Dagur - 31.12.1998, Blaðsíða 6

Dagur - 31.12.1998, Blaðsíða 6
22-FIMMTIJDAGVR 31. DESEMBER 1998 rD^tr ÁRAMÓTAÁVARP k A Við áramót Sérfræðingar Clintons Bandaríkjaforseta gera skoðanakannanir á færibandi um hvaðeina, sem menn láta sig varða. Skilaboðin eru að sögn sú að þeir eigi að segja það eitt, sem fólkið vill heyra. Annað ekki. Bandarískir stjórnmálamenn hafa náð stjórnmálamanna lengst í að hagnýta sér skoðana- kannanir. Sagt er, að sérfræðing- ar Clintons Bandaríkjaforseta geri skoðanakannanir á færi- bandi, margar á dag, um hvað- eina, sem menn Iáta sig varða. Skilaboðin, sem tíðar skoðana- kannanir hafa fært stjórnmála- mönnum, eru svo að sögn sú, að þeir eigi að segja það eitt, sem fólkið vill heyra. Annað ekki. Hugsjóninni um lýðforingjann, sem fylgir sannfæringu sinni, segir meiningu sína og er sann- leikanum trúr, hafa skoðana- kannanir sem sé hrundið af stalli. Fólk hlusti ekki á svoleið- is. Bara á það, sem er þægilegt. Samkvæmt því ætti boðskapur okkar allra nú um áramótin að vera gleðiboðskapur - um vel- sæld og vellíðan, um hve miklu meira góðæri sé í vændum en verið hefur, um hve allt hjá oss sé nú á beinni braut, um hve kaupmáttur okkar eigi eftir að vaxa hröðum skrefum, afkoma okkar sé trygg og áhyggjulaus öll framtíð. Það vilji fólk heyra. Annað sé ekki líklegt til vin- sælda. Gallinn er bara sá, að þetta er ekki allt sannleikanum samkvæmt. Efnahagsmál Það er góðæri í landinu. Ráð- stöfunartekjur heimilanna hafa vaxið ört - hjá mörgum, en ekki öllum. Aldrei hafa fleiri fjöl- skyldur þurft að Ieita neyðarað- stoðar en fyrir nýliðin jól. Sú er skuggahliðin á lífskjarabatanum. Góðærið hefur skilað ríkis- sjóði ört vaxandi tekjum. Ut- gjöldin hafa hins vegar vaxið hraðar en tekjurnar. Sú er skuggahliðin á ríkisfjármálun- um. Góðærið hefur gefið fjölmörg- um fjölskyldum kost á að fjár- festa í dýrum, varanlegum neysluvörum svo sem bifreiðum og vönduðum heimilistækjum. Skuldir heimilanna hafa hins vegar vaxið því sem næst að sama skapi. Stór hluti hins nýja bílaflota er allur í skuld. Fólk er að veðsetja áframhaldandi aukn- ingu framtiðar-ráðstöfunar- tekna, sem það hefur enga tryggingu fyrir að fá. Sú er skuggahliðin á stóraukinni einkaneyslu. Feikileg samkeppni ekki síst á matvörumarkaði hefur fram til þessa komið í veg fyrir vaxandi verðbólgu, sem undir öðrum kringumstæðum hefði verið búin að gefa viðvörunarmerki. Gríðarlegur viðskiptahalli er hins vegar sú viðvörun. Tvo þriðju hluta hans má rekja til innflutnings á neysluvörum, sem þjóðin aflar sér með er- lendu lánsfé. Því er spáð að áfram haldi. Gengi gjaldmiðils okkar getur ekki lengi staðist slíkan þrýsting. Hækkun vaxta á peningamarkaði er örþrifaráðið, sem Seðlabanki Islands getur beitt til að fresta því um stund. En ekki lengi. Þegar staða krón- unnar tekur að veikjast, sem er óhjákvæmileg afleiðing lang- vinns viðskiptahalla, þá fer stöð- ugleiki í efnahagslífinu jafn- framt að veikjast. Engin þjóð á að þekkja það betur en íslend- ingar. Mikið framboð af lánsfé hjá bönkum og lánastofnunum er olía á þennan eld. Bankarnir hafa valið þann kost að þenja út efnahagsreikning sinn með því að ota Iánsfé í allar áttir og afla m.a. fjár til þess með erlendum skammtímalánum. Peningar í boði fyrir hvern sem hafa vill. Hvers virði eru bönkum veðin í bílum og bátum ef greiðslugeta lántakendanna brestur? Spyrji bankastjórar japanska kollega sína! Þeir kunna svörin! Allt, sem hér er sagt, er mæta- vel þekkt. Minna um það talað. Þó ráðamenn viti að sé ekki ráð í tíma tekið þá er lífskjörunum ógnað. Atvinnuörygginu. Fram- tíðarafkomu allra landsins barna. Urræðin eru Iíka þekkt. Ríkis- sjóði verður að skiía með um- talsverðum rekstrarafgangi. Veija þarf lítilmagnann fyrir til- verknað þeirra, sem betur hefur farnast. Beina verður fjármun- um landsmanna frá einkaneyslu í sparnað. Auðlindagjald er orðið nánast óhjákvæmileg aðgerð. Framboði á lánsfé verður að fylgja raunhæft mat á