Dagur - 23.01.1999, Qupperneq 5

Dagur - 23.01.1999, Qupperneq 5
X^MT- LAUGARDAGUR 23. JANÚAR 1999 - 21 MENNINGARLÍFIÐ í LANDINU Georg og Lenni eru i sjónarmiðju og allt veltur á túlkun þeirra hlutverka og samspiii. Lenni í Loffkastalanum Loftkastalinn: MÝS OG MENN eftir John Steinbeck. Þýðing: Olafur Jóhann Sigurðsson. Leikstjóri: Guðjón Pedersen. Leikmynd og búningar: Vytautas Narbutas. Lýsing: Lárus Björnsson. Tónlist/Ieikhljóð: Egill Olafsson. Frumsýnt 20. janúar. Mýs og menn er eitt þeirra verka sem eru samgróin manni. Harmsaga landbúnaðar- verkamannanna og vinanna Georgs og Lenna kom út á manni tárunum við út- varpstækið í gamla daga þegar raddir Þorsteins Ö. Stephensens og Lárusar Pálssonar túlkuðu hana fyrir okkur. Sá flutningur er áreiðanlega einn hátindur í sögu útvarpsleiklistar í landinu. Sagan sjálf er líka alkunn og hefur meðal annars verið lesin í enskunámi í framhaldsskól- um. Þýðing Ólafs Jóhanns Sigurðssonar kom íyrst út 1943, - áratug síðar þýddi hann leikritið og að lokum endurþýddi hann söguna 1983. Þýðing Ólafs er vönd- uð, kannski fullbókleg frá raunsæju sjón- armiði, orðanotkun ekki í samræmi við daglegt tal manna nú, en mér fannst hún hæfa túlkuninni hér og anda sýningar- innar vel. Hvað hefur gert Mýs og menn svona lífseigt verk? Eg man hvað ég varð undrandi þegar ég las í gamalli tímarits- grein eftir íslenskan bókmenntafræðing að Mýs og menn væri slæm bók.“ Kannski var átt við það að svona tilfinn- ingasöm saga gæti ekki verið góð. En er það ekki endanlega mælikvarði á gildi sögu eða leiks hvort verkið lifír áfram í Wtund þess sem les, heyrir eða sér? A þann kvarða mælt er Mýs og menn alveg áreiðanlega góð bók“. Þjóðfélagslegi þátturiim Um Loftkastalann hefur verið sagt að hann geri einkum út á það sem er þekkt fyrir og líklegt til að trekkja vel. Nokkuð er hæft í því og sýningin á Músum og mönnum styður kenninguna. Verkið er frægt. Tvær af helstu leikstjörnum okkar nú um stundir, Hilmir Snær Guðnason og Jóhann Sigurðarson, eru fengnir til að persónugera Georg og Lenna á sviðinu. Leikstjórinn er sömuleiðis frægur af frumlegum sýningum og leikmyndahönn- uðurinn sóttur til Lithauen en þangað leita sem kunnugt er íslenskir leikhús- frömuðir þegar þeir vilja slá sér upp. Sýn- ingin á Músum og mönnum er að mörgu leyti góð. Leikmátinn er natúralfskur og í honum er þessu viðkvæma verki sýnd nærgætni sem það þarf á að halda. Hér er þó meiri áhersla á hinn persónu- bundna og Ijóðræna þátt verksins heldur en hinn þjóðfélagslega þar sem birtast eymdarkjör Iandlausra verkamanna á kreppuárunum. Mýs og menn fjallar, eins og við munum, að miklu leyti um drauma þessa fólks um betra líf, barnalega drauma sem brotna hastarlega á skerjum veruleikans. Georg og Lenna dreymir um litla býlið - og kanínurnar - og annað fórnarlambanna, kona Curlleys, gengur fram í órum um frægð í HoIIywood. Þessu miðlar Ieikstjórinn í angurværum tóni sýningarinnar, með áhrifahljóðum og tregafullum tónum. Og hann leggur við eins konar handanheimssælu sem mál- verkið barnslega af einhyrningnum undir- strikar. Einhyrningurinn táknar Krist , - en ég sé ekki miklar forsendur fyrir trúar- legri túlkun af þessu tagi í verkinu sjálfu, - nema allir hamingjudraumar manna teljist hafa trúarlegan undirstraum, sem þeir reyndar hafa, rétt á litið. Hið jarð- neska og yfirskilvitlega vegur hér salt. Leikmyndin er nöturleg, köld og hörð í samræmi við þann ytri heim sem verkið lýsir, en það sem setur sérstakan svip á hana er flak af þyrlu og það gegnir raunar táknrænu hlutverki, verður ráðandi á sviðinu í hinni viðkvæmu Iokasenu. Óður til vináttuiuiar Leikstjórinn hefur sem sagt tekið Mýs og menn alvarlega og sýnt verkinu virðingu. Hann hefur sagt, með réttu, að hann líti á verkið fyrst og fremst sem óð til vinátt- unnar. I samræmi við það eru þeir Georg og Lenni í sjónarmiðju og allt veltur á túlkun þeirra hlutverka og samspili. Þar var reyndar ekki