Dagur - 31.12.1998, Blaðsíða 26

Dagur - 31.12.1998, Blaðsíða 26
42 - FIMMUDAGUR 31. DESEMBER 1998 ÁRAMÓTALÍFIÐ í LANDINU Fiskiskipaflotinn í verkfalli. Leystmeð lög- um fráAlþingi. Félög iðnaðarmanna í átök við Rússa og stjóm- völd. Fjöldauppsagnirí kjarabaráttu. I kjaramálum einkenndust fyrstu mánuðir ársins af verkfallsátök- um sjómanna og útvegsmanna. Þeim lauk síðan með Iagasetn- ingu á Alþingi í lok marsmánaðar. Þá gripu hjúkrunarfræðingar og meinatæknar til Qöldauppsagna til að knýja á um betri kjör. Það gerðu kennarar í sama skyni víðs vegar um landið. Þá stóðu Raf- iðnaðarsambandið og Félag járn- iðnaðarmanna í ströngu við Landsvirkjun og stjómvöld vegna rússneskra starfsmanna sem unnu við Iangingu á Búrfellslínu vegna brota á kjarasamningum. Sjómeim ckki samstiga Verkfall sjómanna á fiskiskipa- flotanum hófst 3. febrúar sl., eða 13 mánuðum eftir að kjarasamn- ingar þeirra voru Iausir. I byrjun þessarar deilu voru sjómenn ekki samstíga. Vélstjórar fóru eigin Ieiðir á sama tíma og forusta undirmanna og yfirmanna var einhuga í sínum kröfum. Þetta I febrúar sigldi flotinn í land þegar verkfall á fiskiskipaflotanum kom til framkvæmda. Átökin stóðu enn og aftur um kvótabrask og þátttöku sjómanna t kvótakaupum útgerða. notfærðu útvegsmenn sér til að sýna fram á hversu erfitt væri að semja við sjómenn. Strax í byijun verkfalls bar á nokkrum verkfalls- brotum og þá sérstaklega af hálfu útvegsmanna í Eyjum. Nokkru áður hafði Félagsdómur dæmt verkbann LÍÚ ólöglegt, en það átti að hefjast 9. febrúar. Á þess- um tíma Iá í loftinu að ríkis- stjórnin hygðist grípa inní deil- una með lagasetningu. Sjómenn komu þá með krók á móti bragði og frestuðu verkfalli til 15. mars. Kvótabrask I byrjun þess mánaðar skilaði nefnd ráðuneytisstjóra tillögum til lausnar deilunni, þar sem m.a. var Iögð til stofnun Kvótaþings og Verðlagsskrifstofu skiptaverðs til að koma í veg fyrir kvótabrask og kvótakaup útgerða með þátttöku sjómanna. Nokkru seinna lagði ríkissáttasemjari fram miðlunar- tillögu til lausnar deilunni. Til- Iagan var samþykkt af hálfu sjó- manna en útvegsmenn felldu hana með yfirgnæfandi meiri- hluta afkvæða. Þann 27. mars voru Iög um kjaradeiluna sam- þykkt á Alþingi. Samhliða því var miðlunartillaga ríkissáttasemjara staðfest í lögunum, auk laga um Verðlagsskrifsofu skiptaverðs og úrskurðarnefnd sjómanna og út- vegsmanna og Iög um Kvótaþing. Efnislega voru sjómenn sáttir við niðurstöðuna en útvegsmenn ekki. Átök við Rússa I byrjun ágúst sló í brýnu á milli Rafiðnaðarsambands Islands og Félags járniðnaðarmanna við Landsvirkjun og stjórnvöld vegna rússneska fyrirtækisins Technopromexport. Deilan stóð m.a. um það að fyrirtækið stóð ekki við gerða samninga, auk þess sem vinnuaðbúnaður var ekki í samræmi við íslensk lög. Þessi deila stóð allan mánuðinn og fram í októberbyrjun. Meðal annars ásakaði rússneska fyrir- tækið Félag járniðnaðarmanna um mannrán þegar það skaut skjólhúsi yfir þrjá rússneska starfsmenn sem vildu ekki vera sendir heim. Þessari deilu lauk síðan með því að rússneska fyrir- tækið féllst á að fara eftir íslensk- um kjarasamningum og Lands- virkjun hefði yfirumsjón með launagreiðslum. Fjöldauppsagnir Onnur helstu kjaraátök ársins voru í opinbera geiranum. Hjúkr- unarfræðingar efndu til fjölda- uppsagna til að knýja á um betri kjör. Um tíma lá við neyðar- ástandi á sjúkrahúsum. Ríkis- stjórnin greip þá inní með fjár- veitingu til að hækka laun hjúkr- unarfræðinga. Meinatæknar fóru sömu leið í vetur og fengu allt að 25% kauphækkun. Kennarar hafa gert hið sama og hafa uppskorið vænar launahækkanir þar sem samningar hafa verið gerðir við einstök sveitarfélög. Þessi kjara- leið hefur mælst illa fyrir hjá rík- isstjórn sem ýjað hefur að breyt- ingu á lögum til að koma í veg fyrir uppsagnir sem aðferð í kjarabaráttu. — GRH LmrásKEA Kaupféiag Eyfirðinga á Akureyri kvað sér hljóðs í verslunarslagnum á höf- uðborgarsvæðinu á árinu þegar félagið opnaði í fyrsta skipti í sögunni Nettó lágvöruverðsverslun i Mjóddinni í Reykjavík. KEA hófnýja hndvinn- inga á árinu þegarfélag- ið blandaði sérí mat- vöruslaginn. Félagið fékk