Dagur - 31.12.1998, Blaðsíða 11

Dagur - 31.12.1998, Blaðsíða 11
Thgur FIMMTUDAGUR 31. DESEMBER 1998 - 27 ÁRAMÓ TALÍFIÐ í LANDINU Ýmsir teljcL að stjóm- völd hljóti að vera hótaskyld þeim sem byggthafa viðskipti sín á reglum um úreld- ingu fiskiskipa sem nú verða ofnumdar. Fáir dómar Hæstaréttar hafa vakið eins almenna athygli og sá er felldi úr gildi ákvörðun sjávar- útvegsráðuneytisins að synja Valdimari Jóhannessyni um leyfí til að stunda fiskveiðar í at- vinnuskyni innan fískveiðilög- sögunnar hér við land því sam- kvæmt Iögum nr. 38/1990 væru leyfi til veiða í atvinnuskyni „bundin við fískiskip og verða ekki veitt einstaklingum eða lög- persónum." I dómnum er út- hlutun veiðileyfa sögð stjórnar- skrárbrot og núgildandi úthlut- un veiðiheimilda brot á jafnræð- isreglu stjórnarskrár. Hins vegar var ekki í þessu dómsmáli tekin afstaða til þess, hvort ráðuneytinu hafí að svo búnu borið að verða við umsókn áfrýjanda, en málið er einungis höfðað til ógildingar á ákvörðun ráðuneytisins en ekki til viður- kenningar á rétti áfrýjanda til að fá tilteknar veiðiheimildir í sinn hlut. Islenska ríkið var dæmt til að greiða 500 þúsund krónur í málskostnað í héraði og fyrir Hæstarétti. Stjórnarflokkarnir samþykktu svo 9. desember að leggja fyrir Alþingi frumvarp til breytinga á fískveiðistjórnunarlögunum þar sem grundvallarbreytingin er sú að veiðileyfi sé heimilt öllum haffærum íslenskum skipum. Samkvæmt frumvarpi ríkis- stjórnarinnar til Iaga um breyt- ingar á lögum um stjórnun fisk- veiða er öllum sem hafa yfír að ráða skipi með íslensku haffær- isskírteini heimilt að sækja um veiðileyfi innan lögsögu Islands. Að fengnu veiðileyfi geta þeir sótt í fisktegundir utan kvóta, en þurfa að kaupa eða leigja afla- heimildir af þeim sem nú ráða yfír þeim. Ekki er gert ráð fyrir að úthlutun veiðiheimilda breyt- ist að öðru leyti en því að smá- bátar allir munu færast inn í aflahlutdeildarkerfið um næstu fiskveiðiáramót. Ymsir telja að stjórnvöld hljóti að vera bótaskyld þeim sem byggt hafa viðskipti sín á reglum um úreldingu fískiskipa sem nú verða afnumdar. Flestir eru þó sammála um að frumvarpið hafi ekki veruleg áhrif á greinina í heild nái það fram að ganga í óbreyttri mynd. Fleiri virðast þó á þeirri skoðun að óheftur að- gangur að veiðileyfum leiði til óæskilegrar stækkunar físki- skipaflotans og þar af leiðandi aukinnar óhagkvæmni í grein- inni. Sautján þingmenn skrifuðu yf- irlýsingu þann 21. desember sl. þar sem þeir lýsa yfír furðu sinni á því að 105 prófessorar skuli hafa undirritað yfirlýsingu í kjöl- far dóms Hæstaréttar um leyfi til fiskveiða og saka prófessor- ana um að gera „aðför að lands- byggðinni". I yfirlýsingu þing- mannanna segir m.a.: „Eitt hundrað og fimm prófessorar í Háskóla íslands hafa gefíð út yf- irlýsingu, þar sem þeir telja að í kjölfar dóms Hæstaréttar Is- lands vegna synjunar sjávarút- vegsráðuneytisins á leyfi til fisk- veiða beri Alþingi að breyta lög- um um úthlutun veiðiheimilda þannig að þau samrýmist ákvæðum stjórnarskrárinnar um jafnræði þegnanna gagnvart lög- um og að ákvæði laga um sam- eign íslensku þjóðarinnar á nytjastofnum sé virt. Við undir- ritaðir þingmenn landsbyggðar- innar bendum á að dómur Hæstaréttar fjallaði ekki um út- hlutun veiðiheimilda. Með túlk- un sinni á dóminum hafa 105 prófessorar í Háskóla Islands tekið afstöðu í hápólitískum deilum um atvinnuréttindi tengd útgerð, sem er mikilvæg- asta atvinnugrein landsbyggðar- innar og undirstaða búsetu þar.