Dagur - 23.01.1999, Síða 9

Dagur - 23.01.1999, Síða 9
LAUGARDAGUR 23. JANÚAR 1999 - 25 og beðið hana að fara inn í al- menning þar sem leikararnir höfðu verið að sýna um kvöldið. „Hún rauk af stað upp úr rúm- inu. Þá var þarna eldur í rusla- dalli. Þama var greinilega eld- varnakerfi að handan," segir hann. Rafmagnið kom aftur „Svo get ég sagt frá merkilegu atriði sem fjöldi manns upplifði hér á sviðinu 1973-1974. Við vorum að sýna dagskrá um Matthías Jochumsson, sem Böðvar Guðmundsson tók sam- an og Eyvindur Erlendsson Ieik- stýrði, að rafmagnið fór af hús- inu undir lok sýningarinnar. Við vorum öll með Iogandi kerti á sviðinu og héldum áfram að leika. Gríðarlega stór mynd af Matthíasi eftir Einar Helgason myndlistarkennara var aftast á sviðinu eins og steindur kirkju- gluggi. Við vorum búin að leika við kertaljós allt upp í 10 mínút- ur frekar en að hætta sýning- unni. Þegar kom að þjóðsöngn- um kom rafmagnið og myndin lýstist aftan frá. Þetta var afar tilkomumikið og merkilegt og skeikaði ekki sekúndu. Þetta upplifðu bæði áhorfendur og leikarar," riljar Þráinn upp. Sætinu skellt Freygerður Magnúsdóttir búningameistari kannast vel við að draugagangur sé í Samkomuhúsinu á Akureyri þó að hún hafi ekki haft mikla trú á því þegar hún hóf störf í leikhúsinu árið 1969. Það átti þó eftir að breytast og í dag segir hún ýmislegt gerast í húsinu sem enginn eigi skýringu á. „Ég var einu sinni að vinna uppi á sviði á miðjum degi og það var enginn í húsinu nema ég. Þá heyrði ég að hurðin í salnum opnaðist, einhver gekk inn og inn í eina sætaröðina og sæti skellt. Þetta var í birtu en ég sá engan,“ segir hún. I annað sldpti var Freygerður í saumastofunni í kjallaranum en inn af henni var smíðaverkstæði og geymsla. Þetta var seint að kvöldi og hún var ein í húsinu. „Allt í einu upphófst hávaði frammi á smíðaverkstæðinu eins og eitthvað væri dregið eftir gólfinu og einhverju skellt niður og kastað til. Ég taldi í mig kjark og opnaði fram og kveikti. Þar var enginn og ekkert sem gat valdið þessum hávaða. Ég fór inn aftur og sagði við sjálfa mig að þetta væri tóm vit- leysa en þá upp- hófst sami há- vaðinn og þá var ég búin að fá nóg. Ég fór út úr húsinu og heirn," segir Freygerður sem var yfirleitt ekki hrædd við það sem gerðist í húsinu enda gerði það aldrei neinum mein. það við okkur sem við vorum að íeita að. Karl sagði að þetta væru álfarnir sem væru að stríða okkur. Þeir sætu ofan á hlutun- um svo að við sæjum þá ekki. Við dustuðum oft eftir þetta og hlutirnir komu í ljós. Þetta er eini maðurinn, sem ég hef hitt sem hefur haft þessa skýringu á hlutum sem hverfa." í hrókasamræðum við látna vinkonu „Leikhúsdraugar? Nei, ég hef aldrei séð neinn. Og einhvern veginn hefur mér alltaf fundist að hinir látnu vinir mínir úr leikhúsinu hafi eitthvað svo miklu meira spennandi og skemmtilegra að fást við í eilífð- inni en það að rápa upp og nið- ur stigana í Iðnó,“ segir Guðrún Asmundsdóttir leikkona. „Hins vegar hef ég heyrt margar og mergjaðar draugasög- ur sem áttu að hafa gerst í Ieik- húsinu. Ein sagan var sú að þeg- ar Gullna hliðið var sýnt hjá Leikfélagi Reykjavíkur einhvern tíma milli 1940-50 gerði sú sýn- ing slíka stormandi lukku undir stjórn Lárusar Pálssonar að farið var með hana í leikför til Finnlands. Alda Möller sem lék Maríu Mey í sýningunni lést nokkrum vikum eftir að komið var heim úr leikförinni. Var önnur leikkona fengin til að leika þetta tigna hlutverk. En eins og ég heyrði söguna fylgdi ekki nafn leikkon- unnar sem við hlutverkinu tók heldur það að hún hefði verið rammskyggn og séð hluti sem ekki öllum er ætlað að sjá. Og var henni mikil raun að á hverri sýningu sem hún lék sá hún alltaf hina látnu leikkonu fyrir framan sig á sviðinu leikandi hið sama hlutverk. Var þetta orðið það þrálátt að leikkonan kom að máli við leikstjórann og sagðist ekki halda að hún treysti sér til að leika fleiri sýningar ef þessu héldi áfram. Og Lárus Pálsson sem þekktur var fyrir ýmislegt annað en að kveða niður drauga sást tveimur klukkustundum fyrir næstu sýningu