Dagur - 23.01.1999, Blaðsíða 2

Dagur - 23.01.1999, Blaðsíða 2
18-LAUGARDAGUR 23. JANÚAR 1999 J^MT' LÍFIÐ í LANDINU L Fréttahaukurlnn knái Siguröur Þórður Ragnarsson cr nú aftur kominn á skjáinn eftir þann rcifarakennda bardaga sem hann lenti í á fréttastofu Sjónvarpsins í fyrrasum- ar. Nú segir hami landsmönnum fréttir af veðri og veðurhorfum á Stöð 2 og stendur þá í fullri stærð fyrir framan vcðurkortin. Þar sést vel hve jakkafötin sem hann klæð- ist fara honum engan veginn. Þau eru helst til of stór og tala nú meim utn að hið biýn- asta mál sé fyrir Sigurð að láta stytta fötin sín. Séra Gunnar Bjömsson sem í vetur þjónar Selfossbúum þyklr standa sína plikt þar með prýði. í ræðum sínum kcmur haim víða við og bregðm á leik með því að herma eftir ýmsum þekktum kennimönnum. Þamúg hefúr haim bæði liermt eftir þeim Bjama Jónssyni og Árelíusi Níelssyni og þykir séra Gunnar nærri lagi þar fara í þess- um stólræðum sínum. Það glittir víst ekki i dauða stund hjá Hilmi Snæ Guðna- syni sem leikm um þessar mundir í sýn- ingu Loftkastalans á Músum og möimum eftir John Steinbeck. Sýningu sem þykir bera vitni um hugumstóran metnað en tókst þó ekki að seðja fagurfræðilegt hung- m gagmýnenda. Hvemig sem áhorfendm munu taka stykkinu þá er víst að nóg verðm að gera hjá Hilmi sem er að fara að leika í tveimur bíómyndum. Örstutt er í að tökm hefjist á bíómyndinni scm Baltasar Kormákm Ieikstýrir og er gerð eftir skáldsögu Hallgríms Helgasonar, 101 Reykjavík. Þar leikm Hilmir aðalpcrsónmia, þumbarann Hlyn sem á bágt með að slíta sig frá því midmsamlega tæki - fjarstýringunni. Þá er þess ekki langt að bíða aö tökur hefjist á myndimú sem gerð er eftir bók Einars Más Guðmundssonar, Englar alheimsins, og mun Hilmir þar leika einn af geðsjúklingunum fjórum... Séra Gunnar Biörnsson. Kastljós fjöhniölanna hafa mik ið aðdráttarafl en þau geta líka verið óskaplega sterk eins og þeir vita sem lenta hafa „ósminkaðir“ í sjónvarpsvélun- um. Ráðherrar í rfldsstjóm ís- lands hafa hins vegar fundið ráð við því. Á fréttamannafundi með fjóram ráðherrum í vik- unni voru ekki bara mættir full trúar blaða og ljósvakamiðla heldur einnig starfsmenn Saga film. Ráðhcrramir höfðu leigt af þeim ljóskastara og „sminkdömu" og sátu brosandi og farðaöir í góðu Ijósi fýrir framan fréttamaimaherinn. Enda allt aimað að sjá mennina í sjónvarpsfréttunum um kvöldið. Iástaklúbbur leikhúskjallarans starfar af krafti og á mánudags- kvöldið kl. 20.30 syngja þar pólsku systumar Mariola og Elz- bieta Kowalczyk létt klassísk lög við píanóundirieik landa sms Jerzy Tosik-Warszawiak. Elzbieta hcfur starfaö sem kennari við tónlistarskólaim á Hólmavík síðan 1994 og Mariola er skólastjóri við sama skóla og stjómar auk þess kirkjukór Hólmavíkur. Undir- leikariim, Jerzy Tosik-Warszawiak, hefur starfað sem píanókennari og undirieikari við Tónlistarskóla Borgarfjaröar sfðan 1992. í þessu sambandi rhá rifja upp bréf sem skólastjóri og aðstoðarskóla- stjóri Tónlistarskólans á Akureyri skrifuðu bæjarstjóra smum ný- lega þar sem meðal amiars var vakin atliygli á bágum launakjörum tónlistarkemiara og að lausnhi væri oft sú að sækja tónlistarkeim- ara til Austur-Evrópu. Það í sjálfu sér er þó varla vandainál, því iðu- lega hefur einmitt það fólk litað tónlistariíf nýjum og ferskum lit- um, sérstaklega á landsbyggðinni. „Hún