“ Alls hafa um 2.600 manns sótt um veiðileyfi til sjávarút- vegsráðuneytisins i kjölfar dóms Hæstaréttar í svokölluðu kvóta- máli og er yngsti umsækjandinn aðeins tveggja mánaða gamall. Margir þeirra sem sótt hafa um veiðileyfi hafa jafnframt sótt um kvóta en ekki hefur verið tekið saman í ráðuneytinu hve mikið magn þar er samtals um að ræða en flestir þeirra sem sótt hafa um veiðileyfí eru ekki með skráða báta. — GG Sameiningarmál A-flokkanna og Kvennalista eru orðin að sög- unni endalausu. I nokkur ár hefur verið rætt um nauðsyn þess að sameina félagshyggju- fólk á íslandi. Það voru svo þau Margrét Frímannsdóttir, for- maður Alþýðubandalagsins, og Sighvatur Björgvinsson, formað- ur Alþýðuflokksins, sem tóku af skarið í þessu máli. Langt er um Iiðið síðan kratar vildu hefjast handa í sameiningarmálunum en Alþýðubandalagsmenn voru alltaf tregari til. Það var svo á landsfundi Al- þýðubandalagsins haustið 1997 að málið var lagt fyrir og rætt. Síðan var ákveðið að skipa mál- efnanefndir A-flokkanna og Kvennalista sem kom inn í sam- fylkingarmálin en það kostaði klofning, því Kristín Astgeirs- dóttir sagði sig úr samtökunum og Kristín Halldórsdóttir neitaði að taka þátt í þeim. Að auki var ákveðið hjá Alþýðubandalaginu að halda framhalds landsfund sl. sumar. Sagan endalausa Sögulegur lantisfundur Sá framhalds landsfundur var sögulegur. Mar- grét F’rímanns- dóttir Iagði fram ákveðna tillögu um að fara í samfylkinguna. Hún fékk góðan stuðning á fund- inum því yfír 70% landsfund- armanna studdi tillöguna. En þetta kostaði sitt fyrir flokkinn því Hjörleifur Gutt- ormssom sagði sig strax úr flokknum og gekk á dyr. Síð- an sagði Stein- grímur J. sig úr flokknum sem og Kristinn H. Gunnarsson og Ogmundur Jón- Guðný Guðbjörnsdóttir, Sighvatur Björgvinsson, Margrét Frímannsdóttir, Steinunn Vaidís Óskarsdóttir og Guðmundur Árni Stefánsson kynna hugmyndir að stefnumálum samfylkingarinnar á frægum fundi í haust. asson sagði sig úr þingflokknum sem óháður. í kjölfarið hófst vinna við sameiningarmál- in. Fyrst í stað virtust málin ganga vel fyrir sig og í septem- ber var lögð fram stór og mikil málefna- skrá samfylking- arinnar til næstu fjögurra ára. Hún þótti flaust- urslega unnin og sögð allt of dýr. Enda var hún strax dregin til baka og önnur unnin upp úr henni og verður hún lögð fram eftir áramótin. Strax og farið var að ræða sjálf framboðsmálin fór allt í hnút í Reykjavík og lengi vel á Reykjanesi. A-flokk- arnir sögðu kröfur Kvennalista of miklar til öruggra sæta á list- um samfylkingarinnar. Síðan hefur staðið í þófi. En rétt fyrir jól leystist úr framboðsmálunum á Reykjanesi þar sem ákveðið var að viðhafa prófkjör þar sem Kvennalista verður tryggt eitt af 4 efstu sætunum. Um svipað leyti gerðist það í Reykjavík að kratar samþykktu samkomulag sem samninga- menn A-flokkanna höfðu gert með sér um prófkjör með ákveðnum girðingum. Það segja kvennalistakonur vera óaðgengi- legt og segja að í raun sé búið að ýta þeim út í Reykjavík. Þannig standa málin þegar þessi pistill er skrifaður en ekki er útilokað að kvennalistakonum verði aftur hleypt inn úr kuldanum eftir áramótin. — S.DÓR

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.