Dagur - 23.01.1999, Qupperneq 7

Dagur - 23.01.1999, Qupperneq 7
LAUGARDAGUR 23. JANÚAR 1999 - 23 Thypr Fangelsid í Kópavogl er tvílyft einbýlishús með vírnetsgirðingu umhverfis 200 fermetra garð og Haukur Már Haraldsson, faðir stúlkunnar sem var dæmd í átta ára fangelsi fyrir að bera kókaín frá Úrúgvæ til Kaupmannahafnar í hittifyrra, telur að það sé að ýmsu leyti óhentugt sem fangelsi. Ein- býlishús eru lítil og „eðli málsins samkvæmt þurfa fangar að vera í fangelsinu allan sólarhringinn allt árið um kring, “ segir hann. „Stærðin á húsinu og aðstaðan er slík að þetta verður mjög þrúgandi" og ekkert við að vera. mynd: gva einu ári frá uppkvaðningu dómsins án tillits til varð- haldslengdar og eiga þá kost á leyfi í einn dag á þriggja mán- aða fresti. Dóttir Hauks Más hefur tvisvar fengið dagsleyfi, fyrst í október sl. Aður en til þess kom var ítrekað reynt að fá heimild til „stutts leyf- is utan fang- elsis“ eins og það heitir, en löngum án ár- angurs. En í endaðan júlí á síðasta ári fékk hún svo upphringingu frá yfirmanni fangelsa á höfuðborgar- svæðinu og var hvött til að að sækja um dagsleyfi og óska eftir svari fyrir miðjan ágúst, áður en yfir- maðurinn færi í sumarleyfi. Þar sem þessi skilaboð komu að fyrra bragði frá þessum manni taldi stúlkan að aðeins væri um formsatriði að ræða og foreldrar hennar frestuðu ferðalagi í þeirri von að hún kæmist skyndilega í frí. Svarið barst ekki fyrr en eftir miðjan ágúst og þá kom annað á dag- inn. Hún fékk neitun. „Þetta gerði mig gjörsam- lega æfan. Frííð átti að koma til móts við þörf hennar fyrir slíkt leyfi vegna þess að mönnum þótti lengdin á fangavistinni slík að það væri í raun og veru ekki rétt að fara eftir bókstafnum hundrað pró- sent af því að hún fékk óvanalega langan dóm,“ út- skýrir Haukur. Stelpan fór illa út úr þessu. „Þetta fékk ofboðslega mik- ið á hana. Hún fór til dæmis ekki í nám í upphafi síð- ustu annar vegna þessa. Þegar hún svo hringdi í þann sem hafði hvatt hana til að sækja um Ieyfið og spurði hann um þetta varð hann mjög vandræðaleg- ur og sagðist ekki skilja þessa neitun vegna þess að hann hefði verið beðinn um það af yf- irmanni hjá Fangelsis- málastofnun að hvetja stúlkuna til að sækja um leyfið. Eg kærði þessa framkomu til ráðuneytis og ráðherra og upp úr þessu var fangelsismálastjóri settur í önnur verkefni og nýr maður í embættið, hvort sem það var nú vegna þessa eða einhvers annars. En þetta var svo of- boðslega ruddalegt gagnvart fólki sem er lokað inni. Þetta var slíkt kjaftshögg að ég ætla ekki að lýsa því og það tók sinn tíma að vinna úr því.“ Eftir alla umræðuna síðustu misseri hefur einhver hreyfing komist á málin, að mati Hauks, en heldur gengur hægt og nú virðist allt stopp. „Það kom arkitekt upp í fang- elsi og fór að teikna og taka út. Það átti bersýnilega að fara að gera eitthvað en svo bara allt í einu stoppaði það og það er ekkert að gerast í dag,“ seg- ir hann. Byrja strax Haukur telur að lögin um fangavist séu að ýmsu leyti já- kvæð og góð en því miður hafj verið sett reglugerð til að vinna eftir sem hafi hamlandi áhrif og dragi úr því jákvæða í lögunum frekar enað vinna betur úr því. Þannig sé til dæmis ákvæðið í reglugerð- inni um að eitt ár skuli líða frá uppkvaðningu dóms án tillits til varðhalds, ekki í lögun- um. Þetta seg- ir hann að sé „ofboðslega langur tími, í tilfelli dóttur minnar tvö ár. I reglugerðinni segir líka að fangi eigi möguleika á að fara í nám þegar sex mánuðir eru eftir af fanga- vistinni í stað þess að hefja námið eða vinnuna strax og fangavist hefst, eins og gert er t.d. í Danmörku." 8x4 bannaðiu' Um síðustu helgi kom fram í Degi hve furðulegar og ómarkvissar reglur eru gild- andi á Litla Hrauni. Haukur bendir á að í Kópavogi séu líka skrítnar reglur. Þannig er t.d. bannað að færa fanga svitalyktareyði af tegundinni 8x4 af því að einhvern tímann drakk einn fanganna svitalykt- areyðinn sinn af gerðinni 8x4. „Einhverjir hefðu haldið að það væri næg refsing fyrir fangagreyið að svolgra þessum óþverra í sig en það var ber- sýnilega ekki nóg,“ segir Haukur Már og bætir við: „Hins vegar er leyfilegt að koma með allar aðrar tegundir af undirhandasvitalyktareyði í fangelsið, jafnt í fljótandi formi sem föstu.