Dagur - 03.03.1999, Blaðsíða 11

Dagur - 03.03.1999, Blaðsíða 11
MIDVIKUDAGU R 3. MARS 1999 - 11 Ougur. ERLENDAR FRÉTTIR Harðlíimmaður segir af sér JÚGOSLAVÍA - Adam Demaci, einni helsti harðlínumaður alb- anskra þjóðernissinna í Kosovo- héraði, sagði af sér embætti í Frelsisher Kosovo. Demaci hefur verið harðsnúinn andstæðingur friðarsamkomulags nema gert sé ráð fyrir sjálfstæði héraðsins á endanum. Þessi ákvörðun hans þykir auka heldur líkurnar á því að Kosovo-AIbanir undirriti friðar- samkomulagið við Serba, sem unnið var að í Frakklandi fyrir nokkru. „Þeir þykjast víst vita meira um stjórnmál en ég,“ sagði Demaci í gær um félaga sína í Frelsishernum. Júgóslavneski herinn hélt í gær uppi hörðum árásum á Kosovo, einkum landsvæðið meðfram landa- mærunum að Makedóníu. Þúsundir íbúa í Kosovo hafa flúið heimili sín undanfarna daga vegna bardaganna. Adam Demaci. Pólskir leigubílstjórar vilja dauðarefsiugu PÓLLAND - Pólskir leigubílstjórar hafa safnað saman meira en 100.000 undirskriftum til að krefjast þess að dauðarefsing verði tek- in upp að nýju í Póllandi. Undirskriftasöfnunin hófst í kjölfar þess að tveir leigubílstjórar voru myrtir síðastliðið haust. Undirskriftunum var einkum safnað meðal farþega í leigubílum. Fiuun útlendingar myrtir í Úgauda ÚGANDA - Uppreisnarmenn í Úganda hafa myrt fimm útlendinga, sem þeir höfðu áður rænt. Að sögn lögreglu rændu þeir á mánudag 14 eða 16 ferðamönnum í þjóðgarði suðvestantil í Úganda. Öryggis- sveitum tókst að frelsa sjö þeirra í gær, en a.m.k. fimm hafa látið líf- ið. Andófsmennimir dæmdir KÚBA - Fjórir þekktustu stjórnarandstæðingar á Kúbu hlutu margra mánaða fangelsisdóm, og fjölmargir aðrir andófsmenn bíða nú dóms í fangelsi eftir fjöldahandtökur, sem eru með þeim umfangsmestu á seinni árum. Fjórmenningarnir eru meðlimir samtaka, sem hafa op- inberlega gagnrýnt stefnu Kommúnistaflokksins og hvatt Kúbverja til þess að taka ekki þátt í sveitarstjórnarkosningum, sem fram eiga að fara á næstunni. Albright fariu frá Kína KÍNA - Madeleine Albright, utanríkisráðherra Bandaríkj- anna, lauk í gær tveggja daga heimsókn sinni til Kína. Áður en hún hélt á brott hitti hún Ji- ang Zemin, forseta landsins, að máli. Deilur um mannréttindi hafa vakið mesta athygli í heimsókn hennar, en bæði hún og kínverskir ráðamenn hafa engu að síður sagt heimsókn- ina hafa skilað góðum árangri og góð samskipti ríkjanna haldi áfram þrátt fyrir ágreining um mannréttindi, viðskipti og málefni Taívans. Breskur læknir viH banua skaUa BRETLAND - Breskur Iæknir, David Kernick að nafni, hefur komið með þá tillögu að bannað verði að skalla bolta í knattspyrnuleikjum. Segir hann hættuna á heilaskaða vegna þessa athæfis vera of mikla 'il Fess að skallar séu réttlætanlegir. Hann segist þó gera sér grein fyrir því að skallar séu of mikilvægur þáttur í fótbolta til þess að al- gjört bann verði nokkurn tíma framkvæmanlegt, og leggur því til að heimilt verði að skalla boltann innan vítateigs, en bannið gildi utan hans. Fjórði hver Rússi undir fátæktarmörkuui RÚSSLAND - Fjórði hver Rússi hefur minna en I 