Dagur - 16.01.1999, Page 12

Dagur - 16.01.1999, Page 12
12- LAUGARDAGUR 16. JANÚAR 1999 D^ur ÍÞRÓTTIR ÍÞRÓTTIR Á SKJÁNUM Laugard. 16.ian. ----■dhKiteMiRDM Fótbolti Kl. 14:00 íslandsmótið í innanhússknattspymu Riðlakeppni 1. deildar karla Aflraunir Kl. 18:25 Sterkasti maður heims 1998. Körfubolti Kl. 12:30 NBA-tilþrif Kl. 17:00 Stjörnuleikur KKI Fótbolti Kl. 12:00 Alltaf í boltanum Leikir helgarinnar. Kl. 14:45 Enski boltinn Leeds - Middlesbrough Fótbolti Kl. 19:50 Spænski boltinn Celta de Vigo - Real Mallorca Hnefaleikar Kl. 23:50 Hnefaleikar Roy Jones Jr. - Rick Frazier Kl. 02:00 Hnefaleikar Mike Tyson - Francois Botha Sunnud. 17. ian. Skíði Kl. 11:00 Heimbikarmótið Svig karla í Wengen í Sviss. Fótbolti Kl. 16:00 íslandsmótið í innanhússknattspymu Undanúrslit og úrslit í 1. deild karla og kvenna. Fótbolti Kl. 13:25 ítalski boltinn Bologna - Inter SÝN Fótbolti Kl. 15:45 Enski boltinn Charlton - Newcastle Kl. 20:30 ítalski boltinn Parma - Lazio Kl. 22:30 ítölsku mörkin Ameríski fótboltinn Kl. 17:55 NFL-deildin Minnesota - Atlanta Golf Kl. 23:35 Golfmót í USA PGA-mótaröðin 1998. De Boer tvíburarnir til liðs viö Barceiona UM HELGINA Laugard. 16. ian. ■ handbolti 1 ■ deild kvenna Kl. 16:30 ÍR - Víkingur 2. deild karla KI. 14:00 Völsungur - Fylkir Kl. 12:15 Breiðabl. - Ögri Kl. 16:00 Víkingur - Fjölnir ■ BLAK 1 ■ deild karla Kl. 13:30 ÍS - Þróttur Nes. 1. deild kvenna KI. 15:00 ÍS - Þróttur Nes. ■ ÍSHOKKÍ Islandsmótið KI. 17:15 SA - SR Sunnnd. 17. jan. ■handbolti Nissandeildin Kl. 20:00 HK - Selfoss Kl. 20:00 Fram - Stjarnan Kl. 20:00 KA - ÍR Kl. 20:00 Grótta/KR - UMFA Kl. 20:00 Haukar - FH ■ körfubolti VlS-deild kvenna Kl. 17:00 KR - ÍS Kl. 17:00 Njarðv. - Keflav. Kl. 17:00 ÍR - Grindavík 1. deild karla Kl. 15:00 Stjaman - ÍR Kl. 14:00 Höttur - Hamar ■ blak Bikarkeppni karla 8-Iiða úrslit Kl. 20:00 Þróttur R - Stjarnan Hollensku tvíburarnir Frank og Ronald De Boer hjá Ajax gengu í gær til liðs við spánska knatt- spyrnurisann Barcelona. Upp- gefið söluverð var rúmlega 1,5 milljarðar íslenskra króna og hefur þegar verið gengið frá fé- lagaskiptum. Bræðurnir hafa átt i miklum deilum við stjórn Ajax frá því eft- ir HM í Frakklandi, sem gekk svo langt að þeir neituðu að æfa með liðinu í upphafi keppnis- tímabilsins f Hollandi. Með kaupunum á De Boer bræðrunum eru hollensku leik- mennirnir hjá Barcelona orðnir alls átta, auk þess sem van Gaal knattspyrnustjóri er Hollending- ur. BRIDGE Páll Axel skoraði tólf þriggja stiga körfur Páll Axel Vilbergsson, Ieikmaður Grindavíkur í DHL-deildinni, skoraði 12 þriggja stiga kröfur þegar Grindavík vann Val 94-110 að Hlíðarenda í fyrrakvöld. Þetta mun vera met hjá íslenskum Ieikmanni í efstu deild og um Ieið besta hittni leikmanns þegar miðað er við 10 skoraðar körf- ur eða meira, en 12 af 15 skotum Páls hittu í körfuna, sem er 80 pró- senta nýting. Gamla þriggja stiga metið áttu þeir Valur Ingimundarson og Kristinn Friðriksson, sem báðir hafa skorað 11 körfur í leik, en af útlendingun- um hefur Franc Booker skorað mest, eða 15 körfur tvívegis í Ieik með IR og náð 68,25 prósenta nýtingu. Næst bestu nýtingu