Dagur - 16.01.1999, Page 4

Dagur - 16.01.1999, Page 4
4- LAUGARDAGUR 16. JANÚAR 1999 FRÉTTIR X^MT INNLENT Fimm gefa kost á sér fyrir Kvennalista Fimm gefa kost á sér fyrir hönd Kvennalistans í prófkjöri samfylkingar á Reykjanesi. Þetta eru Alfheiður Jónsdóttir kennari Keflavík, Birna Siguijónsdóttir aðstoðarskólastjóri Kópavogi, Dóra Hlín Ingólfsdóttir, rannsóknarlögreglukona Mosfellsbæ, Ragna B. Björnsdóttir, verkakona Hafnarfirði og Þórunn Sveinbjamardóttir stjórnmálafræðingur. Metþátttaka í ljóða- og smásagna- keppni Andrea Sigurðardóttir 11 ára stúlka úr Mosfellsbæ og Kristján Már Gunnarsson 10 ára Akurnesingur hlutu aðalverðlaunin í Ijóða- og smásagnakeppni Æskunnar en úr- slitin voru kynnt á fimmtudaginn var. Andrea hlaut verðlaun fyrir ljóð sitt „Hamingjari' og Kristján Már fyrir söguna „Anna tekur til sinna ráða”. Verðlaunin eru flugferð til Minneapolis í Bandaríkjunum. Tuttugu börn hlutu aukaverðlaun fyrir sögur og ljóð. Um eitt þúsund börn tóku þátt í Ijóða- og smásagnakeppninni og hefur þátttakan aldrei verið meiri. Verðlaunaverkin verða birt í næstu tölublöðum Æskunnar og jafnframt er stefnt að þvi að gefa þau öll út í sérstakri bók síðar á árinu. Rausnarleg kvikmyndagjöf Sænska kvikmyndasafnið hefur gefið Kvikínyndasafni Islands 57 film- kópíur með sænskum kvikmyndum og verða þær afhentar formlega í dag. Myndirnar eru flestar eru frá 6. og 7. áratugnum og þar á meðal eru 8 myndir Ingmars Bergman og tvær eftir Gustaf Molander. Með þessari rausnarlegu gjöf vill sænska safnið sýna í verki stuðning sinn við uppbyggingu safnabíós hér á landi, segir í fréttatilkynningu frá Kvikmyndasafninu. Safnið hefur Bæjarbíó í Hafnarfirði til umráða og hefur um nokkurt skeið verið að undirbúa skipulagt sýningahald á klassískum kvikmynd- um. Væntanleg starfsemi hefur verið kynnt fyrir kvikmyndasöfnum annars staðar á Norðurlöndum en þar hafa kvikmyndahús af þessu tagi verið rekin árum saman. Verðlaunahafar í samkeppni Æsk- unnar. Fremst eru Kristján Már Gunnarsson og Andrea Sigurðar- dóttir sem hlutu aðalverðlaunin. Nýtt fólk til meiuimgarborg- arinnar Þrír nýir starfsmenn hafa verið ráðnir hjá Reykjavík menningarborg Evrópu árið 2000. Svanhildur Kon- ráðsdóttir er útgáfu- og kynningarstjóri verkefnisins. Hún var m.a. ritstjóri Dagsljóss 1996-98 og sá um kynningarmál Listahátíðar í Reykjavík í fyrravor. Skúli Helgason hefur verið ráðinn dagskrárstjóri innlendra verkefna, en hann hefur unnið við dagskrár- gerð á Bylgjunni. Sigrún Valbergsdóttir, deildarsérfræðingur í menntamálaráðuneytinu, hefur verið ráðin fram- kvæmdastjóri erlendra verkefna. Alþýðubandalagsmeim opna prófkjörsmiðstöðvar Ami Þór Sigurðsson opnar prófkjörsmiðstöð í dag kl. 15:00 í Hafnarstræti 20 við Lækjartorg, 3. hæð. Arni stefnir á efsta sætið í hólfi Alþýðubandalagsins í próf- kjöri samfylkingarinnar í Reykjavík. Hann mun ávarpa gesti, en auk þess mun Andri Snær Magnason rithöf- undur Iesa úr verkum sínum og félagar úr Karlakór Reykjavíkur syngja undir stjórn Friðriks S. Kristins- Árni Þór Sig- sonar. Allir eru velkomnir í kaffi og meðlæti. urðsson. Bryndís Hlöðversdóttir opnar skrifstofu sfna í dag kl. 16 að Austurbugt 3 við Reykjavíkurhöfn og Vil- hjálmur H. Vilhjálmsson í kvöld kl. 21 að Kirkjutorgi 6. Kristín stefnrr á 1.-3. sætið Kristín A. Guðmundsdóttir, sjúkraliði, formaður Sjúkraliðafélags Islands, gefur kost á sér í prófkjör samfylkingarinnar í Reykjaneskjördæmi og stefnir á fyrsta til þriðja sætið á væntanlegum framboðslista. Kristín, sem er varaþingmaður Alþýðubandalagsins, segist hafa ákveðið að verða við áskorun stuðnings- manna sinna sem telji brýnt að þingliðið endurspegli samfélagið allt og að fulltrúar almenníngs og launþega hverfi ekki af vettvangi stjómmálanna. A morgun, sunnudag kl. 14, mun Sigríður Jóhann- esdóttir þingmaður Alþýðubandalagsins í Reykjanesi opna kosningaskrifstofu sína sem er f Hafnargötu 54 í Reykjanesbæ. Sigríður stefnir á annað sætið. Jóhaima opnar skrifstofu Stuðningsmenn Jónönnu Sigurðardóttur opna kosn- ingaskrifstofu í. Sóknarsalnum Skipholti 50a í Reykjavík á laugardaginn 16. janúar kl. 15:00. Þar verður boðið upp á dagskrá með söng og munu félag- ar úr kvennakórnum Vox