Dagur - 03.03.1999, Blaðsíða 5
MIÐVIKUDAGUR 3. MARS 1999 - S
Vufyur-
FRÉTTIR
Ólgan vex iiman
Sj álfstædisflokks
Ýmsir telja að áhrifamenn í Sjálfstæðisflokknum viiji
tryggja Birni Bjarnasyni 2. sætið á listanum áður en
nýr varaformaður verður kjörinn.
Ólgan meðal sjálf-
stæðismanna í
Reykjavík vegna upp-
stillingar á framboðs-
listann fer enn vax-
andi og óvíst að geng-
ið verði frá 10 efstu
sætum fyrir lands-
fund.
Fyrirhugað er að uppstillinga-
nefnd Sjálfstæðisflokksins í
Reykjavík komi saman á fund í
kvöld til að ganga frá uppstill-
ingu á 10 efstu sætum Iistans.
Eftir fund nefndarinnar sl.
sunnudag var gengið út frá því
að Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson
borgarfulltrúi verði í 9. sæti en
Hanna Birna Kristjánsdóttir
þinglóðs verði í því 10. Eins og
skýrt var frá í Degi í gær sauð
upp úr innan flokksins þegar
þetta fréttist, einkum hjá konum
og ungliðum, sem vildu fá unga
konu í 9. sætið. Þessi ólga hefur
haldið áfrarn að magnast og and-
rúmsloftið í flokknum í Reykja-
vík sagt orðið þrúgandi. Þess
vegna telja ýmsir að uppstilling-
arnefndin muni ekki ganga frá
10 efstu sætunum
í kvöld, eins og til
stóð, heldur fresta
því um sinn, jafn-
vel fram yfir Iands-
fundinn sem hefst
í næstu viku.
Ari Edwald, rit-
stjóri Viðskipta-
blaðsins, sem sótt
hefur á vonarsæti
á lista flokksins í
Reykjavík í nokkur
ár, er einn af þeim
ungliðum sem nú
virðist eiga að
sniðganga við val á
vonarsætum list-
ans. Hann sagði
aðspurður um af-
stöðu sína til þessa
að hann hefði enn
ekki fengið neina
formlega tilkynn-
ingu um að Vil-
hjálmur og Hanna
Birna yrðu í 9. og
10. sæti listans.
Þess vegna gæti
hann ekki tjáð sig
um málið fyrr en hann vissi eitt-
hvað meira.
Uppstillingu flýtt
Samkvæmt heimildum Dags hef-
ur í allan vetur verið gengið út
frá því að ekki yrði stillt upp á
lista Sjálfstæðisflokksins í
Reykjavík fyrr en eftir landsfund-
inn sem hefst 11. mars. Þeir
sjálfstæðismenn sem Dagur hef-
ur rætt við telja að ástæðan fyrir
því að menn eru að reyna að
ganga frá 10 efstu sætunum fyr-
ir landsfund sé sú að topparnir í
flokknum vilji tryggja Birni
Bjarnasyni 2. sætið á listanum
áður en nýr varaformaður verður
kjörinn. Sömuleiðis að standa
við loforðið sem Vilhjálmi Þ. Vil-
hjálmssyni var gefið um vonar-
sæti á Iistanum.
Geir H. Haarde hefur sagt op-
inberlega að hann telji eðlilegt
að varaformaður flokksins, sé
hann úr Reykjavík, skipi 2. sæt-
ið. Sólveig Pétursdóttir, sem
keppir við hann um varafor-
mennskuna er Iíka Reykjavíkur-
þingmaður. Björn Bjarnason
menntamálaráðherra hætti við
að reyna að keppa við þau Geir
og Sólveigu um varaformennsk-
una en sagði opinberlega á dög-
unum að hann telji eðlilegt að
þar sem Friðrik Sophusson
hverfur nú úr 2. sæti listans fær-
ist hann bara upp. Það væri því
ákveðin sárabót fyrir Björn að fá
2. sætið eftir að hafa hætt við að
keppa að varaformennsku.
Nú þykjast menn sjá að ef
gengið verður frá 10 efstu sæt-
unum, eins og uppstillingar-
nefnd hyggst gera, muni sjóða
upp úr á landsfundinum í næstu
viku. - S.DÓR
/ drögum að ályktunum landsfund-
ar Sjálfstæðisflokksins er ekki að
finna tillögur um breytingar á fisk-
veiðistjórnunarkerfinu.
Óbreyttur
kvóti
Obreytt fiskveiðistjórnunarkerfi,
athugun á að veita erlendu
áhættuljármagni í sjávarútveg-
inn og hvalveiðar strax. Þetta
eru helstu atriðin í drögum að
ályktun landsfundar Sjáifstæðis-
flokksins um sjávarútvegsmál.
„Landsfundurinn telur því
mikilvægt að í grundvallaratrið-
um verði áfram byggt á núver-
andi fiskveiðistjórnunarkerfi.
Sveigjanleiki er þó nauðsynlegur
og slík kerfi þarfnast stöðugrar
og viðvarandi endurskoðunar
hvað varðar einstaka þætti,“ seg-
ir um kvótakerfið í drögunum.
Einnig að það sé „brýnt að kann-
að verði hvort ástæða sé til að
aflétta banni við Ijárfestingu er-
lendra aðila í íslenskum sjávar-
útvegi og auka þannig aðgengi
sjávarútvegsins að erlendu
áhættufjármagni."
