Dagur - 26.02.1999, Qupperneq 3

Dagur - 26.02.1999, Qupperneq 3
FÖSTUDAGUR 26. FEBRÚAR 1999 - 19 X^«r. LÍFIÐ í LANDINU Eruíslend- ingarnám- skeiðaþjóð- in mikla? Framboðið af námskeiðum virðist taka yfir allt milli himins og jarðar og fjöldi skóla sem býður upp á styttri og Iengri námskeið, allt frá einu kvöldi upp í eitt til tvö ár. Endurmenntun, starfshæfni, persónuleg hæfni, tómstundir. Dagur ræddi við tvo skólastjóra um námskeiðafýsi landans. A hverju hausti og raunar út allan veturinn birtast auglýsing- ar og berast bæklingar um bréfalúgur þar sem vakin er at- hygli á námskeiðum sem al- menningi standa til boða. Nám- skeiðum um allt liggur mér við að segja og fjarri mér að kvarta undan þessum sendingum. Allt milli... Langar þig til að hanna eigin arin? Viltu Iæra um karl á mörk- um nýrrar aldar? Hefurðu áhuga á aðferðum við að ná tökum á streitu? Viltu læra skapandi skrif? Langar þig til að lesa Njálu með Jóni Böðvars- ir. Frá arinhönnun til Egils sögu, frá reiðmennsku til ritlistar. Námsflokkar Reykjavíkur, Mím- ir-TómstundaskóIinn, Rafiðnað- arskólinn og Viðskipta- og tölvu- skólinn, Kvöldskóli Kópavogs, Menntasmiðja kvenna, Endur- menntunarstofnun Háskólans, öldungadeildir og fullorðins- fræðsla í fjölda skóla og margt fleira. Skólarnir eru margir og margbreytileikinn í námsfram- boði eftir því. Mikiö umfang Til að gefa hugmynd um um- fangið í þessum geira má nefna að kennarar í Mími-Tómstunda- skólanum eru á annað hundrað og skráðir þátttakendur nú rúm- lega 5.000 á aldrinum fjögurra til níutíu ára. Samkvæmt upp- lýsingum Jóns Árna Rúnars- sonar, skólastjóra Rafiðnaðar- skólans og Viðskipta- og tölvu- skólans eru kennarar í þeim skólum um 230. Varðandi nem- endafjölda bendir Jón Árni á að mæling nemendakennslustunda sé hinn eini raunverulegi mæli- kvarði og við Rafiðnaðarskólann séu á hverju ári um 1.200 slíkar einingar. Hér eru aðeins þrír skólar nefndir til að gefa hug- mynd um umfangið. sym? Viltu bæta tölvukunnáttuna? Já. Mig langar á öll þessi námskeið og fleiri reyndar en ég hef ekki tíma. Mörg þúsund manns gefa sér tíma því ekki væru til allir þessir skólar og öll þessi nám- skeið ef engir væru nemendurn- Námskeiðaþjóðin mikla Andrés Guðmundsson, skóla- stjóri Mímis-Tómstundaskólans tekur að nokkru leyti undir þá hugmynd að kalla megi Islend- inga námskeiðaþjóðina miklu. „Jú, ég held það,“ segir Andrés þegar ég varpa fram þessari skoðun minni en bætir þó við: „Að vísu ef þú skoðar þetta í al- þjóðlegu samhengi þá er þetta ekkert öðruvísi hér en annars- staðar. Við erum að vísu tíu árum á eftir þróuninni í þessu eins og öðru.“ Það sem er örðuvísi við Is- Iendinga að mati Jóns Árna Rúnarssonar, skólastjóra Rafiðn- aðarskólans og Viðskipta- og tölvuskólans, er að einstakling- arnir sjálfir eru áhugasamari hér á Iandi að sækja námskeið á eig- in vegum. Fyrirtækin hinsvegar skorti framsýni til að sjá hve arðbær fjárfesting vel þjálfaður starfskraftur geti verið. „Einstaldingarnir eru tilbúnir að styrkja stöðu sína hér meira en gerist erlendis," segir Jón Árni. „Fyrirtæki erlendis eru miklu öflugri í að senda fólk á námskeið til þess annaðhvort að þessir einstaklingar geti axlað ný störf innan fyrirtækjanna eða bara breikkað starfsumhverfið.