greiðslu- getu. Vel má vera, að þetta sé annað en það, sem fólk vill heyra. Vel má vera, að ekki sé líklegt til vinsælda að bera slík boð. Jafn- gott að ekki er þá úr háum söðli að detta. En allt, sem hér er sagt, er satt og rétt. Það þekkja þeir, sem vita vilja. Fjölskyldustefna gegn fíkni- efnxun Sjö islensk ungmenni sitja nú í gæsluvarðhaldi hér og erlendis grunuð um umfangsmikið fíkni- efnasmygl. Rétt áður en hátíð Ijóss og friðar fór í hönd - og á sjálfri hátíðastundinni - lagði Iögregla hönd á fleiri kíló af kókaíni, amfetamini og hassi, sem átti að selja íslensku æsku- fólki. Sölumenn dauðans eygðu mikla ábatavon - en því aðeins að stór hópur landsmanna var til þess reiðubúinn að kaupa. Þeir sömu einstaklingar og reiðubúnir virðast vera til við- skipta og neyslu á hættulegustu eiturlyfjum tilheyra þeirri kyn- slóð Islendinga, sem átt hefur mestu Iífsláni að fagna allra kyn- slóða. Sem alist hefur upp við meiri lífsgæði, betri afkomu, fleiri menntunartækifæri og meira frelsi en nokkur önnur. Samt virðist stór hópur hennar reiðubúinn til þess að stefna sjálfum sér og öðrum í glötun. Ekki sökum fáfræði heldur af ráðnum hug. Fræðslan um skað- semi kókafns, amfetamíns og annara slfkra eiturefna er og hefur verið svo mikil, að þau vita vel hvað þau eru að gera. Eiturlyljabylgjan hefur hrunið yfir Islendinga eins og aurflóð. Fyrir fimmtán árum síðan varaði Kristján Pétursson, yfirtollvörð- ur á Keflavíkurflugvelli, Iands- menn við. 1 ijölmörgum blaða- greinum og viðtölum við Ijós- vakafjölmiðla varaði hann í Ijósi reynslu sinnar alvarlega við því, sem þá var farið að gerast og spáði um framhaldið yrði ekki þá þegar gripið til aðgerða. Eng- inn þeirra, sem þá gátu haft vald á málinu, trúði orðum Kristjáns. „Þetta gerist aldrei hér“, var við- kvæðið. Nú hefur þetta gerst hér og meira að segja Iíkur á, að á Is- landi séu að koma undir sig fót- unum aðilar, sem notfæra sér andvaraleysi okkar til þess að flytja fíkniefni yfir Island og á milli „markaðssvæða". Þjóðinni er brugðið, en hún samt nánast ráðþrota. Mikið talað en minna gert. Þétt löggæsla og harðar refs- ingar þeirra, sem gera sér við- skipti með fíkniefni að féþúfu, eru sjálfsögð en leysa ekki allan vanda. Eitthvað meira en lítið hlýtur að vera að hjá þjóð, sem í skoðanakönnunum segist vera hamingjusömust allra þjóða en þar sem stórir hópar virðast samt vera reiðubúnir til þess að eitra fyrir sjálfum sér og öðrum. Eg hef áður bent á framferði útúrdrukkinna Islendinga í mið- borg höfuðborgarinnar. Sóða- skapurinn, sjálfsvirðingarleysið, árásargirnin og tilefnislausar hvatir til þess að skaða blásak- laust fólk eru ekki til marks um ósýkta þjóðarsál né heilbrigt til- finningalíf. Kynslóðin, sem ól okkur upp, vildi allt fyrir okkur gera og gaf okkur allt - nema ábyrgðarkenndina. Afleiðingin hefur orðið sú, að flest, sem aflaga fer í íjölskyldu- og einka- lífi, er einhveijum öðrum að kenna. Og þurfi að laga það, sem aflaga fer, eiga einhverjir aðrir að gera það. Lögreglan, skólarnir, félagsmálastofnanir, barnaverndaryfirvöld - einhverjir aðrir en við sjálf. Abyrgðin er annara en okkar. Þessi hugsunarháttur er skað- vænlegur. Fjölskyldan er slíkur hornsteinn í heilbrigðu samfé- lagi, að hann má ekki vanta. Ekkert getur komið í hennar stað í uppeldi einstaklinganna. Heilbrigð fjölskyldustefna er því grundvallaratriði, en hún virkar í báðar áttir. Fjölskyldan þarf að njóta réttinda, en hún þarf líka sem slík að axla skyldur og það kostar hana alltaf einhverjar fórnir. Því er þau úrræði, sem beita þarf til þess að takast á við vanda eiturlylja og lífsfirringar, e.t.v. ekki síst að finna á heimil- um okkar sjálfra, Islendinga. Sjaldan er nauðsynlegt að fara yfrr bæjarlækinn til þess að sækja vatn. Látiun á það reyna! Fyrir all-mörgum árum barst mér í hendur úttekt, sem ís- lenskir námsmenn á Norður- Iöndum höfðu gert á samfélagi sjálfra sín. Hún var bæði gam- ansöm og gagnrýnin, en niður- staðan