íslenskra leikmanna hingað til á Ólafur Orms- son, KR, en hann skoraði 10 þriggja stiga körfur í leik gegn Þór, Ak. árið 1995 og náði 66,66 prósenta nýtingu. Hittni Ieikmanna í leiknum að Hlíðarenda var með eindæmum og voru alls skoraðar 33 þriggja stiga körfur. Þrír aðrir leikir fóru fram í DHL-deildinni í fyrrakvöld og urðu úrslit eftirfarandi: ÍA - KR 66-73, Skallagrímur - Haukar 94-78, Njarðvík - Tindastóll 92-72 og Snæfell - Þór 78-74. Islandsmótið í iiin anliú s sk n at t spyrnu um helgina Islandsmót 1. deildar í innanhússknattspyrnu karla og kvenna fer fram um helgina. Riðlakeppnin í karlaflokki hefst í Laugardalshöll f dag kl. 10:00, með leik íslandsmeistara IA og Grindavíkur, en keppt er í fjór- um Ijögurra liða riðlum. Á morgun hefst svo úrslitakeppnin kl. 13:00 og er áætlað að úrslitaleikurinn heíjist um kl. 17:00. I 1. deild karla eru öll liðin sem leika í Landssímadeildinni í sumar meðal þátttakenda, nema lið Víkings, auk þess sem lið Selfoss, HK, Smástundar, Dalvíkur, Þróttar R, Fylkis og Þórs eru með. Valsarar hafa oftast unnið innanhússtitilinn, eða sjö sinnum, KR-ing- ar sex sinnum og Framarar fimm sinnum. I kvennaflokki er keppt í tveimur fimm liða riðlum og hefst riðla- keppnin í dag kl. 11:00 í íþróttahúsinu Austurbergi með Ieik KR og IA og heldur síðan áfram í fyrramálið, frá kl. 9:00 í Laugardalshöll. Áætl- að er að úrslitaleikurinn heíjist kl. 16:45. Þar mun keppnin um Islandsmeistaratitilinn eflaust standa á milli KR, Vals og Breiðabliks, en Kópavogsliðið hefur sigrað síðustu þrjú árin. Breiðablik hefur oftast unnið titilinn í kvennaflokki, eða ellefu sinn- um, IA sex sinnum og Valur fimm sinnum. Svæðamót framimdan Akureyrarmótið í sveitakeppni er hafið hjá Bridgefélagi Akureyrar og taka 12 sveitir þátt. Spilaðir eru 16-spila Ieikir, allir við alla og er staða efstu sveita þannig þegar tveimur umferðum er lokið: 1. Sv. Stefáns Stefánssonar 46 2. Preben Pétursson 41 3. Bjöm Þorláksson 40 4. Jónas Róbertsson 39 Suður tók upp afar fallega gjöf í spili númer 22 sl. keppniskvöld hjá BA: A/AV á hættu 4 ' K92 4 ’ 62 4 ► 87432 4 • 852 * D754 N ♦ 8 * KD843 * ÁGT975 ♦ G965 ♦ ÁKD * - S ♦ GT7 4 ' ÁGT63 1 ► 4 ► T 4 • AKD9643 Sex hjörtu vinnast í AV áttirnar en fimm lauf vinnast alltaf en hitting þarf í fimm spaða í suður. Meðaískorið í AV áttirnar var 230 sem segir að suðurspilararn- ir hafa eðlilega treglega gefið eft- ir sögnina. Spurningin er hvern- ig best sé að segja á spilin? Ef menn kynna fyrst spaðann til sögunnar er hætta á að makker breyti laufsögninni í 5 spaða og eins ef Michaels sagnvenjan er notuð eftir opnun á einu hjarta (2hjörtu sem þýða hálitur og láglitur). Þeir sem sögðu aldrei frá spaðanum komu oft betur út en hinir, en eins má e.t.v. segja að norður eigi ekkert að breyta 5 eða 6 laufum í spaða með 3-3 í litunum, „vitandi" að laufíð sé lengra en spaðinn eftir t.d. 1 spaða fyrst og 5 lauf eða sex lauf í næstu sögn. Góður árangur Landslið yngri spilara stóð sig ágætlega á stórmóti í Hollandi fyrir skemmstu og hefur einn liðsmanna, Páll Þórsson, sæst á að veita bridgeþætti Dags innsýn f mótið. Lítum á versta spilið hans f keppninni og gefum Páli orðið: Þú átt: Ax-Axx-876xxx-Ax og situr í austur. Andstæðingur þér á vinstri hönd opnar á 1 spaða. suður gefur AV á hættu S V N A lspaði pass lgrand! ? 