fullt jafnvægi á. Hilmir Snær, svo hugþekkur sem hann jafnan er á sviðinu og einnig hér, náði einhvern veginn ekki að leika sannfærandi á til- finningaskala Georgs. Hann Iék sorg hans og viðkvæmni vel, en Georg er einnig hörkutól, einbeittur og klókur, - því miðlaði leikarinn síður. Aftur á móti er Jóhann Sigurðarson afbragðsgóður í hlutverki Lenna og á stundum náðu þeir Hilmir Snær einkar góðum samleik. Jó- hann er ekki einungis vegna líkamsburða sjálfkjörinn í hlutverk þessa bernska trölls, heldur ræður hann einnig yfir þeirri tækni í limaburði og svipbrigðum sem til þarf. Hann leikur ekki síður þög- ull en í orðræðum, sýndi okkur hinn ólánsama og hrekklausa Lenna á hóf- stilltan og minnilegan hátt. Af öðrum leikendum er sérstök ástæða til að telja konu Curleys, Ingu Maríu Valdimarsdóttur, eina kvenhlutverkið, það er fallega Iagt upp af hálfu hennar og leikstjórans, - konan sú er ekki einungis ólukkufugl. Og ekki síður Guðmund Ólafsson, Cabdy, næmleg túlkun, sérstak- lega var hann góður þegar verið er að Ijarlægja hinn kæra hund hans til að skjóta hann. Skýra manngerð hins frum- stæða og grófa Whit sýndi Kjartan Bjarg- mundsson ljóslega og hlutverk svertingj- ans Crooks var vel unnið í nokkuð stíl- færðum leik Sigurþórs A. Heimissonar. Ótaldir eru Helgi Björnsson (Slim), Þröstur Guðbjartsson (Bústjórinn), Atli Rafn Sigurðsson (Curley, nokkuð furðu- leg fígúra, annars eru búningar góðir) og Sveinn Geirsson (Karlson) en leikur þeirra sætir ekki tíðindum. Þótt undarlegt sé hefur þetta verk víst ekki komið á svið at\ánnuleikhúss í Reykjavík frá þ\i í Iðnó fyrir hálfum fimmta áratug. Það var því tímabært að láta á það reyna fyrir nýrri kynslóð. Eg hygg að það sannist að Mýs og menn sé vel lifandi og verði áfram. Sýningin er þ\i vissulega verð leikhúsfarar, þótt ekki væri nema til að sjá Lenna. m RatUbíií U3£jri*W» Sirrö'cn Sljértati* 13 Hátíðin næstum búin Kvikmyndahátíð Reykjavíkur lýkur á sunnudaginn. I dag kl. 17 í Regnbogan- um heldur Denis Nyback, kvikmynda- sagnfræðingur, fyrirlestur um DaDa og súrrealisma í Hollywoodmyndum 4. ára- tugarins. En kvikmyndasýningar hátíðar- innar um helgina verða þessar: REGNBOGINN: Idioteme, The Dinner Game, La Vita é Bella, Brandon Teena Story, Gabbeh, Funny Games, The Dinner Game. BÍÓBORGIN: Eve’s Bayou, The Butcher Boy. STJÖRNUBÍÓ: The Ugly. HASKÓLABÍÓ: Festen, Welcome to the DoIIhouse. Idioteme Dogmamynd Lars von Trier er um hóp úngs fólks sem ákveður að kanna sinn innri eðjóta. Þetta er ferðalag sem tekur á og á stund- um erfitt að sjá hvar mörkin liggja. The Dinner Game Franska myndin Le Diner des cons segir frá hópi manna sem hitt- ist á hverju miðviku- dagskvöldi til að éta saman en sú kvöð hvílir á gestunum að allir verða að taka með sér einn fá\ita. Undir borðhaidinu skemmta menn sér við að hlusta á hug- myndir og tal fávitanna en í lok máls- verðar er ævinlega valinn fáviti kvölds- ins. Dag einn er Pierre sannfærður um að vera með öruggan sigurvegara í hönd- unum en svo gengur allt úr skorðum... Árið 1962 heldur Batiste fjölskyldan mikla veislu. I veislunni kemst hin 10 ára gamla Eva að því að faðir hennar sækir ástir til fleiri kvenna en eig- inkonunnar einnar. Þegar Eva uppgötvar einnig haft í frammi kynferðislega tilburði við eldri systur hennar ákveður hún að svona maður eigi ekki skilið að Iifa lengur... Eve’s Bayou að faðir hennar hefur The Ugly Nýsjálenska myndin, The Ugly, þykir með afbrigð- um ofbeldis- full enda gef- ur viðfangs- efnið tilefni til. Fjöldamorð- ingi hefur verið lokaður inni á geð- veikrahæli í fimm ár og talinn vanhæfur til að gangast undir réttarhöld. Þá er sál- fræðingur, kvenmaður, fenginn til að koma og meta geðrænt ástand fjöldamorðingjans sem hefur verið að halda þ\a fram að hann sé nú orðinn heill á geði. Þegar sálfræðingurinn fer að grafast fyrir um orð hans og fortíð kem- ur ýmislegt í ljós.

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.