja betur en margur hafði haldið. Útgáfutónleikar 200.000 naglbíta Jæja Akureyringar, þá er komið að því fyrir ykkur. Bæjarins bestu, elskuðustu, flottustu og frábærustu rokksynir, 200.000 naglbítar, verða með sína heimabæjarútgáfutónleika I KVÖLD. Fer þessi stórviðburður í sögu bæjarins fram í sjálfu höfuðvígi Iistarinnar í bænum, Samkomuhúsinu, og verður húsið opnað kl. 20.30. Þeir félagarnir, Vilhelm, Axel og Kári munu svo stíga á sviðið, einir og óstuddir, enda ekki ástæða til annars, um hálftíma/klukkutíma síðar. Tilefnið er svo auðvitað fyrsta platan þeirra, Neondýrin, sem er nýkomin út. Popp í Reykjavík, kvikmyndin sem tekin var í tengslum við samnefnda hátíð í höfuðborg- inni síðsumars, verður áreiðan- lega þegar tímar Iíða, álitin góð heimild og vitnisburður um þann tíðaranda sem þar birtist í íslenskri tónlist. Samnefnd plata, sem nú er komin út, er á samskonar hátt vitnisburður hins sama, þ.e. þeirra tónlistar- manna sem við sögu komu, en þó á þann breytta hátt, að um frammistöðu þeirra í hljóðveri er að ræða á plötunni, en í mynd- inni sjást hinir sömu á tónleika- sviðinu. Má reyndar deila um hvort ekki hefði verið heppilegra og þá ekki síður skemmtilegra, að upptökur frá tónleikunum sjálfum væru á plötunni líka, eins og á Rokk í Reykjavík sællar minningar, (samanburður við þá mynd nær annars ekki lengra og er reyndar ekkert heppilegur) en það mun hafa verið mat að- standenda myndarinnar og ann- arra er að málinu komu, að þetta væri heppilegri kostur upp á kynningu erlendis, að því er manni skilst. En hvað um það, þá er þetta fyrir alla áhugamenn um íslenskt popp, áhugaverð plata og eiguleg, sem vandað hefur verið býsna vel til. Flestar „stjörnur" myndarinnar koma við sögu, Móa, Gusgus, Magga Stína, Lhooq og margir fleiri. Sömuleiðis aðrir yngri sem ætla að verða stórir, til dæmis syst- urnar í Real flawz, Bang Gang, Ensími, Quarashi, Botnleðja, Sigurrós, Aría og Súrefni. Dj Rampage kemur einnig við sögu og svo tvær söngspírur, sem ekki tóku þó þátt í hátíðinni sjálfri, Emiliana Torrini og BJÖRK. Sú síðastnefnda opnar plötuna og er það táknrænt í ljósi þess, að hún er jú sú er varðað hefur veginn, sem svo hinir vilja feta eftir. Sá vegur er hins vegar ekki auðfarinn og ýmislegt sem tepp- ir gönguna eftir honum. Fyrir því eru nú einmitt allavega Magga Stína og Móeiður að verða þessa dagana í formi dóma um plöturnar sínar í Bretlandi. Vitnisburður Popp í Reykjavik. Góður Vitnisburður. .Tkyyur Magnús Geir Guðmundsson skrifar Stuttar út- gáfufregnir Eins og venjulega á þessum árstíma hellast nýju plöturnar nú yfir landsmenn. * Hörður G. Ólafsson, um árabil bassaleikari hjá Geir- mundi Valtýssyni, en einnig meðlimur í Herramönnum m.a. um langt skeið, hefur nú sent frá sér sína fyrstu plötu og kallast hún Til þín. Að hætti „Meistarans" er sveifla áberandi, en einnig fleira. * Hróður Sin- fóníuhljóm- sveitar Is- Iands hefur farið víða og hún hlotið viðurkenníng- ar fyrir útgáf- ur sínar. Sú nýjasta er með verkum hins finnska Sibelius- ar, Sinfóníur númer 1 og 3 undir stjórn Petri Sakari. * Önnur útgáfa á sígildu nót- unum, en með píanóleik með dreifingu frá Japís, er með leik þess mikla meistara Rögn- valds Siguijónssonar. Eru þarna verk eftir tónskáld á borð við, Bach, Schubert og Chopin. * Og meira af sígildri tónlist, því frá Skíf- unni er meíra en vert að geta tveggja útgáfa af því taginu. Fyrst skal þar nefna sjálfa söngdrottninguna, Diddú, en eins og flestir vita átti hún söluhæstu plötuna fyrir síðustu jól. Nú er hún semsagt á ldassísku nótunum á samnefndri plötu þar sem SÍ leikur undir. Uppistaðan á þessari vönduðu plötu eru ítalskar aríur, eftir stórmenni á borð við Rossini, Puccini, Verdi o.fl. en einnig aðra á borð við Strauss. Er Diddú þarna á sínum rétta heimavelli í dag og verður enginn svikinn af. * Hin platan frá Skífunni er tvöföd og kallast Klassísk meistaraverk. Þar kennir margra grasa fyrir aðdáendur slíkrar tónlistar auk þess sem platan er góð gjöf til þeirra er kynna á þessa tónlist. (Það gildir einnig reyndar um allar hinar klassísku plöturnar) * Ljóðskáldið Didda, sem fyrir löngu er búin að skrá nafn sitt á spjöld íslenskrar pönksögu, m.a. með hinum ódauðlega texta, Ó, Reykjavík... en hefur svo í seinni tíð orðið nafn- toguð fyrir sín ögrandi eró- tísku ljóð, lætur sér ekki bók- arformið lengur nægja, heldur hefur sent frá sér plötu, Strokið og slegið, þar sem hún les ljóð sín með seiðandi forritunarpopp í bakgrunni. Nokkuð svo athygliverð skífa, sem Jóhann G. Jóhannsson o.fl. hafa lagt Diddu hjálpar- hönd við. >__________________________/

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.