1 grand er krafa. Flestir myndu væntanlega passa með ásana 3 og þessa fínu vörn. Sér- staldega á þessum hættum En einn og einn kærulaus hætti sér ef til vill inn á 2 tíglum og fengi verðskuldaða refsingu fyrir. Allt spilið: (áttum snúið) * 1 Oxx * Qxxxx ♦ 9 ♦ Qxxx ♦ KQxxx r KGx ♦ 10 ♦ Kxxx ♦ Gxx ♦ AKQGx ♦ Gxx * Ax * Axx * 87óxxx * Ax Undirritaður kom inn á 2 tíglum í leik gegn Svíum. 2 T er slæm og beinlínis röng sögn sem var dobluð (norður var ekki lengi að passa „takeout-dobl“ makkers) -800, 14 út því hinu megin voru spilaðir 4 spaðar 1 niður.“ (Fleiri dæmi munu birtast í næstu þátt- um). íslandsmót í parasveitakeppni Islandsmót í parasveitakeppni verður spilað helgina 30. - 31. janúar. Fyrirkomulagið verður með sama sniði og undanfarin ár. Spilaðar eru 7 umferðir með 16 spila leikjum og raðað í um- ferðir með Monrad fyrirkomu- lagi. Spilamennska hefst kl. 11.00 báða dagana. Keppnis- gjald er kr. 10.000 á sveit. Skrán- ing er hafin í s: 587 9360 eða is- bridge@islandia.is. Frá Bridgefélagi Siglufjaröar Urslit í blandaðri hraðsveita- keppni Bridgefélágs Siglufjarðar urðu eftirfarandi: 1. Sveit Vilhelms Friðrikssonar 1176 stig 2. Gottskálk Rögnvaldsson 1117 stig 3. Þórleifur Haraldsson 1115 stig Eggertsmótið I desember fór fram Sigluljarð- armót í einmenningi, „Eggerts- mótið“. Árið 1969 var fyrsta Egg- ertsmótið haldið en þá gaf Egg- ert Theódórsson, fyrrum for- maður og ötull spilafélagi, far- andbikar sem spilað hefur verið um síðan. Fyrsti sigurvegari þessa móts var Hreinn Stefáns- son sem fluttist burt frá Siglu- firði. Búið er að spila um þenn- an sama bikar í 30 ár en við upp- haf mótsins nú mætti sonur Egg- ert heitins, Theódór, og færði fé- laginu nýjan farandbikar að gjöf frá sér og Kristínu systur sinni til minningar um föður þeirra. Bridgefélag Siglufjarðar færir þessum spilurum bestu þakkir fyrir gjöfina en þannig urðu úr- slitin í mótinu: 1. Jóhann Stefánsson 94 2. Bogi Sigurbjörnsson 90 3. Reynir Árnason 89 4. Kristrún Halldórsdóttir 86 5. Olafur Jónsson 85 6. Benedikt Stefánsson 84 Bæjarkeppni Árleg bæjarkeppni milli norður- bæjar og suðurbæjar fór fram mánudaginn 28. des. Suðurbær vann með 283 stigum gegn 337. Bestum árangri náðu: 1. Birkir Jónsson, norðurbæ 96 stig 2. Stefanía Sigurbjörnsdóttir, suðurbæ 81 stig 3. -4. Bogi Sigurbjörnsson, suðurbæ 75 stig 3.-4. Ingvar Jónsson, norðurbæ 75 stig 5. Hinrik Aðalsteinsson, suðurbæ 70 stig Svæðismót Norðurlands cystra Svæðismót Norðurlands eystra í sveitakeppni fer fram um næstu helgi, 23.-24. janúar. Spilað er á Hótel Húsavík og hefst keppni ld. 10.00 á laugardagsmorgun. Mótið veitir rétt á fjórum sætum í undankeppni Islandsmótsins í sveitakeppni og verður tekið við skráningu fram á fimmtudag hjá Björgvini Leifssyni í sima 464- 2076, Sveini Aðalgeirssyni (464- 2026) og Stefáni Vilhjálmssyni (462-2468). Keppnisgjald er kr. 10.000 á sveit.

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.