500 krónur í tekj- ur á mánuði, og telst þar með lifa undir fátæktarmörkum. Að sögn atvinnumálaráðuneytis Rússlands eru þetta um 35 milljónir Rússa. Kíuverskir nemendur hurfu í Bandaríkjunum BANDARIKIN - 32 nemendur frá I<ina, sem voru í skólaferðalagi í Bandaríkjunum, hafa horfið sporlaust í Kaliforníu. Bandarískir fjöl- miðlar segja nemendurna hljóta að hafa farið í felur til þess að þurfa ekki að snúa til baka. Nemendurnir eru á aldrinum 14-19 ára, og tel- ur lögreglan að fióttinn hafi fyrirfram verið skipulagður. Madeleine Albright í Kína. Israelsmeim lofa brottfLutningi Bæði stjóm og stjómarandstaða ætla að fljtja herinn frá Líbanon eftir kosn- ingar. Bæði Benjamin Netanjahu, for- sætisráðherra Israels, og helsti mótframbjóðandi hans í kosning- unum í vor, Ehud Barak, lofuðu því í gær að reyna sitt besta til þess að koma ísraelsku herliði á brott frá suðurhluta Líbanons innan árs frá kosningum. Ehud Barak, sem er formaður Verkamannaflokksins, reið á vað- ið og lýsti því yfir að hann ætli að „kalla strákana okkar heim frá Lí- banon" innan árs frá því hann fengi stjórnarmyndunarumboð, og það eigi þá að vera liður í sam- komulagi" sem tryggja skal öryggi samfélagsins í norðurhluta Isra- els,“ sagði hann. M.a. hyggst hann taka upp að nýju friðarviðræður við Sýrlend- inga, sem kreíjast þess að Israel skili aftur Gólanhæðum. Netanjahu kvartaði undan því að Barak væri að lofa þarna upp í ermina á sér. Samt var hann fljót- ur að koma með loforð af svipuðu tagi, enda ljóst að kosningabarátt- an í Israel mun snúast að veru- Iegu leyti um hersetuna f Lí- banon. Aðalfundur Flugleiða hf. verður haldinn finuntudaginn 18. mars 19991 efri þingsölum Hótels Loftleiða og hefst kl. 14:00 Dagskrá 1. Venjuleg aðalfundarstörf skv. 10. gr. samþykkta félagsins. 2. Tillaga um heimild til félagsstjómar til kaupa á eiýin hlutum skv. 5S.gr. lagam. 2/1997. 3. Önnm mál, löglega upp borin. Tillögur frá hluthöfum, sem bera á upp á aðalfundi, skulu vera komnar íhendur stjómarinnar eigi síðar en 7 dögum fyrir aðalfund. Dagskrá, endanlegar tillögur, svo og reikningar félagsins mmiu liggja frammi á skrifstofu félagsins hluthöfum til sýnis 7 dögum fyriraðalfund. Stjóm Flugleiða hf. Aðgöngumióar, atkvæðaseðlar og fundargögn verða aflient í hlutabréfa- dcild Flugleióa á 1. hæó á aðalskrifstofu félagsins á Reykjavíkurflugvelli dagam 15. tíl 17. mars frá kl. 09:00 til 17:00 og fundardag til kl. 12:00. FLUGLEIDIR Traustur íslenskurferðafélagi Búnaðarbanki íslands hf. Aðalfundur 1999 Súlnasal Hótel Sögu 10. mars kl. 14:00 Dagskrá fundarins: 1. Skýrsla bankaráðs um starfsemi bankans sl. starfsár 2. Ársreikningur fyrir liðið starfsár ásamt skýrslu endurskoðanda lagður fram 3. Ákvörðun um greiðslu arðs og meðferð hagnaðar á síðastliðnu reikningsári 4. Tillögur til breytinga á samþykktum 5. Kosning bankaráðs 6. Kosning endurskoðanda 7. Ákvörðun um þóknun til bankaráðsmanna 8. Stofnun menningarsjóðs og tillaga um framlag 9. Önnur mál ® BÚNAÐARBANKI ÍSLANDS HF t Vi'. vi G j-/ÁÁil??ál ;'.l .1 i m

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.