ganga um sviðið í Iðnó sannfærður um að enginn sæi til hans. Var hann í hrókasamræðum við hina látnu vinkonu sína og grátbað hana að vera ekkert að þvælast fyrir þeim á sviðinu í gerfi hinnar helgu meyjar. „Þú gerir þetta nú fyrir mig Alda, stúlkan er orðin hrædd við þetta,“ sagði hann í bænar- róm út í tómið. Hafandi ekki hugmynd um að æringinn og vin- , ,, , 7 7 7 7 vur hans Indriði stutta stund blasti það Waage stóð i . x t i • \ myrkrinu á bak við okkur sem við vor- „Eg var sannfærður um að þessifullorðni maðurhefði komið og gert vart við sig - verið að kveðja“... Við dustuðum með höndunum rétt ofan við borðið og eftir um að leita að. Álfar að striða „Hlutir gátu horfið og svo lágu þeir fyrir framan mann eftir svolitla stund. Eitt sinn var Karl Aspelund búningahönnuður að vinna með mér að stóru verkefni og við vorum alltaf að týna ein- hveiju. Loks sagði Karl: „Þetta dugar ekki. Við verðum að dusta." Og svo dustuðum við með höndunum rétt ofan við borðið, sem við vorum að vinna við, og eftir stutta stund blasti við aftasta bekk. Hafði af tilviljun átt erindi í leik- húsið og orðið vitni að særingum leikstjórans til verndar sýningu sinni. En hvað um það. Þessi vinarbeiðni Lárusar yfir í annan heim hefur hrifið. Því hin unga leikkona fékk að leika Maríu Mey óáreitt eftir það í hinu Gullna hliði Davíðs Stefánssonar," segir Guðrún og heldur áfram að rifja upp: Fádæma æðruleysi „Hún Kristín okkar sem sá um kaffið niður í Iðnó bjó yfir mik- illi reynslu í sambandi við yfir- náttúrulega reynslu. Þetta viss- Þráinn Karlsson: „Við vorum búin að leika við kertaljós allt upp í 10 mín- útur frekar en að hætta sýningunni. Þegar kom að þjóðsöngnum kom rafmagnið og myndin lýstist aftan frá.“ Guðrún Ásmundsdóttir: „Var hann í hrókasamræðum við hina látnu vin- konu sína og grátbað hana að vera ekkert að þvælast fyrir þeim á svið- inu í gerfi hinnar helgu meyjar." Sveinn Einarsson: „Síðan voru mér sýndar myndir afhonum og það fór ekki á milli mála. Ég þekkti hann strax. Það var þessi maður." Freygerður Magnúsdóttir: „Allt í einu upphófst hávaði frammi á smíða- verkstæðinu eins og eitthvað væri dregið eftir gólfinu og einhverju skellt niður og kastað til. Ég taldi í mig kjark og opnaði fram og kveikti. Þar var enginn“... Eyvindur Erlendsson um Samkomu- húsið: „Ég fann svo sem ekki fýrir því að það væru draugar. Það var bara ónotatilfinning að vera einn í þessu húsi.“ um við og reyndum mikið til að fá hana til að segja okkur frá. En hún varð þá bara spúkí á svipinn og sagðist lítið þurfa að gaspra um það. En við þyrftum ekki að hafa áhyggjur af því að eldsvoði grandaði Iðnó því það væri svo vel verndað. Enda sýndi Kristín alveg fádæma æðruleysi þegar kviknaði í ruslakörfunni niður í kjallara þar sem búnings- herbergin voru. (Og eru reyndar enn.) Hafði ein- hver hent sígar- ettustubbum í fötuna sem full var af pappírs- þurrkum sem leikararnir höfðu notað til að taka af sér sminkið eftir sýninguna þá um kvöldið. Kristín sem hafði herbergi uppi á efstu hæðinni í Iðnó vaknaði við annarlega reykjar- lykt. Brá hún sér þá bara í nátt- sloppinn sinn og trítlaði niður í kjallara og slökkti eldinn, fór svo aftur upp á háaloft og hélt áfram að sofa. Horfðum við með aðdáun á matseljuna okkar dag- inn eftir. „Cool“, sagði einn af ungu leikurunum við hana. „Og varstu ekkert hrædd?“ „Nei,“ sagði Kristín fálega og rétti honum brauðsneið með hangikjeti og gaf ekkert meira út á það. En við hin litum hvort á annað og vorum sannfærð um að hún hefði komið af stað ein- hveiju annars heims Securitaskerfi áður en hún lagð- ist aftur til svefns þessa örlaga- ríku nótt. Og morgun einn þegar við komum á æfingu og settumst upp í „Kringlu11 til Kristínar að fá smá kaffisopa. (Stóra hring- laga borðið uppi í eldhúshorn- inu í Iðnó var alltaf kallað Kringlan) Vorum við mjög slegin og sögðum Kristínu þær fréttir að Har- aldur Björnsson hefði dáið þá um nóttina. „Það þykir mér skrýtið," sagði Kristín. „Hann kom hingað í morgunkaffi til mín klukkan átta í morgun eins og hann er vanur. hann mergjaða sögu úr einu sögufrægasta leikhúsinu á Norð- urlöndum, leikhúsinu í Þránd- heimi, sem reist var árið 1834. Fyrir 25 árum var Sveinn í leyfi sem Þjóðleikhússtjóri og hafði tekið að sér að setja upp Kristni- hald undir jökli eftir Halldór Laxness í þessu leikhúsi. Hann fór gjarnan snemma niður í leik- hús, settist inn í salinn og ákvað hvernig hann vildi hafa æfing- arnar. Þennan dag var mein- t , . 