Dagur - 03.03.1999, Blaðsíða 6

Dagur - 03.03.1999, Blaðsíða 6
6- MIDVIKUDAGUR 3. MARS 1999 rD^tr ÞJÓÐMÁL Útgáfufélag: Útgáfustjóri: Ritstjóri: Aðstoðarritstjóri: Framkvæmdastjóri: Skrifstofur: Símar: Netfang ritstjórnar: Áskriftargjald m. vsk.: Lausasöiuverð: Grænt númer: Simbréf augiýsingadeiidar: Símar auglýsingadeildar: Netfang auglýsingadeildar: Simbréf ritstjórnar: DAGSPRENT EYJÓLFUR SVEINSSON ELÍAS SNÆLAND JÓNSSON BIRGIR GUÐMUNDSSON MARTEINN JÓNASSON STRANDGÖTU 31, AKUREYRI, GARÐARSBRAUT 7, HÚSAVÍK OG ÞVERHOLTI 14, REYKJAVÍK 460 6100 OG 800 7080 ritstjori@dagur.is 1.800 KR. Á MÁNUÐI 150 KR. OG 200 KR. HELGARBLAÐ 800 7080 460 6161 (REYKJAVÍK)563-1615 Ámundi Ámundason (AKUREYR 1)460-6191 G. Ómar Pétursson OG 460-6192 Gréta Björnsdóttir omar@dagur.is 460 6171(AKUREYRI) 551 6270 (REYKJAVÍK) Jarðsprengjubannið í fyrsta lagi Það er vissulega merkur áfangi að alþjóðasamningurinn um bann við framleiðslu og notkun á jarðsprengjum skuli genginn í gildi. Nokkuð á annað hundrað ríki hafa skrifað undir sam- komulagið og hátt í sjötíu þjóðir staðfest hann. Samtök og ein- staklingar í ýmsum ríkjum hafa árum saman barist fyrir slíku banni, en mætt mikilli andstöðu. Það var ekki fyrr en Díana prinsessa tók málið upp á sína arma að ríkisstjórnir fóru al- mennt að taka kröfuna um bann alvarlega; eftir dauða hennar komst sá skriður á málið sem nú hefur borið þennan árangur. í öðru lagi Jarðsprengjur eru glæpsamleg vopn sem bitna fyrst og ffemst á óbreyttum borgurum, ekki síst bömum að leik. Talið er að um sjötíu milljónir slíkra vopna séu falin í jörðu í meira en sextíu löndum. A hveiju ári stíga um tuttugu þúsund manns á jarð- sprengjur einhvers staðar í heiminum og láta Iífið eða bíða var- anleg örkuml. Það er álíka fjöldi og allir íbúar Kópvogs - á hverju einasta ári. Og þessi ógnarvopn eru virk og þar með hættuleg mörgum áratugum eftir að þau eru grafin í jörðu. Þannig eru enn að finnast jarðsprengjur sem komið var fyrir í fyrri heims- styrjöldinni. í þriðja lagi En nýi samningurinn er aðeins áfangi á langri leið. Því miður hafa ríki eins og Bandaríkin, Rússland og Kína neitað að skrifa undir og halda því áfram að framleiða og nota jarðsprengjur. Dapurlegust er andstaða bandarískra stjórnvalda, sem gjarnan tala mikið um mannréttindi - en minna verður úr athöfnum þeg- ar réttur almennings stangast á við hernaðarhagsmuni. Það er einnig gífurlega mikið og dýrt verk óunnið við að gera jarð- sprengjur víða um heim óskaðlegar. Þótt þessi morðvopn séu hræódýr í framleiðslu kostar hátt í eitt hundrað þúsund krónur að finna eina slíka sprengju og gera hana óvirka. Það verk mun því taka mörg ár - og á meðan munu þúsundir barna og kvenna slasast alvarlega eða láta lífið að óþörfu. Elías Snæland Jónsson. Rauðgrani og Heimir húmorslausi Það var ekki ofsögum sagt af Steingrími J. og félögum, þeir eru lang skemmtilegastir. Reyndar eru þeir meira en skemmtilegastir, þeir eru eig- inlega þeir einu skemmtilegu og því ekki nema von að Stein- grímur sjálfur hafi bent á það á fundi á sínum tíma að þeir væru „skemmtilegasti flokkur- ínn . I Mogganum í gaer er lítil grein eftir Steingrím, nánast stflæfing með gamla Iaginu, og er greininni beint að Heimi Má Péturssyni, framkvæmda- stjóra Alþýðu- bandalagsins. Greinin stílæfing í húmor og Garri sér fyrir sér að Heimir Már setjist niður og skrifi upp það sem Steingrímur er að segja - svona svo það festist betur í minni. Fyndna félagið En vegna