er séní kerlingin og algerlega óþolandi," segir Inga um aðalpersónu leikritsins, frú Klein sem var sálkönnuður á fyrri hluta aldarinnar og átti í útistöðum við Freudista, dóttursína og aðstoðarkonu. Leikritum sálkönnuðinn oggyðing- innfrú Klein verðurfrumsýnt í Iðnó annað kvöld. Inga Bjarnason er forsprakki Hvunndagsleikhúss- ins sem stendur fyrir uppfærslu á leikritinu Frú Klein eftir breska leikhúsmanninn Nicholas Wright. Inga leikstýrir verkinu en hlutverkin þijú eru skipuð þeim Margréti Ákadóttur (frú Klein), Steinunni Ólafsdóttur (Melitta dóttir frú Klein) og Guðbjörgu Thoroddsen (Pála, aðstoðarkona frú Klein). Inga var gripin í símann þar sem hún kom hlaupandi lafmóð af einu Iokarennslinu, Iúin enda búin að leggja nótt við dag að undanförnu. „Mað- ur er bara orðinn ansi Ijótur og slitinn. Eg lít alla vega ekki út eins og Marilyn Monroe einsog stend- ur...“ Freud var karlremba Leikritið Frú Klein er f rauninni eftir gamlan kunningja Ingu, Nicholas Wright. „Það er nú svo hlægilegt að í eldgamla daga þegar ég var leikkona í Bretlandi þá stýrði Nicholas leiklrúsi sem við vor^ um að leika í. Eg hef ekkert frétt af honum síðast- liðin 20 ár en ég sé að honum hefur vegnað vel, hann er núna listrænn ráðunautur hjá National Theatre.“ - Leikritið gerist drið 1934 t' London en um hvctð er það? „Þetta er um sálkönnuð sem heitir Frú Klein sem er af gyðingaættum og kemur frá Búdapest. Þessar fínu miðstéttarkonur höfðu lítið annað að gera en að drekka sérrí og sauma út og það var náttúrulega óbærilegt fyrir gáfaðar konur. Þannig að hún féll í mikið þunglyndi og leiðindi en komst svo yfir bók eftir Freud sem heitir Túlkun drauma. Þar sá hún eitthvað sem hentaði henni. Fór í sál- könnun hjá lærisveini Freuds og gerðist svo sál- könnuður sjálf.“ Frú Klein var samtímakona Freuds en deildi hins vegar mjög á sumar kenningar þessa föður sálfgreiningarinnar. „Freud var náttúrlega karl- rembusvfn og barn síns tíma,“ segir Inga og bætir því við að frú Klein hafi komið hinu kvenlega sjón- arhorni inní sálfræðina. Bömln voru tilxaimadýr Persónur verksins, frú Klein, dóttir hennar Melitta og aðstoðarkonan Pála eru allar menntaðir sál- könnuðir. Mikil tilfinningaleg átök eiga sér stað milli frú Klein og dótturinnar enda markast sam- band þeirra af ást, hatri og samviskubiti enda not- aði frú Klein börn sín sem tilraunadýr rétt eins og Freud sjálfur. Þetta var að sjálfsögðu alsiða áður fýrr og var kannski ekki fyrr kona nokkur, starfandi sálkönnuður, var kyrkt af stjúpsyni sínum sem menn fóru að átta sig á því að „það er ekki hollt að sálgreina börnin sín.“ Sálfræðikenningar, rammar tilfinningar og svo „er leikritið líka fyndið á köflum því mikið af þess- um kenningum eru dálítið framandi í dag en þetta eru allt saman hámenntaðar konur að takast á. Og þær kalia ekkert allt ömmu sína.“ LÓA Maöur vikmmar ertík... ... en samt ekki pólitík! Engin önnur en hún Tína litla, sem sla-pp úr haldi og hélt til heiða eins og Halla forðum, vafalaust í leit að sínum Fjalla-Eyvindi. í stað þess aðfagna því að Ttna séfrjdls - sem jafnvel Keikó er ekki enn - leggjast allir á eitt um aðfanga hana á ný. EfTína verður hreppt í þrældóm skipulags undaneldis á ný verða örugglega stofnuð samtök undir kjörorðinu: Frelsum Tínu!

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.