nokkum mótbyrá köflum. Kaupfélag Eyfirðinga á Akureyri kvað sér hljóðs í verslunarslagn- um á höfuðborgarsvæðinu á árinu þegar félagið opnaði í fyrsta skipti í sögunni Nettó lágvöruverðsversl- un í Mjóddinni í Reykjavík. Með þessu sagði nýráðinn kaupfélags- stjóri, Eiríkur S. Jóhannsson, að stigið væri nýtt skref í átt til fram- þróunar fyrirtækisins, en viðbrögð keppinauta voru nokkuð misjöfn. Þannig ásökuðu rekstraraðilar Bónuss félagið um að vera í óeðli- Iegri viðskiptaaðstöðu. KEA stæði beggja megin borðsins í sam- keppnislegu tilliti með því að vera bæði stórframleiðandi afurða og seljandi. Stór orð féllu og voru einhver brögð um að keppinautar KEA kipptu út framleiðsluvörum félagsins úr verslunum sínum. Jón Asgeir Jóhannesson hótaði kæru til Samkeppnisstofunar en ekkert varð úr. „Svartur dagur“ Kaupfélagsstjóri boðaði að opnun Nettóbúðarinnar í Reykjavík væri aðeins brot af því sem koma skyldi. Þannig hygðist félagið opna fleiri búðir á höfuðborgar- svæðinu. Ekki gengu áætlanir þó upp sem skyldi. Fyrst hætti Eirík- ur Sigurðsson, eigandi 10-11 búðanna, við sölu á keðjunni og síðar meinaði hafnarstjórn Reykjavíkur félaginu að kaupa húsið við hafnarbakkann sem hýst hefur fiskverkun Jóns Ásbjörns- sonar. KEA var búið að ganga frá samkomulagi um kaup á eigninni og voru fylgjendur öflugri mið- bæjar ánægðir með þau málalok. Höfnin nýtti sér hins vegar for- kaupsrétt og sagði Jón Ásbjörns- son daginn sem sú ákvörðun var tekin, að nú væri „svartur dagur“ í sögu verslunar í Reykjavík. Plúsar og minusar Segja má því að KEA hafi orðið fýrir nokkrum skakkaföllum en rekstur búðarinnar í Mjóddinni hefur gengið vel og er velta þar meiri en ráðamenn sáu fyrir. KEA hyggst ekki Ieggja árar í bát held- ur leitar áfiram að hentugu hús- næði fyrir 1-2 búðir á höfuðborg- arsvæðinu. Slíkt húsnæði liggur hins vegar ekki á lausu og er harður slagur um hituna. KEA kynnti á árinu fleiri bylt- ingarkenndar breytingar. Þannig stendur til að skipta rekstri félags- ins upp í nokkur hlutafélög og er stefnt að því að þeirri vinnu verði lokið innan skamms. Núverandi eignarhaldsmöguleikar hafa ekki vakið mikinn áhuga Ijárfesta og það er ein helsta skýring þess að hlutafélagsskrefið er stigið. — BÞ Meiri einkavæðing en áður hefur þekkst Rikisstjórnin hefur einkavætt eða hafið einkavæðingu á fleiri ríkis- fyrirtækjum í ár en undanfarin ár. Og fyrir þetta mikla einkavæðing- arprógram var ríkisstjórnin verð- launuð af Stöð 2, Viðskiptablað- inu og DV á dögunum sem frum- kvöðull ársins. Og framundan er enn frekari sala á hlut ríkisins í báðum ríkisbönkunum og allur hlutur ríkisins í Fjárfestingar- banka atvinnulífsins. Þá gætu Landssími íslands hf., Áburðar- verksmiðjan og jafnvel ÁTVR ver- ið á sölulista innan skamms. I mars var 54% hlutur ríkisins í Fríhöfninni á Keflavíkurflugvelli (Islenskur markaður) seldur og var áætlað söluverð um 90 millj- ónir króna, sem að nafnvirði var aðeins 8 milljónir króna. I apríl var svo 26,5% hlutur ríkisins í Is- lenska járnblendiversmiðjunni seldur. Hann var metin á 374 milljónir króna en fyrir hann fengust um 900 milljónir króna. Ríkið seldi líka hlut sinn í Skýrsluvélum ríkisins á árinu. Þá var hluti af eignarhluta rík- isins í Fjárfestingarbanka at- vinnulífsins seldur. Og rétt fyrir fundahlé á Alþingi voru samþykkt lög um að selja allan hlut rikisins í bankanum, sem er að nafnvirði um 3,3 milljarðar króna. I haust voru seld 10% af hluta- fé Landsbankans fyrir um það bil einn milljarð króna. Og á dögun- um gerðu um 90 þúsund manns tilboð í 15% af hlutafé Búnaðar- bakans sem boðin voru til sölu. Þá var sl. mánudag skýrt frá því að ríkið ætlaði að selja 15% af hlut sínum í Islenskum aðalverk- tökum og Landsbankinn 10% af hlut sínum í fyrirtækinu. Þá Iýsti Guðmundur Bjarnason landbún- aðarráðherra því yfir að eftir að skýrsla Ríkisendurskoðunar um Stofnfisk var fengin sé ekkert þvf til fyrirstöðu að selja fyrirtækið sem ríkið er eini eigandinn að. Gert er ráð fyrir að frekari sala á fyrirtækjum og hlut ríkisins í ríkisbönkunum haldi áfram á komandi ári. - S.DÓR

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.