Dagur - 31.12.1998, Blaðsíða 27

Dagur - 31.12.1998, Blaðsíða 27
FIMMTUDAGUR 31.DESEMBER 1998 - 43 íy^ur. ÁRAMÓ TALÍFIÐ í LANDINU L Hatrammar deilur um gagnagrunna Alþingi samþykkti um miðjan desember umdeilt frumvarp um miðlægan gagnagrunn með 37 atkvæðum gegn 20. Gagnagrunnurinn erþó ekki orðinn til né deilum um hann lokið. Eittstærsta og um- deildasta mál semAl- þingi hefurfengist við - miðlægurgagna- grunnurá heilbrigðis- sviði - varð að lögum í desemberen deilum um það erekki lokið. „Menn eru mjög ósáttir og málið er ekki búið,“ segir Guðmundur Björnsson, formaður Læknafé- lagsins, þegar hið umdeilda gagnagrunnsfrumvarp varð að lögum um miðjan desember. Hatrammar deilur hafa staðið um miðlægan gagnagrunn á heilbrigðissviði frá því frumvar]) um hann var fyrst kynnt í vor. I gagnagrunninn eiga að fara heilsufarsupplýsingar um Iands- menn og þær verður hægt að keyra saman við gagnagrunna með erfða- og ættfræðiupplýs- ingum. Hugmyndina á Kári Stefáns- son forstjóri Islenskrar Erfða- greiningar og það verður hans fyrirtæki sem byggir upp gagna- grunninn og fær einkaleyfi á starfrækslu hans næstu 12 árin. Homstemn eða hneisa Hornsteinn að framförum í læknavísindum sögðu stuðn- ingsmenn um gagnagrunninn í umræðum á Alþingi en and- stæðingar kölluðu lagasetning- una hneisu og skömm fyrir þing og þjóð. Það eru skiptar skoðanir um hvort miðlægur gagnagrunnur eigi yfirleitt rétt á sér og hvort persónuvernd standi ógn af slík- um grunni. Það er líka deilt um hvort miðlægur gagnagrunnur sé ekki betur kominn í höndum ríkisins en einkafyrirtækis, hvort einkaleyfi á grunninum standist lög og gerða samninga, hvort vegið sé að vísindafrelsi og svo mætti lengi telja. Félög, samtök, stofnanir og einstaklingar einkum úr heil- brigðisgeiranum og vísindasam- félaginu lögðust gegn gagna- grunnsfrumvarpinu en urðu að láta í minni pokann fyrir stjórn- armeirihlutanum á Alþingi. Um 150 Iæknar skoruðu á þingið að samþykkja ekki frumvarpið og lýstu jafnframt yfir að þeir myndu ekki senda upplýsingar um sjúklinga sína í gagnagrunn- inn nema þeir færu skriflega fram á það. Formaður Læknafé- lagsins er viss um að mikill meirihluti lækna sé ósáttur við gagnagrunninn og því sé fram- kvæmdin í nokkurri óvissu. Sjúklingar geta neitað því að upplýsingar um þá fari í grunn- inn en hversu margir nýta sér þann rétt kemur í ljós síðar. MiUjarða dæmi Þótt lögin hafi verið samþykkt verður miðlægur gagnagrunnur ekki til í einni svipan. Aætlað er að það kosti á bilinu 12-20 milljarða að koma honum upp og gert ráð fyrir að það taki 3-5 ár. Kári Stefánsson sagði þegar lögin voru í höfn að mikilvægast væri að ná sátt um framkvæmd- ina. Hann virtist einnig nokkuð viss um að það tækist. „Eg held að það muni komi í ljós þegar farið verður að vinna úr þessu á næstu vikum og mánuðum að það sé um þetta mun meiri sátt heldur en lítur út fyrir á þessu augnabliki,“ sagði Kári og á nýju ári kemur væntanlega í ljós hversu sannspár hann er. — VJ Veiðimaðurinn sem varð að bráð Þrír bankastjórar Landsbankans féllu með brauki og bramli á árinu vegna óeðlilegs laxveiði- og rísnu- kostnaðarog rangra svara tilAlþingis. SverrirHermannsson ætlarekkiað taka framsóknarmönnum þegjandi. Sverrir Hermannsson er í dag tákngervingur bæði spillingar forréttindastéttanna og andófs- ins gegn sérhagsmunum. Aður en