þess að Garri er sjálfur alltaf að reyna að fá inngöngu í fyndna félagið er hann sjálfur búinn að skrifa upp grein Steingríms nokkrum sinnum, í þeirri von að með- taka húmorinn betur milliliða- Iaust frá meistaranum. Og Garri telur sig hafa haft erindi sem erfiði hvað þetta varðar. Nú er t.d. kýrskýrt að það er ekki fyndið að kalla rauð- skeggjaða menn í pólitík „Rauðgrana". A því féll Heim- ir Már, sem nú hefur fengið viðumefnið Heimir húmors- lausi. Heimir kallaði Stein- grfm nefnilega í tvígang V Rauðgrana, í annað skiptið í Degi og í hitt skiptið í Morg- unblaðinu. Urskurður Stein- gríms talar sínu máli, þegar hann segir að þetta sé dæmi um þá sorg þegar „gamansem- in eða skopskynið er orðið að andhverfu sinni, rétt eins og þegar léttleiki tilverunnar er orðinn óbærilegur.11 Óbærileg tilbugsim Satt að segja þykir Garra það nú óbærileg tilhugsun að hafa fallið fyr- ir þessari auð- virðilegu and- fyndni Heimis á sínum tíma og brosað út í annað yfir nafngiftinni Rauðgrani. Slíkt gefur því miður til kynna, að ekki einasta sé Heimir húmorslaus, heldur sé Garri sjálfur hálf húmorslaus. En nú veit Garri betur og mun að sjálfsögðu aldrei, aldrei, aldrei brosa ef Steingrímur og Rauð- grænir eru kallaðir Rauðgrani eða Rauðgranar. Það bæri vott um húmorsleysi að hætti Heimis Más og Alþýðubanda- lagsins. Jafnframt vill Garri þakka Steingrími fyrir þessa litlu leiðsögn á vegi húmorsins sem hann birti í Mogganum í gær. Vonandi hafa talsmenn annarra stjórnmálaflokka lesið þann pistil sér til gagns, svo Rauðgrænir þurfi ekki að ei- lífu að vera eini skemmtilegi flokkurinn í landinu. - GARRI í nýsamþykktri vegaáætlun til tíu ára er hvergi minnst á borun nýrra jarðganga. Þegar Alþingi veitti einkafyrirtæki Ieyfi til að bora sig undir Hvalþ'örðinn voru strengd heit um að eftir þá fram- kvæmd yrði ekki leyft að leggja á vegatolla og enn síðar var sam- þykkt að hefja ekki gangagerð fyrr en að áratug liðnum í fyrsta lagi. Nú eru fyrirheitin öll komin á ská og skjön og ráðherrar og aðr- ir þingmenn og eru farnir að nota framtíðartekjur ríkissjóðs sem framlög í eigin kosningabrellur. Samgönguráðherra hóf herferð- ina á hendur skattborgurum framtíðarinnar og byrjaði kosn- ingabaráttu sína með því að lofa göngum gegnum fjallgarðinn milli Siglufjarðar og Olafsíjarðar þegar á næsta kjörtímabili, þvert ofan í vegaáætlun sem hann Iagði sjálfur fram. Auðvitað varðar framkvæmdin hans eigið kjördæmi, þvf kosn- ingaloforð eru eigingjarnari en Gegnum land og undir sjó önnur fyrirheit. Aðrir ráðherrar og þingmenn láta ekki sitt eftir liggja og heimta næstu göng í sín kjördæmi og það strax. Allir eru búnir að gleyma vegaáætlun, eins og öðrum samþykktum sem Al- þingi flaustrar í gegn í tímahraki og fáti. Samherjar og andstæðingar Halldóri Blöndal hefur tekist að gera vegaáætlun að marklausu plaggi, fylkja Páli á Höllu- stöðum að baki sér og snúa honum gegn framsókn- armönnum í öðrum kjördæmum og kveikja þá elda úlfúðar og yfir- boða, sem samgöngugeggjunin ein er fær um að kynda undir. Eins og oft er minnst á í þessu horni, passar ísland þjóðinni sem það byggir afskaplega illa. Land- ið er svo óhentugt í Iaginu að sí- fellt þarf að sverfa af því alls kyns agnúa til að mannfólkið haldist við á hólmanum. Samgöngu- mannvirkin eru þar flestra meina bót, enda er emjað á þau úr öll- um áttum til að viðhalda bæði dreifbýli og þéttbýli. Hagkvæmni sam- gangna er reiknuð út af verktökum ög handbendum þeirra. Þess