var sú, að Islendingar þyrftu ávallt að láta á það reyna hvort ætlast væri til að farið væri eftir settum reglum. Það væri hluti af þjóðarsálinni. Hvað sem því Iíður virðist einmitt þetta vera viðhorf núver- andi ríkisstjórnar. Viðbrögð hennar við dómi Hæstaréttar í kvótamálinu eru þau að stefna vísvitandi í Iangvinn málaferli til þess að láta á það reyna, hvort rétturinn meinar það, sem hann er að segja. í gagnagrunnsmálinu er af- staða ríkisstjórnarinnar sú að veita einum aðila einkaleyfi hvað sem tautar og raular og láta á það reyna, hvort Sam- keppnisstofnun ætlar að standa við álit sitt, að slíkt sé óheimilt. Eftirlitsstofnun EFTA hefur sent ríkisstjórninni orðsendingu um, að óheimilt sé að setja lög, sem takmarki skattaafslátt við kaup á hlutabréfum í íslenskum hlutafélögum og verðbréfasjóð- um. Ríkisstjórnin situr við sinn keip og ætlar að láta á það reyna. Sama stofnun varaði við því að bygging á varðskipi án útboðs væri brot á EES-samningnum, sem gildir sem lög á íslandi. Ríkisstjómin ætlar að láta á það reyna. Samgöngumálaráðherra hefur þráfaldlega verið rekinn til baka af Samkeppnisstofnun með samkeppnishamlandi ákvarðanir á vegum Landssímans. Hann ætlar áfram að láta á það reyna. „Gestir eru vinsamlega beðnir að skila yfirhöfnum í fata- geymsluna“, stóð við innganginn á skemmtistað einum úti á landsbyggðinni. „Með „gest- um“ er auðvitað átt við utanbæj- armenn", sagði kona nokkur og strunsaði inn í úlpunni og bomsunum til þess að láta á það reyna. Þetta Islendingseðli getur ver- ið kátlegt, jafnvel ánægjulegt, þegar það á við en ámátlegt þeg- ar fer að kárna gamanið. Og gamanið fer að kárna þegar rík- isstjórn Iandsins beinlínis stefnir viljandi að því að láta draga sig fyrir dómara innan lands og utan til þess eins að gá hvort ætlast sé til þess að hún fari eft- ir reglum Iaga og íjölþjóðasamn- inga. Slíkt eykur hvorki álit okk- ar né hróður. Saiiifylkingiii nær landi Samfylking jafnaðarmanna, fé- lagshyggjufóíks og kvennalista- kvenna hefur átt við ýmsa erfið- leika að etja á árinu, sem senn er liðið. A síðustu dögum ársins sá hins vegar fyrir endann á verkinu. Framboð eru að verða til í öllum kjördæmum landsins. Niðurstaðan er sú, eins og vænta mátti, að samkomulag hefur orðið um ólíkar aðferðir við framboðin frá einu kjördæmi til annars. Sums staðar er sam- komulag um að viðhafa prófkjör. Annars staðar er samkomulag um að uppstillinganefndir raði á lista. Fyrsti framboðslistinn er þegar fram kominn. Allir munu þeir væntanlega vera fram komnir fyrir Iok febrúarmánað- ar. Þá er verið að leggja síðustu hönd á verkefnaskrá framboðs- ins, skrifstofa þess verður vænt- anlega opnuð á fyrstu vikum nýs árs og þá verður líka tilkynnt um heiti og listabókstaf. Allir skynsamir menn hljóta að sjá og viðurkenna, að það er ekki hrist fram úr erminni né án erfiðleika að leiða saman í einu framboði þijú sjálfstæð stjórn- málaöfl, sem sum hafa starfað í marga áratugi og oft borist á banaspjót. Margir þröskuldar hafa risið á þeirri leið og margt mátt ganga betur. Margt áhuga- fólk varð eðlilega fyrir vonbrigð- um um, hve seint miðaði fram, en nú er landinu náð. Um og yfir 40% landsmanna lýstu í öndverðu áhuga sínum á samfylkingarmálunum og töldu sig reiðubúin til þess að kjósa slíkt framboð. Talsvert hefur kvarnast úr því fylgi á hinni erf- iðu vegferð en sá vilji, sem í upphafi mældist, er enn fyrir hendi. Verkið framundan er að vinna aftur sem mest af því fylgi sem sneri frá á meðan efasemdir voru sem mestar um að árangur yrði. Það verk þurfum við að vinna öll saman, því markmiðið er að stokka upp spilin í íslensk- um stjórnmálum og því fær eng- inn áorkað ef samfylkingin verð- ur þess ekki umkomin. Hún ein getur endurnýjað pólitískt lands- lag á Islandi á nýrri öld. I von um að slíkt geti orðið með sam- eiginlegu átaki okkar allra sendi ég landsmönnum óskir um gleðilegt, nýtt ár.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.