Dagur - 16.01.1999, Side 1

Dagur - 16.01.1999, Side 1
Verð í lausasölu 200 kr. 82. og 83. árgangur - 10. tölublað Laun þingmaima eru hættulega lág Ólafur G. Einarsson, forseti Alþingis, vill skoða lagabreytingu til að geta greitt þing- mðnnum fyrir nefnd- arstörf. „Laun alþingismanna eru hættu- lega lág. Það hefur gengið illa að koma því til skila að þau eru ekki í neinum takti við það sem gildir hjá þeim sem eru í ábyrgðarmikl- um opinberum stöðum, sem ég vil nú ætla að þingmenn séu. Og menn kunna að spyrja hvers vegna ég hafi þessa skoðun. Eg hef hana vegna þess að ég hef áhyggjur af því að eins og allt umhverfi okkar er að breytast muni þetta Ieiða til þess að það freisti ekki hæfileikaríkra manna að fara á þing. Eg veit dæmi þessa í seinni tíð að menn hafa hætt við að gefa kost á sér til þingmennsku þegar þeir sáu hver Iaunin voru,“ sagði Olafur G. Einarsson, forseti Alþingis, í samtali við Dag, en um þessar mundir er kjaradómur að taka laun þingmanna fyrir sérstak- lega. Fá ekki yfir- vinnu Kjaradómur er farinn að úr- skurða hinum ýmsu embættis- mönnum yfir- vinnutíma eins og til að mynda dómurum lands- ins. Það hefur hins vegar ekki birst mönnum fyrr en nú vegna fyrirspurnar Sig- hvats Bjarnasonar á Alþingi sl. mið- vikudag, hver raunverulega laun manna eru að sögn Olafs G. „Þá kemur það greinilega í ljós að það er ekki bara að þingmenn séu þarna aftastir í röðinni, held- ur eru þeir langt um lægri í laun- um en allir aðrir. Alþingismenn og ráðherrar eru þeir einu af þeim sem kjaradómur úrskurðar um laun hjá, sem yfirvinna er ekki tekin með í reikninginn," sagði Olafur. Þrekið má ekki bresta - I hvert sinn sem til tals hefur komið að hækka Iaun alþingis- manna hefjast mótmæli í þjóð- félaginu og þing- menn hafa oftast bakkað. „Þetta er rétt og verkalýðsfor- ingjar rísa upp og halda útifundi til að mótmæla. Þingmenn verða bara að hafa þrek til að standast svona áróður en það hafa þing- menn því miður ekki haft. Það á bæði við einstakar ríkisstjórnir sem hafa gefist upp, ég átti sæti í einni slíkri 1992, og svo hafa einstaka þingmenn talið sér sæma að slá pólitískar keilur út á það að mótmæla launahækkun- um alþingismanna," sagði Ólaf- ur G. Útbreiddur misskilnmgur - Þú ert að vísu að Iáta af þing- mennsku og getur því trútt um talað en myndir þú hvetja koll- ega þína til að taka slaginn nú og gefa ekkert eftir þegar og ef launahækkun verður boðuð? „Já, alveg tvímælalaust og ég er tilbúinn til að beita mér í því. Það eru nokkrar leiðir til. Eg hef viðrað þá skoðun mína að kjara- dómur úrskurði ráðherrum yfir- vinnu eins og öðrum en forsætis- nefnd Alþingis sæi um þing- mennina og færi þá að greiða fyrir nefndarstörf á Alþingi. Það er ekki gert og það er alveg sama hvað reynt er að Ieiðrétta þann misskilning, það trúir því allur almenningur að greitt sé fyrir nefndarstörfin og því þá ekki bara gera það og miða þá við raunverulegt vinnuframlag í nefndum. Til að gera þetta þarf Iagabreytingu og það verður kannað fyrir þinglok þótt stutt sé í þau,“ sagði Óíafur G. Einars- son. - S.DÓR Ólafur G. Einarsson segir þing- menn ekki mega gefa sig gagn- vart áróðri verkalýðsforingja. Ekki sviptir árshátíð „Því verður ekki haldið til streitu að svipta nemendur árshátíð og skíðaferðalagi þegar búið verður að upplýsa þetta,“ segir Flosi Kristjánsson, aðstoðarskólastjóri í Hagaskóla. Hann segir að það eigi aðeins eftir að upplýsa hver eða hverjir hafi átt sök á því að stór rúða í skólanum var brotin í spreng- ingu sl. föstudagskvöld, eða fyrir ríku. Þess utan sé það í sjálfu sér ekki nýtt að skólayfirvöld hafi blásið árshátíð og skíðaferðalag af tímabundið til að skapa þrýst- ing á nemendur til að upplýsa skemmdarverk í skólanum. Það gerðist fyrir tveimur árum þegar skemmdarverk voru unnin í skól- anum fyrir 40 þúsund krónur. -GRH Höfuðborgarbúar hafa þurft að skafa vel af bílum sínum undanfarið, enda betra að hafa útsýnið í lagi þegar umferðin er annars vegar. Vetur konungur er nú í essinu sínu. Spáð er stórhríð í dag eins og hún gerist verst á Norður- og Austuríandi og voru flugsamgöngur þegar í gær komnar úr skorðum. mynd: pjetur Maður flaug 20 metra á húsþaki í Hornafirði í gær í snarpri vind- hviðu. Krafta- verk áHöfn „Þetta er kraftaverk. Það skilur þetta enginn," segir Borgþór Freysteinsson, Iögreglumaður frá Höfn í Hornafirði, eftir að maður tókst á loft í mikilli vind- hviðu en slapp ótrúlega vel á Höfn í gær. Maðurinn er 33 ára nýbúi frá Júgóslavíu og var að fergja þak í Óslandi, þar sem ný bræðslu- verksmiðja er í smíðum. Hann fór upp á þakið og hugðist negla niður krossviðarplötu á milli sperra og síðan stóð til að þyngja þakið með krana. A gekk með allsnörpum vindhviðum en þegar maðurinn var kominn upp reið mjög hvöss hviða yfir og tókst þakið á loft með manninum á og flaug 12-15 metra í Ioft upp og endaði 21 metra frá húsinu. Maðurinn hélt sér í þakið fram eftir fluginu en þakið snerist rétt áður en það féll til jarðar og virð- ist maðurinn hafa sleppt takinu á hárréttu augnabliki. Hann kom niður standandi, en ef hann hefði lent undir því hefði ekki þurft að spyrja að leikslokum. Lítið meiddur Hið ótrúlega er að maðurinn slapp lítið meiddur. Hann togn- aði á báðum ökklum en fékk að fara heim eftir skoðun hjá lækni. Borgþór segir að þótt gengið hafi á köflum með mjög hvössu veðri í gær hafi lægt á milli og engin ástæða hafi verið talin til að senda út aðvörun eða vera með sérstakan viðbúnað vegna veð- ursins. „Það var engan veginn hægt að sjá þetta atvik fyrir, en þetta fór ótrúlega vel,“ segir Borgþór. — BÞ waammmm WOfíLDW/DE EXPRESS EITT NÚMER AÐ MUNA 5351100 Afgreiddir samdægurs fíkjfc Venjulegirog IgW demantsskomir trúlofunarhringar /'"V GULLSMIÐIR V&/J) SIGTRYGGUR & PÉTUR AKUREYRI ■ SÍMI462 3524

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.