vegna er hag- kvæmnin mest fyrir norðan. Svo er hún líka hagkvæmust á nokkrum stöðum fyr- ir austan, þar sem jarðgöng verða undir- staða mannlífs á næstu öld. Svo er hagkvæmnin mest fyrir sunnan og ekki verður búandi í Eyjum til lengdar nema með því að tengja verstöðina og búrið utan um Keikó við landið með neðansjávarakbraut. Þá er sólljóst, að jarðgöng gegnum Gufuneshöfða og Geld- inganes eru hagkvæmari en önn- ur bílagöng. Þau tengja mestu brúarsmíð íslandssögunnar og verða í dreifbýli Reykjavíkurborg- ar og kostuð úr ríkissjóði. Þau eru ekki á vegaáætlun fremur en önnur jarðgöng fyrir bíla og loku er fyrir það skotið að hægt sé að taka vegatoll af innanbæjarakstri yfir sjó og gegnum land. Allir græöa Yfirboð samgöngumálanna fyrir kosningarnar í vor eru rétt að byrja. Þegar kjörfundur hefst verða frambjóðendur búnir að ráðstafa tekjum ríkissjóðs næstu hálfa öldina til að auðvelda sam- göngur til að fólk geti búið dreift en samt verið í nálægð hvert við annað. Um hagkvæmnina þarf ekki að spyrja. Hún er mest fyrir þá sem reikna hana út og verktakana, sem hún er gerð fyrir. Svo hakla stjórnmálamenn að þeir græði eitthvað á hringavitleysunni. Því miður virðast þeir hafa rétt fyrir sér. Halldór Blöndal. sputtia svarad Voru ntenn að rasa um ráðfram með sölu Ábuið- arverksmiðjunnar? Hjálmar Jónsson þingmaðurSjálfstædisflokks. „Söluferlið var langt komið og útilokað að snúa til baka. Hinsveg- ar var gerð skissa. Alþjóða viðskipta- stofnunin er að hefja samninga- Iotu þar sem land- búnaðarmál eru ofarlega á baugi. Stefnan er að minnka beinan stuðning við landbúnað í formi tolla og yfir- Ieitt er verið að draga úr hömlum á millirfkjaviðskipti. Allar þjóðir styðja landbúnað með einhverj- um hætti en reyna að fela stuðn- inginn, gera hann óbeinan og ótengdan framleiðslu. Það er gott að ríkið geri fimm ára samn- inga við bændur en við þurfum Iíka að setja stuðning í annað form og hefði þá verið kjörið að bændur hefðu eignast Aburðar- verksmiðjuna.“ Sveinn Ingvarsson bótidi í Reykjahlíð á Skeiðum. „Eg hef vissar áhyggjur af þessu. Hjá Aburðarverk- smiðjunni höfum við bændur fengið góða þjónustu en síðan vitum við ekkert hvað verð- ur nú þegar hún hefur verið seld. Menn eiga að fara sér hægt með sölu ríkisfyrirtækja, sum fyrir- tæki eru þannig að þjónusta sem þau veita er best í ríkisrekstri. I einkarekstri Iúta þau hörðum lögmálum hagfræðinnar. En í raun er of snemmt að svara spurningum um söluna á meðan ekki hefur reynt á nýja eigendur og þeirra þjónustu.“ Daníel Ámason í 2. sæti á lista Framsóktuirflokks á Noiðurlandi eystra. „Það hefur legið fyrir að verksmiðj- una eigi að selja og þess vegna finnast mér um- ræður í þinginu á mánudag seint fram komnar. Ég tel ágætt að koma Aburðarverk- smiðjunni í einkarekstur og þjónustan ætti ekki að verða síðri þess vegna, í því samkeppn- isumhverfi sem er á áburðar- markaði. Eg á eftir að kynna mér rökin fyrir því að verksmiðjan sé lykill varðandi vetnisframleiðslu í landinu eins sagt hefur verið." Drífa Hjartardóttir í 2. sæti á lista Sjálfstæðisfloldis á Suð- urlandi. „Einkavæðingar- nefnd var falið að selja ýmis ríkisfyr- irtæki, m.a. Aburðarverk- smiðjuna, og það var útilokað að bakka út úr því ferli á síðustu stundu. Bændur binda vonir við að framleiðslu verði áfram haldið í Gufunesi á góðum áburði á góðu verði og ég treysti Haraldi í Andra fullkom- lega til þéss.“ 1

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.