“ Og hann kann annað dæmi um furðulega reglu: „Fyrir nokkrum árum fóru fangar í Kópavogs- fangelsinu gjarnan í sundlaug bæjarins í íylgd fanga- varða. Þetta líkaði þeim mjög vel. Svo reyndi ein- hvern tíma einn fang- anna að strjúka í svona sund- laugarferð og þá voru við- brögðin þau að banna sundlaugarferðir. I stað þess að refsa fanganum sem braut af sér var öllum föngum refs- að og enn þann dag í dag er verið að refsa þeim sem þarna sitja inni því að sundlaugar- ferðir hafa ekki verið leyfðar síðan." Bannað eraðfæra fanga svitalyktareyði aftegundinni 8x4 af þvíað einhvem tím- ann drakk einnfang- anna svitalyktareyði afþessarigerð. „Ein- hverjirhefðu haldið að það væri næg refsing fyrirfangagreyið að svolgra þessum óþverraísig.“ Vinnan ífangelsinu krefst einskis og gerir engar kröfur tilfólks, hvorki líkamlega né andlega, „sem erstór- hættulegt í þessu um- hverfi, “ segirHaukur Már. „Að öðm leyti er ekkert við að vera ann- að en að hangsa. “ AðbúnaðuríDan- mörkuog áíshndi Eilífur samanburður er í gangi meðal fanganna íKópavogi við Litla-Hraun og Kvítabryggju og telja konumaríKópa- vogi að halli verulega á þærí saman- burðinum. VerkefniJyrirJafnréttisráð? Hér kemur samanburður áfangelsinu í Kópavogi og í Danmörku þarsem Valdís Ósk Hauksdóttirvarí gæsluvarðhaldi í fyrra og erhann byggður ápunktum frá Hauki. • Lokað kvennafangelsi þó einnig séu vistaðir karlmenn undir 23 ára aldri. Pláss fyrir tæplega 100 fanga. Yfirmenn fangelsisins ræddu við Val- dísi strax við komuna og kynntu henni staðhætti og reglur. Sálfræðingur ræddi við fanga við komuna í fangelsið og svo einu sinni í viku og eftir þörf- um. Sama gilti um félagsfræðinga. Fangar eru hvattir til náms og þeir þannig búnir undir lífið utan fangels- isins. Kennari kom til Valdísar og hún fékk að helja nám í dönsku þó að próf væru hafin og svigrúm ekki mikið. Reynt að mæta séróskum. Föngunum gefst kostur á listnámi, teikningu, mál- un og sjálfsnámi og fá þeir greitt eins og um vinnu sé að ræða. Reglugerð er notuð til að draga sem mest úr þeim möguleikum sem jákvæðar lagagreinar veita. Eftir iæpt ár fékkst sál- fræðingur eftir ítrekaðan eftirrekstur. Fé- lagsfræðingur hefur ekki sést. • Margs konar vinna er í boði, að mála, slá gras, sinna viðhaldi og hugsa um hænsnabú. Á málmiðnaðarverk- stæði eru framleiddir gripir til sölu og þar fá fangarnir að vera iðnnemar. Á húsgagnaverkstæði eru framleidd hús- gögn og tréleikföng sem seld eru víða um Iand. Saumastofa framleiðir dúka og gluggatjöld. Margs konar pökkun- arvinna er í boði, til dæmis við að pakka hjólbörðum og eldhúsáhöldum. Pökkun á stuttermabolum, timaritum, blöðrum og kortum í plastpoka þegar vinnu er á annað borð að fá. Sams konar vinna og í varðhaldsfangelsum t Dan- mörku og eingöngu ætluð til þess að dreifa huganum. • Hver álma hefur sinn garð þar sem hægt er að vera úti allan daginn. Þar er grill, stórt sameiginlegt útivistar- svæði með fótboltavelli, blakvelli, körfuboltavelli og trampolíni. Hlaupa- tímar og keppni. til dæmis milli fanga og fangavarða. I íþróttasal er hægt að spila tennis, badminton, vera á hjóla- skautum, læra hnefaleika, iðka knatt- spymu og körfubolta. 150 fermetra garður að húsabaki. Ein körfuboltakarfa en vandræði með körfu- bolta. Inni er gamalt þrekhjól og lyftinga- bekkur í litlu kjallaraherbergi. • Helgarleyfi eftir að hluti dóms hef- ur verið afplánaður til að venja fanga við lífíð utan múranna. Sérstakt úti- vistarleyfí fæst ef fangi þarf að sinna nauðsynlegum erindum. Veitt er dagsleyfi þegar ár er liðið frá uppkvaðningu dóms án tillits til varð- haldslengdar. Spuming með leyfi til að sinna nauðsynlegum erindum. • Leyfilegt að koma með mat og neysluvörur til fanga í heimsóknartím- um sé þess neytt meðan á heimsókn stendur. Fanginn má ekki fara með neitt af því í klefa sinn. Hann getur valið milli þess að elda sjálfur eða snæða í mötuneytinu. Hann fær mat- arpeninga og getur keypt hráefni í verslun í fangelsinu. Aðeins má koma með peninga og sígar- ettur þó að auðvelt eigi að vera að smygla ftkni- og eiturlyfjum í slíku. Fangamir fá matarbakka frá Múlakafft og þeim er bannað að elda sjálfum. I sjoppunni fást þrjár tegundir af súkkulaði, appelstn, kók og (létt)popp.

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.