7 ' n • ingin að prófa Þu genrþetta nufynr áhnf mynd- migAlda,stúlkaner vorpu og gera orðin hrædd við þetta, “ sagði hann í bænarróm útí tómið. vinstra megin, „Það þykirmérskrýt- ið“... „Hann kom hingað í morgunkafþi til mín klukkan átta í morgun eins og hann ervanur.“ Brugðust samtímis við Sagt er að draugur sé í Þjóðleik- húsinu en ekki er vitað til þess að neinn hafi séð hann eða orð- ið var við síðustu árin eða ára- tugina. Mönnum ber ekki held- ur saman um hvort hann gangi aftur í húsinu vegna þess að ein- hver hafi orðið fyrir slysi við byggingu hússins eða hvort draugurinn sé breskur að upp- runa, frá tíma breska hersins í húsinu í stríðinu. Sveinn Ein- arsson hefur oft starfað í Þjóð- leikhúsinu en aldrei séð þar draug. Einu sinni hefur hann þó orðið var við „eitthvað" og það var þegar hann var að æfa leikrit með Þóru Friðriksdóttur leikkonu. Hann segir að þeim hafi iðulega þótt einhver láta vita af sér á æfingum. „Það var ekki bara einhver ímyndun vegna þess að við lit- um alltaf samtímis til baka. Ég held að þar hafi verið á ferðinni Lárus Pálsson og Inga Þórðar- dóttir en ég get ekki sannað það. Eitthvað var það vegna þess að annars hefðum við ekki bæði brugðist við samtímis," segir hann. En þótt Sveinn hafi aldrei séð draug í Þjóðleikhúsinu kann tilraunir með að varpa texta upp á mynd á milli atriða. Sveinn gekk inn í sal- inn um mið- dyrnar og rakst á mann í næstysta sætinu baðst afsökunar og færði sig í næsta sæti. „Það var bannað að nokkur færi inn á æfingar aðrir en þeir sem voru að vinna í húsinu nema með mínu Ieyfi og ég þekkti starfsmennina alla með andliti, ef ekki með nafni. Ég sagði: „Ég er kominn, við getum byrjað," og það var slökkt í saln- um. Ég hugsaði með mér: Ég er ekkert að gera mig merkilegan við þennan mann, hann langar greinilega að sjá hvemig við ger- um þetta tæknilega atriði. Svo man ég að ég kíkti einu sinni til baka og enn sat maðurinn. Ég hugsaði með mér: Það er aldeil- is að hann hefur áhuga. Eftir 20 mínútur vorum við búin, við ræddum málið og svo var þetta orðið gott. I Iokin spurði ég svo ljósadeildina hvaða maður hefði setið þarna. Þeir sögðu: „Hvaða maður? Bölvuð vitleysa. Það hefur enginn verið hér.“ „Jú,“ sagði ég. „Það var maður þarna en það skiptir engu máli.“ Ljósamenn- irnir óttuðustu að Sveinn væri farinn að sjá of- sjónir en hann var harður á því að maður hefði setið á þessum tiltekna stað í salnum og ætl- aði að láta mál- ið útrætt. Þá spurði gamall starfsmaður ljósadeildarinnar hvar maðurinn hefði setið og þegar honum var bent á það sagði hann að þetta hefði verið gamli leikhússtjórinn þeirra. Forsaga málsins er sú að á stríðsárunum voru starfsmenn leikhússins að vinna í neðan- jarðarhreyfingunni, bæði leikar- ar og tæknilið. Þeir höfðu sendi- tæki uppi á loftinu, þar sem Ieikmunirnir voru geymdir, og voru að senda fréttir til London á milli þess sem þeir fóru niður á svið að sinna sinni list. Þjóð- veijar komust að því að sendi- tækið hlyti að vera í leikhúsinu. „Menn finna yfirleitt aldrei neitt í leikmunageymslum, hvorki það sem á að finna né það sem á ekki að finna, og þeir höfðu ekki fundið senditækið. Svo misstu þeir loksins þolin- mæðina, tóku leikhússtjórann, sem var að æfa í Villiöndinni, og skutu hann. Hann er þjóðhetja í Noregi,“ segir Sveinn. „Leikhús- stjórinn hafði þann sið, sem ég þekki frá mínum leikhússtjóra- ferli, að lauma sér inn í sal ef hann átti stund aflögu og sat alltaf í þessu sæti, næstyst á þessum bekk. Síðan voru mér sýndar myndir af honum og það fór ekki á milli mála. Ég bekkti hann strax. Það var þei ður.“

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.