“ Endiirmeimtimarbylting Andrés bendir á að það að afla sér einhverrar menntunar hvort sem það er í frístundaskyni eða sem starfsmenntun sé býsna al- gengt og varðandi starfsmennt- unina hreinlega nauðsynlegt. Tilgangur fólks með námi er misjafn og má ef til vill skipta þannig að eitt markmiðið sé að auka hæfni í starfi, annað að auka persónulega hæfni í til- teknum atriðum og hið þriðja má þá kalla hreint tómstunda- nám. Skilin geta þó stundum verið óljós. Orð eins og endurmenntun og símenntun hejTast æ oftar hin síðari ár og líklega engar ýkj- ur að tala um byltingu í endur- menntunarmálum. „Það er bylting, það má segja það,“ segir Andrés. „En það þýð- ir einfaldlega að það er ekki horft á menntunina eins kafla- skipt og áður.“ Andrés bendir á að nú sé eiginlega litið á endur- menntunina sem sérfræðinám en hið almenna skólakerfi sem undirbúningsnám, það sjáist vel hjá sumum háskólastéttum. Andrés nefnir einnig dæmi úr öðrum stéttum. Rafiðnaðar- menn, prentarar, bifvélavirkjar og margir aðrir þurfi vegna hraðrar þróunar í tæknimálum stöðugt að afla sér nýrrar þekk- ingar á sínu sviði. Þetta sé ekki viðhorfsbreyting í raun heldur knýjandi þörf. „Menn hreinlega verða. Þarna verður til gróska í námskeiðahaldinu og það er fínt,“ segir Andrés. Skortir framsýntna Jón Árni telur vanda liggja í því að margir þeirra sem stjórna fyrirtækjum í dag séu af þeirri kynslóð sem ekki hefur næga þekkingu í tölvutækni til að gera sér grein fyrir hve mikilvægt er að þjálfa starfsfólk í nýjum vinnubrögðum með því að senda það á námskeið. Skortir þá á að stjórnendur fyrirtækja hér sjái eða skilji arðsemina í því að þjálfa starfsfólkið með þvf að Andrés Guðmundsson, skólastjóri Mímis-Tómstundaskólans: „Efvið leitum að námskeiði sem er eingöngu hobbítengt er ég ekki viss um að svo miklar nýj- ungar hafi verið í því, eins og maður sér sviðið í heiid sinni." senda það á námskeið? Jón Árni tekur dæmi úr tölvugeiranum til að svara því. „Menn eru tilbúnir í að Ieggja fram ógurlegt fjár- magn í að tölvuvæða allt fyrir- tækið en fólkið sem situr við tölvurnar getur notað þær fyrir viðskiptahugbúnað fyrirtækisins og sem hraðvirka ritvél til að geyma skjölin sín í. Fjárfesting- arstefna fyrirtækja í tölvubúnaði er í engu samræmi við tölvu- kunnáttuna innan fyrirtækj- anna. Þetta er ósköp svipað og ég myndi kaupa fimmtán bíla en spyrja síðan í fyrirtækinu mínu hveijir séu með bílpróf." Hann segir einstaklingana það sjálf- bjarga að þeir séu tilbúnir að fórna tíma og kostnaði til að sækja nauðsynleg námskeið. „Þau fyrirtæki sem eru með markvissa menntastefnu í sam- bandi við tölvukunnáttu hafa notið þess að fólkið hefur getað axlað nýja ábyrgð innan fyrir- tækjanna og í sumum tilfellum búið til þekkingu innan fyrirtæk- is í staðinn fyrir að kaupa þjón- ustu úti í bæ sem kostar kannski yfir 5.000 krónur á tímann. Þetta er fjárfesting til framtíðar.