Feminae undir stjórn Mar- grétar Pálmadóttur koma fram. Einnig flytur Jó- hanna Sigurðardóttir ávarp. Boðið verður upp á kaffi og meðlæti. Stuðningsmennirnir kalla kosningamið- stöðina Jóhanna í sókn og verður hún opin alla daga fram að prófkjörsdegi frá kl. 14.00 og fram á kvöld. Jóhanna Sig- urðardóttir. Ragnheiður Gyða Jónsdóttir með viðurkenningu Hagþenkis. TLLgerðarlaus menmnganmðlun Ragnheiður Gyða Jónsdóttir íékk viður- kenningu „fyrir lif- andi og áhuga- vekjandi kynningu menningarefnis á Rás 1 í Ríkisútvarpinu“. Gísli Sigurðsson, formaður Hag- þenkis, afhenti Ragnheiði Gyðu Jónsdóttur viðurkenningu Hag- þenkis á samkomu í fyrradag fyr- ir menningarkynningar hennar. Ragnheiður Gyða hefur allt frá því að þátturinn Þjóðarþel hófst árið 1992 stjórnað ein, eða með öðrum, þætti með fræðandi efni um sígild bókmenntaverk á Rás 1 en síðan 1996 er umfjöllunin innan þáttarins Víðsjár. Þetta er í tólfta sinn sem „Hagþenkir - félag höfunda fræðirita og kennslugagna” veitir viðurkenningu sína. Sérstakt við- urkenningarráð, skipað fulltrú- um ólíkra fræðigreina er kosið til tveggja ára í senn og ákveður hver viðurkenninguna hlýtur. Viðtakandi fær viðurkenningar- skjal og fjárhæð sem nú er 300.000.- kr. I greinargerð viðurkenningar- ráðsins segir m.a. að verkin, sem lesin voru, hafi verið „... gerð að- gengilegri en ella með skýringum og fjölbreytilegum áhugavökum sem hafa rúmast í hinni fræði- legu umfjöllun, um leið og margs konar fræðum hefur verið auðvelduð leið til almennings í tengslum við flutning bók- menntatextanna." Einfalt og tilgerðarlaust Ennfremur segir að í umræddri kynningu hafi verið beitt „...ein- faldri og tilgerðarlausri miðlun- araðferð, þar sem báðum er sýnd jöfn virðing, fræðunum og við- takendum þeirra. I þættinum hefur verið sýnt eftirminnilega fram á að óhætt er að bjóða út- varpshlustendum þunga bók- menntatexta og alvarlega fræði- lega umræðu ef vel er staðið að verki. Valdir hafa verið úrvals- góðir lesarar til að flytja textana og ótrúlegri hugkvæmni og þrautseigju beitt við að finna efni með þeim.“ Þá er og talið mikils virði „...að sýna fram á að hægt væri að flytja vandað menntandi efni í útvarp og að velja því fastan stað á einhverjum besta hlustunar- tíma dagsins. Jafnframt var mik- ils virði fyrir þá sem stunda fræði að fá slíkt tækifæri til að kynna þau og miðla þeim til almenn- ings.“ Ýmis ljón í veginum fyrir dreifbýlisstrætó Mikil tregda ríkis valds til að styrkja Eyjafjarðarstrætó. Einar K. Guðfinnsson, formaður samgöngunefndar Alþingis, segir ýmis Ijón standa í veginum lýrir því að ríkisvaldið eigi að styrkja almenningssamgöngur á lands- byggðinni. I gær kom fram í Degi að Arni Steinar Jóhannsson, stjórnarformaður Ferðamálamið- stöðvar Eyjafjarðar, telur eðlilegt að ríkið greiði 8-10 milljóna kr. hlut árlega til byltingarkenndrar strætóáætlunar í Eyjafirði. For- maður samgöngunefndar segir þessa hluti fyrst og fremst á færi sveitarfélaganna. „Vandi ríkisvaldsins er að þetta er hefðbundið viðfangsefni sveit- arfélaganna þannig að öll af- skipti ríkisins í verkefnum af þessu tagi yrðu eflaust talin við- Einar K. Guðfinnsson: Ríkisvaldið tregt til að styrkja strætóferðir á landsbyggðinni. urkenning á því að ríkið ætlaði til frambúðar að taka þátt í slíkum verkefnum. Með öðrum orðum fordæmisgefandi. Eg geri ráð fyr- ir því að af hálfu ríkisvaldsins yrði mikil tregða til að ganga að þessu. Ekki vegna þess að menn hafi ekki trú á að efla þurfi al- menningssamgöngur á Eyjafjarð- arsvæðinu í heild heldur vegna þess að menn sæju ekki fyrir endann á málinu," segir Einar. Tillaga um fjárstuðning til verksins er til meðhöndlunar hjá samgöngunefnd Alþingis og seg- ir Einar að ýmsir hafi verið kall- aðir til að meta málið. Hann býst við að þegar þing komi saman á ný, muni menn skoða málið vel og ekki sé langt að bíða niður- stöðu. „Eins og málum er háttað í dag er verkaskiptingin mjög skýr. Samgöngunefndin hefur ekki komist að niðurstöðu um til hvers þetta muni leiða og því ætla ég ekki að slá neinu föstu um þetta fyrirfram. Ég sé hins vegar ýmis ljón í veginum,“ segir formaður samgöngunefndar. - Bl>

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.