Um hvalinn segir í drögunum:
„Mikilvægt er að helja sem fyrst
hvalveiðar samkvæmt vísinda-
legri ráðgjöf.“
Lítill hagnaður hjá SH
Sölumiðstöð Hraðfrystihúsanna ásamt dótturfélögum högnuðust um
aðeins 16 milljónir á nýliðnu ári en heildarvelta SH og dótturfélaganna
var 33,6 milljarðar ltróna sem er 14 prósenta aukning frá árinu á und-
an. Hagnaður samstæðunnar fyrir skatta af reglulegri starfsemi var tæp-
lega 97 milljónir króna, en hagnaður samstæðunnar eftir áhrif dóttur-
félaga, óreglulegra liða og reiknaðra skatta var 16 milljónir króna.
Hagnaður var 397 milljónir fyrir skatta af reglulegri starfsemi árið
1997.
Níu kjörstaðir í horgiuni
Alls verða níu kjörstaðir í borginni vtð alþingiskosningarnar 8.'maí í vor.
íbúar á kosningaaldri í Reykjavík voru 80.624 þann 1. desember sfðast-
liðinn. Kjörstaðir verða í Hagaskóla, Laugardalshöll, Ölduselsskóla, Ar-
bæjarskóla, Fólksvangi á Kjalarnesi, Kjarvalsstöðum, Breiðagerðisskóla,
Iþróttamiðstöðinni við Austurberg og Iþróttamiðstöðinni við Dalhús í
Grafarvogi. Iþróttamiðstöðin við Austurberg kemur í stað Fellaskóla
sem verður ekki nothæfur vegna byggingarframkvæmda. Bílastæði eru
af skornum skammti við Foldaskóla og því talið hentugra að kjósa í
Iþróttamiðstöðinni í Grafarvogi. Enn fremur þykir ekki ástæða til að
vera með kjörstað í Sjálfsbjargarhúsinu vegna úrbóta á aðgengi fatlaðra
á öðrum kjörstöðum og er sú breyting gerð í samráði við Sjálfsbjörg.
Norðurslóðahókasafn
í gær var undirritaður
samstarfssamningur
milli Stofnunar Vil-
hjálms Stefánssonar og
Háskólans á Akureyri
þar sem kveðið er á um
tilhögun samstarfs
stofnananna um málefni
norðurslóða. Markmið
samstarfsins er að efla
rannsóknir og kennslu á
Níels Einarsson forstöðumaður Stofnunar sv’^‘ norðurslóða og
Vilhjálms Stefánssonar og Þorsteinn sjálfbærrar þróunar.
Gunnarsson Háskólarektor. - mynd: brink Meðal þess sem stefnt
------------------------------- er að með samstarfinu
er að koma á fót sér-
stöku bókasafni á sviði norðurslóða og umhverfisfræða á Akureyri.
Frá tökum á mynd Hrafns Gunnlaugssonar, Myrkrahöfðingjanum. Fyrir þingflokkum liggur nú frumvarp um
tímabundnar endurgreiðslur vegna kvikmyndagerðar á íslandi og getur verið um verulegar upphæðir að ræða.
Agn fyrir framleiðendur
Stjómvöld vilja end-
urgreiða 12% kostn-
aðar sem til fellur við
gerð stórkvikniynda á
íslandi.
Ríkisstjórnin hefur samþykkt og
lagt fyrir þingflokka stjórnar-
flokkanna frumvarp um tíma-
bundnar endurgreiðslur vegna
kvikmyndagerðar á lslandi, en
verði frumvarpið að lögum geta
kvikmyndafélög fengið verulegar
endurgreiðslur á kostnaði sem til
fellur á Islandi. Fyrir liggur stað-
festur áhugi Miramax um að
taka upp Hálendinginn 4 á Is-
landi og geta endurgreiðslulögin
skipt þar sköpum.
Að sögn Árna Magnússonar,
aðstoðarmanns iðnaðarráðherra,
gerir frumvarpið ráð fyrir því að
ákveðið hlutfall af kostnaði sem
til fellur á Islandi verði endur-
greiddur á næstu árum. „Við get-
um tekið dæmi. Ef kvikmyndafé-
Iag gerir mynd fyrir 12 milljónir
dollara og þar af er kostnaðurinn
á Islandi 10 milljónir dollara, þá
veitir heimildin endurgreiðslu á
12% kostnaðarins á Islandi til
ársloka 2002. Eftir það og til árs-
loka 2005 verður endurgreiðslu-
hlutfallið 9%. Það þarf aðeins að
uppfylla almenn skilyrði og einn-
ig kemur endurgreiðslan ekki
fyrr en í lokin. Þá er gert ráð fyr-
ir að sérstakt félag sé um hverja
mynd og að í loldn verði félaginu
slitið og mál þess gerð upp,“ seg-
ir Árni.
Aðspurður segir Arni að heim-
ildin verði ekki bundin við erlend
félög. „Islenskt félag gæti nýtt
sér þetta, en þó er skilyrði að það
fái ekki samhliða styrk úr Kvik-
myndasjóði. Mér sýnist að fyrir
hinar venjulegu íslensku myndir
væri vænlegra að fá hámarks-
styrk úr Kvikmyndasjóði, en ef
um kostnaðarsama stórmynd
væri að ræða ætti hin nýja leið að
koma frekar til greina,“ segir
Arni. Hann vonast til þess að
frumvarpið verði að lögum fyrir
vorið. — FÞG