“ Mismunandi forsendur Hið eiginlega tómstundanám segist Andrés ekki halda að sé að aukast en haldi þó sínu. „Það heldur fluginu,11 segir hann. „Það eru alltaf þessi klassísku tómstundaefni eins og til dæmis ljósmyndun. Þar blandast saman krakkar sem eru að hugleiða frekara nám og svo aftur þeir sem vilja læra betur á vélina sína.“ Sem dæmi um klassískt tóm- stundanám nefnir Andrés út- skurð í tré og skrautritun. For- sendur fólks sem sæki slík nám- skeið séu þó oft mismunandi. „Útskurður í tré er kannski hobbf fyrir eldra fólk eða gamall draumur hjá mörgum. I skraut- rituninni blandast saman fólk sem sent er á skrautritunarnám- skeið í tengslum við vinnu, fólk sem vinnur í búðum, bakarar sem þurfa að skreyta kökur og svo fólk sem vill bara læra að skrifa betur. Svona blöndu finn- ur maður allsstaðar en þetta heldur alltaf áfram. Menn eru alltaf að læra eitthvað sér til skemmtunar." Andrés segist hafa á tilfinn- ingunni að eiginlegt tómstunda- nám, sem ekki tengist neinu öðru, muni hverfa sem slíkt og námskeiðin verði annað hvort meira starfstengd og námskeið sem svari ákveðnum kröfum. „Til dæmis námskeið í að hanna eigin arin. Það kemur enginn á það sem ekki er að byggja og vill setja upp arin. Annað er til dæmis innanhússskipulag. Þetta kemur fólk ekki í nema það hafi aðrar forsendur, ætli sér að gera eitthvað. „Ef við leitum að nám- skeiði sem er eingöngu hobbítengt er ég ekki viss um að svo miklar nýjungar hafi verið í því, eins og maður sér sviðið í heild sinni,“ segir Andrés. Frumtilgangur I ífsins Ásmundur Jakobsson eðlisfræð- ingur hefur sótt allmörg nám- skeið sér til gamans og gagns. Starfstengd námskeið sækir hann geisilega mikið til Endur- menntunarstofnunar Háskólans og er ánægður með þau. Meðal tómstundanámskeiða nefnir hann námskeið um menningu Spánar og námskeið um Róm og menningu hennar, innanhúss- arkitektúr og námskeið um lit og lýsingu. Námskeið Jóns Böðv- arssonar eru líka ofarlega í huga Ásmundar. Hann segir þau nám- skeið ekki eingöngu snúast um það að sitja og hlusta á fyrir- lestra. „Það er geisilega mikil kynn- ing í kringum námskeiðin hjá Jóni. Það eru ekki bara nám- skeiðin heldur eru líka ferðirnar. Sumar þeirra langar, til dæmis ferðir til útlanda. Eg hef farið með honum til Noregs í fimmt- án daga ferð og til Norður-Eng- lands í fyrra í tíu eða ellefu daga og óneitanlega kynnist maður þá samferðafólkinu vel. Kaffitím- arnir á milli fyrirlestranna gegna líka meðal annars eins konar menningarhlutverki. Námskeið- in hjá Jóni eru miklu meira en bara að sitja í salnum og hlusta á hann. Þetta er mikið félagslegt fyrirbæri," segir Ásmundur. - Þú hefur greinilega mjög gaman af því að læra. „Já, já. Mér finnst það vera frumtilgangur lífsins. Einhver sagði um ferðalög að það væri ferðin sjálf sem skipti máli en ekki endastöðin. Maður verður að hafa endastöðina nógu langt framundan og setjast seint í helg- an stein þannig séð, helgur steinn finnst mér að eigi að ganga út á það að læra eitthvað nýtt.“

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.