árið hófst sátu hann, Björg- vin Vilmundarson og Halldór Guðbjarnarson í frábæru yfir- Iæti í Landsbankanum, með gríðarleg laun til æviloka tryggð og næg tækifæri til að bregða sér í lax á kostnað bankans. En þá fór Jóhanna Sigurðardóttir að heimta svör. Lax, lax, áfengi og aftur lax Svörin Ieiddu í ljós að fyrri svör um sama efnið, laxveiði- og risnukostnað bankans, höfðu verið röng og spurningarnar vís- vitandi mistúlkaðar. Einnig tók að vitnast um að innan bankans hefðu endurskoðendur sent við- varanir um laxveiðina í athuga- semdum. Laxveiðikostnaður bankans 1993-97 var yfir 40 en ekki 18 milljónir og Sverrir leigutaki Hrútu, veiðiár sem bankinn keypti veiðileyfi í. Rík- isendurskoðandi gaf út „kol- svarta" skýrslu um málið. Hún greindi frá ótæpilegum og á margan hátt óútskýrðum risnu- kostnaði bankastjóranna með ótæpilegum og vaxandi áfengis- kaupum. Svo virtist sem áfengis- Iög hefðu verið brotin þegar bankastjórarnir keyptu áfengi „á svörtu". Þá mátti lesa að ástæða væri til að fá úr því skorið hvort skattalög hafi verið brotin. Einnig var Ieitt í ljós að Sverrir hefði farið á kostnað bankans í Sverrír Hermannsson tekur poka sinn og gengur út úr Landsbankan- um. Alvarlegum ávirðingum svaraði Sverrir með uppljóstrunum um vondu málin bankans og framsókn- armannanna. Sverrir er nú formaður flokks sem klofnaði áður en hann varð til. ferð til Norðurlanda að kynna sér „EMU“ og til Barcelona og var ferðin keypt af ferðaskrif- stofu dætra Sverris í Svíþjóð. Bankastjórarnir þrír voru látn- ir taka poka sinn. Þeir fengu að halda jeppunum frá bankanum og launum í 8 mánuði. I árslok vitnaðist síðan um ævintýralega góð lífeyrisréttindi bankastjór- anna. En Sverrir lagðist ekki undir feld eftir brottreksturinn. I hefndarskyni lagði hann í krossferð með ásökunum í allar áttir. Lagaðu þvæluna eða taktu pokaiin þinn Hann fullyrti m.a. að Kjartan Gunnarsson væri höfuðpaurinn í aðförinni að sér. Að „Rendi" hafi „í einu og öllu“ lotið leið- sögn Finns og Helga S. Guð- mundssonar bankaráðsfor- manns. Að Jóhanna hefði verið „send inn á Alþingi til þess að hafa af mér mannorðið... af svikurum í bankakerfinu“. Að bankaráðsmenn hefðu veitt í Hrútu „með svo nánum félögum sínum að erfitt myndi að kalla það viðskiptaferðir“. Að Lind hefði tapað hundruðum milljóna króna vegna Finns og Þórðar Ingva Guðmundssonar, til að „rétta við eigin fjárhag, flokks og félaga“. Að Einar Kr. Guðfinns- son hefði „nuddað" í Kjartani Gunnarssyni um að „Lands- bankinn gæfi sér eftir háa fjár- hæð sem hvíldi á höllinni hans vestra". Og að Eimskipamenn- irnir Hörður Sigurgestsson og Indriði Pálsson hefðu þrýst með pólitísku offorsi á um að bank- inn setti Samskip í gjaldþrot. I miðjum klíðum þessara ásakana opinberaðist bréf, ritað undir bréfshaus ráðherradóms- ins - afrit sent Kjartani formanni bankaráðs - sem Davíð Oddsson sendi Sverri. Þar sagði Davíð: „...ef þið lagið ekki þvæluna, sem þið gerðuð í síðasta vaxta- óðagoti, er það endanlegt dæmi þess að þið vitið ekki hvað þið eruð að gerá og þá mun ég sjá til þess fyrr en nokkurn grunar að menn komi að bankanum sem viti hvað þeir eru að gera.“ Óvildin í brottrekstrarhótuninni leyndi sér ekki. Nú er Sverrir formaður stjórnmálaflokks sem klofnaði áður en hann var stofn- aður. - FÞG

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.