Dagur - 03.03.1999, Blaðsíða 1
Krefur FBA um
48 milljóna bætur
Fjárfestingarbankinn stendur nú frammi fyrir háum skaðabótakröfum.
Var látinn hætta vegna
meintra kostnaðar-
samra mistaka, sem
hann með fulltingi
Fiskveiðasjóðs neitar
að hafi átt sér stað.
Segir forráðamenn
FBA hafa hreitt út sög-
ur um hin meintu mis-
tök og valdið sér skaða
og miska.
Ásbjörn Þorleifsson, fyrrum
starfsmaður viðskiptastofu Fjár-
festingarbanka atvinnulífsins
(FBA) og þar áður forstöðumaður
fjárreiðu- og alþjóðasviðs Fisk-
veiðasjóðs, hefur stefnt FBA til
greiðslu alls 48 milljóna króna
skaða- og miskabóta. Ásbjörn
heldur því fram að Bjarni Ár-
mannsson, forstjóri FBA, hafi
þröngvað sér til að undirrita
starfslokasamning og borið upp á
hann alvarleg mistök. Ásbjörn
neitar því að áburður um mistök
eigi við rök að styðjast og nýtur í
26 kærðir á
Akureyri
Játningar 17 manns liggja fyrir
hjá rannsóknardeild lögreglunnar
á Akureyri í kjölfar þess að ungur
maður var tekinn til yfirheyrslu
eftir ábendingar um að hann
stæði að dreifingu á hassi. Eftir
fíkniefnamálin sem komu upp um
helgina hefur rannsóknarlögregl-
anáAkureyri því kært 26 manns
vegna dreifingar eða neyslu á
fíkniefnum á síðustu dögum. Að
sögn Daníels Snorrasonar yfirlög-
regluþjóns hlýtur það að teljast
gott innlegg í forvarnastarfið gegn
fíkniefnum.
Við leit í bíl í gær, sem tengdist
ofangreindu máli, fannst þýfi úr
innbroti á bókamarkaðinn á Akur-
eyri. I bílnum fannst töluvert af
geisladiskum, hljómflutningstæki
og þráðlaus sími sem er megnið af
þýfinu, en þjófarnir sáu ekki
ástæðu til að stela einni einustu
bók á markaðinum. - GG
þeim efnum stuðnings stjórnar og
endurskoðanda Fiskveiðasjóðs.
Spummg um að auka hagn-
að?
FBA varð til fyrir rúmu ári þegar
fyrirtækið yfirtók rekstur, réttindi
og skuldbindingar Fiskveiðasjóðs
og fleiri lánasjóða. Ásbjörn hóf
störf hjá FBA og naut góðs
orðstírs frá fyrra starfi. Sam-
kvæmt stefnu kallaði Bjarni Ár-
mannsson Ásbjörn á sinn fund
24. febrúar 1998 og honum til-
kynnt að til stæði að segja honum
upp störfum. Voru Ásbirni gefnir
tveir kostir, að gera starfsloka-
samning eða verða sagt upp. For-
ráðamenn FBA héldu því fram að
Ásbjörn hefði gefið rangar upplýs-
ingar um gjaldeyrisjöfnuð Fisk-
veiðisjóðs og vegna þessa hafi
bankinn tapað tugum milljóna
króna. Ásbjörn hefur frá upphafi
haldið því fram að ásakanir um
ranga upplýsingagjöf séu ekki á
rökum reistar, en taldi sig til-
neyddan að skrifa undir starfs-
lokasamning.
„Bæði stjórnendur og endur-
skoðandi Fiskveiðasjóðs halda því
fram að ásakanir þessar séu rang-
ar. Er jafnvel leitt að því líkum að
ásakanirnar hafi eingöngu verið
settar fram í því skyni að auka
hagnað bankans," segir í stefnu
Ásbjörns, en lögmaður hans er
Jón Magnússon. Þess má geta að
starfskjör æðstu stjórnenda FBA
taka mið af afkomu bankans.
Leyndu ekki ásökiiiiuiiiim
Ásbjörn ber í stefnu sinni að for-
ráðamenn FBA hafi ekki farið
Ieynt með ásakanir sínar í hans
garð og að það hefði skaðað
orðstír hans. Hafi honum ekki
auðnast að fá sambærilegt starf á
Ijármálamarkaðnum eða við íjár-
umsýslu. Hann telur að með
gjörðum sínum hafi FBA vegið að
æru og starfsheiðri sínum.
Ljóst er af stuðningi Fiskveiða-
sjóðsmanna við Ásbörn að enn
hefur ekki gróið um heilt eftir
sameiningu sjóðanna í FBA, en
við þá sameiningu þótti Fisk-
veiðasjóðsmönnum verulega halla
á sinn sjóð. Ekki náðist í Bjarna
Ármannsson í gær. - FÞG
Veðrið lék við íbúa höfuðborgarsvæðisins í gær og smiðir undir þakskeggjum iéku við hvern sinn fingur.
- mynd: hilmar
Sjálfstæðismenn vilja fá ráðherra-
stól Finns Ingólfssonar.
Vilja bæöi
heilbrigðis-
og orkiunál
„Landsfundur Sjálfstæðisflokks-
ins telur rétt að flokkurinn tald
orkumálin að sér í næstu ríkis-
stjórn," segir í drögum að álykt-
un fundarins í orkumálum. I
ályktunardrögum má einnig
finna kröfu um að Sjálfstæðis-
flokkurinn fái líka heilbrigðis-
málin í næsta ríkisstjórnarsam-
starfi. I núverandi stjómarsam-
starfi fer Finnur Ingólfsson,
Framsóknarflokki, með þann
málaflokk.
„Vinnsla, meginflutningur,
dreifing og sala raforku verði að-
skilin eins fljótt og aðstæður
frekast Ieyfa,“ segir m.a. í drög-
unum. Sjálfstætt fyrirtæki um
meginflutning orkunnar (vinnu-
heiti: Landsnet) verði stofnað á
næsta kjörtímabili. Áhersla
verði lögð á að orkufyrirtækin
verði gerð að hlutafélögum og al-
menningur hvattur til eignarað-
ildar.
Líka heilbrigðismál
„Landsfundur Sjálfstæðisflokks-
ins hvetur til þess að flokkurinn
auki verulega áherslu sína á heil-
brigðismál og stefni að þvf að
taka að sér ráðuneyti heilbrigðis-
og tryggingamála í næstu ríkis-
stjórn,“ segir í drögum að álykt-
un landsfundarins, en hann
hefst í næstu viku. Samtímis
skuli stefnt að þ\4 að aðskilja
ráðuneyti heilbrigðis- og trygg-
ingamála.
í drögunum er lýst andstöðu
við „sameiningu stóru sjúkrahús-
anna í Reykjavík í einn ríkisrek-
inn spítala" og hvatt til einka-
væðingar í rekstri heilsugæslu.
Fullyrt er að efling einkarekinn-
ar Iæknisþjónustu sé „rökrétt
andsvar við biðlistum.“
■
wam
Afgreiddir samdægurs
Venjulegir og
demantsskomir
frúlofunarhringar
GULLSMIÐIR
SIGTRYGGUR & PÉTUR
AKUREYRI ■ SÍMI 462 3524
WORUJWtDE EXPRESS
EITT NÚMER AÐ MUNA
5351100